Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 11 ANNAR HLUTI eru starfrækt á vegum íslenskra kommúnista hér á landi. í SÍA- skýrslunum er skjalfest, að „vin- áttufélögin" við Austantjaldsríkin voru hluti af flokkskerfi Sósíal- istafiokksins og mikilvægur hlekkur í samböndum flokksins til Moskvu og annarra höfuðstöðva kommúnistahreyfingarinnar. Lit- ið var á stjórnarkjör í þessum fé- lögum sem innanflokksmál líkt og stjórnarskipti í flokksdeildum Al- þýðubandalagsins. Stundum var hart barist um sæti í félagsstjórn- um, því að von var á feitum bitum að austan eins og segir í þessari SÍA-skýrslu eftir Hjörleif Gutt- ormsson: „Fyrir þann fund (aðalfund MÍR, Menningartengsla íslands og Ráðstjórnarríkjanna, innskot Mbl.) urðu allmiklir flokka- drættir ... Hópur flokksfélaga var óánægður með fráfarandi stjórn MIR-deildarinnar, taldi hana ekki hafa staðið í stykkinu sem skyldi, notað aðstöðu sína í eiginhagsmunaskyni (þátttaka í sendinefndum til Sovét) og fl. Rétt er að geta þess, að nokkur átök höfðu orðið við stjórnar- kjör í deildinni árið áður, og komst þá að sú stjórn, sem nú sat. Nú töldu hinir óánægðu nauðsyn bera til að skipta um forystu í deildinni á nýjan leik og hófu áróður fyrir því, en stuðningsmenn stjórnarinnar stóðu fastir á móti. Gekk svo um hríð, uns framkvæmdanefnd Sósíalistaflokksins skipaði nefnd til að reyna að miðla mál- um ... Lítið mun hafa farið fyrir störfum sáttanefndar, og mun t.d. Inga R. Helgasyni (sem sæti átti í nefnd þessari) sem hafa skyldi samband við stjórn deild- arinnar, hafa láðst að gera það, og skæðar tungur bæta því við, að hann hafi notað síma mið- stjórnar til að smala þeim á að- alfund, er stjórnina vildu feiga. Svo mikið er víst, að liðsafnaður var mikill á báða bóga, og munu hafa mætt á fundinn á 2. hundr- að manns. Stjórnarandstæð- ingar urðu í meiri hluta, og voru kosnir nýir menn í stjórn (for- maður Árni Böðvarsson.áður Sigurvin Össurarson). Gengu margir heitir í hamsi af þeim fundi (bls. 126). Athyglisvert er að þessi kosn- ingaslagur í MÍR var liður í átök- um og undirbúningi fyrir sjálft flokksþing Sósíalistaflokksins. Það skipti svo sannarlega miklu máli í flokkskerfinu, hver hélt á þráðunum til Moskvu. Því er ekki að undra þótt baráttan um stjórn- arsætin í MÍR kæmi til umræðu á flokksþinginu samhliða ýmsum stórmálum eins og þátttöku Al- þýðubandalagsins í vinstri stjórn Hermanns Jónassonar. Um þetta skrifaði Hjörleifur: „Urðu allmiklar umræður og var deiit nokkuð hart (á flokks- þinginu, innskot Mbl.) um ýmis atriði varðandi aðild okkar að vinstri stjórninni. Ingvar Hall- grímsson vék af nýafstöðnum MÍR-fundi og gagnrýndi harð- lega vinnubrögð þeirra, er að því unnu að steypa fráfarandi stjórn MÍR-deildarinnar. Beindi hann einkum skeytum sínum til Inga R. Helgasonar, sem lét að- dróttunum Ingvars ósvarað á fundinum" (bls 127). Ingi R. Helgason var um þetta leyti framkvæmdastjóri og „gull- kistuvörður" Sósíalistaflokksins, enda tíður gestur í Sovétríkjunum, þar sem hann hafði sambönd á æðstu stöðum. Það er ljóst af þess- ari skýrslu, að Ingi vildi ráða því, hverjir sátu í stjórn MÍR. Á bak við tjöldin var hann lykilmaður- inn í þessu félagi íslenskra Sovét- vina. Eftir að Alþýðubandalagið komst í ríkisstjórn 1978, varð Ingi nánasti samstarfsmaður Hjörleifs Guttormssonar í iðnaðarráðu- neytinu. Á sama tíma og SÍA- menn tóku við forystunni í banda- laginu, varð einn úr þeirra hópi, Árni Bergmann, forseti MÍR. Tók hann við forsetastarfinu af Kristni E. Andréssyni árið 1972. Leggur til 300 þúsund tonna þorskveiði 1984 Á ÞINGI Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands, sem lauk á fóstu- dagskvöld, var samþykkt ályktun um að stefnt skyldi að 300 þúsund tonna þorskveiði á árinu 1984. Ennfremur var lagt til að sókninni yrði ekki stýrt fyrstu þrjá mánuði ársins, heldur fylgst náið með aflan- um og ákvörðun tekin um stýringu að þeim tíma liðnum. Nýr formaður var kjörinn á þinginu, Guðjón A. Kristjánsson skipstjóri, en hann tek- ur við af Ingólfi Falssyni, sem var ekki í kjöri. Guðjón sagði við blaðamann að hann áliti að þorskstofninn þyldi 300 þúsund tonna veiði, en fiski- fræðingar telja, sem kunnugt er, að stofninn þoli ekki meira en 200 þúsund tonna veiði. „Ég er ekki að segja að ekkert sé að marka fiski- fræðingana,“ sagði Guðjón. „En staðreyndin er sú, að á síðasta áratug veiddum við alltaf meira en fiskifræðingar lögðu til, en stofninn fór vaxandi samt. Afla- tölur síðustu 60 ára segja okkur ennfremur, að þegar veiði er kom- in niður í 280 til 300 þúsund tonn þá fari hún ekki mikið neðar. Lág- markið virðist liggja á þessu bili." Á þinginu var samþykkt álykt- un, þar sem lagt er til að mörkuð verði veiðistefna til langs tíma og aflinn miðaður við meðalafla síð- ustu áratuga, með það markmið í huga að jafna út toppa og lægðir. „Það hefur sýnt sig,“ sagði Guð- jón, „að þessi sveiflukenndi afli er þjóðarbúinu óhagstæður." Guðjón sagði að það þjónaði engum tilgangi að nota skrap- dagakerfið nema ljóst væri að stefndi í meiri veiði en heimild væri fyrir. „Þess vegna leggjum við til að fylgst verði náið með aflanum fyrstu þrjá mánuði árs- ins og þá tekin ákvörðun um það hvort þörf sé að því að úthluta skrapdögum," sagði hann. Af öðrum ályktunum sem sam- þykktar voru á þingi FFSÍ má nefna: • Allar veiðiheimildir erlendra þjóða verði afnumdar nema um gagnkvæmar veiðiheimildir verði að ræða, þ.e. á sömu teg- und. • Heimilaðar verði veiðar á skarkola innan 12 sml. sem víð- ast við landið, enda sé kolinn nánast eini stofninn sem ekki er fullnýttur. • Athugað verði um veiðar og nýt- ingu á gulllaxi, langhala og öðr- um tegundum sem nýtanlegar gætu verið. • Athugað verði um veiðar á karfa í úthafinu, t.d. út af Reykjanesi (Rússakarfa). • íslendingar hefji veiðar I til- raunaskyni á laxi í úthafinu. Guðjón A. Kristjánsson, nýkjörinn formaður Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands. Helgi Laxdal vélstjóri var kjör- inn varaformaður á þinginu og eftirtaldir í stjórn: Ragnar G.D. Hermannsson, Freysteinn Bjarna- son, Þorbjörn Sigurðsson, Höskuldur Skarphéðinsson, Ás- geir Guðnason, Guðbjartur Gunnarsson, Birgir Stefansson, Guðlaugur Gíslason og Jón Valde- marsson. London HELGARFERÐIR-VIKUFERÐIR Nánarl upplyslngar fást hjá Söluskrtf- stofum Fluglelða umboðsmönnum og % l -v # / ■ ferðaskrtfstofum. Merð frd kr.8.288" flugleidir/■r Gott fólk hjá traustu félagi ^ Þaö þarf ekki aö fara mörgum oröum um þessa þlötu. Hún mælir meö sér sjálf og allir þekkja lagiö „Islands In the Stream". Ný live-plata frá David Bowie, sem inniheldur lög úr samnefndri kvikmynd. Nýja safnplatan frá Hall & Oates: Inniheldur 2 ný lög, annaö þeirra er „Say It Isn't So“, sem stefnir á topp bandaríska vinsældalistans. 5 af lögunum hafa komist inn á Top 10 í Bandaríkjunum, þ.á m. „Private Eyes" og „Rich Girl". Nú er þessi plata komin í 1. sæti breska vinsældalistans. og lagiö „All Night Long“ í 1. sæti á þeim bandaríska. AÐRAR NÝJAR PLÖTUR: Elvis Costello — Punch The Clock John Denver — It’s About Time Waylon Jennings — Waylon & Company Mick Fleetwood — l'm Not Me Charley Pride — Night Games Commodores — 13 Get Crazy (tónlist úr samnefndri kvikmynd) Pointer Sisters — Break Out Joboxers — Like Gangbusters Graham Parker — The Real Macaw GAMLAR PLÖTUR: Allar Bozie-plöturnar Allar Clash-plöturnar Allar Steely Dan-plöturnar Klaus Nomi (2 fyrstu) The Kinks — Soap Opera Lou Reed — (flestar) Taco — After Eight Miriam Makeba — Forbidden Games Harry Belefonte — Calypso Mikis Theodorakis — Songs LITLAR PLÖTUR OG 12“: Kate Garner — Love Me Like a Rocket White And Torch — Miracle Eurythmics — Right By Your Side Hall & Oates — Say It Isn’t So Bucks Fizz — London Town Curtis Hairston — I Want You Steve Wright — Get Some Therepy Mick Fleetwood — I Want You Back J.B.’s All Stars — One Minute Every Hour Kenny Rogers — Islands In the Stream Jonathan Perkins — l'll Lay My Silver Spurs H20 — All That Glitters Charley Pride — Night Games Sendum í póstkröfu Laugavegi 33, sími 11508 - 29575.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 265. tölublað (18.11.1983)
https://timarit.is/issue/119402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

265. tölublað (18.11.1983)

Aðgerðir: