Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983
5
Loðnu landaö úr Siguröi RE í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Sigurgeir.
Bræla hamlar
loðnuveiðunum
— skipin að tínast inn með slatta
„ÞAÐ HEFUR VERIÐ ósköp dauft yfir veiðunum síöustu daga og nú er
bræla á miðunum og engin veiði. Skipin hafa því verið að tínast inn með
slatta í gær og fyrradag. Síðasta sólarhring tilkynnti ekkert skip um veiði,“
sagði Andrés Finnbogason í Loðnune
loðnuveiðanna.
Frá miðnætti á mánudag til
sama tíma á þriðjudag tilkynntu
alls 11 bátar um afla, samtals 2640
lestir. Það voru Albert GK, 320
lestir, Sæberg SU ,210, Hilmir II
SU, 250, Gísli Árni RE, 250, Gull-
berg VE, 130, Pétur Jónsson RE,
280, Hákon ÞH, 350 og Fífill GK,
120, sem allir fóru með aflann til
Raufarhafnar og Þórshamar GK
i gær, er hann var inntur eftir gangi
fór með 60 lestir til Neskaupstað-
ar, Huginn VE með 170 til Seyð-
isfjarðar og Hilmir SU með 500 til
Seyðisfjarðar. Á miðvikudag til-
kynntu þrjú skip Loðnunefnd afla,
samtals 300 lestir, sem öll fóru til
Raufarhafnar. Það voru Svanur
RE, 130 lestir, Helga II RE, 100 og
ísleifur VE, 70 lestir.
Markús Örn Antonsson,
formaður útvarpsráðs:
Ástæða til að kanna
möguleika á að bjóða
út dagskrárefni
HUGSANLEGT er að boðin verði
út dagskrárgerð á vegum Ríkisút-
varpsins, en áður hafa komið fram
í útvarpsráði tillögur um slfkt. Hef-
ur Markús Örn Antonsson, út-
varpsráðsfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins og nýskipaður formaður
útvarpsráðs, komið fram með slíka
tillögu, en hún fékk ekki hljóm-
grunn í ráöinu, en Markús sagði í
samtali við Mbl. að ástæða væri til
að endurflytja tillögu um þetta
efni.
Markús sagði að ástæða væri
til að leggja fram tillögu um að
auglýsa útboð á dagskrárefni og
menn myndu síðan senda inn til-
boð með lýsingu á dagskrárefni,
kostnaði og öðrum þáttum. Jafn-
framt mætti t.d. gera ráð fyrir
því að efnið kæmi inn til út-
varpsins fullunnið og tilbúið til
flutnings. Þannig væri gert ráð
fyrir að slíkt útvarpsefni yrði
unnið utan útvarpsins að öllu
leyti.
Markús sagði að ekki væri síst
ástæða til að athuga útboð
dagskrárefnis í ljósi þeirrar
staðreyndar að erfiðleikar væru
hjá útvarpinu, bæði með starfs-
aðstöðu og einnig vegna mikillar
yfirvinnu tæknimanna. Því væri
við vissa örðugleika að etja við
dagskrárgerð og einkum við nýja
þætti. „Því finnst mér kjörið að
kanna það hvort við getum feng-
ið efni frá áhugasömu fólki utan
stofnunarinnar," sagði Markús.
Markús gat þess einnig, að
ekki væri síður ástæða til að
kanna útboðsmöguleika, með til-
komu hinnar nýju útvarpsrásar,
en þar væri reynt að halda öllum
kostnaði og mannafla í lág-
marki.
Sfldveiðin:
Tæpar 40.000
lestir veiddar
LÍTIL síldveiði hefur verið síðustu
daga, en þó hafa einstaka bátar
fengið slatta í Mjóafirði samkvæmt
upplýsingu veiðaeftirlitsins. Nú eru
alls komnar tæpar 40.000 lestir af
síld á land.
Á miðvikudag voru komnar á
land 11.500 lestir af reknetabát-
um, 26.800 af hringnótabátum og
1.000 af lagnetabátum. Samtals
eru það tæplega 40.000 lestir, en
upphaflegt aflamark var ákveðið
52.500 lestir. 27 hringnótabátar
hafa nú tekið aflamark sitt og þrír
reknetabátar. Að sögn veiðaeftir-
litsins er talsverður fjöldi
reknetabáta hættur veiðum og
veiðar í lagnet eru hverfandi.
í stórkostlegu úrvali
SIMI
'BORDI 45800.
Umboðsmenn um land allt.
í Reykjavík: Austurstræti 22 — Laugavegi 20 — Glæsibæ
Úti á landi: Epliö ísafiröi — Eyjabær Vestmannaeyjum — Fataval Keflavík — Álfhóll Siglufiröi — Nína Akranesi —
Ram Húsavík — Bakhúsiö Hafnarfiröi — Austurbær Reyöarfiröi — Kaupfél. Rangæinga Hvolsvelli — Sparta
Sauöárkróki — Skógar Egilsstöðum — Isbjörninn Borgarnesi — Lindin Selfossi — Paloma Vopnafiröi — Patróna
Patreksfiröi — Báran Grindavík — Þórshamar Stykkishólmi — Hornabær Höfn Hornafiröi — Nesbær Neskaup-
staö — Karnabær Akureyri.
NÝJAR VÖRUR DAGLEGA