Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983
Áfangahækkun orkuverðs til ÍSAL:
54,5% hækkun frá verði
orkuráðherra
Skýrsla iðnaðarráðherra um bráðabirgða-
samning við Swiss Aluminium Ltd.
Það er álit samninganefndarinn-
ar, að bráðabirgðasamningur sá,
sem hér liggur fyrir, sé vel við un-
andi fyrir Islendinga. Það er Ijóst að
með honum er aðeins stigið fyrsta
skrefið í samningaviðræðum við Alu-
suisse um framtíð álbræðslunnar í
Straumsvík. Framundan eru víðtæk-
ari og mun flóknari samningar.
Þannig komst Sverrir Hermanns-
son, orkuráðherra, efnislega að orði,
er hann mælti fyrir skýrslu sinni
„um bráðabirgðasamning milli ríkis-
stjórnar íslands og Swiss Alumini-
um Ltd.“ í Sameinuðu þingi í gær.
Sverrir Hermannsson, orkuráð-
herra, rakti í upphafi máls síns
þriggja ára deilur milli íslenzkra
stjórnvalda og Swiss Aluminium.
Fyrri orkuráðherra, Hjörleifur
Guttormsson, hefði haldið þann
veg á málum að hvorki hefði geng-
ið eða rekið, hvorki um hækkun
raforkuverðs né leiðréttingu
skattadæmis. í byrjun marzmán-
aðar sl. hefðu fulltrúar allra
flokka í atvinnumálanefnd Al-
þingis, nema fulltrúi Alþýðu-
bandalags, sameinast um nýja
viðræðunefnd og ný vinnubrögð,
sem þegar hefðu skilað nokkrum
árangri og opnað leið til frekari
ávinnings.
Deilumál varðandi skattgreiðsl-
ur verða settar í þrjár dómnefnd-
ir, þann veg skipaðar, að íslend-
ingar geti vel við unað. Hér sé
samið um mun einfaldari og hrað-
virkari leið en þá, að málinu væri
haldið áfram fyrir ICSID-stofnun-
inni í Washington. Niðurstöður
munu liggja fyrir innan eins árs, í
stað tveggja til þriggja ára, og á
þeim tíma hefði ekki verið hægt
að semja um endurskoðun á gild-
andi samningum milli aðila. Dóm-
nefndin, sem kveða skal upp úr-
skurð um skatta- og bókhalds-
tæknileg atriði, er eingöngu skip-
uð íslendingum. Kostnaðarþáttur
málsins verður og verulega lægri
en að reka það fyrir erlendum
dómstólum.
Bráðabirgðasamningurinn
kveður á um endurskoðun orku-
verðs og annarra ákvæða orku-
sölusamnings og endurskoðun
framleiðslugjaldsins, auk þess
sem fjallað verður um hugsanlega
Sverrir Hermannsson
stækkun álversins í tveim áföng-
um og rétt íslenzka ríkisins til að
gerast hluthafi í rekstrinum.
Til að greiða fyrir hinum eigin-
legu viðræðum um endurskoðun
samninga hafa aðilar komið sér
saman um tilteknar bráðabirgða-
aðgerðir, m.a. hækkun orkuverðs,
sem komi þegar til framkvæmda
— og er að hluta til afturvirk.
Umrædd áfangahækkun orku-
verðsins er 54,5% frá því orku-
verði til álversins, sem gilti í ráð-
herratíð Hjörleifs Guttormssonar.
Allnokkrar umræður urðu um
málið, að lokinni framsögu orku-
ráðherra, sem ekki verða nánar
raktar að sinni.
Fyrsta atkvæðagreiðsl-
an um launafrumvarpið:
Alþýðuflokkur
með verðbóta-
þrengingu
frumvarpsins
Skerðing samnings-
réttar felld út
Frumvarp um launamál (stað-
festing á bráðabirgðalögum) kom
til atkvæðagreiðslu — ásamt
breytingartillögum — í neðri deild
Alþingis, eftir aðra umræðu sl.
miðvikudag. Breytingartillögur
frá stjórnarandstöðu vóru felldar.
Fyrsta málsgrein fyrstu greinar
frumvarpsins, sem m.a. fjallar um
verðbætur á laun, var samþykkt
að viðhöfðu nafnakalli með 23:9
atkvæðum.
Já sögðu: Ingvar Gíslason (F),
Birgir Isl. Gunnarsson (S), Eggert
Haukdal (S), Geir Hallgrímsson
(S), Friðjón Þórðarson (S), Friðrik
Sophusson (SJ, Gunnar G. Schram
(S), Halldór Ásgrímsson (F), Hall-
dór Blöndal (S), Jóhanna Sigurð-
ardóttir (A), Jón Baldvin Hanni-
balsson (A), Kjartan Jóhannsson
radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
i. ,j)
Akranes
Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn i Hótel Akranes mánudag-
inn 21. nóvember kl. 20.45.
Fundarefni: Albert Guömundsson. fjármálaráöherra ræöir stjórn-
málaviöhorfiö.
Almennar umræöur og fyrirspurnlr. Þingmenn Sjálfstæöisflokksins í
vesturlandskjördæmi mæta á fundinn. Allir velkomnir.
FuHtrúaróö sjátfstæöis-
félaganna á Akranesl.
Albert Friöjón Valdimar
Austurland
Á réttri leið
Almennir Stjórnmálafundir veröa haldnir
sem hér segir:
Djúpavogi, föstudaginn 18. nóvember kl.
21.00 i barnaskólanum.
Stöóvarfiröi laugardaginn 19. nóvember
kl. 15.00 í samkomuhúsinu.
Beiödalsvík laugardaginn 19. nóvember
kl. 21.00 í Hótel Bláfelli.
Hðfn Hornafiröi sunnudaginn 20. nóv-
ember kl. 21.00 í Hótel Höfn.
Á fundinum mæta Matthias Bjarnason.
samgönguráöherra, og Egill Jónsson. al-
þingismaöur
Sjálfstæöisflokkurlnn.
Matthias
Egill
Austur-Skaftfellingar
I tilefni þess að félagsheimili sjálfstæöismanna í Austur-Skaftafells-
sýslu er nú fokhelt, veröur húsiö opiö almenningi sunnudaginn 20.
þ.m. kl. 14. Meöal gesta veröa Sverrir Hermannsson iönaöarráö-
herra, Gréta Lind Kristjánsdóttir og Matthias Bjarnason heilbrigöls-
ráöherra.
Kaffiveitingar — Allir velkomnir.
Sjáltstæölsfélag Austur-Skaftfellinga
Fulltrúaráö sjálfstæöisfélaganna á Akranesi
Aðalfundur
Fulltrúaráö sjálfstæöisfélaganna á Akranesi boöar til aöalfundar.
Mánudaginn 21. nóvember kl. 20.00 í Sjálfstæölshúslnu.
Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf.
Önnur mál.
Mætiö stundvíslega.
Stjórnin.
Akurnesingar
Fundur um bæjarmálefni veröur haldinn í
Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 20. nóvem-
ber kl. 10.30.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins mæta á
fundinn.
Sjálfstæðisfélögin á Akranesi.
________þjónusta________
innheimtaiisf
Innheimtuþjónusta Veróbréfasala
Suóurlandsbraut 10 o 31567
OPIÐ DAGLEGA KL 10-12 OG 13,30-17
nauöungaruppboö
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 89., 93. og 96. tölubl. Lögbirtingablaösins 1983 á
Hliöarvegi 21, Grundarfiröi, pinglýstri eign Ásdísar Valdimarsdóttur
fer fram eftir kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl., Lögdeildar Landsbanka
islands og Tryggingarstofnunar ríkisins á eigninni sjálfri þriöjudaginn
22. nóv. 1983 kl. 14.00.
tilkynningar
Hestur tapaðist!
Tapast hefur rauðblesóttur 6 vetra foli fyrir
11/2 mánuöi úr Ólafsvík. Ómarkaöur, er járn-
aður og auöþekktur á nefi, hefur senni-
legast brákast.
Hafið sambandi í síma: 93-6322.
til sölu
Jörð til sölu
Jörðin Ármót í Rangárvallasýslu er til sölu
eöa leigu meö allri áhöfn nú strax eða á
næstu fardögum.
Upplýsingar í síma 99-5148.
húsnæöi i boöi
Ármúli - Útsölumarkaður
til leigu er 650 fm verslunarhúsnæði undir
vörumarkaði. Leigist í einni eða fleiri eining-
um. Leigutími samkomulag. Tilboö leggist
inn á augld. Mbl. merkt: „Útsala — 510“ fyrir
miövikudagskvöld nk.
tilboö — útboö
Sýslumaöur Snæfellsness-
og Hnappadalssýslu,
9. nóvember 1983.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 72., 74. og 76. tölubl. Lögbirtlngablaösins 1983 á
Borgarbraut 2 (ibúö á efri hæö) Grundarfiröl, þinglýstri eign Stöövar
hf. fer fram eftlr kröfu Innheimtu ríkissjóös á eigninni sjálfrl þriðjudag-
inn 22. nóv. 1983 kl. 16.00.
Sýslumaður Snæfellsness-
og Hnappadalssýslu,
9. nóvember 1983.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 89., 93. og 96. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1983 á
Keflavíkurgötu 1, Hellissandi. þinglýstri eign Friöjóns Jónssonar fer
fram eftir kröfu Björns Ólafs Hallgímssonar hdl., Guöjóns Ármanns
Jónssonar hdl. og Veódeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri
þriöjudaginn 22. nóv. 1983. kl. 11.00.
Sýslumaður Snæfellsness-
og Hnappadalssýslu,
9. nóvember 1983.
Krabbameinsfélag
íslands
óskar eftir tilboðum í að fullgera hús félags-
ins að Reykjanesbraut 8, fyrstu, aðra og
þriöju hæð, sem nú eru tilbúnar undir
tréverk. Verkið innifelur: tréverk, raflagnir,
pípulagnir, loftræstikerfi, dúklögn, málningu
o.þ.h.
Hver hæð er um 570 m2 að flatarmáli.
Tilboðsgögn verða afhent í afgreiðslu
Krabbameinsfélagsins að Suðurgötu 22 í
dag, þriöjudaginn 15. nóvember, gegn 5.000
króna skilatryggingu.
Tilboð veröa opnuö á sama staö miðviku-
daginn 30. nóvember kl. 11.00.
Krabbameinsfélag íslands.