Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 34
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983 t Fööursystir okkar, GUÐLEIF S. GUÐMUNDSDÓTTIR, Birkimel 10A, lést í Landspítalanum aöfaranótt laugardagsins 5. nóvember. Þóra, Guörún og Ema Kriatinsdœtur. t Konan mín, ÁSTRÓS VIGFÚSDÓTTIR, Sogavegi 84, andaóist í Vífilsstaöaspítala 5. þessa mánaöar. Jaröarförin auglýst síðar. Hjörleifur Siguröason. t Eiginmaöur minn og faðir okkar, JAKOB SVEINSSON, kennari, Egilsgötu 32, andaöist þann 4. nóvember sl. í Landspítalanum. Útförin fer fram þann 11. nóvember kl. 13.30 frá Fossvogskapellu. Ingeborg Sveinsson, Steinar Jakobsson og Sveinn Jakobsson. t Eiginmaöur minn, JÓNAS HAUKUR EINARSSON, blikksmíöameistari, Sunnubraut 20, Kópavogi, andaöist í Borgarspitalanum, laugardaginn 5. nóvember. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, El(n Áróra Jónsdóttir. t Eiginkona mín, móöir okkar og dóttir, HREFNA JÓHANNSDÓTTIR, Ljósheimum 20, andaöist á heimili sinu laugardaginn 5. nóvember. Björgvin Alexandersson, Jóhann Þór Björgvinsson, Sandra Margrét Björgvinsdóttir, Anna Rós Björgvinsdóttir, Gunnþórunn Eiríksdóttir. Faöir okkar, + HELGI SKÚLASON, augnlæknir, lóst 7 nóvember. Siguröur Helgason, Sigríöur Helgadóttir, Sigríöur Aöalheiöur Helgadóttir. Móöir okkar. + ÞÓRNÝ JÓNSDÓTTIR, Bergstaðastræti 6, varð bráökvödd 6. nóvember. Þórlaug Guömundsdóttir, Vilhjélmur Guömundsson. + KRISTJÁN NÓI KRISTJÁNSSON, bétasmiöur, Túngötu 9, Húsavík, er látinn. Hulda Svansdóttir, Þorsteinn Jónsson. Emil Pálssort frá Þingholti - Minning Á þessum stormasömu haust- dögum hafa orðið hörmuleg slys við strendur landsins. Því eiga nú margir um sárt að binda. Enn er krafist fórna af íslenskri sjó- mannastétt og við erum rækilega minnt á hversu vanmegnug við er- um gagnvart ógnarmætti hafsins. — Þegar hendir sorg við sjóinn syrgir tregar þjóðin öll — (J.M.) Einn þeirra er nú hafa lotið í lægra haldi í baráttunni við Ægi er Emil Pálsson matsveinn. Emil átti að baki áratuga langa sjómennsku. Hann byrjaði ungur með föður sínum heima í Vest- mannaeyjum og síðustu 14 árin var hann matsveinn á aflaskipinu Gísla Árna RE, úthaldið var oft langt og strangt á þeim árum, og fjarvistir frá heimili og ástvinum. Því var brotið blað í ævi Emils þegar hann réðst nú sl. vor sem matsveinn á dæluskipið Sandey II. Emil leit fram til góðra daga þar sem hann gæti í senn verið í faðmi fjölskyldunnar og jafnframt stundað atvinnu sem tengdist sjónum. Emil hafði marga hildi háð ásamt félögum sínum við strendur landsins og úti í Dumbshafi og hafði ávallt náð heilu í höfn. Nú var Emil kominn að því er virtist í áhættuminna starf og öruggara. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Föstudaginn 28. okt. sl. hvolfdi dæluskipinu Sandey II á Engeyj- arsundi. Tveir skipverja björguð- ust en fjórir fórust. Emil mætti hér örlögum sínum. Hann náði ekki landi. Hér lauk ævi góðs drengs. Emil var jarðsunginn frá Foss- vogskirkju 7. nóv. sl. Hann varð sextugur 8. sept. sl., fæddur í Vest- mannaeyjum árið 1923. Foreldrar hans voru Páll Jónasson og Þor- steina Jóhannsdóttir. Emil ólst upp í Þingholti í Vestmannaeyjum og var elstur 14 systkina. Föður sinn missir Emil í flug- slysi árið 1951, en móðir hans er til heimilis að Hraunbúðum í Vestmannaeyjum. Samheldni fjöl- skyldunnar frá Þingholti, bæði í gleði og sorg, er með einstökum hætti. Þar hefur útgerð og sjó- mennska verið gildur þáttur í daglegu lífi. Og afkomendur Páls og Þorsteinu frá Þingholti hafa verið athafnasamir í útgerð og sjómennsku. Hugur Emils hneigðist til sjó- mennsku og var sjómennska ævistarf hans. Hann var harðdug- legur sjómaður og samviskusamur í starfi. Þrekmaður og góðum kostum búinn. Emil kvæntist Björgu Berg- þórsdóttur og eignuðust þau tvö börn, Hávarð og Þórunni Kristínu. Þau slitu samvistum. 10. maí árið 1957 kvæntist Emil eftirlifandi eiginkonu, Láru Eð- varðsdóttur. Þau eignuðust tvo drengi, Emil Þór og Kristin Má. Einnig ólust upp á heimilinu tveir synir Láru frá fyrra hjónabandi, Magnús Þorgeirs- son — Kveðjuorð Þegar vinir og kunningjar minnast Magnúsar Þorgeirssonar þessa dagana, þá finnst mér vanta að minnst sé á veigamikinn þátt úr lífi hans og starfi, þann þátt, þegar faðir minn var að mennta og leiðbeina Magnúsi. Magnús byrjaði 16 ára gamall sem sendisveinn hjá föður mínum við snúninga í skóverzlun B. Stef- ánssonar. Þetta reyndist happ fyrir þá báða, því samstarfið ent- ist í 16 ár. Faðir minn, Björgólfur Stefánsson, var afburða kennari og nemandinn var duglegur og áhugasamur. Magnús var ekki búinn að vera lengi við verzlunina, þegar faðir minn fann, að það var óhætt að treysta þessum unga manni. Og þegar Magnús var orðinn af- greiðslumaður og sýndi áhuga á fleiri þáttum verzlunarinnar, þá einfaldlega tók faðir minn hann í einkatíma og kenndi honum bæði bókfærslu, ensku og þýzku og sennilega allt það, sem hann hafði sjálfur lært í Verzlunarskóla ís- lands, (en þaðan var Björgólfur útskrifaður), því nemandinn var bæði spurull og næmur. Kennslu í heiðarleik í viðskiptum og ná- kvæmni í öllu, smáu og stóru, sem við kom verzlunarrekstri hefði Magnús getað fengið í kaupbæti, en þess þurfti ekki með. Þessir eiginleikar voru meðfæddir hjá Magnúsi. Það var oft lítið að gera á morgnana í verzlunum í þá daga og ég man eftir því, þegar við krakkarnir vorum höfð á „vakt“ í verzluninni, á meðan pabbi sat inn á „kontór" og kenndi Magnúsi. Ein „frænka" okkar var alltaf við af- greiðslustörf í búðinni, en það var ekki kallað á Magnús, nema að mikið lægi við. Úr því ég er farin að minnast Magnúsar, þá má bæta þvi við, að betri félaga og vin gátum við börnin ekki fengið. Þótt hann væri 20 árum eldri en við, var svo mikill leikur í honum og gáski, að við krakkarnir þurftum ekki annað en + Jaröarför JÓNÍNU S. FILIPPUSDÓTTUR, Greftiagötu 52, sem andaöist föstudaginn 28. október, fer fram þriöjudaginn 8. nóvember kl. 3.00 e.h. frá Fossvogskapellu. Vandamenn. Móöir okkar, tengdamóöir og amma, AÐALBJÖRG RÓSA KJARTANSDÓTTIR, Hjaltabakka 12, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju í dag þriöjudaginn 8. nóv- ember kl. 13.30. Guölaug Kéradóttir, Björn fvarsson, Sigrún fvarsdóttir, Kjartan fvarsson, Sigríöur Óskarsdóttir, Jónína fvarsdóttir, Höröur Jóhannesson, Herborg fvarsdóttir, Björn Gústafsson, Indriöi ívarsson, Kristjana Steinþórsdóttir og barnabörn. Tryggvi og Eðvarð, ásamt Há- varði, syni Emils. Fjölskyldulífið var ánægjulegt og hjónaband þeirra Emils og Láru farsælt. Nú er sár harmur kveðinn að við fráfall góðs eiginmanns, föður og afa, sem svo óvænt var kallaður brott af vettvangi lífsins. Mér er skylt að minnast Emils og þakka vináttu og góðar minn- ingar frá heimili þeirra hjóna. Á meðan ég var við nám í Reykjavík var ég þar daglegur gestur og mætti ávallt hlýhug og góðvild á heimili þar sem ríkti glaðværð og eindrægni. Ég sendi Láru og börnunum mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Einnig ömmu minni, Þorsteinu Jóhannsdóttur frá Þingholti, sem sér á bak kærum syni og elsta barni. Góður guð styrki ástvini Emils Pálssonar og blessi minningu hans. Magnús Kristinsson fara niður stigann og niður í búð til Magnúsar til þess að komast í gott skap, ef við urðum þreytt á leik eða námi á efri hæðinni, þar sem við bjuggum. Eins og fram befur komið og alkunna er, var Magnús mikill íþróttamaður, en ég er nær viss um að aðeins við systkinin höfum orðið vitni að hans stærstu fimleikasýningum, þegar hann fór á handahlaupum fyrir okkur um borð og bekki í verzluninni. Að ég nú ekki tali um það, þegar hann lét okkur taka þátt í ærslunum og hljóp með okkur á öxlunum um búðina, og við vanalega máttlaus af hlátri. Svo þegar búðarhurðin opnaðist skyndilega, þá tróð hann okkur á bak við búðarborðið, þar sem við reyndum að halda niðri í okkur hlátrinum. Inn kom viðskiptavin- urinn, og Magnús setti upp hátíð- legan svip og spurði: „Með leyfi, hvað var það fyrir yður?“ En við reyndum að klfpa í fæturna á hon- um í hvert sinn, sem hann gekk fram hjá okkur. Bak við gáskan leyndist alvar- an, óhemju dugnaður og námsgáf- ur. Faðir minn lézt 53 ára að aldri. Magnús var þá farinn frá „okkur“ eftir 16 ára starf við verzlunina og hafði stofnað sitt eigið fyrirtæki. En á þeirri erfiðu stundu og ætíð síðar, þegar áhyggjur og erfiðleik- ar steðjuðu að móður minni, þá hringdi hún alltaf fyrst til Magn- úsar í Pfaff. Og Magnús brást aldrei. Því hann var í orðsins fyllstu merkingu „drengur góður“. Blessuð sé minning hans. Oddný Thorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.