Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983 23 • Sænski sniliingurinn Jan Ove Waldner var í sigurliði Svía (landskeppninni á Noröurlandamótinu í borðtennis í Laugardalshöll um helgina. En þrátt fyrir snilli sína náöi hann ekki að sigra í einliðaleik karla, þar varð einn landa hans hlutskarpastur. Framkvæmd Norðurlandamótsins var mjög góð og Borðtennissambandinu til sóma. Vegna þrengsla verður nánari frásögn frá mótinu að bíða morgundagsins. MorgunMaðw/FríSþjóiur. Fyrri Evrópuleikur KR á laugardaginn: KR-ingar vinna úr upplýsingum um mótherjana Enska landsliðið: Osman settur út BOBBY Robson, enski landsliðs- einvaldurínn, valdí í gær hóp sinn fyrir Evrópuleikinn við Luxem- borg 16. þessa mánaöar. Russell Osman, varnarmaður Ipswich, var settur úr hópnum. Að öðru leyti kom ekkert á óvart við val liðsins. í hópnum eru þessir: Peter Shilton, Ray Clemence, Phil Neal, Mike Duxbury, Kenny Sansom, Alan Kennedy, Terry Butcher, Alvin Martin, Graham Roberts, Bryan Robson, Ray Wilk- ins, Sammy Lee, Gary Mabbutt, Alan Devonshire, John Gregory, Glenn Hoddle, Trevor Francis, Tony Woodcock, Paul Mariner, John Barnes, Mark Chamberlain, Luther Blissett, Peter Withe. Nokkrum klst. eftir aö þetta var birt var tilkynnt aö Gary Mabbutt væri þaö illa meiddur aö hann heföi verið dreginn úr hópnum. Hann meiddist á laugardaginn í Stoke. Ekki hefur veriö tilkynnt hver tekur sæti hans í landsliös- hópnum. Ekki er öruggt hvort Trevor Francis geti veriö meö í leiknum. Hann er meiddur á ökkla og lék ekki með Sampdoria á italiu um helgina. Phil Neal, Mike Dux- bury og Tony Woodcock koma aft- ur i hópinn eftir meiösli. KR-INGAR undirbúa sig nú vei fyrir fyrri Evrópuleikinn gegn Luxemborgarliöinu HC Berchem, sem verður í Laugardalshöllinni nk. laugardag kl. 14.30. Nedeljko Vujinóvic, hinn júgó- slavneski þjálfari liðsins, er nú að vinna úr upplýsingum, sem hann hefur fengið, einkum og sér í lagi myndbandsupptökur af fyrri leikjum HC Berchem í Evrópu- keppninni. Vujinóvic er vanur aö fást viö erfið verkefni í Evrópukeppni. I fjölda ára lék hann meö júgóslavn- eska liöinu Banja Luka í Evropu- keppnum og þjálfaöi St. Otmar frá Sviss og tapaöi aldrei heimaleik f Evrópukeppni. „Það var heimavöll- urinn og áhorfendur sem hjáipuöu okkur þar og ég vona aö viö fáum aö heyra eitthvaö því um líkt í Höll- inni núna,“ sagöi hann. Vujinóvic sagöi á blaöamanna- fundi í gærdag aö hann teldi aö liö KR ætti jafna möguleika á sigri í leiknum á laugardag eins og HC Berchem. Þrátt fyrir aö liöiö væri frá Luxemborg mætti alls ekki vanmeta þaö. í liöinu væru þrír snjallir pólskir leikmenn og væru þeir mjög góöir. Handknattleiksliö KR mun undirbúa sig af miklum krafti alla vikuna fyrir leikinn á laugardag þvf aö stefnan hefur verið sett á aö komast f átta liöa úrslitin í Evrópukeppninni í ár. Og með samstilltu átakl á þaö aö tak- ast, sagöi formaöur handknatt- leiksdeildarinnar, Þorvaröur Hös- kuldsson f gærdag. KR-ingar taka nú f annaö sinn þátt í Evropukeppni bikarhafa. Þeir sátu hjá í fyrstu umferð keppninnar en mæta nú eins og áöur sagöi Berchem f 16 liöa úrslit- um. KR-ingar leika gegn Víkingum í íslandsmótinu í handknattleik á morgun, miövikudag, og fá þar góöa leikæfingu fyrir hinn mikil- væga leik á laugardaginn. - ÞR • Þjálfari KR-inga, Nedeljko Vujinóvic, klappar hór Jakobi Jónssyni nýliða í KR-liðinu. En þeir félagar verða í eldlínunni á laugardag þegar KR mætir HC-Berchem í Laugardalshöllinni f Evrópukeppni bikarhafa. Ljósm. Friöþjófur H. í 11. leikviku Getrauna var það mikiö um óvænt úrslit f leikjum getraunaseöilsins, að enginn seðill kom fram meö 12 rétta, en 4 seðlar reyndust með 11 rétta og var vinningur fyrir hverja röð kr. 122.895,00. Þá komu fram 95 raöir meö 10 réttum og var vinningur fyrir hverja röð kr. 2.217,00. Alls var vinningsupphæð- in í 11. leikviku yfir 700 þús- und kr. og hefði einn af vinn- ingshöfunum meö 11 rétta á kerfisseðli slampast á 12 rétta hefði vinningurinn orö- ið um 600 þús. kr. Stenmark í bann ALÞJÓÐA skíðasambandið mun fara fram á það við al- þjóða Ólympíunefndina að sænski skíðamaðurinn Inge- mar Stenmark fái ekki að taka þátt í Ólympíuleikunum í Sar- ajevo í febrúar næstkomandi. Þá mun nefndin einnig mæla meö því að Hanni Wenzel, frá Liechtenstein, fái ekki að keppa á leikunum, en báöir þessir skíöamenn hafa haft miklar auglýsingatekjur á undanförnum árum. Urvalsdeild Staðan í úrvalsdeildinni f körfubolta er þannig eftir leiki helgarinnar: Valur 5 4 1 442—384 8 Njarðvík 5 4 1 399—366 8 KR 5 3 2 388—350 6 Keflavík 5 2 3 375—396 4 ÍR 5 4 1 342—373 2 Haukar 5 4 1 355—360 2 ÍBK og KR leika á föstudag- inn í Keflavík, og á laugardag leika Haukar og ÍR. Valur og UMFN leika svo á sunnudag- inn. _ SH_ 1. deild TVEIR stórleikir eru á dagskrá 1. deildarinnar í handbolta annað kvöld. FH og Valur leika í Hafnarfiröi kl. 20.00 og Vík- ingur og KR mætast í íþrótta- húsi Seljaskóla. Leikur þeirra hefst kl. 20.15. Eftir leiki helgarinnar er staðan þannig í 1. deildinni: FH 5 5 0 0 149:88 10 Valur 5 3 1 1 108:97 7 Víkingur 4 2 0 1 91:85 6 KR 4 1 1 2 68:66 3 Þróttur 4 1 1 2 82:90 3 Haukar 5 1 1 3 97:112 3 Stjarnan 4 1 1 2 67:89 3 KA 5 0 1 4 89:124 1 Markahæstu leikmenn deildarinnar eru þessir — mörk úr vítaköstum fyrir aftan skástrikið: Kristián Arason FH 50/25 Páll Olafsson Þrótti 32/ 5 Eyjólfur Bragason Stj. 21/11 Steindór Gunnarsson Val21 Guöm. Albertsson KR 20 — SH 3. deild Úrslit í síöustu leikjum í 3. deild urðu þessi: Týr — Seltoss 16—13 Týr —Þór Ak. 22—19 Afturelding — ÍA 22—16 Ármann — ÍBK 27—21 Selfoss — UMFS 24—12 Staðan er þannig: Týr 65' Atturelding 5 4 Ármann 5 4 Þór Ak. 4 3 ÍBK 5 3 ÍA 6 2 Selfoss 5 1 Skallagrímur 5 0 Ögri 5 0 I 0 150—100 11 0 1 123—84 8 0 1 130—107 8 0 1 99—71 6 0 2 124—99 6 1 3 129—112 5 0 4 79—99 2 0 5 74—137 0 0 5 61—163 0 — SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.