Morgunblaðið - 18.11.1983, Page 19

Morgunblaðið - 18.11.1983, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 19 Bazar Fylk- iskvenna HINN árlegi bazar Fylkiskvenna verður haldinn í Árbæjarskóla á morgun, laugardaginn 19. nóv- ember, kl. 14.00. Á boðstólum verður jólaföndur, kökur og flóa- markaður. Ágóðinn rennur í bygg- ingarsjóð Fylkis. Velunnurum fé- lagsins er bent á að koma með kökur sínar kl. 13 sama dag. Flugleiðir verða með Grænlandsflug á næsta sumri „VIÐ höfum ákveðið að verða með stuttar ferðir, allt frá einum og upp í fjögurra daga, til Kulusuk á Græn- landi næsta sumar. Ferðirnar verða í svipuðu formi og á síðasta sumri,“ sagði Sigfús Erlingssson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Flug- leiða, í samtali við Mbl. Þá sagði Sigfús, að Flugleiðir yrðu með 6—7 ferðir næsta sumar til Narssarssuaq, en þá yrði flogið með Boeing 727-100-þotu félags- ins, en í ferðirnar til Kulusuk yrðu notaðar minni vélar. á þjóðfélaginua „Endurskoðun * — segir Jón Ottar Ragnarsson um ráðstefnuna „Þjóð í kreppu“ „HAGFRÆÐINGAR skilgreina kreppu sem þjóðfélagsástand, þar sem gífurlegur samdráttur hefur átt sér stað og mikið atvinnuleysi og upplausn hefur myndast. Ég tel aftur á móti, að kreppuástand ríki hér nú þegar. Ekki eingöngu á efnahagslegu sviði, hcldur einnig í félags- málum og í kirkjumálum, svo dæmi séu nefnd.“ Sá sem þetta mælir er Jón Óttar Ragnarsson, dósent. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann í gær í tilefni af ráðstefnu, sem Líf og land, samtök um umhverf- isrnal, gangast fyrir á Hótel Borg á morgun, laugardag. „Við viljum reyna að átta okkur betur á þeim vanda, sem íslenska þjóðin glímir við, áður en kreppan verður enn harðari og afdrifaríkari. Á ráðstefnunni verða flutt tuttugu erindi af mönnum, sem eru sérfróðir um umfjöllunarefni sitt. Ég hef sjálfur lesið erindin og sum þeirra eru tvímælalaust stór- merkileg. Það er enginn vafi t.d. á því að íslenska fjölskyldan á nú mjög í vök að verjast. Hjónaskilnuðum fer ört fjölgandi ár frá ári. Barnauppeldi er víða gjörsam- lega í molum o.s.frv. Þetta kem- ur mjög vel fram í erindum sem sálfræðingarnir Guðfinna Eydal og Álfheiður Stefánsdóttir flytja. I'jóðkirkjan er stöðnuð Ástandið innan þjóðkirkjunn- ar, þ.e. minnkandi tengsl við al- menning í landinu, kemur glöggt fram í erindum Sigurðar Árna Þórarinssonar og Gunnlaugs Stefánssonar, guðfræðinga. Kirkjan á íslandi stendur á tímamótum og verður nú að reyna að endurnýja tengslin víð þjóðina áður en það er um sein- an. Hér ríkir ekki trúarkreppa. Þvert á móti, held ég. Fólk á ennþá sína trú. Vandinn er sá, að þorrinn er ekki í sambandi eða tengslum við kirkjuna, því hún nær ekki til þeirra. Að vísu hef- ur sú grimmilega efnishyggja, sem einkennir okkar tíma, án efa bitnað illilega á kirkjunni, en ég held ekki að það sé nægileg skýring. Kirkjan er einfaldlega alltof stöðnuð til að ná til al- mennings." Verðum leiksoppar ómenningar og yfir- borðsmennsku Högni óskarsson og Ingólfur Sveinsson, sem báðir eru geð- læknar, segja í erindum sínum frá þeim slæmu áhrifum sem þenslu- og verðbólguástand hef- ur á sálarlíf okkar. Högni bendir sérstaklega á hvernig efnis- hyggja og þær kröfur um að eignast alla hluti koma í veg Jón Óttar Ragnarsson: „Kreppan er komin.“ fyrir andlega ræktun. Fólk miss- ir jafnvægið og verður innan- tómt og lífsleitt. Að lokum verð- ur það algerlega firrt frá þjóðlíf- inu. Indriði G. Þorsteinsson, rit- höfundur, lýsir því mjög vel hvernig þetta rótlausa og ráð- villta fólk ánetjast hvaða tísku- fyrirbrigði sem er og verður eins konar leiksoppur ómenningar og yfirborðsmennsku." Tískustraumar mega ekki leysa íslenska menningu af hólmi „Það eiga sér stað ákveðin kynslóðaskipti í þessu þjóðfélagi. Hin nýja kynslóð er betur menntuð og gagnrynir meira en kynslóðin á undan. Hún á erfið- ara með að sætta sig við fúsk og innantómt sjálfshól. Ég lít á þessa ráðstefnu á morgun sem upphafið á víðtækri endurskoð- un þessarar kynslóðar á íslenska þjóðfélaginu. Þessi kynslóð veit nefniiega undir niðri að íslend- ingar geta gert betur og verða að gera miklu betur, ef takast á að halda þeim lífskjörum og því menningarstigi sem við sækj- umst eftir. Þeirri blindu efnis- hyggju, sem þjakar þessa þjóð, verður að linna. Annars munu íslendingar aldrei öðlast þá trú á sjálfum sér, sem þeir verð- skulda. Íslensk menning er miklu merkilegri en svo að við eigum að sætta okkur við það, eitt augnablik, að láta alþjóðlega ómenningu og tískustrauma leysa hana af hólmi. Ungt fólk á íslandi hefur ekki nægilega trú á íslenskri menningu vegna þess að foreldrar þess og uppalendur eru svo helteknir af efnishyggju og lífsþægindagræðgi. Ef við drögum ekki úr þessu kapp- hlaupi eftir veraldlegum gæðum og snúum okkur þess í stað að því að rækta okkar eigin menn- ingu, missir yngri kynslóðin end- anlega trú á landinu. Án slíkrar trúar og án lifandi menningar yrði ísland lítið annað en útróðr- arstaður, verstöð, útkjálki. Þá erum við búin að vera sem sjálfstæð þjóð.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.