Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 265. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Fegursta kona heims Símamynd/AP. Ungfrú Bretland, Sarah-Jane Hutt, var í gærkvöldi kjörin ungfrú heimur í Albert Hall í Lundúnum. I ööru sæti varð ungfrú Kólombía og ungfrú Brazilía númer þrjú. Unnur Steinsson fulltrúi íslands varð i fimmta sæti í keppninni en alls voru keppendurnir 72. Talið er, að 500 milljónir manna hafi fylgst með keppninni í beinni sjónvarpsútsend- ingu. Sjá frétt um keppnina hér að neðan. Frakkar gera heftidarárásir Beirut, París, Tripoli, 17. nóvember. AP. FRANSKAR sprengjuþotur geröu í dag tvær árásir á bækistöðvar skæruliða af trúflokki shíta í hefndarskyni fyrir hryðjuverkin í síðasta mánuði þegar á fjórða hundrað franskra, bandarískra, og ísraelskra hermanna lét lífið. Andstæðingar Arafats hóta að „sprengja hann burt úr Tripoli" en segjast hins vegar ekki ætla að gera allsherjarárás á borgina. Fjórtán franskar sprengjuþotur af gerðinni Super Etendard gerðu tvisvar í dag árás á bækistöðvar öfgasinnaðra shíta í Bekaa-dal og stóðu loftárásirnar í 35 mínútur samtals. Ekki fer nákvæmum fréttum af afleiðingum árásanna en útvarpsstöðvar í Líbanon segja frá miklu mannfalli meðal skæru- liða. í gær gerðu ísraelar árás á sömu búðir en leyniþjónustur Frakka, Bandarikjamanna og fsraela eru í engum vafa um, að skæruliðar shíta, sem fransstjórn styður, hafi skipulagt morðin í Beirut. í París skýrði talsmaður varn- armálaráðuneytisins frá árásun- um og sagði, að þær hefðu verið gerðar til að koma í veg fyrir ný hryðjuverk. Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, sagði í franska Ætla Rússar að slíta Genfarviðræðunum? (íenf, 17. nóvember AP. Aðalsamningamenn Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna í viðræð- unum um meðaldrægu eldflaugarnar ræddust við í Genf í dag og stóð fundurinn í tvo tíma. Næsti fundur verður á miðvikudag, 23. nóvember, daginn eftir að vestur-þýska þingið greiðir atkvæði um uppsetningu NATO-eldflauganna. Ef hún verður samþykkt er jafnvel búist við, aö Sovétmenn slíti viðræðunum Paul H. Nitze, samningamaður Bandaríkjanna, og Yuli A. Kvits- insky, samningamaður Sovét- manna, ræddust við í tvo tíma í dag og sagði Nitze eftir fundinn, að viðræðunum yrði haldið áfram. Verður næsti fundur þeirra mið- vikudaginn 23. nóvember, daginn eftir að umræðum og atkvæða- greiðslu um uppsetningu NATO- eldflauganna lýkur í vestur-þýska þinginu. Vilja Sovétmenn augljós- lega bíða eftir ákvörðun þingsins og eru vestur-þýskir hernaðarsér- fræðingar sammála um, að þá muni koma í ljós hvort Sovét- mönnum er alvara með viðræðun- um í Genf. Leonid M. Zamyatin, yfirmaður upplýsingastofnunar miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins, sagði í dag í Haag í Hollandi, að ef NATO-ríkin kæmu fyrir Persh- ing-2-eldflaugum í Vestur-Evrópu, myndu Sovétmenn hætta viðræð- unum um meðaldrægu eldflaug- arnar. Á Zamyatin er litið sem talsmann Sovétstjórnarinnar. Orðrómur er á kreiki í Bonn um að Sovétmenn hafi nýjar tillögur á prjónunum í eldflaugamálunum. Vilji þeir bjóðast til að fækka sín- um eldflaugum niður í 120 gegn því, að Vesturveldin komi alls eng- um fyrir í Vestur-Evrópu. sjónvarpinu í gærkvöldi, að frönsku hermannanna 58, sem dóu í Beirut, yrði „ekki látið óhefnt". Andstæðingar Arafats kváðust í dag mundu „sprengja hann burt úr Tripoli" ef hann kæmi sér ekki þaðan sjálfur. Sögðust þeir mundu leggja borgarhlutann þar sem Arafat og menn hans hafast við í rúst með stórskotahríð en ekki hyggja á allsherjarárás á borgina. Svíþjóð: Sök sér að lemja gáfaða eiginkonu Stokkhólmi, 17. nóvember. AP. EIGINKONA, sem er svo ósvífln að vera manninum fremri að gáfum, á það skilið að vera lamin. Áfrýjunarréttur í Svíþjóð virðist a.m.k. vera þessarar skoðunar cn dómsniðurstaðan hefur vakiö mikinn úlfaþyt í Svíþjóð og verið slegið upp með stórum fyrirsögnum í dagblöðunum. Málið snýst um velmenntaða konu, sem margoft hefur mátt sæta hinum mestu kárínum af hendi líttmenntaðs manns síns. Fyrir undirrétti var maðurinn dæmdur í fjögurra mánaða fang- elsi