Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 Borgarstjórn sam- þykkti breyttan afgreiðslutíma BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum í gærdag, að heimila lengri afgreiðslutíma verzlana í borginni, að sögn Davíðs Oddsson- ar, borgarstjóra, sem sagði að breyt- ingin þyrfti að hljóta staðfestingu fé- lagsmálaráðuneytisins. „Við munum reyna að fá málinu flýtt í félagsmálaráðuneytinu, þannig að verzlanir geti haft opið í samræmi við breyttar reglur þegar á morgun," sagði Davíð ennfremur. Samkvæmt hinum nýju reglum verður verzlunum heimilt að hafa opið til klukkan 20.00 mánudaga til fimmtudaga, til klukkan 22.00 á föstudögum og til klukkan 16.00 á laugardögum. Breytingin á afgreiðslutímanum var samþykkt með 17 atkvæðum gegn 4 í borgarstjórn. Útfór Tómasar Guðmunds- sonar gerð á vegum Reykja- víkurborgar Útrdr Tómasar Guðmundsson- ar, skálds, fer fram á vegum Reykjavíkurborgar í virð- ingarskyni við hinn látna. I'tfor- in verður gerð frá Dómkirkj- unni fimmtudaginn 24. nóvem- ber klukkan 13.30. Séra Karl Sigurbjörnsson jarðsyngur. Frá setningarathöfn landsfundar Alþýðubandalagsins í Austurbæjarbfói í gærkvöldi. Ljðsm. Mbi. Kristján Einarsson. Svavar Gestsson við setningu landsfundar Alþýðubandalagsins: Á að geta orðið samnefnari fyrir þúsundir íslendinga — sem fylgt hafa öðrum flokkum, einnig stjórnarflokkunum Maðurinn sem lézt Sæmundur Jónsson, Fosshóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði, sem lézt við rjúpnaveiðar 16. nóvember sl. Fjársvikamálið: Þriðji maðurinn í gæzluvarðhald „VIÐ MUNUM setja okkur það verkefni að hrinda af höndum þjóð- arinnar núverandi ríkisstjórn og stjórnarstefnunni og koma í veg fyrir að afleiðingar hennar verði enn hrikalegri fyrir íslenskt þjóðlíf en þegar er orðið. Við munum leggja áherslu á að sameina umhverfis Al- þýðubandalagið allan þann skara ís- lendinga sem á samleið með okkur í grundvallaratriðum," sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, m.a. í setningarræðu sinni í upphafi landsfundar Alþýðubanda- lagsins í Austurbæjarbíói í gær. Svavar sagði einnig: „Þau grundvallaratriði sem við viljum að setji svip á íslenska þjóðfélagið eru þau hin sömu og einkenna flokk Alþýðubandalagsins. Þess vegna á Alþýðubandalagið að geta orðið samnefnari fyrir þúsundir og aftur þúsundir íslendinga sem til þessa hafa fylgt öðrum flokkum — einnig núverandi stjórnarflokk- um. Flokkspólitískur hroki á ekki við í þessu efni heldur samvinna á jafnréttisgrundvelli." Setningarathöfnin hófst kl. 19 í Austurbæjarbíói og var fundi síð- an fram haldið kl. 21 að Hótel Loftleiðum. Að loknum kosning- um embættismanna voru fluttar skýrslur stjórnar og fram- kvæmdastjórnar. Að því loknu voru almennar stjórnmálaumræð- ur. í dag, föstudag, hefst fundur kl. 10 með almennum umræðum. Eft- ir hádegi verða umræður um laga- breytingar og skipulagsmál, en kl. 17 hefjast störf nefnda og hópa. Á morgun, laugardag, verða umræð- ur og afgreiðsla lagabreytinga og afgreiðsla nefndarálita, en kl. 17 hefjast kosningar. Á sunnudag verða mál afgreidd, áframhald kosninga og afgreiðsla stjórn- málaályktunar. Fundarslit verða kl. 18 á sunnudag. MAÐUR sá sem Rannsóknalögregla ríkisins geröi kröfu um gæzluvarð- hald yfir á miðvikudag vegna rann- sókna RLR á stórfelldu fjársvika- máli, var úrskurðaður í gæzluvarð- hald til 23. nóvember í Sakadómi Reykjavíkur í gær, og er hann nú þriðji maðurinn sem situr inni vegna þessa máls. Mennirnir eru grunaðir um að hafa ætlað að svíkja út stórfé út úr bankakerfinu. Annars vegar með því að svíkja út gjaldeyri og hins vegar leggja fé inn á hand- hafa sparisjóðsbækur með inni- stæðulausum ávísunum. Eyrbekkingar og Stokkseyringar vilja selja Bjarna Herjólfsson: Fimm fyrirtæki hafa sýnt togaranum áhuga „ÞAÐ ERU einir fimm aöilar, sem hafa sýnt skipinu áhuga og skoðað það en þetta gengur rólega og enn Sjálfstæðisflokkurinn: Ráðherrar deila — um framlag til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins MIKIL átök eru innan forustusveitar Sjálfstæðisflokksins vegna yfirlýs- inga Alberts Guðmundssonar um að hann muni ekki styðja ríkisstjórnar- frumvörp sem til meðferðar eru í neðri deild Alþingis um heimild til hækkunar á kvóta íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum annars vegar og hins vegar heimild til að auka hlutafé íslands í Norræna fjárfestingar- bankanum. Mbl. er kunnugt um að Matthías Á. Mathiesen, viöskipta- og bankamálaráðherra, og Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, eru á öndverðum meið um málið. Samkvæmt heimildum Mbl. mun fjármála- ráðherra hafa látið að því liggja, að ráöherrastóllinn væri honum ekki fastur í hendi. Lagafrumvörp þessi eru bæði flutt í framhaldi af samþykkt fyrri ríkisstjórnar, en sú sam- þykkt var með fyrirvara um samþykki Alþingis. Frumvarpið um kvóta íslands hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum fjallar um hækkun úr samtals 61 milljarði sérstakra dráttaréttinda í 90 milljarða (SDR). Við þetta mundi kvóti íslands hækka úr 43,5 milljónum í 59,6 milljónir. Kvótaaukningin var samþykkt af yfirstjórn sjóðsins hinn 31. mars sl. og rennur staðfestingar- frestur einstakra aðildarríkja út hinn 30. nóv. nk., en þeir öðlast væntanlega gildi hinn 1. janúar 1984. Hitt frumvarpið varðar aukningu hlutafjár íslands í Norræna fjárfestingarbankan- um um 4,4 millj. sérstakra dráttarréttinda (SDR) og að 10% þeirrar fjárhæðar verði lögð fram af ríkisstjórninni. Á fundi Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins sl. haust mun fjármálaráðherra, Albert Guð- mundsson, hafa sagt í einkavið- tölum við fjármálaráðherra frá öðrum löndum, að ísland mundi ekki hækka framlag sitt, þar sem engir peningar væru fyrir hendi. Röksemdir hans gegn samþykkt frumvarpanna eru þær, að þarna sé um að ræða ákvarðanir fyrri ríkisstjórnar, sem hann hafi verið andvígur þá sem alþingismaður og hljóti því að vera enn, þó hann sé orðinn ráðherra. Þá mun hann hafa lýst yfir, að engir peningar séu fyrir hendi til útgjaldaaukningar. Á meðan ekki sé unnt að halda rekstri skólastofnana gangandi og flugvöllum opnum sé fjar- stæðukennt að vera að sýnast í augum útlendinga, er haft eftir ráðherranum. Mál þessi eru til meðferðar í neðri deild Alþingis eins og fyrr segir. Þau hafa verið afgreidd úr fjárhags- og viðskiptanefnd deildarinnar með samhljóða nefndarálitum, sem fela í sér að nefndin leggur til að frumvörpin verði samþykkt. Fjármálaráð- herra fékk málin tekin út af dagskrá neðri deildar í fyrradag, en þá átti að taka þau til annarr- ar umræðu og afgreiðslu. Hefur hann síðan beitt öllum ráðum til að fá ríkisstjórnina til að draga þau til baka, samkvæmt heim- ildum Mbl., án árangurs. hefur ekkert komið upp á borðið, sem skiptir máli,“ sagði Guðmundur Hólm Indriðason, framkvæmda- stjóri Árborgar hf., sameignarfélags Stokkseyringa, Eyrbekkinga, Sel- fyssinga og frystihúsa á þessum stöðum og eiganda skuttogarans Bjarna Herjólfssonar. Togarinn hefur nú legið bund- inn við bryggju í mánuð og hafa eigendur hans látið þau boð út ganga, að skipið sé til sölu. Þeir fimm, sem sýnt hafa skipinu áhuga, eru skv. upplýsingum Morgunblaðsins Útgerðarfélag Skagfirðinga, Haraldur Böðvars- son og Co. á Akranesi, Útgerðarfé- lag N-Þingeyinga á Þórshöfn, Sjólastöðin í Hafnarfirði og út- gerðarfélagið á Djúpavogi. Stjórn Árborgar hf. hefur í hyggju að fá báta í staðinn fyrir togarann. Eyrbekkingar eru verr staddir en t.d. Stokkseyringar, því þeir hafa enga báta en Stokkseyr- ingar eiga ágæta báta, að sögn Guðmundar Hólm. „Hundrað tonna bátur í stað þessa „hálfa“ togara, sem við eigum, myndi henta okkur best," sagði hann í samtali við blm. Morgunblaðsins. „Hugmyndin hjá okkur er að skipta um tæki til hráefnisöflunar og við teljum að bátur af þessari stærð myndi skila okkur álíka miklu hráefni og togarinn." Hann vildi ekki nefna ákveðnar tölur um verð á togaranum; sagðist að sjálf- sögðu vilja fá sem hæst verð, en taldi að 70—100 milljónir væri það bil, sem menn myndu á endanum ræða saman á. Eigendur togarans miðuðu við að sleppa út úr dæm- inu, eins og hann orðaði það. Eigendur Bjarna Herjólfssonar treysta sér ekki til að halda útgerð skipsins áfram. Eins og víðar hef- ur útgerðin gengið illa vegna afla- tregðu og skilaði togarinn síðast ágóða í júní á þessu ári. Tap á öðrum veiðiferðum hefur verið 300—500 þúsund krónur hverju sinni. Það fé hefur verið sótt til frystihúsanna og því smám saman breytt í hlutafé. Pörupiltar hrella fólk í Hafnarfirði ÁTTA piltar, 12 og 13 ára, voru tekn- ir fyrir hjá lögreglunni í Hafnarfirði í gær, en að undanförnu hafa þeir hrellt fólk í Kinnahverfi í Hafnar- firði. Þeir hafa valdið verulegu tjóni, bæði á eigum fólks og bæjarins. Þeir hafa að undanförnu gert það að leik sínum að hringja upp hjá fólki, og kastað plastpoka fullum af vatni í andlit fólks þegar það kom til dyra. Þeir hafa strengt víra yfir götur og fest poka fulla af grjóti á þá miðja og valdið tjóni á bifreiðum, sem óku á þetta. Þeir hafa brotið bjölluhnappa á íbúðum fólks og brotið hitamæla og rúður. Sem fyrr sagði voru þeir kallaðir fyrir af lögreglunni í gær. Þar var staddur félagsmálafull- trúi í Hafnarfirði, og strákunum gert það ljóst, að ef þeir héldu uppteknum hætti, þá yrði að senda þá til betrunar á sveita- heimili út á land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 265. tölublað (18.11.1983)
https://timarit.is/issue/119402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

265. tölublað (18.11.1983)

Aðgerðir: