Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 Tuttugu ár frá útkomu Rauðu bókarinnar Alþýðubandalagsmenn og austur-evrópskir kommúnistar Eitt hið athyglisverðasta við Sósí- alistafélag íslendinga Austantjalds er, að féiagið starfaði sem angi af valdakerfinu í járntjaldsríkjunum. Þótti félagsstjórninni æskilegast, að böndin við „bræðraflokkana" fyrir austan væru sem sterkust. Tveir af foringjum SÍA, Tryggvi Sigurbjarn- arson (síðar einn nánasti ráðgjafi Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráð- herra) og Þór Vigfússon (síðar borg- arfulltrúi Alþýðubandalags í Reykja- vík) hófu m.a. máls á þessu við austur-þýsk yfirvöld: „Undanfarið höfum við leitast við að efla sambönd okkar við háskólaráðuneytið og miðstjórn SED (Kommúnistaflokks Aust- ur-Þýskalands, innskot Mbl.). Höfum við átt viðræður við þessa aðila, höfum skýrt þeim frá pólitísku starfi okkar hér, frá starfsemi SÍA, sagt frá áætlunum okkar og leitað ráða á vandamálum. Hefur okkur verið mjög vel tekið. Þannig áttu þeir, Þór og Tryggvi, viðræður við félaga Lange (næstæðsti maður í há- skólaráðuneytinu) í sumar. Voru þá helst rædd vandamál landahópsins hér og gátu þeir Þór og Tryggvi þá um, að hópur- inn væri ekki vel ánægður með þróun Þorsteins Friðjónssonar. Var það hið mesta happ, eins og síðar kom á daginn. Út af Þorsteinsmálinu urðu mikil fundahöld og skýrslugerð- ir til miðstjórnar og háskóla- ráðuneytisins." (bls. 211). Af þessu má sjá, að Sí A kaus að starfa sem íslensk kommúnista- sella í tengslum við flokk harð- stjóranna. Ekkert var gert án þess að bera það undir yfirvöldin í Austur-Berlín, og þau gáfu íslend- ingunum „Iínu“ um hvaðeina í starfi þeirra. Þessi vinnubrögð eru sérstaklega eftirtektarverð með hliðsjón af framgöngu Hjörleifs Guttormssonar og félaga hans í stjórnmálalífi íslendinga á síð- ustu árum. Þágu fé að austan Oft er í leyniskýrslunum imprað á fjármálatengslum SÍA og Sósí- alistaflokksins (Alþýðubandalags- ins) við austur-þýska Kommún- istaflokkinn. Þannig virðast Austur-Þjóðverjar hafa greitt ferðakostnað fyrir SfA-menn, er þeir fóru til Tékkóslóvakíu þeirra erinda að greiða atkvæði í alþing- iskosningunum 1959. Er það vissu- lega athyglisvert, að ríki sem í raun sviptir eigin þegna slíkum lýðréttindum, skuli hafa styrkt ferðir fslendinga á kjörstað í öðru iandi. En austur-þýskum yfirvöld- um var að sjálfsögðu kunnugt um, að Hjörleifur Guttormsson og fé- lagar hans greiddu atkvæði til að koma hér á stjórnarfari, sem leyfði fólki hvorki umræður ná valfrelsi „nema á grundvelli sósí- alismans" svo vitnað sé til leyni- skýrslu, sem undirrituð er af fyrrverandi iðnaðarráðherra og alþingismanni Austurlandskjör- dæmis. Hjörleifur og félagar sóttu fé og leiðbein- ingar til Kommúnista- flokks Austur- Þýskalands. Sovétvinafé- lagið - hluti af flokkskerfi Alþýðubanda lagsmanna. í trúboð á kostnað Austur-Þjóðverja Þegar SÍA-menn leituðu eftir því að efla sambönd sín við aust- ur-þýska Kommúnistaflokkinn, reyndu þeir m.a. að fá „félaga Lange“ tii að bjóða fram fé til að kosta „trúboðsreisu" vestur fyrir járntjald og greiða kostnað af væntanlegum flokksskóla Sósíal- istaflokksins í Austur-Þýskalandi. Um þetta segir svo í leyniskýrsl- unni: „Við sögðum félaga Lange í stórum dráttum frá stofnun og starfsemi SÍU og útgáfu VANDA (leynimálgagns SÍA, innskot Mbl.). Gátum við þess, að okkar næsta verkefni væri að reyna að útvíkka þetta samband Ingi R. Helgason framkvæmdastjóri Sósíalistaflokks- ins hélt um þræðina til Moskvu. til róttækra íslenskra stúdenta vestantjalds. Tjáðum við hon- um, að þegar væri sjáanlegur árangur, þar sem við hefðum þegar gott samband við félaga okkar í ýmsum löndum, sér- staklega Frakklandi. Hins vegar væri langverst að eiga við Vestur-Þýskaland, þar sem þó væru flestir stúdentar. Við vor- um að vona, að Lange byði okkur, að við skyldum þá fara í trúboðsreisu vesturyfir á ráðu- neytisins kostnað, eða a.m.k. að hann byði okkur visum-útvegun og fyrirgreiðslu. Af hvorugu varð þó, hvað sem við bárum okkur illa ... Við drápum á námskeiðsmál- ið (þ.e. flokksskóla, sem Sósíal- istaflokkurinn ætlaði að stofna til í Austur-Þýskalandi, innskot Hjörleifur Guttormsson formaður SÍA, sem starfaði í nánum tengslum við austur-þýska kommún- istafiokkinn. Mbl.) og væntanlega þátttöku okkar í því. Lange lagði þar gott til, en sagði málið á þessu stigi vera mál miðstjórna (þ.e. mið- stjórna austur-þýska Kommún- istaflokksins og Sósíalista- flokksins íslenska, innskot). Við álítum að þeir Þór og Tryggvi hafi gert góða ferð (á fund Langes, innskot Mbl.). Við höldum að háskólaráðuneytið og reyndar líka miðstjórn SED álíti okkur eftir Þorsteinsmálið og viðræður þessar vera ábyrg- an og pólitískt þroskaðan hóp. Teljum við, að þessi samskipti okkar stuðli að auðveldum stúd- entasendingum hingað gegnum Flokkinn. Þetta álit okkar styðja kveðjuorð Langes: „Þið íslendingar komið fram með vandamál, sem virkilega eru þess virði, að þau séu rædd.“ Ekki er vitað, hvort SÍA- mönnum tókst að lokum að telja austur-þýska Kommúnistaflokk- inn á að kosta trúboð sitt vestra. Þótt þeir teldust „pólitískt þrosk- aður hópur". Það er hins vegar skjalfest, að nokkru síðar kom Brynjólfur Bjarnason, formaður Sósíalistafélags Reykjavíkur, I eina af mörgum heimsóknum sín- um til Austur-Þýskalands. I þess- ari ferð fékk Brynjólfur því til leiðar komið, að austur-þýski Kommúnistaflokkurinn styddi flokksskóla Sósíalistaflokksins. Hófst skólahald í Rostock sumarið 1960 og sóttu skólann ekki færri en 67 félagar úr Sósíalistaflokkn- um og Æskulýðsfylkingunni víða af íslandi. Er það einsdæmi, að íslenskur stjórnmálaflokkur hafi efnt til stjórnmálafræðslu fyrir félaga sína á erlendri grund með stuðningi og í samvinnu við út- lendan einræðisflokk. Nemendur flokksskólans tóku einnig þátt í „Eystrasaltsviku" austur-þýskra kommúnista, en hún var háð undir kjörorðinu „Haf friðarins", eins og margir minnast frá strandi sov- ésks kjarnorkukafbáts í landhelgi Svía á Eystrasalti. Þegar hugað er að því, að SlA starfaði sem eins konar undirdeild í austur-þýska Kommúnista- flokknum, kemur ekki á óvart þótt SÍA-menn hafi ætlast til þess, að Austur-Þjóðverjar greiddu kostn- aðinn af för þeirra á þing Sósíal- istaflokksins á Islandi. Uppeldis- feður SlA-manna í Austur-Berlín tóku því ekki fjarri að greiða far- miðana til Reykjavíkur, en Einar Olgeirsson treysti sér ekki til að skrifa upp á reikninginn í þetta sinn, enda var greiðsla á ferða- kostnaði eflaust líklegri til að spyrjast út en ýmsar aðrar duldar greiðslur úr flokkssjóðum Aust- ur-Þjóðverja til Sósíalistaflokks- ins. Þroskaðir „kaderar“ fá viðurkenningu Ekki verður þó annað sagt en SlA-menn hafi fengið þá ósk sína uppfyllta, að austur-þýsk yfirvöld viðurkenndu félagið sem „ábyrgan og pólitískt þroskaðan hóp“. Full- trúar austur-þýskra kommúnista sátu af og til fundi SÍA, og einn þeirra var „félagi" Gúnther. Var hann formaður fslandsdeildar í félagi því sem sá um menningar- viðskipti við önnur lönd fyrir austur-þýsku stjórnina. Þessi „góði gestur" tilkynnti SÍA- mönnum að í ráði væri að bjóða þeim „í hringferð um landið á veg- um félags þessa árlega hér eftir" (bls. 218). MÍR — hluti af flokkskerfinu Á áðurnefndum fundi með „fé- laga“ Gúnther lögðu SÍA-menn á ráðin um samstarf við Islands- deildina í „vináttufélagi" Austur- Þjóðverja. Slík félög starfa á veg- um yfirvalda í öllum kommúnista- ríkjunum og samsvarandi félög Alþýðubandalagsmennirnir ungu vonuðust til að fá þá viðurkenningu frá valdhöfunum í Austur-Þýskalandi, að þeir væru „ábyrgur og pólitískt þroskaður hópur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 265. tölublað (18.11.1983)
https://timarit.is/issue/119402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

265. tölublað (18.11.1983)

Aðgerðir: