Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innaniands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Enn tapar Arafat Yasser Arafat hefur tapað pólitískri forystu innan frelsishreyfingar Palestínu- manna, PLO, og hann hefur einnig orðið undir í hernaðar- átökum við uppreisnarmenn innan hreyfingarinnar sem njóta stuðnings Sýrlendinga. Arafat hefur verið í forystu Palsestínumanna í fimmtán ár. Árið 1970 var hann hrak- inn frá Jórdaníu og tók þá bólfestu í Líbanon. Sumarið 1982 var meginher hans út- hýst í Beirút. I júní 1983 slitn- aði endanlega upp úr milli Arafats og Hafis el-Assads, Sýrlandsforseta, og foringi PLO hrökklaðist frá Damask- us. Síðasta vígi hans er hafn- arborgin Tripoli í Norður- Líbanon. Þar er Arafat nú umkringdur af uppreisnar- mönnum innan PLO og Sýr- lendingum á landi og ís- raelskum herskipum á hafi úti. Assad hefur aldrei viður- kennt sjálfstæði Palestínuar- aba og ráðamenn í Damaskus hafa löngum litið þannig á að þeir gætu komið fram í nafni Palestínumanna. Arafat vildi hins vegar vera eiginn herra og ekki lúta skipunarvaldi neins. Á þeim fimmtán árum sem hann hefur verið í for- ystu PLO hefur hann ferðast um heiminn eins og þjóðhöfð- ingi og meira að segja ávarp- að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur níu pólitísk líf og það er ekki fyrsta sinn núna sem PLO og Sýrlendingar eiga í átökum. 1976 kom sýrlenski herinn inn í Líbanon að ósk kristinna manna þar sem óttuðust að borgarastyrjöldinni sem þá var háð lyktaði með sigri PLO. Sýrlendingar saumuðu að PLO. Sú skipan sem við það myndaðist raskaðist hins vegar með öllu þegar ísraels- menn réðust inn í Líbanon á síðasta sumri. í júní 1982 sömdu Sýrlendingar í skyndi um vopnahlé við Israelsmenn og lögðu síðan sitt af mörkum til að sparka PLO-mönnum Arafats frá Beirút. Með því að þjarma að Yass- er Arafat eru Sýrlendingar ekki einvörðungu að koma þeim manni frá völdum sem er tákn PLO gagnvart um- heiminum, þeir eru einnig að tryggja framgang þeirrar stefnu sinnar að ekki beri að stofna sjálfstætt ríki Palest- ínumanna. Sýrlensk stjórn- völd líta þannig á að Palest- ína hafi áður fyrrum verið suðurhluti Sýrlands og þann- ig eigi það að vera áfram, fyrir aðstoðina við PLO hafi Sýrland til dæmis misst Golan-hæðirnar. Sýrlendingar efndu til sam- særis gegn Arafat innan PLO og stóðu síðan fyrir vopnaðri uppreisn gegn honum og hafa rekið smiðshöggið með því að beita eigin her í lokaátökun- um. Vegna vinfengis við Ara- fat hafá Kremlverjar reynt að halda aftur af ráðamönnum í Damaskus en þar hafa þeir mikil ítök. Assad hefur ekki látið Sovétmenn hefta sókn- ina gegn Arafat. En hvernig bregst Assad við eftir að Ara- fat er orðinn áhrifalaus? Skapast einhvers konar jafn- vægisástand milli ísraels og Sýrlands með Líbanon sem stuðpúða þar sem kristnir menn geta ráðið málum sín- um sjálfir? Eða fer allt enn einu sinni í bál og brand? Sameinast um óánægju að hefur stundum ver- ið sagt að Alþýðu- Bándalagið sé fyrst og fremst stjórnarandstöðuflokkur, samsafn óánægjuafla í þjóð- félaginu. Stjórnarþátttakan hefur afsannað þá kenningu." Þannig er komist að orði í forystugrein Þjóðviljans í gær sem birt er í tilefni af landsfundi Alþýðubandalags- ins. Morgunblaðið mótmælir þeirri fullyrðingu að stjórnar- þátttaka Alþýðubandalagsins