Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 Fréttir úr Arnes- hreppi á Ströndum Arnesi, Ströndum, 11. nóvember. HAIJSTIf) var ad mörgu leyti gott. Lengst af var það góðvjðrasamt og grös féllu seint. tAt Basar kven- félags Hall- grímskirkju BASAK kvenfélags Hallgríms- kirkju verður haldinn laugardaginn 19. nóv. og hefst hann kl. 14 í safn- aðarheimilinu. I»ar verður margt góðra muna í boðstólum, svo sem venja hefir verið mörg undanfarin ár. I»að er því kjörið tækifæri að koma á basarinn og gera góð kaup og styrkja um leið gott málefni. Kvenfélagið hefir frá fyrstu tíð unnið ákaflega gott starf í þágu safnaðarins og kirkjubyggingar- innar. Hefir félagið raunar iyft grettistaki í þessu starfi sínu. Það er ótrúlega stór hundraðs- hluti af byggingarkostnaði, sem þetta litla félag hefir lagt í hina miklu kirkju, sem vonandi mun brátt verða fullbúin. Kirkjubyggingin gengur vel um þessar mundir, og langt er komið að fullgera hvelfingarnar, sem nú eru í smíðum. Ég hvet velunnara kirkjunnar að koma á basar kvenfélagsins og styrkja það starf, sem lítill söfn- uður vinnur að, þ.e.a.s. að full- gera voldugasta musteri Guðs á Islandi. Kagnar Fjalar l.árusson. Slátrun lauk 14. október hjá K.St. Norðurfirði, slátrað var alls 4.532 fjár. Fallþungi dilka reyndist 15,16 kg, sem er um kílói hærra en 1982, en það ár var í tölu hinna lakari. Flestir íbúanna hér vinna í slátur- húsinu, og í haust var tekið í notkun nýtt mötuneyti fyrir starfsfólk. Eftir slátrun brá til verri tíðar, með éljum og fannburði. En þessa dagana hefur aftur breytt til hins betra, og sumir brugðið sér á sjó til fiskjar. Mikið kal var í túnum í sumar og spretta brást víða. Um 60 tn af heyi hafa verið flutt inn í hreppinn, og hafa því menn almennt fengið nokkra úrlausn. 24. október voru síðustu bílferðir í Árneshrepp. Guðmundur Björnsson frá Stakkanesi lagði af stað hingað, hlaðinn heyfarmi á vörubíl sínum. Á Veiðileysuhálsi hlekktist honum á, en það svæði er eins og þröskuldur á þjóðleiðinni hingað norður, og lokast venjulega í fyrstu snjóum. Hreppsbú- ar brugðust skjótt við og sendu harð- snúna sveit til aðstoðar, með odd- vitann í broddi fylkingar. Tókst greið- lega að liðsinna heybílnum. í hjólför hans kom sóknarprestur- inn á jeppa sínum og hafði vænan bókaböggul til skólans meðferðis. Má því segja sð hér hafi Árneshreppsbú- v.. neimt fóður sitt. Síðan hefur þjóðvegurinn suður verið ófær, og eftir líkum má búast við að hann verði ekki opnaður fyrr en eftir.sumarmál. Barnaskóli að Finnbogastöðum var settur 2. október sl., en hann er heimavistarskóli að hluta. Nemendur eru að þessu sinni 23, og skiptast í tvær deildir. Torfi Guðbrandsson skólastjóri hefur fengið árs orlof, og dvelur nú syðra, ásamt konu sinni, Aðalbjörgu Albertsdóttur, en hún var jafnframt skólaráðskona. Við starfi skólastjóra tekur nú Gunnar Finnsson, en hann fluttist hingað í haust frá Hall- ormsstað ásamt konu sinni, Ólöfu Eiríksdóttur, og fjórum börnum. Skólaráðskona er Petrína Eyjólfs- dóttir. 9. nóvember var útför Alberts Valgeirssonar frá Bæ gerð frá Ár- neskirkju. Albert heitinn hafði verið vistmaður á Reykjalundi í nær tvo áratugi og var mörgum að góðu kunn- ur. — Einar Afmælishóf Félags þingeyskra kvenna í TILEFNI 10 ára afmælis Félags þingeyskra kvenna í Reykjavfk og ná- grenni verður haldinn kvöldfagnaður í Atthagasal Hótel Sögu sunnudaginn 20. nóv. kl. 8 e.h. Félagið var stofnað 28. okt. 1973. Markmið þess er að vinna að menningar- og mannúðarmálum heima í sýslu. Á undanförnum ár- um hafa félagskonur efnt til köku- basars að vorinu og er það aðal fjáröflunarleið þess. Þegar félagið var 5 ára gáfu félagskonur vandað píanó og baðlyftustól til dvalar- heimilis aldraðra, Hvammi, Húsa- vík. Félagskonur, sem eru nú um 90 talsins, vinna af kappi að nýjum verkefnum í tilefni 10 ára afmæl- isins. Vilja þær hvetja allar þing- eyskar konur til þátttöku í kvöld- fagnaðinum í Hótel Sögu og kynna sér starfsemi félagsins. Stjórn þess skipa eftirtaldar konur: Guð- rún Jóhannsdóttir, Vilfríður Steingrímsdóttir, Birna Björns- dóttir, Anna Þorsteinsdóttir, Helga Þorgrímsdóttir, Steinþóra Jónsdóttir og Sigríður Pálsdóttir. Leikarar og stjórnendur á sýningum. Standandi frá vinstri: Hallmar Sigurðsson, Katrín Sigurðardóttir, Viðar Eggertsson, Snæbjörg Snæbjarnardóttir, Hulda K. Magnúsdóttir og Kristín S. Kristjánsdóttir. Sitjandi frá vinstri: Marc Tardue, Þuríður Pálsdóttir, Sigrún V. Gestsdóttir og Jón Hallsson. * Islenzka óperan: Símmn og Miðillinn frumsýndar NÚ STANDA yfir hjá íslensku óperunni æfingar á tveimur óperum Menottis, Símanum og Miðlinum. Frumsýning verður 2. desember nk. Marc Tardue er hljómsveitarstjóri og sér jafn- framt um æfingar söngvara. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson en þetta er fyrsta verk hans hjá ís- lensku óperunni. Leikmynd er gerð af Steinþóri Sigurðssyni, búninga hannar Hulda Kristín Magn- úsdóttir og Sigurbjarni Þórmundsson sér um lýs- 2. desember ingu. Sýningarstjóri er Kristín S. Kristjánsdóttir. I Símanum eru tvö hlutverk og með þau fara Elín Sigurvinsdóttir og John Speight. I hlutverkum í Miðlinum eru Þuríður Pálsdóttir, Jón Hallsson, Katrín Sigurðardóttir, Sigrún V. Gestsdóttir, Snæbjörg Snæbjarnardóttir og Viðar Eggertsson. Auk framantalinna kemur fram hljómsveit ís- lensku óperunnar. Margt verðlauna verður á Stóra skákmótinu, þeirra á meðal jaspis- steinar með áletrun mótsins. „Stóra-skákmótinu“ frestaö til marz TÍMARITIÐ Skák hefur frestað „Stóra skákmótinu", sem átti að fara fram um helgina og er stefnt að því að halda það í mars. „Allur undirbúningur hefur miðað að því, að þetta verði fjölmennasta skák- mót, sem haldið hefur verið hér á landi og þó víðar væri leitað. Markið var sett við tvö þúsund keppendur, sem bæði tefldu sem einstaklingar. Um 1200 manns hafa skráð sig til þátttöku, en aðeins 340 greitt þátttökugjöld. Auk þess kom í Ijós, að fjölmargir töldu þennan tíma óheppilegan og bárust margar óskir um að mótinu yrði frestað fram yfir áramót. Hefur því verið ákveðið með hliðsjón af Reykjavíkurskákmót- inu, að halda „Stóra skákmótið í marsbyrjun,1* sagði Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri Tímaritsins Skákar, í samtali við Mbl. „Vegna þess hve greiðslur bár- jaspis-steinar verða sem verð- ust seint sköpuðust slíkir óvissu- þættir að fresta varð mótinu. Það er til að mynda ógerningur að taka á móti greiðslum um 800 manna um helgina og láta mótið fara fram á sama tíma. Greidd þáttökugjöld eru á biðreikningi, en verða endurgreidd sé þess óskað. En mótið verður haldið — um það er engin spurning. Við höfum látið gera veglega verð- launastyttu. Fagurslípaðir launagripir til fyrirtækja og vinnast til eignar, en steinar þessir eru allir af Austurlandi og unnir hjá Álfasteini hf. í Borg- arfirði eystra. Heildarverðmæti verðlauna nemur um 2 milljón- um króna og ber þar hæst 120 farseðla með Flugleiðum bæði innanlands og utan og verða þeir veittir einstaklingum, sem einn- ig hljóta bókaverðlaun," sagði Jóhann Þórir ennfremur. t|iti lLLLí líMj P.C. Jersild — dagskrá í Norræna húsinu HELGINA 18.—20. nóvember verð- ur staddur hér á landi sænski rithöf- undurinn og læknirinn P.C. Jersild í boói Norræna hússins og Máls og menningar. í tilefni af heimsókn hans veröur flutt dagskrá í Norræna húsinu sunnudaginn 20. nóvember og hefst hún klukkan 16.00. P.C. Jersild mun lesa þar úr verkum sínum og spjalla við gesti, en auk þess verður lesið úr bókum sem hafa komið út á íslensku: Barnaeyjunni í þýðingu Guðrúnar Backmann (MM 1982) og úr nýj- ustu bók höfundarins Eftir flóöið sem kom út í fyrra og er að koma út um þessar mundir hjá Máli og menningu í þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Dagskráin mun hefjast með stuttri kynningu á höfundin- um og helstu verkum hans og byrjar eins og áður segir kl. 16.00. Húsavík: Kynning á vörum og þjónustu llúsavík, 17. nóv. J.C. Húsavík gengst fyrir kynn- ingu í félagsheimili Húsavíkur á vörum, þjónustu og framleiðslu um 30 einstaklinga og fyrirtækja á Húsavík og nágrenni. Verður kynningin opin sunnudaginn 20. nóvember kl. 13.30 til 21.00. Mánu- daginn 21. nóvember kl.16.00 til 21.00. Tískusýning verður á sunnudag kl. 14.30 og 17.00. A$- gangur er ókeypfs. s 31g # t } :■ i »■ í ti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 265. tölublað (18.11.1983)
https://timarit.is/issue/119402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

265. tölublað (18.11.1983)

Aðgerðir: