Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983
3
Bjamfríður Leósdóttir um úrskurðinn:
„Ég er náttúrulega
bálill yfir þessu“
„ÉG ER náttúrulega bálill yfir þessu,“ sagði Bjarnfríöur Leósdóttir, varafor-
maður kvennadeildar Verkalýðs- og sjómannafélags Akraness, í samtali við
Mbl., en hún var spurð álits á úrskurði félagsmálaráðuneytisins í máli
hennar á dögunum.
Bjarnfríður óskaði eftir því að
skorið væri úr um hvort hún hefði
verið rétt kjörin í sambandsstjórn
Verkamannasambands fslands á
þingi sambandsins á dögunum, en
Húsavík:
Hjólin farin
að snúast
Húsavík, 17. nóvember.
VINNA hófst hjá Fiskiðjusamlagi
Húsavíkur síðastliðinn mánudag,
þegar tíðarfar breyttist og bátarnir
gátu hafið róðra. Síðan kom svo
Kolbeinsey með rúm 100 tonn af
fiski og von er á Júlíusi Havsteen í
vikulokin svo hjólin eru farin að
snúast hér eðlilega. Að vísu eru
einhverjir á atvinnuleysisskrá, en
slíkt hefur oft verið á þessum tíma
árs og vill alltaf verða þar sem at-
vinna byggist mest á sjávarútvegi.
Blíðskaparveður hefur verið
hér til landsins alla vikuna en
vestanstormur útifyrir suma
daga. FréttariUrí.
þar var ágreiningur um hvernig
staðið var að atkvæðagreiðslu. Fé-
lagsmálaráðuneytið vísaði málinu
frá sér að því leyti, að það taldi sig
bresta lagaheimild til þess að úr-
skurða í málinu.
„Félagsmálaráðuneytið segist
ekki hafa lagaheimild og þá er
ekki annað eftir en að fara í mál
út af þessu, en ég nenni ekki að
gera það,“ sagði Bjarnfríður. Hún
var spurð hvort hún þá ætlaði að
sætta sig við þessa niðurstöður.
Hún svaraði: „Eg hef að minnsta
kosti ekki tekið neina aðra
ákvörðun enn þá og það er ekki
farin að koma saman enn nein
sambandsstjórn hjá Verkamanna-
sambandinu og ég veit ekki hversu
mikið þeir starfa svo sem,“ sagði
Bjarnfríður.
Aðspurð kvaðst Bjarnfríður
hafa leitað álits lögfræðings og
fengið það álit að niðurstaða
lögfræðinga Alþýðusambandsins
á lögmæti atkvæðagreiðslunnar
til sambandsstjórnarinnar væri
byggð á veikum grunni. En hún
kvaðst ekki hafa falið neinum
lögfræðingi málið.
Jakobsglíman
Út er komið hjá Máli og menn-
ingu þriðja bindi uppvaxtarsögu
Sigurðar A. Magnússonar og ber
það heitið Jakobsglíman. Fyrri
bindin tvö eru Undir kalstjörnu
sem út kom 1979 og Möskvar
morgundagsins frá 1981.
„í Jakobsglímunni er sögumað-
ur nýfermdur og nær sagan yfir
þrjú átakaár í lífi hans. Síðari
heimsstyrjöldin er í algleymingi
en þrátt fyrir stríðsgróða hafa að-
stæður fjölskyldu hans aldrei ver-
ið ömurlegri. Hér segir frá til-
raunum dregnsins til að komast
að heiman, standa á eigin fótum,
mennta sig og ná fótfestu í KFUM
þegar hann hefur játast Kristi.
Þar eru fyrir menn sem hafa mikil
ihrif á sögumann og valda sumir
erfiðri togstreitu í sálarlífi hans.
(Jm leið og sagan fylgir drengnum
>g lýsir af næmi umbrotum æsku-
Ira hans, sýnir hún nánasta um-
hverfi hans og verður sérkennileg
heimild um einstakling í Reykja-
Sigurður A. Magnússon
vík stríðsáranna," segir m.a. í
frétt frá Máli og menningu.
Bókin er 263 bls., unnin að öllu
leyti í Prentsmiðjunni Odda hf.
Kápumynd gerði Hilmar Þ. Helga-
son.
Skermurinn var settur upp í fyrradag og í gær hafði
honum verið snúið í suö-vestur í átt að Reykjanesi.
Unnið að uppsetningu viðtökuloftnetsins á einni
byggingu sovéska sendiráðsins í Reykjavík. KEE.
Sovézka sendiráðið setur
upp stóran loftnetsskerm
SOVÉSKA sendiráðið í Reykjavík hefur fest kaup á þriggja metra breiðu
sjónvarpsloftneti, sem gerir starfsmönnum sendiráðsins kleift að horfa á
beinar sjónvarpsútsendingar frá Sovétríkjunum. Utanríkisráðuneytið kann-
ar nú hvort ástæða hafi verið fyrir sendiráðið að óska eftir leyfi íslenskra
stjórnvalda til að setja loftnetið upp. Talsmaður sendiráðsins sagði í samtali
við blm. Morgunblaðsins, að slíkt leyfi þyrfti ekki; loftnetið næmi aðeins
sendingar sovéska sjónvarpsins og því væri þetta alfarið mál sendiráðsins.
Undir það tók Jón A. Skúlason, póst- og símamálastjóri.
Loftnetið keypti sovéska sendi-
ráðið af fyrirtækinu Hljómbæ í
Reykjavík, sem setti það upp á
þak höfuðstöðva sinna fyrir ári.