síðan 1978 hafi afsannað þá kenningu, að Alþýðubanda- lagið sé „samsafn óánægju- afla í þjóðfélaginu". Séu störf ráðherra Alþýðu- bandaíagsins frá 1978 til 1983 skoðuð sést að þau eru öll með neikvæðum formerkjum. Þetta kemur gleggst í ljós þegar litið er til þess ráðu- neytis þar sem mestu skipti að tekið væri á málum af stórhug og festu, iðnaðar- ráðuneytisins. Þar var fylgt niðurrifsstefnu. Alþýðubandalagið er nú stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn á þingi. Undir því nafni rís flokkurinn þó ekki. Stjórnarseta í fimm ár hefur ekki sannað þá kenningu að Alþýðubandalagið sé stjórn- hæfur flokkur. Bandalagið dugar ekki heldur sem for- ystuflokkur í stjórnarand- stöðu. Átta tíma tók að kon síðari hjólfestingu þ; ÞESSAR myndir sýna þyrluna TF-Rán á hafsbotni í Jökulfjörðum á 84 metra dýpi, áður en henni var bjargað upp á yfirborðið. Þyrlan lá á hvolfi og það sem myndirnar sýna eru aðalhjól hennar og hvernig tókst að koma böndum á hjólin með aðstoð kvik- myndavélar, sem tók jafnóðum upp á myndband það sem linsa hennar nam. Myndirnar voru teknar af sjónvarpsskermi. Til að gefa einhverjar hugmyndir um hversu vanda- samt var að koma köðlum á hjól vélarinnar, má nefna að vélbáturinn Siggi Sveins gat ekki haft vélina í gangi, vegna hættu á því að flækja í skrúfunni þá strengi sem voru í sjó. Því urðu 2—3 gúmíbátar að ýta honum til eftir fyrirmælum þess sem fylgdist með sjónvarpsskján- um í brú bátsins. Auk hans var einn við spilið sem kvik- myndavélin hékk í og stjórn- Þessi mynd er tekin skömmu síðar og sést hjólið þá í fjarska og kaðallinn frá því. Hálfhringurinn næst á mynd- inni er hluti tunnulaga grindarinnar sem kvikmyndavélin var fest í, en kvikmyndavélin sú var forsenda þess að björgunin var möguleg með þess- um hætti. Greinargerð frá Hagvangi niðurstöður úr spurningavs HÉR Á eftir verður gerð grein fyrir niðurstöðum úr öðrum spurningavagni fyrirtækisins á þessu ári, og er m.a. fjallað um verðbólgu, stóriðju og áfengt öl. Könnunin náði til alls landsins og voru 1300 þátttak- endur á aldrinum 15 ára og eldri valdir af handahófi úr þjóðskrá af Reiknistofnun Há- skólans að undangengnu leyfi Hagstofu íslands og Tölvu- nefndar. Svarprósetna af brúttó- úrtaki var 76,9%, en af nettó-úrtaki 85,7%. Svörin reyndust vera auðkennandi fyrir þann hóp sem úrtakið var valið úr hvað varðar kyn, aldur, búsetu o.fl. Könnunin fór fram í gegnum síma og stóð hún yfir frá 28. október til 6. nóvember síðastliðinn. í könnuninni kom fram að í flestum tilvikum tóku fleiri konur en karlar ekki beina afstöðu til spurninganna, þ.e. hlutfallslega fleiri konur merktu við svarmöguleikann „veit ekki“. Varðandi spurn- inguna um áfenga ölið var hins vegar skiptingin á milli kynja nánast hin sama hvað þetta varðar. Svör þátttakenda á höfuð- borgarsvæðinu greindu sig frá svörum þeirra er búa annars staðar á landinu — Könnunartími — Úrtaksstærö — Svarprósenta brúttó — Svarprósenta nettó — Aldur þátttakenda — Framkvæmdamáti — Búseta :28. okt.—6. nóv. 1983 : 1.300 manns : 76,9% : 85,7% : 15 ára og eldri : í gegnum síma : Allt Island

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 265. tölublað (18.11.1983)
https://timarit.is/issue/119402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

265. tölublað (18.11.1983)

Aðgerðir: