Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983 Ráðstefna kennarafélaga list- og verkgreina: Allar námsgreinar verði metnar að jöfnu „GILDI list- og vcrkgreina í upp- eldi“, var yfirskrift ráðstefnu, sem haldin var í Reykjavík dagana 21. og 22. október. Á ráðstefnunni sem um 250 manns sóttu, voru flutt erindi um málefnið auk þess, sem ráð- stefnugestir skiptu sér í umræðu- hópa. Erindi voru flutt af Andra Isakssyni, prófessor, sem ræddi um „að mennta afl og önd“, Kristrúnu ísaksdóttur lektor, en hún talaði um sögulegar forsendur fyrir virðingaröðun námsgreina og hverjar afleiðingar slíkt hefði fyrir nemandann. Þorbjörn Broddason dósent fjallaði um skyldur fjölmiðla hvað varðaði list- og verkgreinar og ólafur Proppé lektor ræddi um sköpun- argáfu og skapandi starf. Alls stóðu átta kennarafélög, að ráðstefnunni og að sögn Ingimars Jónssonar, sem átti sæti í undir- búningsnefnd, voru menn mjög ánægðir með árangurinn. „Sú til- laga kom upp,“ sagði Ingimar, „að stofnuð skyldu samtök meðal þeirra félaga sem að þessari ráð- stefnu stóðu og rætt var um að halda aðra ráðstefnu strax í sumar. Samstaða meðal kennara var mikil. Það skal tekið fram að þetta er í fyrsta sinn, sem slík ráðstefna er haldin og ég tel að hún hafi verið stórt skref í átt til þess að vekja aukna athygli á list- og verkgreinum. Þá á ég við at- hygli foreldra, kennara og nem- enda. Lögð var sérstök áhersla á að stundafjöldi til list- og verk- greinakennslu yrði aukinn við endurskoðun á viðmiðunarstunda- skrá, sem Menntamálaráðuneytið sendir út sem reglugerð. Sú skrá sem nú er í gildi, er frá árinu 1979, að sögn Ingimars Jónssonar. Rætt var um að aðstaða til kennslu í áðurnefndum greinum, væri ekki til staðar í öllum skólum og ætti þetta einkanlega við um skóla úti á landi. Til dæmis væri aðstaða til íþrótta- og heimilisfræðikennslu víða mjög bágborin og sumstaðar alls ekki fyrir hendi. Að „allar námsgreinar verði metnar að jöfnu til framhalds- náms“ var ein krafa, sem lögð var áhersla á. Sagði Ingimar að í sum- um skólum væri íþróttakennsla til dæmis ekki metin til eininga, þannig að fólk gæti hreinlega Húsavík: Fannfergi og ófærð Húsavík, 7. BÓvember. AÐFARANÓTT laugardags fór hér að snjóa og hefur Htið stytt upp síðan og mest bætti hann á í nótt. Sam- göngur gengu eðlilega þar til í gær, að flug féll niður en áætlunarbfllinn fór til Akureyrar og gekk sæmilega inneftir en átti í dálitlum erfiðleik- um á heimleiðinni. í dag er talið ófært inneftir og ekki áætlað að moka fyrr en á morgun eða þegar veður lægir. Verið er að hreinsa flugvöllinn og er flug áætlað hingað í kvöld. Mjólkurbílarnir hafa komist sína leið nema bíllinn sem átti að fara í Kelduhverfi, hann lagði ekki í Auðbjargarstaðabrekkuna en tók mjólk í Tjörnesi. Gæftaleysi hefur verið óvenju- lega mikið hér í mánaðartima. sleppt þeim hluta námsins, án þess að „tapa einingum" til stúd- entprófs. Að lokum lagði ráð- stefnan áherslu á, að fólk, gæti fengið kennararéttindi í list- og verkgreinum, án þess að hafa fengið kennslu eða undirbúning í slíkum fögum í framhaldsskólum. Því var lagt til að fyrrnefndar námsgreinar yrðu teknar inn í kjarna framhaldsskólanna og nám f þeim yrði metið til jafns við aðr- ar námsgreinar. Auk þess var lögð áhersla á að sú kennsla í list- og verkgreinum, sem gert væri ráð fyrir í grunnskólalögum og námsskrá, færi um allt land og launakjör og aðstæður yrðu þann- ig, að menntaðir kennarar fengj- ust til starfa. Frá ráðstefnunni um gildi list- og verkgreina. Elín Björt Jónsdóttir er í ræðustól að flytja álitsgerð Félags íslenskra vefnaðarkennara. Alls stóðu áttp kennarafélög að ráðstefnunni, sem um 250 manns sátu. Okkar menn íReyUavík -íiðo' ,dað8 y-Aa'11 ,bo'9 ,da<o -.... 6a°'í?»d ... f'80" a ...... ,da9a ,da9a ,da9a N"ÖV hvt>''ð'ud 3la „iV'f'3 ttea" Síminn er 91-21160 Þjónustudeildir Hafskips í Reykjavík hafa á aö skipa góðum hópi starfsmanna sem eru sérfræðingar hver á sínu sviði skipaflutninga. Þannig sér Markaðsdeild um sölu- og markaðsmál varðandi inn- og útflutning og er í nánum tengslum við viðskiptavini hverju sinni. Flutningadeild skipuleggur flutningana og tryggir að vörur séu fluttar á hagkvæman og fljótvirkan hátt til og frá landinu. Farmskrárdeild sér um að réttir pappírar séu á réttum stað á réttum tíma og Tjónadeild grípur inn í, komi babb í bátinn. Samhæfing og góð samvinna allra þessara aðila er þó skilyrði þess að góður árangur náist. Þjónustudeildir Hafskips hf. eru okkar menn. Okkar menn-þínir menn HAFSKIP HF. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.