Póstur og sími meinaði Hljómbæ
að nýta sér loftnetið — sem ein-
göngu tók á móti útsendingum
sovéska sjónvarpsins — þar sem
verslunin var talin vera opinber
vettvangur. Loftnetið, sem er
sænskt af gerðinni Luxor, nýttist
þannig ekki fyrirtækinu og var
því kærkomið tækifæri að losna
við það þegar sendiráð Sovétríkj-
anna hér sýndi áhuga á kaupun-
um. Kaupverðið, ásamt með
þremur sjónvarpstækjum og
tveimur myndsegulbandstækjum
auk uppsetningar loftnetsins,
mun hafa verið um 15 þúsund
bandaríkjadalir, eða sem svarar
um 420 þúsund ísl. krónum.
Ingvi S. Ingvarsson, ráðuneytis-
stjóri í utanríkisráðuneytinu,
sagði í samtali við blm. Morgun-
blaðsins, að ráðuneytið hefði enga
tilkynningu fengið um uppsetn-
ingu loftnetsins frá sendiráðinu.
„Það er í athugun hér hvort þess
hefur verið þörf og jafnframt
hvaða reglur gilda um þetta,“
sagði Ingvi. Talsmaður sovéska
sendiráðsins, sem blm. ræddi við,
sagði að uppsetning loftnetsins
væri íslenskum stjórnvöldum
óviðkomandi. „Það tekur aðeins á
móti sendingum sovéska sjón-
varpsins og er okkar mál,“ sagði
talsmaðurinn. „Auk þess fengum
við leyfi frá Jóni A. Skúlasyni,
póst- og símamálastjóra. Hann
getur veitt allar nánari upplýs-
ingar."
Jón A. Skúlason sagði blm.
Morgunblaðsins að ekkert væri
hægt að segja við því, þótt ein-
staklingar settu upp loftnet af
þessu tagi, enda væri eingöngu
um „viðtökunet" að ræða. „Sendi-
ráðið er þeirra landsvæði og það
verður að túlka það svo, að mót-
takan sé til einkanota," sagði
póst- og símamálastjóri. „Við
stöðvuðum notkun Hljómbæjar á
þessu loftneti enda fóru þeir inn á
lokaðar sendingar en við gerum
ráð fyrir, að sovéska sendiráðið
hafi leyfi yfirvalda í Moskvu til að
nýta sér þessar sendingar. Þetta
væri annað mál, ef þeir ætluðu að
fara að senda efnið áfram en
þetta mun fást úr sjónvarps-
hnetti, sem er í 36 þúsund kíló-
metra hæð yfir miðbaug."
Jón sagðist hafa hitt 1. sendi-
ráðsritara sovéska sendiráðsins
að máli nýlega í afmælishófi í
sendiráðinu og hafi hann spurt
hvort þeir þyrftu að sækja um
leyfi til að setja upp þetta við-
tökuloftnet. „Ég sagði honum að
enginn gæti sagt neitt við því þótt
þeir settu upp viðtökuloftnet enda
er fólk um allan bæ að taka á móti
sendingum frá öllum mögulegum
útvarpsstöðvum. Þróunimer enda
sú, að allur almenningur getur
innan örfárra ára tekið á móti
sjónvarpssendingum ef hann svo
vill,“ sagði Jón A. Skúlason.
Gústav Arnar, yfirverkfræðing-
ur Pósts og síma, sagði menn ekki
á einu máli um hvort einkaréttur
stofnunarinnar næði til uppsetn-
ingar þessa móttökunets. „Fræði-
lega geta þeir tekið á móti hverju
sem er en það verður að hafa í
huga, að skermurinn er lítill og
því yrðu myndgæði þeirra mjög
lítil frá öðrum gervihnöttum,"
sagði Gústav, „enda er t.d. loft-
netið á Skyggni tíu sinnum
stærra, eða 30 metrar í þvermál.
Fræðilega gætu þeir líka tekið
upp á segulband öll hugsanleg
merki utan úr geimnum og látið
síðan vinna úr þeim í Sovétríkjun-
um en á því er engin þörf, því þar
i landi eru miklu sterkari stöðvar
sem gegna sama hlutverki miklu
betur.“
Gunnar Sigurðsson, bygginga-
fulltrúi í Reykjavík, sagði að leyfi
bygginganefndar til uppsetningar
skermsins á sovéska sendiráðinu
hefði ekki verið leitað og það því
ekki veitt. Hann sagðist telja, að
leyfi þyrfti fyrir slíkum útlits-
breytingum á byggingum og benti
á, að á sínum tíma hefði bygg-
inganefnd veitt Hljómbæ leyfi
fyrir skerminum, þótt það leyfi
hefði að vísu verið gefið út eftir að
loftnetið hafði verið sett upp.
Nú geturöu komið vinum og vandamönnum
skemmtilega á óvart meó jólakorti sem skartar
þinni eigin Ijósmynd og sparaö um leið dágóða
upphæð.
Taktu mynd sem fyrst eða veldu eina góða úr
safninu og við sjáum um að gera úr henni kort
sem stendur upp úr jólakortaflóöinu í ár.
Allt sem við þurfum er filman þfn.
HANS PETERSEN HF
Umboðsmenn um land allt
* Kort með umslagi. Minnsta pöntun er 10 stk. eftir sömu mynd.
Kodak
FRAMKÖLULIN
IBMWHHMBi
MMMMMi
MMMMMMMV