Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983
21
(A), Matthías Bjarnason (S),
Matthías Á. Mathiesen (S), ólafur
Þ. Þórðarson (F), Pálmi Jónsson
(S), Ragnhildur Helgadóttir (S),
Stefán Guðmundsson (F), Stefán
Valgeirsson (F), Steingrímur Her-
mannsson (F), Sverrir Hermanns-
son (S), Þorsteinn Pálsson (S) og
Þórarinn Sigurjónsson (F).
Nei sögðu: Garðar Sigurðsson
(Abl.), Geir Gunnarsson (Abl.),
Guðmundur Einarsson (Bj), Guð-
rún Agnarsdóttir (Kvl.), Hjörleif-
ur Guttormsson (Abl.), Kristín
Halldórsdóttir (Kvl.), Kristín S.
Kvaran (Bj), Steingrímur S. Sig-
fússon (Abl.), Svavar Gestsson
(Abl).
Átta þingmenn vóru fjarverandi
atkvæðagreiðsluna.
Önnur málsgrein fyrstu greinar
var samþykkt með 20:11 atkvæð-
um.
Breytingartillaga frá stjórnar-
liðum í fjárhags- og viðskipta-
nefnd þingdeildarinnar við 2.
grein frumvarpsins (3. mgr.), sem
m.a. felur í sér niðurfellingu
ákvæðis um skerðingu samnings-
réttar, var samþykkt með 20 sam-
hljóða atkvæðum. 11 sátu hjá, 9
vóru fjarverandi. Önnur greinin
var síðan samþykkt með 20 sam-
hljóða atkvæðum, 12 í hjásetu og 8
fjarverandi.
Þriðja og fjórða grein var sam-
þykkt með 20:1 atkvæði.
Þannig breytt gekk frumvarpið
til þriðju umræðu. Það hljóðar svo
í núverandi mynd:
1. gr.
„Akvæði VIII. kafla laga nr.
13/1979, um stjórn efnahagsmála
o.fl., um verðbætur á laun skulu ekki
gilda á tímabilinu frá og með 1. júní
1983 til og með 31. maí 1985. Sama
máli gegnir um ákvæði í kjarasamn-
ingum um greiðslu verðbóta á laun á
þessu tímabili. Verðbótavísitala
samkvæmt 48. gr. til 52. gr. laga nr.
13/1979 skal eigi reiknuð fyrir
greiðslutímabil frá og með 1. júní
1983 til og með 31. maí 1985.
Frá gildistöku þessara laga til 31.
maí 1985 er óheimilt að ákveða, að
kaup, laun, þóknun, ákvæðisvinnu-
taxti eða nokkurt annað endurgjald
fyrir unnin störf, eða nokkrar
starfstengdar greiðslur, skuli fylgja
breytingum vísitölu eða annars
hliðstæðs mælikvarða á einn eða
annan hátt. Tekur þetta til kjara-
samninga stéttarfélaga og til allra
annarra vinnusamninga, til kjara-
dóma og úrskurða í málum opin-
berra starfsmanna, svo og til launa-
reglugerða og launasamþykkta allra
fyrirtækja, stofnana og starfsgreina.
2. gr.
Laun í maí 1983 samkvæmt þá-
gildandi kjarasamningum og lögum,
það er grunnlaun að viðbættum
verðbótum samkvæmt verðbótavísi-
tölu, er gildi tók 1. mars 1983, teljast
grunnlaun við upphaf gildistíma
þessara laga.
Laun þessi skulu hækka um 8%
hinn 1. júni 1983, þó skulu lágmarks-
tekjur fyrir fulla dagvinnu sam-
kvæmt gildandi ákvæðum í kjara-
samningum aðildarfélaga Alþýðu-
sambands íslands og Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja hækka
um 10% hinn 1. júní 1983. Laun og
lágmarkstekjur samkvæmt þessari
málsgrein skulu síðan hækka um 4%
hinn 1. oktbóber 1983.
Frekari hækkanir launa eða ann-
arra greiðslna, samanber 2. máls-
grein 1. greinar, en greinir í 2. máls-
grein þessarar greinar á tímabilinu
frá 25. maí 1983 til gildistöku laga
þessara, hvort sem um þær er samið
fyrir eða eftir 25. maí 1983, falla
niður. Ákvæði þetta tekur þó ekki til
persónubundinna launabreytinga að
gefnum launastiga, samkvæmt regl-
um sem komnar eru í framkvæmd
fyrir 25. maí 1983.
Með þeim breytingum á verðbóta-
og kaupgjaldsákvæðum, sem greinir
í 1. grein og 1. til 3. málsgrein þess-
arar greinar, skulu allir gildandi og
síðast gildandi kjarasamningar,
samanber 2. málslið 2. málsgreinar
1. greinar, gilda til gildistökudags
laga þessara, en vera þá lausir.
3. gr.
Forsætisráðherra getur í reglu-
gerð sett nánari ákvæði um fram-
kvæmd laga þessara.
4. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi."
Stuttar þingfréttir
Landnýtingaráætlun — viöhald flotans flutt heim
• Sameinað þing samþykkti í gær
þingsályktun sem heimilar stað-
festingu, af íslands hálfu, á Sam-
starfssamningi Norðurlanda,
vegna aðildar Færeyja, Græn-
lands og Álandseyja að Norður-
landaráði
• Ilavíð Aðalsteinsson (F), Þorvald-
ur Garöar Kristjánsson (S), Helgi
Seljan (Abl.), Ingvar GíslasoN (F) og
Jóhanna Sigurðardóttir (A) flytja
tillögu til þingsályktunar, sem
kveður á um gerð landnýtingar-
áætlunar, sem til skuli verða í
megindrögum fyrir árslok 1985. I
greinargerð er vikið að margvís-
legri landnýtingu, m.a. í landbún-
aði, til orkuvinnslu, til mann-
virkja og þéttbýlis. „Framtíð ís-
lenzks landbúnaðar hlýtur að
byggjast á mjög hóflegri og hag-
kvæmri nýtingu beitilanda," segir
þar.
• avíð Aðalsteinsson (F)o.fl. þing-
menn Framsóknarflokks flytja til-
lögu til þingsályktunar, þar sem
„skorað er á ríkisstjórnina að
beita sér fyrir því að viðhald og
endurbætur á íslenzka skipa-
stólnum fari í ríkari mæli fram
innanlands. í greinargerð kemur
fram að skipastóll íslendinga
samstendur af 947 skipum, alls
193.306 lestir. Miðað við tölu rúm-
lesta eru nálægt 58% fiskiskip,
37% farmskip og 5% aðrar gerðir
skipa.
• Sömu þingmenn flytja tillögu
til þingsályktunar, sem felur rík-
isstjórninni, ef samþykkt verður,
„að gera nú þegar ráðstafanir til
að gjaldskrársvæði símans verði
stækkuð þannig að í meginatrið-
um gildi sami gjaldflokkur innan
sérhvers athafna- og viðskipta-
eða greinistöðvasvæðis".
Ósviknir DACHSTEIN með tvöföldum saumum, nlö-sterkum
gúmmlsöla, vatnsþóttri reimingu. Framleiddir I Austurrlki og
sérstaklega geröir fyrir mikið álag og erfiðar aðstæður.
Sðntis kr. 2.015 (36—47). Gaisberg kr. 1.323 (36—47).
Achensee kr. 1.323 (36—46). Softy kr. 1.697 (36—46). Flims
kr. 1.526 (36—46). Retz kr. 807 (36—46). Retz Kinder kr. 677
(30—35).
POSTSENDUM SAMDÆGURS.
FÁLKINN'
SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670
Fjallaskór
Ga.sberg
m
Softy
Rot2
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Arínhleðsla
Upplýsingar í síma 84736
VERÐBRÉFAMARKAOUR
HUSI VERSLUNARfNNAR SÍMI 83320
KAUP OC SALA VCOSKULDABRÉFA
I.O.O.F. 1 = 16511188% = ET.1.
I.O.O.F. 12 = 16511188% =
E.T.I
Kvenfélag
Hallgrímskirkju
Basarlnn veröur í safnaöarheim-
ilinu nk. laugardag 19. nóvem-
ber kl. 2. (Gengiö inn i noröur-
álmu). Stjórnin.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR 11798 og 19533.
Sunnudagurinn 20. nóv.
kl. 13.00
Gönguterð um Jósepedal —
Ólafaakarö — Blákotlur.
Létt gönguferö fyrir alla. Verlö
hlýlega klædd. Verð kr. 200. gr.
v/bílinn. Farlö fró Umferöar-
miöstööinni aö austanveröu.
Ath. í óskilum er úr, sem fannst í
Þórsmörk. Ferðafélag islands.
Ármenningar skíöafólk
Haustfagnaöur veröur haldinn
laugardaginn 19. nóvember aö
Brautarholti 6 kl. 10.
Fjölmennið.
Skíöadeild Armanns.
Munið bazar Kristni-
boósfólags kvenna
i Betaníu, Laufásvegi 13, Reykja-
vík, kl. 14.00 á morgun, laugar-
dag. Allur ágóöi rennur til ís-
lenska kristniboösstarfsins í
Eþíópiu og Kenýa.
í kvöld kl. 20.30 er samkoma
fyrir ungt fólk aö Hverfisgötu 42.
Fjölbreytt dagskrá. Viö mætum.
hvað með þig. Þú ert velkomin.
Samhjálp.
§Hjálpræðis-
herinn
y Kirkjustræti 2
Sunnudag kl. 11.00,
Sunnudagaskóli. Kl. 20.30,
Hjálpræóissamkoma. Manudag
kl. 16.00, Heimilasamband.
Xtisiháhóá Inxr/ttni dt-gi'
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Starf bæjarritara Garðabæjar er laust til um-
sóknar. Umsóknum með upplýsingum um
menntun og starfsreynslu skal skilaö á
skrifstofu bæjarsjóös, Sveinatungu við Víf-
ilsstaðaveg fyrir 25. nóvember nk.
Bæjarstjóri
Atvinnurekendur
Ung kona með margra ára reynslu viö skrif-
stofustörf, vélritun, símavörslu, bókhald,
gjaldkerastörf o.fl. óskar eftir framtíðarvinnu.
Tilboð sendist augld. Mbl. fyrir 24. nóv. nk.
merkt: „Framtíö — 0036“.
Sjúkraliðar
Sjúkrahús Vestammaeyja óskar að ráða
sjúkraliða til starfa frá 15. desember, einnig
óskast sjúkraliöar til vetrarafleysinga. Nánari
upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
98-1955.
Lyftaramenn
Stórt og traust fyrirtæki í Reykjavík, vantar
nú þegar lyftaramenn, reglusemi áskilin. Gott
kaup í boði fyrir góða menn.
Tilboð leggist á afgreiðslu blaðsins fyrir
þriðjudagskvöld 22. þ.m. merkt: „Lyftara-
menn — 0040“.