Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983
Orkuverö á íslandi hefur verið
allt of lágt undanfarinn áratug
— sagði Ólafur Davíðsson hagfræðingur á vetrarfundi SÍR og SÍH
„SÍÐASTA áratug var verðþróun á
innlendri orku í engu samræmi við
þróun orkuverðs í heiminum. Orku-
verð á íslandi var alltof lágt. Mikil
hækkun raforkuverðs undanfarið, og
verðs á heitu vatni frá Hitaveitu
Reykjavíkur, er bein afleiðing af mik-
illi lækkun á síðasta áratug," sagði
Olafur Davíðsson hagfræðingur í er-
indi sem hann flutti á vetrarfundi
Sambands íslenskra rafveitna og
Sambands íslenskra hitaveitna í gær-
morgun.
„Þaö er ekki hægt að ræða verð
og verðþróun á orku á íslandi án
þess að setja hana í samhengi við
það sem hefur verið að gerast í
heiminum á undanförnum árum,“
sagði Ólafur. „Gífurlegri hækkun
olíuverðs 1973—4 og 1978—80
fylgdi einnig almenn hækkun orku-
verðs. Árið 1973 til 1982 hækkaði
orkuverð til notenda í sjö stærstu
iðnríkjunum um rúmlega 200 pró-
sent til iðnaðar, 100 prósent til
heimilisnotkunar og rúmlega 50
prósent í flutningastarfsemi. Og þá
er átt við verðhækkun umfram
hækkun á öðrum vörum og þjón-
ustu.
Á sama tíma hækkar raforku-
verð hér á landi tiltölulega lítið —
og hafði reyndar lækkaö á tímabili
— og verð á heitu vatni.í Reykjavík
lækkaði verulega. Heildsöluverð
Landsvirkjunar til almennings-
veitna hækkaði um 18 prósent, verð
Rafmagsveitu Reykjavíkur til
heimilisnota um 9 prósent, verð
Rafmagnsveitna ríkisins til húshit-
unar um 37 prósent og verð hita-
veitu Reykjavikur lækkaði um 30
prósent.
Það er óhugsandi, að til lengdar
geti orkuverð á Islandi staðið i stað
eða jafvel lækkað, þegar það hækk-
ar almennt i heiminum. Það væri
líka óskynsamlegt, þar sem það
leiddi til óhóflegrar orkunotkunar
hér þegar aðrir eru að spara orku.
Islendingar mundu þá skipuleggja
sína framleiðslu og neyslu miðað
við óeðlilega lágt orkuverð, sem
gæti komið þeim í koll síðar.
Skýrustu dæmin um óskynsam-
lega þróun orkuverðs síðasta ára-
tug er verð Landsvirkjunar til al-
menningsveitna og verð á heitu
vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur.
<00>
GAGGENAU
OFNAR
EINFALDIR OG
TVÖFALDIR
MEÐ AÐEINS
u
aimuN
RAFTÆKJADEILD - SIMI 86117
Gjaldskrá Landsvirkjunar til al-
menningsveitna lækkaði að raun-
gildi nokkurn veginn jafnt og þétt
frá 1971 til 1978 og nam lækkunin í
heild yfir 40 prósentum. Árið 1979
hækkaði gjaldskráin á ný og nam
hækkunin til ársins 1982 nær 60
prósentum, en verðið var þó lægra
að raungildi en árið 1971. Á síðustu
misserum hefur verðið svo enn
hækkað verulega og er nú fyrst
hærra í raun en árið 1971.
Verð á heitu vatni frá Hitaveitu
Reykjavíkur lækkaði um 45 prósent
frá ársbyrjun 1971 til ársbyrjunar
1982 og er þá meðtalin niðurfelling
söluskatts af heitu vatni árið 1972.
Árið 1976 og 1980 var reynt að snúa
þessu við og hækka verðið, en fljótt
sótti í sama farið aftur.“
ólafur sagði að veigamikil
ástæða fyrir því að orkuverð hér á
landi hefði ekki breyst í takt við
orkuverð í heiminum á síðasta ára-
tug, væri hin almenna stefna í
verðlagsmálum með opinberri
íhlutun.
Við Sultartangastíflu.
Morgunblaiií/KEE.
Óhyggileg stefna undanfarinna
ára á sökina á háu orkuverði í dag
— sagði Elías Elíasson yfirverkfræðingur á vetrarfundi SÍR og SÍH
„Hátt raforkuverð Landsvirkj-
unar til almenningsveitna í dag
stafar fyrst og fremst af óhyggi-
legri stefnu undanfarinna ára, að
því er varðar verðlagningu raf-
orku og fjármögnun orkuvera. Frá
árinu 1977 hefur söluverð raforku
verið undir kostnaðarverði, sem
hefur leitt til þess að reksturinn
hefur ekki skilað neinu fé til ný-
framkvæmda og hefur því þurft að
fjármagna nýjar virkjanir svo til
eingöngu með erlendum lánum.
Þetta hefur valdið óeðlilegri
skuldasöfnun og hækkandi vaxta-
kostnaði, sem aftur kallar á hærra
orkuverð. Vaxtakostnaður á selda
orkueiningu hefur hækkað um 150
prósent frá 1976 til 1982 og er fjár-
magnskostnaður nú um 80 prósent
alls framleiðslukostnaðar í kerfi
Landsvirkjunar," sagði Elías Elí-
asson yfirverkfræðingur í ræðu
sinni á vetrarfundi SIR og SÍH i
gær. Elías sagði ennfremur:
„Augljóst er, að ef orkuverðið
hefði ekki verið látið lækka að
raungildi jafn mikið og raun ber
vitni, hefði vaxtakostnaður nú
verið lægri, og tekjuþörf Lands-
virkjunar og þá einnig orkuverðið
lægra. Setjum til dæmis, að orku-
verð til almenningsveitna hefði
verið látið fylgja vísitölu bygg-
ingarkostnaðar frá 1971. Þá hefðu
skuldir Landsvirkjunar verið um
100 millj. dollara lægri og þar með
hefði greiðslubyrði vaxta og af-
borgana orðið 450 millj. króna
lægri í ár, miðað við núverandi
gengi og ráðandi lánakjör undan-
farinna ára.
I því tilfelli hefði sama raun-
virði orkuverðs til almennings-
veitna og var 1971, einnig nægt nú
á ár til að ná hallalausum rekstri,
en það samsvarar á verðlagi 1.
október síðastliðinn 70 aurum á
kílówattstund. Raunverulegt
gjaldskrárverð til almennings-
veitna nú er 112 aurar á kíló-
wattstund, sem samsvarar um 40
mill, sem er nokkuð hátt verð á
alþjóðamælikvarða.
Meðalverð allrar orku frá
Landsvirkjun, eftir bráðabirgða-
samkomulagið við ÍSAL, er aðeins
22 mill. Ef verðið til almennings-
veitna hefði verið látið fylgja vísi-
tölu byggingarkostnaðar 1971
væri verð til almenningsveitna
mun lægra, eða um 25 mill og
meðalorkuverð tæp 16 mill. Sýnir
þetta, að framleiðslukostnaður
orku hér á landi væri lágur, ef
fylgt væri svipaðri stefnu varð-
andi verðlagningu orku og fylgt er
erlendis, þar sem við þekkjum til.
Ef einnig hefði verið fylgt sömu
stefnu varðandi þátttöku hins
opinbera í fjármögnun virkjana og
víða má finna í nágrannalöndum
okkar, gæti orkuverð hér á landi
jafnvel verið enn lægra en ofan-
greindar tölur gefa til kynna.“
Vetrarfundur SÍR og SÍH:
Orkuverð helsta
mál fundarins
SAMBAND íslenskra rafveitna og
Samband íslenskra hitaveitna heldur
þessa dagana sameiginlegan vetrar-
fund á Hótel Sögu. Fundurinn hófst i
gær og lýkur um sjöleytið í kvöld.
Helsta mál fundarins er verðlagning
á orku og voru flutt mörg erindi um
þann málaflokk í gærmorgun.
Eftir fundarsetuna flutti for-
maður SÍR, Aðalsteinn Guðjohns-
en ræðu og Sverrir Hermannsson
iðnaðarráðherra ávarpaði fundar-
menn. Síðan voru flutt fjögur er-
indi um orkuverð. Fyrst talaði
Ólafur Davíðsson hagfræðingur, þá
Elías B. Elíasson yfirverkfræðing-
ur, síðan Sveinbjörn Óskarsson
deildarviðskiptafræðingur og loks
Eiríkur Briem fjármálastjóri. Ing-
ólfur Hrólfsson hitaveitustjóri
fjallaði því næst um verðlagningu
hitaorku. Eftir hádegið fóru fram
umræður.
Fundurinn hefst klukkan 9.30 í
dag. Fyrir hádegi verður fjallað um
málefni hitaveitna, en málefni
rafveitna verða tekin fyrir eftir há-
degið.
Platan
er komin
Platan með lögunum úr hinum
vinsæla söngleik Gúmmí-Tarzan er
komin í verzlanir.
Leikfélag Kópavogs