Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÖVEMBER 1983 21 í stuttu máli... Argentína: Alfonsin sver eiðinn fyrr en talið var Buenos Aires, 7. nóvember. AP. RAUL ALFONSIN, nýkjörinn forseti Argentínu, sver embættis- eiAinn 10. desember næstkom- andi. Verdur hann fyrsti lýðræð- islega kjörni þjóðhöfðingi Arg- entínu í meira en sjö ár. Það var talsmaður herfor- ingjastjórnarinnar sem greindi frá þessu í gær og sagði hann að verið væri í óða önn að ganga frá öllum formsatriðum og lausum endum. Alfonsin og flokkur hans hlutu 52 prósent atkvæða í kosningunum á dög- unum. Skjálfti hristi og skók Kína ÖFLUGUR jarðskjálfti, 5,9 stig á Richter-kvarða, hristi og skók Shandong-hérað í norðaustur- hluta Kína í gær og olli miklu eignatjóni, auk þess sem að minnsta kosti 30 manns létu líf- ið. Titringur fannst víða um Kína og fjöldi smærri kippa fannst í kjölfarið á þeim stóra. Víða hrundu eldri hús alger- lega til grunna og í nokkrum þorpum hrundu flestir reyk- háfar af húsþökum og sprung- ur mynduðust á veggjum. Að sögn Xinhua, hinnar opinberu fréttastofu Kína, er hjálpar- starf í fullum gangi og talið hugsanlegt að fleiri kunni að finnast látnir. Tugir manna eru einnig slasaðir eftir nátt- úruhamfarirnar. Heyrist frá leiö- togum Samstööu: Hvatt til mótmæla Varsjá, 7. nóvember. AP. Leiðtogar Samstöðu, hinnar ólöglegu pólsku verkalýðshreyf- ingar, sendu í gær frá sér til- kynningu þar sem pólska þjóðin var hvött til samræmdra mót- mælaaðgerða vegna yfirvofandi verðhækkana snemma á næsta ári. Nýlega var smjörskömmtun endurvakin í Póllandi og er mikil og almenn óánægja með efna- hagsþrengingarnar í landinu. Samstöðuleiðtogarnir, sem eru fjórir og fara huldu höfði, settu allir nöfn sín undir áskorunina og vonast þeir til þess að óánægjualdan sem nú gengur yfir vegna umræddra hækkana verði tii þess að efla Samstöðu fremur en hitt. Ekki kom fram hvers konar mót- mæli leiðtogarnir hvöttu til, né hvenær þau yrðu. OPEC-fundur Nikó.síu, 7. nóvember. AP. SÉRSTÖK nefnd á vegum olíu- framleiðslulandanna sem skipa OPEC-samtökin mun setjast á rökstóia í Lundúnum í næstu viku og verður viðfangsefni fundarins að finna leiðir til að auka sölumöguleika OPEC- landanna án þess að það hafi í för með sér áhrif á olíuverðið, sem OPEC-löndin kappkosta við að halda óbreyttu. Njósnari gripinn Alfred Zehe, 44 ára gamall austur-þýzkur eðlisfræðingur, drúpir höfði, þar sem hann gengur í fylgd með gæzlumanni frá bandarísku alríkislögreglunni (FBI), eftir að hafa verið handtekinn fyrir njósn- ir. Burma: Kóreska sendiráðs- liðið farið heim Kangoon, Kurma. 7.nóvember. AP. Ónafngreindir talsmenn stjórn- arinnar í Burma greindu frá því í gær, að starfsfólk norður-kóreska sendiráðsins í landinu hefði horfíð úr landi á sunnudaginn, eftir að stjórnvöld töldu sannað að Norður- Kórea hefði staðiö að baki sprengju- tilræðinu á dögunum, þar sem á þriðja tug manna létu lífið, þar á meðal nokkrir suður-kóreskir ráð- herrar. Höfðu stjórnvöld skipað sendiráðsfólkinu að hafa sig á brott. í norður-kóreska hópnum voru 12 diplómatar, þrjú börn og 15 manns án diplómatanafnbóta, makar og skrifstofufólk. Norður- kóresk þota sótti fólkið og flutti heim með millilendingu í Kína. Stjórnvöld í Burma gáfu ekki út opinbera yfirlýsingu um að sendi- ráðsfólkið væri farið úr landi og stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa allt annað en gengist að því að bera ábyrgð á sprengingunni, sem var að því er virtist ætlað að granda suður-kóreska forsetanum, sem var rétt ókominn á sprengju- staðinn er ósköpin dundu yfir. Hafa norður-kóresk stjórnvöld fordæmd aðgerðir Burma, að slíta stjórnmálasambandinu. Enski boltinn kostaði lífið Nottingham, 6. nóvember. AP. RÚMLEGA fertugur maður, Stan- ley Dingley, játaði í gær að hafa drepið unnustu sína Christine Worley, eftir að hún hafði reitt hann til reiði með því að slökkva á sjónvarpi þeirra er knattspyrnu- leikur stóð sem hæst. „Hún labbaði bara inn, til- kynnti að hún þyldi ekki knatt- spyrnu, og slökkti á tækinu. Strunsaði hún síðan út úr her- berginu," sagði Dingley. Hann elti hana fram að eigin sögn og ætlaði að tala yfir hausamótun- um á henni. Beit hún hann þá í fingurinn, en Dingley reiddist þá svo að hann þreif upp hníf og stakk vinkonu sína til bana. Nýþjónusta í Umboðsmaður í Chicago lceland Steamship Company Ltd. c/o Lyons Inc. 1 st Joliet Road McCook, III. 60525 Tel.: (312) 442-6410 í kjölfar góðrar reynslu af nýjum þjónustuhöfnum víða í Evrópu hefur Eimskip nú opnaðfyrstu þjónustuhöfnina í Bandaríkjunum. Hún er staðsett í hinni miklu flutningaborg Chicago, þar sem daglega koma og fara vörur fráog til landa um allan heim. Um leið höfum við bætt þjónustuna í Ameríkusiglingum enn frekar. Nú förum við reglulega til New York, Portsmouth og Halifax og aukum hagræðinguna enn frekar með greiðara vörustreymi innan úr landi til sjávar. Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 27100 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.