Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983
23
Að stela glæpnum
— eftir Guðna
Baldursson
Vegna greinarkorns Helga
Hálfdanarsonar um „kynhvarfa" í
Morgunblaðinu sl. miðvikudag.
Við lesbíur og hommar smíðuð-
um ekki orðin á okkur sjálf, það
erum við sem hvert um sig höfum
„vaknað við vondan draum“, að við
erum það sem fólk nefnir lesbía
eða hommi. Öll erum við alin upp
við sömu innrætinguna, búum við
sömu „óhreinu grunsemdirnar“
gagnvart því fólki sem svo er
nefnt. Við höfum orðið að horfast
í augu við fordóma okkar og rang-
hugmyndir, og ráðið niðurlögum
þeirra. Nú þegar tekur að örla á
menningu lesbía og homma, þegar
frelsisbarátta okkar neyðir þá, er
áður gátu lokað augunum, til þess
Heimsókn frá
Vestmannaeyjum
Laugardaginn 19. nóvember er
væntanlegur til meginlandsins
meira en 30 manna hópur frá
Vestmannaeyjum. Er það að
mestu söngkór Betel-safnaðarins í
Eyjum.
Söngurinn í Betel er kunnur
víða um landið, enda hefir kórinn í
Betel látið heyra í sér um meira en
hálfrar aldar skeið. Söngkraftar
eru mikið endurnýjaðir af ungu
fólki, en stíllinn er hinn sami:
„Lofgjörð um Drottin."
Kórstjóri er Hjálmar Guðnason
Jónssonar frá ólafshúsum og
Önnu Hjálmarsdóttur frá Vega-
mótum í Eyjum. Hjálmar er
söngkennari og stjórnandi Lúðra-
sveitar Vestmannaeyja. Hann er
talinn í fremstu röð trompet-
leikara landsins. Fararstjóri er
Snorri Óskarsson kennari og trú-
boði. Einsöngvari er Geirjón Þór-
isson lögregluvarðstjóri.
Ætlun þeirra Eyjamanna er að
heimsækja Selfoss og vera þar í
kirkjunni kl. 20.30 á laugar-
dagskvöld 19. nóvember.
A sunnudag verður kórinn í
Drógu
40 konur
emjandi
á brott
Lundúnum, 16. nóvember. AP.
KONUR úr hópi kjarnorku-
mótmælenda voru dregnar emj-
andi á brott af lögreglu við
bandarísku herstöðina ( Green-
ham Common. Voru meira en 40
þeirra handteknar og ákærðar
fyrir að hafa reynt að hindra um-
ferð um aðalhlið stöðvarinnar.
Um 450 manns voru handtekin
víðs vegar um Bretland í gær
vegna kjarnorkumótmæla.
Þrátt fyrir síauknar aðgerðir
kjarnorkumótmælenda í Bret-
landi undanfarna daga og vik-
ur lýsti Michael Heseltine,
varnarmálaráðherra, því yfir í
dag, að Bretar myndu hvergi
hvika frá fyrri stefnu sinni í
kjarnorkumálum. Heseltine
varð fyrir barðinu á mótmæl-
endum í Manchester-háskóla í
gær og var rauðri málningu
úðað á hann.
Að sögn eins talsmanns
kvennanna eru þær ekki á
þeim buxunum að gefa neitt
eftir í baráttu sinni og hefur
þeim heldur vaxið ásmegin en
hitt. „Sú staðreynd, að fyrstu
flaugarnar eru komnar til
landsins hefur vakið konur til
meðvitundar um hvað er í raun
að gerast," sagði Hazel Pegg.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans! y
Keflavík kl. 14.00 í Fíladelfíu,
Hafnargötu 84. Síðasta söng-
Guðsþjónusta Eyjamanna verður
svo í Fíladelfíu, Hátúni 2, kl. 20.00
sunnudaginn 20. nóvember
Sunnlendingar á viðkomandi
stöðum, eru hvattir til að koma og
njóta fagurrar tónlistar og þrótt-
mikils söngs frá Eyjum. Allir eru
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
F.h. Betel, Vestmannaeyjum,
Óskar M. Gíslason.
að viðurkenna tilveru okkar, þá
kemur það úr hörðustu átt að ætl-
ast til þess að sér sé hlíft við því
að upplifa afstöðu sína til okkar.
Þeim sem vill heita fordómalaus
fyrir sjálfum sér get ég ekki gefið
annað ráð en að stinga baðmull-
arhnoðra í hlustirnar, þá munu
orðin lesbía og hommi hljóma sem
„lespa“ og „hómi“.
Orðið „kynhvarfur", myndað af
„kynhvörf", sem orðanefnd Kenn-
araháskóla íslands gerir að sínu,
er ekkert nema skrautyrði fyrir
„kynsnúinn", „öfugur". Slík orð-
smíð þjónar ekki öðrum tilgangi
en þeim að fegra afstöðu notand-
ans í eigin augum, afstaðan er
óbreytt. Otlegging sú, er fram
kemur í greinarkorninu, á erlenda
orðinu „homosexuality", að það sé
einkum tilhneiging til þess að
leita kynnautnar með persónu
sama kyns, er röng. Samkyn-
hneigð er miklu meira, hún tekur
til nautnar og ástar og sjálfsvit-
undarinnar allrar.
Guðni Baldursson er íormaður
Samlakanna '78.
Jónína Ketilsdóttir og Hugrún Marinósdóttir með hluta af sýningargripum
sfnum.
Dalvík:
Sýning á tuskubrúðum
Dalvík, 8. nóvember.
SUNNUDAGINN 6. nóv. efndu 2
húsmæóur á Dalvík til sýningar á
tuskubrúðum sem þær hafa saumað
í frístundum sínum, ásamt nokkrum
bótasaumsteppum og púðum.
Gaf hér á að líta hluta af brúð-
um sem þær Hugrún Marinósdótt-
ir og Jónína Ketilsdóttir sýndu (
íþróttaskemmunni á Akureyri
dagana 30.—31. október. Hafa þær
unnið við þessa brúðugerð í frí-
stundum sínum síðastliðið ár.
Þarna gaf á að líta brúður af ýms-
um gerðum, stórar og smáar,
ömmur og afa, stráka og stelpur í
hinum skrautlegustu klæðum og
var vel til allrar vinnu vandað.
Það er óvenjulegt en ánægjulegt
að skoða sýningu sem þessa og
undirstrikar fjölbreytileika
tómstundagamans fólks. Allmargt
fólk skoðaði sýninguna og seldu
hagleikskonurnar brúður á sýn-
ingunni.
Fréttaritari.
Stórleikir
Evrópukeppni félagsliða
Maccaby T el Avi v
Laugardalshöll í kvöld,
föstudaginn 18. nóv.,
kl. 20.30. íþróttahúsinu
Hafnarfirði sunnudag-
inn 20. nóv. kl. 20.
Forleikir:
Laugardalshöll:
Kvennalandslið ís-
lands — USA.
íþróttahúsinu Hafnar-
firði: „Gullaldarlið“ FH
— Vals á árunum
1968—77.
Forsala aðgöngumiða:
Reykjavík: Laugardalshöll í dag frá kl. 15.00.
Hafnarfirði: Laugardaginn 19. nóv. kl. 13.30—16.30 í íþróttahúsinu Strandgötu Hf. — Miðvangi.
V
Flugfélag með ferskan blæ
. ARNARFLLIG
Lágmúla 7, slmi 84477
Sparísjódurinn
&ERÞÉR
INNAN HANDAR
Mznmm
50292 VÖRUMARKAÐUR MIÐVANGI41-53159