Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983
Minning:
Jóhann S. Hannes-
son skólameistari
Fæddur 10. aprfl 1919
Dáinn 9. nóvember 1983
Ég hitti Jóhann Hannesson
fyrst haustið 1937 í Menntaskól-
anum á Akureyri. Við kynntumst
ekki mikið þá, það vóru þrjú ár á
milli okkar. En það kvað að hon-
um í skólalífinu: manna fríðastur,
forystumaður í leiklist, söngmað-
ur, hagorður þó að menn vissu
kannske ekki um raunverulega
skáldgáfu hans þá; dux, umsjónar-
maður skóla þegar kom í sjötta
bekk.
Hann lauk stúdentsprófi frá
M.A. 1939. Næsta vetur var hann
við einkakennslu, en fór síðsumars
1940 vestur um haf til náms í
ensku og enskum bókmenntum við
University of California í Berke-
ley. Þar kvæntist hann fallegri og
mikilhæfri stúlku, Lucy Winston
Hill, sem stundaði nám í heim-
speki við háskólann. Hún lifir
mann sinn ásamt tveimur börnum
þeirra, Lucy Winston og Sigurði,
og er kennari við Menntaskólann í
Hamrahlíð.
Haustið 1942 hittumst við Jó-
hann í Berkeley á nýjan leik og
vórum þar samtíða í skóla tæp
þrjú ár. Þar hófst langt samtal
okkar, sem stóð í raun og veru
óslitið í fjörutíu ár, þó að leiðir
okkar skildi öðru hverju. Við
ortum dálítið þá, þar á meðal
limrur og höfðum fyrir satt að
undir þeim hætti hefði aldrei fyrr
verið ort á íslenzku. En það var nú
kannske ekki alveg víst. Fyrstu
misserin í Berkeley lagði Jóhann
mesta áherzlu á bókmenntir; hann
tók B.A. próf 1943 og M.A. próf
1945. En smám saman höfðu mál-
vísindi, ensk og germönsk, farið að
skipa meira rúm í námi hans. Ég
man þegar hann tók þá ákvörðun
að láta þau sitja í fyrirrúmi. Hann
gerði þaö ekki þrautalaust, og mig
grunar að ég hafi latt hann þess.
Hann varð ágætur málfræðingur,
en ég held að með þessari ákvörð-
un hans hafi farið forgörðum mik-
ill gagnrýnandi. Ég hefi fáa menn
þekkt persónulega jafnskarpa á
bókmenntaleg gildi, jafnrökvísa á
þau almennu sannindi, sem gagn-
rýni er fær um að draga af bók-
menntum. En hann hafði líka yndi
af málvísindum. í fyrsta lagi hafði
hann ákaflega gaman af orðum
eins og þau koma fyrir og skörp
íhygli hans og frjálsieg en rökvís
hugkvæmni drógu hann sjálfkrafa
að íhugun máls. Nú eru málvísindi
engin óbilgjörn klöpp, en þau eru
öllu fastara land undir fótum en
bókmenntirnar, og það hentaði
rökhyggju Jóhanns. í kvæðisbroti
sem hann orti til mín skömmu áð-
ur en hann dó, stendur þetta:
Það er vitleysa, sem ég vona þig aldrei dreymi,
að ég virði ekki það sem skeður í þínum heimi,
þó margl sem gerist þar ffangi nú þannig til
að það gengur í berhögg við allt sem ég veit og
skil
og í mínum heimi er það yfirleitt alls ekki til
sem ég ekki skil.
Þetta eru nú að einhverju leyti
skáldlegar ýkjur og bæði gaman
og alvara um skáldskap okkar
beggja, en allt um það varpa þess-
ar línur ofurlitlu ljósi á staðhæf-
ingar mínar um vin minn hér að
framan. En áhugi Jóhanns á
bókmenntum féll ekki niður, þó að
hann breytti dálítið áherzlum í
námi, og hann átti síðar eftir að
kenna bókmenntir og bókmennta-
sögu.
Eftir M.A. próf hélt Jóhann
áfram námi í ensku og málvísind-
um um tveggja ára skeið, lengst í
Berkeley, nema hann var sumarið
1946 við málvísindastofnunina við
University of Michigan í Ann Ar-
bor. Hann kom heim til íslands
haustið 1947 og gerðist kennari við
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í
Reykjavík og jafnframt lektor í
ensku við háskólann, 1948—50. Þá
fór hann aftur vestur um haf og
gerðist kennari í ensku við sinn
gamla háskóla í Berkeley
1950—52. Sumarið 1952 réðst
hann til Cornell-háskóla í Iþöku í
New York sem bókavörður hins ís-
lenzka Fiske-safns og kennari í
ensku. Sem bókavörður var hann
jafnframt ritstjóri fyrir Islandica.
ritröð þeirri sem safnið gefur út. I
þessari ritröð gaf hann út þýðingu
sína á Sturlungaöld Einars 01.
Sveinssonar, Bibliography of the
Eddas og The Sagas of Icelanders,
skrá um útgáfur fornsagna.
Um áramótin 1959—60 fluttist
Jóhann með fjölskyldu sinni til ís-
lands og gerðist skólameistari við
Menntaskólann á Laugarvatni,
1960—70. Frá 1970—72 vann hann
að rannsóknum á fyrirkomulagi
menntaskóla og undirbúningi fjöl-
brautaskóla fyrir Fræðsluskrif-
stofu Reykjavíkur. Frá 1972 var
hann kennari í ensku við Mennta-
skólann í Hamrahlíð, en síðustu
þrjú árin, sem hann lifði, hafði
hann leyfi frá kennslu til að vinna
sem ritstjóri að nýrri ensk-
íslenzkri orðabók fyrir bókaútgáf-
una Örn & Örlyg. Sú bók er nú
langt á veg komin og verður, þegar
henni er lokið, fyrsta íslenzka
orðabókin yfir erlent mál, sem
með réttu er hægt að kalla annað
og meira en langt orðasafn.
Gegnum árin var kennsla aðal-
starf Jóhanns. Nú er það svo um
kennara, að hvorki þeir né aðrir
sjá beinan árangur verka þeirra
nema að einhverju leyti. Ég þekkti
Jóhann svo vel að ég veit að hann
var mikill kennari, að minnsta
kosti fyrir þá, sem vóru nógu
þroskaðir til að læra af glögg-
skyggni hans og vitsmunalegri yf-
irsýn; mig grunar að sem háskóla-
kennari hafi hann notið sín bezt.
En eins og kennslustörf verða
seint metin til fiska eru þau ágeng
við allan tíma manna, ekki sízt
dagleg, daglöng menntaskóla-
kennsla. Samt liggur margt eftir
Jóhann í rituðu máli.
Hann var afburða þýðandi,
hvort sem var á íslenzku eða
ensku. Ég þekki ekki betri enska
þýðingu á sagnfræðilegu íslenzku
verki en Sturlungaöld Einars ól.
Sveinssonar í meðferð Jóhanns.
Þýðing hans á Ragtime eftir Doc-
torow, sem kom út á íslenzku 1977,
er í senn hugsuð og fágætlega lif-
andi þýðing. Þá liggur eftir Jó-
hann margt af ritgerðum og fyrir-
lestrum, eins og koma mun betur í
ljós þegar þeim verður safnað til
útgáfu; sumt er nú prentað á víð
og dreif, sumt óprentað. í þessum
greinum, sem bera vitni mikilli
þekkingu og menningarlegri hugs-
un, er víða að finna mjög persónu-
leg viðhorf, sem ekki eru allra, en
eiga við oss erindi þó að tímar líði.
Mér koma í hug sem lítið en al-
kunnugt dæmi pistlar Jóhanns
sem hann flutti í útvarp í þættin-
um íslenzkt mál 1971, og vöktu
mikla athygli og nokkurn úlfaþyt.
Að baki þeim lá skilningur Jó-
hanns á þeim voða, sem menningu
tungunnar stendur af hugsunar-
lausri málvöndunarstefnu.
Ljóðabækur Jóhanns standa
sem minnisvarði um merkilegt
skáld. Fyrri bók hans, Ferilorð,
1977, er safn kvæða frá ýmsum
tímum ævi hans og er ef til vill
misjafnari en síðari bók hans. Allt
um það geymir til dæmis kaflinn,
sem heitir Menntun, nokkur af
allra beztu kvæðum Jóhanns; þar
er íhugunin sjálf bæði uppistaða
og búningur kvæðanna; enginn
klofningur milli þess sem sagt er
og hvernig það er sagt, þannig að
kvæðin verða óvefengjanleg.
En í annarri ljóðabók Jóhanns
eru flest beztu kvæði hans. Ég
nefni sem dæmi eftirfarandi
kvæði, sem ég trúi að muni
standa, hvernig sem veltist: Bæn,
Þorsteinn Valdimarsson, Próflaus
áfangi, Eden, Systir guðsins, Líf
og list. Ég leyfi mér að tilfæra hér
eitt kvæði, Við óskabrunninn,
bæði af því að það er afburða-
kvæði og ágætt dæmi um stíl Jó-
hanns Hannessonar:
Einhvern tíma ætla eg aA koma hér
af einskjerri forvitni. Þó ekki fyrst um sinn:
ennþá geng eg med alla vasa fulla
af óskamynt og kasta henni fram yfir brunninn
svo vatnió gárast áður en eg kem að því,
og áður en það kyrrist á ný er eg farinn.
En einhvern tíma, þegar óskirnar þrýtur,
þó ekki fyrst um sinn, vil eg koma hér
að spegilsléttu vatni og vita hvort
við mér blasir úr hyldýpi óska minna
himinninn, eins og eg held, eða kolsvartur
botninn.
Kvæðið er vissulega óaðfinnan-
lega hugsað og óaðfinnanlega sett
upp, mynd þess svo rétt og heil, að
engin truflun kemst að. En tvær
litlar innskotssetningar, aðals-
mark íhugunar, gefa kvæðinu svip
og líf öðru fremur, og innihald ír-
ónískrar sjálfsskoðunar: „þó ekki
fyrst um sinn“ og „eins og eg
held“. Þannig er stíll Jóhanns, og
þannig er lýsing hans á trú, sem
manni býður í grun að sé í raun
trú vor flestra. Hugsun Jóhanns
var ekki einföld, hann var mjög
fyndinn maður í hugsun, þó að
fyndni hans kæmi enn skýrar
fram í tali hans og óbundnu rituðu
máli en kveðskap. Eins og hugsun
hans var samsett og þó skýr, var
mál hans bæði rökvíst og listrænt.
Honum lét fágætlega vel rökvís
leikur í máli.
Ég kveð Jóhann Hannesson með
meiri söknuði en flesta menn, sem
ég hefi séð á bak, mér skylda sem
óskylda. Ég sakna drengskapar
hans, vináttu og lýsandi gáfna.
Hann lauk miklu dagsverki í al-
manna þágu. En um mikla hæfi-
leikamenn, eins og Jóhann var, er
það jafnan svo, að oss finnst þeir
hafi hlotið að eiga svo margt
ógert. En það eru ólíkt betri eftir-
mæli um mann, að hann hafi átt
eitthvað ógert heldur en ofgert.
Kristján Karlsson
Hann Jóhann stendur mér
ævinlega fyrir hugskotssjónum
þar sem hann skundar hvötum
skrefum milli meistarabústaðar
og skólans á Laugarvatni, klæddur
víðum dökkgráum buxum og ljós-
um tweedjakka, með rauða slaufu
og græna eða rauða skotahúfu.
Það er vor og það er framandi
sveifla yfir þessum manni. Heims-
borgari á ferð í afskekktu sveita-
þorpi. Eða að vetrarlagi þegar
norðanáttin ber utan heimavist-
arhúsin og hópur nemenda hefur
hreiðrað um sig inni í herberginu
mínu yfir kaffibolla þegar hann
birtist með sitt aha, hallar sér
uppað dyrastafnum og kveikir sér
í sígarettu og fer að spjalla um
heima og geima. Eða í kennslu-
stundum þegar manni opnast nýj-
ar víddir í máli hans yfir
hversdagslegum hlutum, sérstak-
lega þegar hann gleymir námsefn-
inu sem til stóð að fjalla um.
Þrátt fyrir að við ættum eftir að
vinna saman seinna sem kollegar
og vissulega sé hann minnisstæð-
ur sem slíkur, þá eru það myndir
frá unglingsárunum á Laugar-
vatni sem sópast hver á fætur
annarri fram í hugann nú þegar
hann er allur. Maður skilur ekki
fyrr en löngu seinna hvers virði
það er óhörðnuðum unglingi að
kynnast á viðkvæmum aldri
manni af hans tagi og sennilega
gerir maður sér aldrei til fulls
grein fyrir því hve varanlegt mót
slík kynni í lokuðu og einangruðu
samfélagi setja á ungling á
þroskaskeiði. Eftirá að hyggja þá
gekk hann mér og mörgum öðrum
í föðurstað í þessu sérkeqnilega
mannfélagi heimavistarskólans.
Það er ómögulegt að mæla hversu
stór hluti slíkur maður er af
manni sjálfum þegar maður á
daglegt samneyti við hann á árun-
um frá sextán ára til tvítugs. En
sú hugmynd er góð.
Ef hægt er að segja það um
nokkurn mann að hann sé sannur
húmanisti má segja það um Jó-
hann S. Hannesson. Hann var
bæði sannur húmanisti að mennt-
un og lífsviðhorfi. Hvað sem á
gekk meðal ærslafullra unglinga
og misjafnra námsmanna reyndi
hann ævinlega að draga fram það
mannlega og jákvæða í fari hvers
og eins. Og sjálfsagt hefur það
ekki alltaf legið beint við.
Þáttur í þessu grundvallarvið-
horfi sem einkenndi alla breytni
hans er sá hlutur sem hann á að
mótun nútíma skólakerfis á fs-
landi. Ég held að engu sé logið þó
að ég haldi því fram að hann eigi
öðrum mönnum meiri þátt í að
móta og hrinda í framkvæmd
þeim umbótum á framhaldsskóla-
kerfinu sem áttu sér stað um og
uppúr 1970. Bæði með skólastarf-
inu á Laugarvatni og ekki síður
með virkri þátttöku í umræðunni
sem þá fór fram og í gerð frumtil-
lagna um fjölbrautaskóla. Árang-
ur þess starfs er sá að nú eiga mun
fleiri möguleika á að öðlast fjöl-
breyttari menntun en áður þekkt-
ist.
Hann var alltaf og ævinlega
öðrum mönnum tillögubetri út frá
sínu húmaníska grundvallarlífs-
viðhorfi.
Nú er harmur kveðinn að litla
húsinu í Hafnarfirði þar sem þau
Winston höfðu búið svo hlýlega
um sig. En ég veit að þangað
streyma nú hlýjar hugsanir hvað-
anæva af landinu öllu og ég vona
að þær megni að lina harm þeirrar
sem þar situr.
Við Ósk sendum þér, Winston
mín, og Sigga, Wincie og Kristófer
okkar hlýjustu hugsanir.
Gunnlaugur Ástgeirsson
Jafnan verður orða vant þegar
staðið er frammi fyrir dauðanum
og þó því meir sem við teljum
okkur meira hafa misst. Svo fer
mér við fráfall náins vinar og
samkennara, Jóhanns S. Hannes-
sonar.
Ég hygg það hafi fyrst verið vet-
urinn 1971—1972 að leiðir okkar
lágu saman við Menntaskólann við
Hamrahlíð. Vitanlega þekkti ég
Jóhann af afspurn áður og hafði
lærst að bera virðingu fyrir hon-
um sem skólamanni. Þennan vetur
fékkst hann aðeins við stunda-
kennslu við skólann en kom þang-
að til fastra starfa ári síðar. Þó
tókust með okkur kynni sem
smám saman urðu mér dýrmætari
og ég fæ aldrei fullþökkuð.
Af frásögnum nemenda Jó-
hanns frá Laugarvatni hafði mér
skilist að hann væri öngvan veg-
inn það sem kalla mætti „venju-
legur" hvað þá hversdagslegur
maður. Nú lærði ég að þekkja og
meta það sem gerði hann í raun
öllum ólíkan.
Eitt var yfirburða þek^ing hans
á bókmenntum, heimspeki og allri
menningu tveggja heima, hins
gamla evrópska heims sem hafði
alið hann og nýja heimsins sem
um mörg ár hafði fóstrað hann,
fyrst við nám og síðar störf.
Annað var sú heimspekilega
víðsýni og fordómalausa rök-
hyggja sem af menntun hans og
eðli leiddi. Hann var svo víðsýnn
að ókunnugum gat þótt hann
„skoðanalaus", svo fjarri sem það
fór þó öllum sanni. Hitt mun hafa
verið sönnu nær að honum var
lagnara öllum sem ég hef kynnst
að sjá margar hliðar á hverju
máli, að koma auga á að einföldu
málin eru líka flókin, að nálgast
jafnan hvert nýtt viðfangsefni úr
svo mörgum áttum í senn að okkur
hinum reyndist erfitt að fylgja.
Það var ekki fyrr en nokkuð var
liðið á samvistarár okkar hér að
ég lærði til fulls að meta þessa
eiginleika.
