Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983
25
Aðalsteinn Guðjohnsen formaður SÍR:
Stjórnvöld hafa óæskileg af-
skipti af verðlagningunni
„Umrædur um raforkuverð hafa
færst yfir á nýtt svið, jafnt á Alþingi
og meðal almennings og fjölmiðla.
Nú er fyrst og fremst um það rætt
hve hátt raforkuverð sé orðið, og þá
gjarnan gerður samanburður við
verð í öðrum löndum. Minna er rætt
um óæskileg afskipti stjórnvalda af
verðlagningunni. En vita menn
hvaða þátt sá frumskógur tolla og
aðflutningsgjalda, sem við búum í,
hefur á raforkuverðið? Vita menn,
svo dæmi sé tekið, að þegar Orkubú
Vestfjarða, sem ríkissjóður á að
tveimur llmmtu hlutum, reisir há-
spennulínu fyrir 30 milljónir króna,
verður fyrirtækið að greiða þessum
eiganda sínum 10 milljónir króna af
þeirri upphæð vegna tolla og aðflutn-
ingsgjalda? Og vita menn að af þeim
3,46 krónum á kflówattstund, sem
raforka til heimilisnota kostar hér í
Reykjavík, fara um 1,50 krónur til
Landsvirkjunar, rösklega 1,00 króna
til ríkissjóðs, Rafmagnsveitna ríkis-
ins og Orkubús Vestfjarða — og af-
Dómkirkju-
basarinn í
Casa Nova
Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj-
unnar heldur sinn árlega basar á
morgun, laugardag 19. nóvember, í
Casa Nova, nýbyggingu Mennta-
skólans í Reykjavík, og hefst hann
kl. 2 e.h. Gengið er inn í húsið um
vesturdyr, og er hægt að komast að
húsinu bæði frá Bókhlöðustíg og
frá Lækjargötu yfir lóð gamla skól-
ans.
Að venju eru margir vandaðir og
eigulegir munir á basarnum á mjög
hagstæðu verði og má þar t.d.
nefna prjónles, svuntur, útsaum og
vandaðar peysur. Þá verður á
boðstólum jólaföndur í úrvali og
blómagreinar og einnig fallegir
teppabútar og margt fleira sem of
langt er upp að telja. En það eiga
allar þessar vörur sameiginlegt, að
þær eru seldar á mjög hagstæðu
verði og mun það vafalaust koma
sér vel fyrir marga á erfiðum tím-
um. Margar vörur á basarnum eru
líka mjög hentugar til jólagjafa.
Það er því hægt að gera góð kaup
á basar Kirkjunefndar kvenna
Dómkirkjunnar um leið og þeim er
veittur stuðningur í því starfi
þeirra að prýða og fegra Dómkirkj-
una.
Dómkirkjan á marga vini um allt
land, sem vilja veg hennar sem
mestan. Hún er líka þjóðardýrgrip-
ur, sem þarf að njóta góðrar um-
hyggju. Allt þetta hafa konurnar í
Kirkjunefndinni í huga í starfi
sínu, enda hafa þær gefið Dóm-
kirkjunni margan góðan grip. Án
þeirra mikla og fórnfúsa starfs
væri Dómkirkjan ekki jafnfögur og
raun ber vitni.
Kirkjunefndarkonur taka nú
þátt í því mikla verkefni að kaupa
nýtt og veglegt orgel til Dómkirkj-
unnar, og mun allur ágóði af basar
þeirra á morgun renna til þeirra
kaupa.
Konurnar hafa lagt af mörkum
mikla vinnu og vænta góðs stuðn-
ings borgarbúa, og vil ég því hvetja
til þess, að fjölmenni komi á basar-
inn í Casa Nova í MR á morgun kl.
2 e.h., geri þar góð kaup og styðji
um leið gott mál.
Hjalti Guðmundsson
gangurinn, rúmir 90 aurar, til Raf-
magnsveitunnar sjálfrar til rekstrar
og framkvæmda?“ spurði Aðal-
steinn Guðjohnsen, formaður SÍR. í
ávarpi sínu í gær á vetrarfundi SIR
og SIH. Síðar í ræðu sinni vék Aðal-
steinn að verðjöfnunargjaldinu, sem
hann sagði að hefði frá upphafi verið
rafveitum mikill þyrnir i augum. Það
er nú 19% á alla almenna raforku-
sölu nema til húshitunar.
„Gjald þetta var fyrst sett á um
áramótin 1965 til ’66,“ sagði Aðal-
steinn. „Fyrstu árin var það föst
upphæð, sem ætlað var að ieysa
tímabundinn fjárhagsvanda
Rafmagnsveitna ríkisins. Ástæða
þess, að um fasta upphæð var að
ræða, var sú að gjaldið átti sam-
kvæmt skýringum í greinargerð
að lækka smám saman að raun-
gildi. Árið 1974 voru sett ný lög
um verðjöfnunargjald þar sem það
var ákveðið 13 prósent af seldri
raforku á síðasta sölustigi.
Nú blasir við, að í tíunda sinn
skuli lengja lífdaga þessara óynd-
isdaga. Alþingi hefur aldrei treyst
sér til að framlengja lög þessi
nema til eins árs í senn, enda jafn-
an viðkvæði ráðherra og þing-
manna, að víst séu lög þessi
meingölluð — hinum vísu lands-
feðrum komi bara ekkert betra
ráð í hug. Nei, ekkert betra ráð en
að leggja hæsta verðjöfnunar-
gjaldið ofan á það verð, sem hæst
er fyrir. Ekkert betra ráð en að
halda skollaleiknum áfram, enda
þótt nú sé þannig komið, að helm-
ingur allra rafveitna sveitarfélaga
neyðist til að selja raforku við
hærra verði en þiggjendur verð-
jöfnunargjaldsins — meðal ann-
ars til þess að geta greitt þeim,
það er Rafmagnsveitum ríksins og
Orkubúi Vestfjarða, þetta gjald!
Þessar staðreyndir blasa við í
samanburði Orkustofnunar á raf-
orkuverði. Gildir þar einu hvort
um er að ræða heimilisnotkun,
vélanotkun eða rafhitun. Og hið
sama er upp á teningnum, ef litið
er á meðalverð á síðastliðnu ári,
og það þótt öll sala til hitunar sé
dregin úr myndinni.
Hvers konar verðjöfnun er það,
að Rafmagnsveitur ríkisins geti
selt raforku við lægra verði en
rafveitur sveitarfélaga, og þiggi
eigi að síður styrk frá þessum
sömu veitum? Það er svo til um-
hugsunar, að af 430 gígawatt-
stunda sölu RARIK á árinu 1982
nam sala samkvæmt marktaxta
og hitunartaxta 300 gígawatt-
stundum.
Basar í
Betaníu
LAUGARDAGINN 19. nóvember
verdur haldinn basar á Laufásvegi
13, Betaníu.
Það er Kristniboðsfélag kvenna
í Reykjavík, sem heldur basarinn,
en hann hefst klukkan 14.00.
Margt muna verður til sölu og
rennur allur ágóði til Sambands
íslenzkra kristniboðsfélaga, sem
rekur kristniboð og líknarstörf í
Eþíópíu og Kenya.
(FrétUtilkynning.)
Vertu klár
í slaginn!
: r
Yfirförum Fischer skíði og Tyrolía
bindingar fyrir veturinn.
Stillum Tyrolía bindingar að kostnað-
arlausu.
Skjót og góð þjónusta.
TYROLIA
DACHSTEIN
adidas ^
TOPPmerkin
í íkíðavörum
öpíð á Cixuyaruiayum
ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA
FALKINN 105 REYKJAVÍK
SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670
m
Þú sraJar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans!