Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983
15
Tilmæli Ceausecus til Rússa:
Getið eytt SS-20-
flaugum hættulaust
Budapest, 17. nóv. AP.
NICOLAE Causescu, forseti Rúm-
eníu, sagði í gær, að Sovétríkin gætu
vel eyðilagt meðaldrægar eldflaugar
sínar án þess að stefna öryggi sínu í
hættu. „Ef Bandaríkin hættu við að
koma upp nýjum eldflaugum sínum,
þá myndi valdajafnvægið ekki breyt-
ast. En segja verður jafn opinskátt,
að brottflutningur eða eyðilegging
jafnvel allra meðaldrægra eldflauga
Sovétríkjanna myndi ekki hafa í för
með sér, að valdajafnvægið færi úr
skoröum.“
Causescu hefur oft áður látið í
ljós þá skoðun, að bæði risaveldin
beri ábyrgð á vígbúnaðarkapp-
hlaupinu. Ummæli hans nú þykja
hins vegar afdráttarlausari en
stundum áður, er hann hefur látið
álit sitt í ljós undir rós.
Talið er, að Rússar hafi mikinn
hug á að koma upp eldflaugum
sínum í Rúmeníu, ef áform NATO
um meðaldrægar eldflaugar í
Vestur-Evrópu verða framkvæmd.
Tékkóslóvakía og Austur-Þýzka-
land hafa þegar lýst yfir vilja sín-
um um, að slíkum vopnum verði
komið fyrir þar. Rúmenía er hins
vegar eina aðildarríki Varsjár-
bandalagsins, sem ekki tekur þátt
í hernaðarsamstarfi þess.
Aldrei of
gamall
Dhaka, Bangladesh, 17. nóv. AP.
HAJI Ali Mia Talukder, sem er
115 ára gamall, gekk fyrir
skemmstu að eiga 14 ára gamla
stúlku. Viðstaddir hjónavígsl-
una voru synir hans, dætur og
barnabörn. Skýrði blaðið
Bangladesh Observer frá þessu
í dag.
Hjónavígslan fór fram í
einni af útborgum Chittagong,
sem er helzta hafnarborg
Bangladesh. Tvær af fyrri eig-
inkonum brúðgumans eru enn
á lífi, en samkvæmt lögum
múhameðstrúarmanna er
heimilt að eiga fjórar eigin-
konur samtímis.
3
V. É,A
Minntust fallinna félaga
Franskir fallhlífarhermenn minnast þeirra 58 föllnu félaga sinna, sem biðu
bana í sprengingunni miklu í Beirút. Fóru hermennirnir í mikla hergöngu í
Pau í Suður-Frakklandi þar sem þessi mynd var tekin. Þessir hermenn munu
halda til Beirút innan skamms til friðargæzlu þar. Nú hafa Frakkar hefnt
sprengingarinnar með loftárásum.
Kúbustjórn vill
auka herútgjöld
Mexikóborg, Washington, 16. nóvember. AP.
RAUL Castro, yfirmaður kúbanska
heraflans, segir að herútgjöld verði
aukin til aö auðveldara verði að verj-
ast „bandarískri árásarstefnu“.
Líkkistur
úr pappa?
Toowomba, 17. nóvember. AP.
LÍKKISTUR úr pappa kunna að verða
á boðstólum í Queensland-ríki í Ástr-
alíu innan skamms vegna þeirra kvart-
ana almennings, að jarðarfarir séu
orðnar allt of dýrar.
Kevin McGrath, yfirmaður fylk-
isdeildar landssambands útfarar-
stjóra, telur víst, að kisturnar hljóti
samþykki sambandsins.
Hugmyndin um líkkistur úr pappa
kom fyrst fram árið 1979 og hefur
notið æ meiri hylli.
Weinberger, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, segir, að
innrásin í Grenada hafi verið liður
í því að stemma stigu við yfirráða-
stefnu Sovétríkjanna og leppríkja
þeirra um allan heim.
Við minningarathöfn um 13
grenadíska hermenn, sem féllu í
innrásinni í Grenada, sagði Raul,
bróðir Fidels Castro, Kúbuleið-
toga, að Kúbumenn yrðu að
byggja vígi umhverfis allar meiri-
háttar borgir í landinu „til að við
getum staðist árás óvinarins".
Sagði hann, að kúbanska þjóðin
yrði að axla þessar byrðar þótt
þær hefðu mikinn kostnað í för
með sér.
„Við munum ekki láta staðar
numið fyrr en hver maður og kona
hefur riffil, handsprengju eða
jarðsprengju, sem mun springa
framan í óvininn," sagði Raul.
Caspar W. Weinberger, varn-
armálaráðherra Bandaríkjanna,
sagði í New York að innrásin í
Grenada hefði m.a. verið til þess
gerð að halda útþenslustefnu Sov-
étmanna í skefjum.
Sagði hann, að vopnabirgðirnar,
sem fundist hefðu á Grenada,
væru miklu meiri en svo, að
Grenadaher hefði haft nokkuð við
þær að gera enda kæmi það fram í
skjölum, sem fundist hefðu á
eynni, að Grenada hefði aðeins átt
að vera birgða- og dreifingarstöð
fyrir sovésk vopn.
Suður-Afríka:
Ráðherra segir
af sér embætti
Pretoriu, Suður-Afríku, 16. nóvember. AP.
FANIE Botha, ráðherra í stjórn Suður-Afríku, sem hefur haft með vinnumark-
aðsmál að gera, hefur sagt af sér.
Hann hafði verið sakaður um að
neita að láta af hendi leyfi til dem-
antavinnslu, sem samið hafði verið
um á bak við tjöldin. Botha hefur
staðið fyrir ýmsum umbótum á
vinnumálalöggjöfinni og aukið rétt-
indi verkalýðsfélaga svertingja.
í blaðinu Sunday Express í Jó-
hannesarborg er það haft eftir
lögfræðingum Johanns Blauw, fyrr-
um foringja í flughernum, að hon-
um hafi verið lofað tilteknum leyf-
um til demantavinnslu í þakkar-
sksWityltý ...
ing, sem hann stuðlaði að og kom
Suður-Afríkustjórn vel.
Blauw hefur í höndunum loforð
fyrir vinnslunni, sem undirritað er
af Botha sjálfum.
Fanie Botha hefur fyrr lent upp á
kant við samráðherra sína og hafa
menn stundum átt von á því, að
hann segði af sér. I kjölfar þessa
síðasta áreksturs lét hann loks
verða af því.
Ekki er alveg ljóst enn hvernig
málið með demantavinnsluna er
vaxið en búist við, að það skýrist
Nicolae Causescu
Elzta
brúður
Bretlands
Manchester, 17. nóv. AP.
JANE MURPHY, sem er 99 ára
gömul, varð í gær elzta brúður
Bretlands, sem nú er á lífi. „Það
er dásamlegt aö giftast á ný,“
sagði hún eftir að hafa skipzt á
hjúskaparheiti við brúðgumann,
George Brearley, sem er 89 ára
og fyrrverrandi kráareigandi.
Jane varð ekkja í annað
sinn fyrir nær 50 árum. Hún
kynntist Brearley fyrir 10 vik-
um á elliheimilinu, þar sem
þau búa bæði, en hann bar
fram bónorð sitt er þau voru á
ferðlagi til Blackpool, sem er
borg við sjávarströndina á
Norður-Englandi.
Hin nýgiftu hjón hafa
ákveðið að eyða hveiti-
brauðsdögunum ekki til ferða-
laga. „Við álítum bezt að vera
um kyrrt heirna," sagði Brear-
ley.
Stte'
VeftT**-
Saksóknari
gripinn með
vændiskonu
Kdmonton, 17. nóv. AP.
SAKSÓKNARINN í Albcrta-fylki í
Kanada, Graham Harle, sagði af sér
embætti í gær. Ástæðan var sú, að
lögreglan kom að honum, þar sem
hann var með vændiskonu í bifreið
sinni. Sjálfur kveðst Harle aðeins hafa
verið aö kanna útbreiðslu vændis upp
á eigin spýtur.
Harle, sem er kvæntur og á einn
son, segist hafa átt erfitt með svefn
þá nótt, sem þetta gerðist. Hafi
hann þá ákveðið að fara í eigin
könnunarferð og boðið ungri konu
upp í bifreið sína, þar sem „hún
horfði þannig til mín, að augsýni-
legt var, að hana langaði í ökuferð".
Vændi er ekki ólöglegt í Alberta,
enda þótt lög þar banni margs kon-
ar starfsemi tengda vændi svo sem
að reka vændishús eða að lifa á af-
rakstrinum af vændi.
Harle varð saksóknari í Alberta
1979. Hann tók það fram við afsögn
sína nú, að hann hygðist ekki segja
af sér sem þingmaður á fylkisþing-
r ÍBU í M*MHIltt líliililittit.tr
1
mmmm
1 li ÍIIíIMIÍMQIhJ
liiuiHluui
■ AMERÍKA
PORTSMOUTH/NORFOLK
Bakkafoss 25. nóv.
City of Hartlepool 6. des.
Bakkafoss 16. des.
City of Hartlepool 27. des.
NEW YORK -
Bakkafoss 23. nóv.
City of Hartlepool 5. des.
Bakkafoss 15. des.
City of Hartlepool 26. des.
HALIFAX
City of Hartlepool 20. nóv.
City of Hartlepool 30. des.
BRETLAND/MEGINLAND
IMMINGHAM
Eyrarfoss 20. nóv.
Álafoss 27. nóv.
Eyrarfoss 4. des.
Alafoss 11. des.
FELIXSTOWE
Eyrarfoss 21. nóv.
í Alafoss 28. nóv.
Eyrarfoss 5. des.
Álafoss 12. des.
ANTWERP
Eyrarfoss 22. nóv.
Álafoss 29. nóv.
Eyrarfoss 6. des.
Álafoss 13. des.
ROTTERDAM
Eyrarfoss 23. nóv.
Álafoss 30. nóv.
Eyrarfoss 7. des.
Álafoss 14. des.
HAMBORG
Eyrarfoss 24. nóv.
Álafoss 1. des.
Eyrarfoss 8. des.
Alafoss 15. des.
WESTON POINT
Helgey 15. nóv.
Helgey 28. nóv.
LISSABON
Skeiösfoss 13. des.
LEIXOES
Skeiösfoss 14. des.
BILBAO
Skeiösfoss 16. des.
NORDURLÖND/-
EYSTRASALT
BERGEN
Mánafoss 18. nóv.
Dettifoss 25. nóv.
Mánafoss 2. des.
Dettifoss 9. des.
KRISTIANSAND
Mánafoss 21. nóv.
Dettifoss 28. nóv.
Mánafoss 5. des.
í Dettifoss 12. des.
MOSS
Mánafoss 22. nóv
Dettifoss 25. nóv.
Mánafoss 6. des.
Dettifoss 9. des.
HORSENS
Dettifoss 30. nóv.
Dettifoss 14. des.
GAUTABORG
Mánafoss 23. nóv.
Dettifoss 30. nóv.
Mánafoss 7. des.
Dettifoss 14. des.
KAUPMANNAHOFN
Mánafoss 24. nóv.
Dettifoss 1. des.
Mánafoss 8. des.
Dettifoss 15. des.
HELSINGJABORG
Mánafoss 25. nóv.
Dettifoss 2. des.
Mánafoss 9. des.
Dettifoss 16. des.
HELSINKI
Irafoss 29. nóv.
RIGA
Irafoss 1. des.
GDYNIA
Irafoss 2. des.
ÞÓRSHÖFN
Mánafoss 19. nóv.
Dettifoss 26. nóv.
Mánafoss 17. des.
5 VfKULEGAR
STRANDSIGLINGAR
-fram ogtil baka
frá REYKJAVÍK
alla mánudaga
í frá ÍSAFIRÐI
alla þriðjudaga
frá AKUREYRI
alla f immtudaga
Aiisturstr.iti
rC: allj ■
l»j!C
27211
HHHUMII
EIMSKIP
*
I