Ég hafði þá fremur reynslulítill
tekist á hendur vandasamt starf í
skólanum og þurfti oft að leita
mér ráða. Smám saman var þeirra
allra leitað í einn stað. Ég sneri
mér einlægt til Jóhanns — og vissi
þó jafnan fyrirfram hvernig eða á
hverja lund svar hans myndi hefj-
ast: „Því verður þú nú víst að
svara sjálfur. En kannski gæti ég
sagt þér sögu sem ég held að komi
þessu eitthvað við ... “ Og aldrei
brást það: Sagan sem mér var sögð
benti mér á einhvern þann flöt
málsins sem ella hefði farið ger-
samlega framhjá mér og að henni
fenginni hafði ég fengið þann
grunn sem dugði mér til að svara
sjálfur eins og til var ætlast.
Þriðja var sú þekking og það
yndi sem Jóhann hafði af tungu
forfeðra okkar. Fáa menn hef ég
vitað gera þvílíkar kröfur til þess
máls sem hann talaði. Ekki í þá
einstrengingslegu málhreinsunar-
átt sem stundum er litið á sem
forsendu góðrar íslensku heldur
miklu fremur í þá veru að treysta
í sífellu þanþol tungunnar, leita
stöðugt leiða til að orða hugsun á
nýjan og nýstárlegan hátt án þess
að slaka nokkru sinni á kröfum
um röklega nákvæmni. Þarna var
víðsýni hans mikilvægur þáttur og
sá sem mestum misskilningi virt-
ist valda þegar Jóhann flutti á ár-
unum umdeilda þætti um daglegt
mál í ríkisútvarpinu.
Fjórða — og beint framhald af
þessu — var skáldskapur Jóhanns.
Mér er kunnugt um að hann hafði
lengi fengist við ljóðagerð og
vísnasmíð þótt kominn væri fast
að sextugu þegar hann lét fyrstu
bók sína frá sér fara. Ljóðakverin
tvö og limrusafnið eru þess óræk-
ur vottur hvert vald hann hafði
jafnt á hugsun sem máli og við
sem með honum störfuðu fengum
líka að kynnast því að hann var
flestum hraðkvæðari. Ógleyman-
leg verður mér líka stutt stund er
hann las mér úr þýðingu á Alex-
ander Pope, en því miður hafði
hann því sem næst ekkert birt af
þýðingum sínum á bundnu máli.
Hygg ég þar hafa komið til öðru
fremur að honum skildist of vel
hvílíkan vanda þar væri við að
etja.
Fimmta — og ekki hið sísta —
var kímnigáfa og glaðværð sem
aldrei verður metin til fulls. Ekk-
ert mál var svo alvarlegt að ekki
mætti brosa að því líka, en brosið
sjálft og forsenda þess varð eins
og annað til þess að birta manni
nýja hlið málsins — og auðvelda
um leið skoðanamyndun. Og þessu
fylgdi næm tilfinning fyrir því
hvenær menn þyrftu á ljósgeisla
að halda. Oft minnist ég þess t.d.,
ef sérstaklega erfiðir tímar voru í
skólastarfinu með eilífum fylgi-
fiskum sínum, næturvökum og
áhyggjum, að dagurinn hófst með
því að Jóhann skaust inn á skrif-
stofuna til mín, lagði samanbrotið
blað á borðið og var farinn að
bragði. Á blaðinu var oftast
hlymrek, eins og hann vildi nefna
limruna, til þess eins ætlað að
létta skapið, vekja bros á nýjum
degi — sem einatt varð bærilegri
eftir svona upphaf.
Eljusemi Jóhanns við kennslu-
störf var fágæt. Og við hana bætt-
ist sú afstaða sem öllum kennur-
um hlýtur að vera hollust: Hver
nemandi var honum nýtt og
óþekkt meginland. Það var hlut-
verk hans sem kennara að kanna
þetta meginland og sjá til þess að
auðlindir þess fengju að njóta sín.
Honum var fjarri skapi að hugsa
sér manneskjuna sem gefna stærð
og hann gerði þá skýlausu og erf-
iðu kröfu til sjálfs sín að koma
öllum til nokkurs þroska, sjá til
þess að hæfileikar hvers einstakl-
ings fengju að njóta sín að öllu en
væru ekki barðir niður og þeim
troðið inn undir fyrirfram gefin
skapalón. Og kannski verður hon-
um best lýst með því að rifja upp
stund þegar ungan samstarfs-
mann okkar bar á góma. „Mér
þykir svo vænt um hann,“ sagði
Jóhann, „því hann vill læra meira
en hann kann.“ Með þessu var allt
sagt, í þessu var fólgin mann-
gildishugsjón hans.
Fyrir allt þetta vil ég þakka um
leið og ég flyt ekkju Jóhanns,
Winston Hannesson, og börnum
þeirra, Wincie og Sigurði, innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Heimir Pálsson