fyrir að misþyrma konu sinni en áfrýjunarrétturinn breytti dómnum í fjársekt — vegna þess, að konan hefur stundum „neytt gáfna sinna til að stjórna og ögra“ manni sínum að því er sagði í dómnum. „Að góðar gáfur konunnar skuli teljast innlegg í málið er hreint furðulegt og aldeilis ótrúlegt, að þær skuli vera taldir manninum til málsbóta," sagði saksóknarinn, Catarina Wallden-Johansson, og vill að málið verði tekið fyrir strax hjá hæstarétti. Birgit Bladh, vara- forseti í samtökum til hjálpar konum, sem hafa orðið fyrir lík- amsárás eða verið nauðgað, segir, að „eftir þennan dóm virðist það vera löglegt að lemja eiginkonuna ef hún er gáfaðri en eiginmaður- inn“. Konan, sem málið snýst um, er 54 ára gömul en maður hennar er sex árum yngri og hefur langan ofbeldis- og afbrotaferil að baki. í dómsorðum segir, að „við athugun kemur fram, að á síðustu árum hefur konan stundum beitt gáfum sínum til að ögra manni sínum og ráða yfir honum og í því ljósi ber að skoða málið". Fjórir skipuðu dóminn, þar af tvær konur. Ungfrú Bretland valin Miss World: Unnur Steinsson varð í 5. sæti London, 17. nóvember. Frá TrétUriUra Mbl. UNGFRÚ BRETLAND, Sarah-Jane Hutt, 19 ára gömul fyrirsæta, sigraði í keppninni Miss World, sem fram fór í Royal Albet Hall að viðstöddum 4 þúsund áhorfendum. Alls sáu 500 milljónir manna keppnina í beinu sjón- varpi um allan heim. Úngfrú ísland, Unnur Steins- son, náði frábærum árangri í keppninni. Hún varð í 5. sæti af 72 stúlkum. Hún varð í 2. sæti Evrópustúlkna og eina Norður- landastúlkan sem komst í úrslitin. Unnur vakti mikla athygli, sér- staklega er hún kom fram í sér- saumuðum kjól, sem móðir hennar hafði hannað. Röð fegurðardrottninganna sem í úrslit komust varð þessi: 1. Bret- land, 2. Kólombía, 3. Brasilía, 4. Jamaica, 5. ísland, 6. Bandaríkin, 7. Panama. Níu manna dómnefnd undir for- sæti söngvarans Placido Domingo sá um valið. Að lokinni krýningu var slegið upp miklum dansleik, þar sem Margrét prinsessa heils- aði uppá stúlkurnar sem komust í úrslitin. Skaut sonur Brezhnevs Andropov í handlegginn? London, 17. nóvember. AP. BRESKT blað flutti þá frétt í dag, að Yuri, sonur Brezhnevs heitins, fyrrum forseta Sovétríkjanna, hefði skotið Yuri Andropov í handlegginn og að það væri meginástæðan fyrir því, að Sovétleiðtoginn hefði ekki sést opinberlega í þrjá mánuði. í fréttum frá Moskvu segir hins vegar, að Yuri Brezhnev gegni enn embætti sínu sem fyrsti aöstoðarmaður ráðherra utanríkisviðskipta. Lundúnablaðið Daily Express segir, að Yuri Brezhnev, sem er 51 árs að aldri, hafi skotið Andropov í handlegginn þegar þeim lenti saman í áköfu rifrildi og að atburðinn megi rekja til gamals haturs Brezhnevs- fjölskyldunnar á Andropov. Telji hún Andropov hafa staðið fyrir rógsherferð á hendur fjölskyld- unni í þeim tilgangi að bola á burt keppinauti sínum, Konst- antin Chernenko, sem Brezhnev hafði valið sem eftirmann sinn, og t.d. látið KGB dreifa sögum um siðspillingu Galinu, dóttur Brezhnevs, reynt að koma henni fyrir á geðveikrahæli og gefið í skyn, að Yuri Brezhnev hefði dregið sér fé og ætti á hættu að missa embættið vegna drykkj- uskapar. Segir blaðið leyniþjón- ustumenn á Vesturlöndum hafa vitneskju um þetta mál og hafa hana frá heimildamönnum sín- um innan KGB. Andropov hefur ekki sést opinberlega síðan 18. ágúst og var ekki viðstaddur hersýning- una á Rauða torginu 7. nóvem- ber, sem er einsdæmi með sov- éskan leiðtoga. Tass segir, að hann sé með kvef, læknar á Vesturlöndum nefna nýrna- sjúkdóm en Daily Express segir erfiðleika með að skýra út skaddaðan handlegg Andropovs vera ástæðuna fyrir fjarvistum hans. Talsmenn ráðuneytisins þar Yuri Brezhnev sem Yuri Brezhnev starfar segja, að hann gegni enn emb- ætti sínu en Daily Express segist ekki geta fengið það staðfest, að hann hafi komið til vinnu sinnar að undanförnu. Opinberlega hafa Sovétmenn ekkert sagt um fréttina í blaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 265. tölublað (18.11.1983)
https://timarit.is/issue/119402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

265. tölublað (18.11.1983)

Aðgerðir: