Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983
Loðnuskip i höfninni; eitt hugar ao nounni, ur ööru er verið að dæla og það þríoja að koma inn.
Fyrsta loðnan eftir
23 mánaða langt hlé
i*ao eru mörg handtokin við daelinguna, en loðnunni er dælt úr skipunum
og í geymslutanka.
Hugað að nótinni.
Reykinn góðkunna leggur nú að nýju upp úr reykhif Sfldarverksmiðju
ríkisins i Raufarhöfn eftir 23 minaða hlé.
Raufarhofn 14. nóvember.
FYRSTA loönan barst hingað
til Raufarhafnar fimmtudag-
inn 10. nóvember eftir 23
mánaða hlé. Síðast var loðnu
landað hér 2. desember 1981,
en þá höfðu borizt á land
rúmar 55.000 lestir frá 14. ág-
úst sama ár.
í sambandi við loðnuveið-
ina má geta þess, að hafinu
umhverfis landið er skipt í
reiti af tilkynningaskyld-
unni. Veiðisvæðin eru núm-
eruð og af veiðisvæðum 714,
715, 716 og 717 komu um það
bil 18.700 lestir á tímabilinu
5. nóvember til 2. desember
árið 1981. Sú loðna, sem er
að veiðast núna, er af veiði-
svæði 714, en það er um 50
sjómílur norðaustur frá
Raufarhöfn eða um fimm
klukkustunda stím. Eitt
skip, Gígja RE, fékk 300
lesta kast á veiðisvæði 666,
sem er um 40 sjómílur norð-
ur af Hraunhafnartanga.
Þau skip, sem landað hafa á
Raufarhöfn síðan veiðar
hófust, hafa öll fengið afla
sinn á veiðisvæði 714.
Eftirtalin skip hafa land-
að hér síðan veiðar hófust:
10. nóvember, Súlan, 570
lestir, Hrafn 575. 11. nóv.
Albert 593 lestir, Hákon
819, Kap II 515. 12. nóv.
Gísli Árni 585 lestir, Gull-
berg 86 og bilaða nót,
Rauðsey 539, Skarðsvík 556
og Helga II 413 lestir. 13.
nóv. Súlan, 417 lestir og
nótina í skrúfunni og illa
rifna. Netagerðarmenn frá
Akureyri komu til að gera
við nótina og Tryggvi Aðal-
steinsson, rafveitustjóri,
sem jafnframt er kafari
skar nótina úr skrúfunni.
Þá kom Hrafn inn með 638
lestir og Albert með 554.
Þann 14. nóv. kom Húna-
röst með 550 lestir, og Gísli
Árni með 300 og komin var
bræla á miðunum.
Á undanförnum árum
hafa verið gerðar ýmsar
breytingar og endurbætur á
vélum og búnaði Síldar-
verksmiðja ríkisins hér á
Raufarhöfn. Vinnsla hófst í
verksmiðjunni klukkan 12 á
hádegi síðastliðinn laugar-
dag og er afkastageta verk-
smiðjunnar um 600 til 700
lestir á sólarhring. Um 40
manns vinna nú við verk-
smiðjuna og eru þar staðn-
ar þrjár átta tíma vaktir
hvern sólarhring. Löndun
og vinnsla hefur gengið vel.
Helgi.
Listasafn ASÍ og Lögberg:
Bók um Jóhann Briem
listmálara komin út
Komin er út bók um Jóhann
Briem listmálara. Útgefendur eru
Listasafn ASÍ og bókaforlagið Lög-
berg, en bókin er þriðja bindið í rit-
röðinni íslensk myndlist. Áður eru
komnar út bækurnar Ragnar í
Smára og Eiríkur Smith. í bókinni
um Jóhann Briem fjallar Halldór B.
Runólfsson listfræðingur um lista-
manninn og verk hans og í bókinni
eru eftirprentanir flmmtíu og fjög-
urra málverka og vatnslitamynda,
auk pennateikninga, og eru mynd-
irnar frá flmmtíu ára tímabili. Jó-
hann Briem er nú 76 ára að aldri,
einn kunnastur núlifandi íslenskra
listmálara.
f tilefni útgáfu bókarinnar verð-
ur opnuð sýning á þrjátíu og níu
olíumálverkum Jóhanns í Lista-
safni ASÍ. Ber sýningin yfirskrift-
Jóhann Briem listmálari
ina „Málverk frá fimmtíu ára
ferli“. f sýningarskrá segir Björn
Th. Björnsson listfræðingur svo
meðal annars:
„Sagan er mikill snilldarsmiður,
og þegar á steðja hennar er hreinn
listrænn efniviður, verður tíðum
úr það sem enginn gæti fyrir spáð.
List Jóhanns Briem varð og ein-
stæð og sérstök í tíma okkar sem
hann sjálfur var sérstæður í sín-
um hópi að öllu fari. Hún á sér
eigin braut í því magnaða litrófi
sem íslensk myndlist hefur verið á
undanförnum áratugum. Þar ríkir
hann einn.“
Bókin er að öllu leyti unnin hér
innanlands að því er fram kom á
blaðamannafundi í tilefni útkom-
unnar í gær: Prentuð í Odda og
litgreind í Kassagerð Reykjavíkur.