Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR18. NÖVEMBER 1983
13
Kynni mín af Jóhanni, fyrst
sem enskukennara í gagnfræða-
skóla, síðan skólameistara og loks
samkennara, voru öll á eina lund,
skemmtileg, menntandi og þrosk-
andi.
Þegar Jóhann kom vestan frá
Bandaríkjunum árið 1960 til þess
að veita Menntaskólanum að
Laugarvatni forstöðu, hófst nýtt
þroskaskeið í sögu þess skóla og
framhaldsskólans í heild. Fyrir
tilstilli Jóhanns varð frjó umræða
um eðli og tilgang menntunar
meðal okkar kennaranna við ML.
Að henni búum við enn.
Bein og óbein áhrif Jóhanns á
framfarirnar í íslenskum fram-
haldsskólum síðustu tvo áratugina
eru mikil, þótt þau séu að mestu
leyti á fárra vitorði.
Á þessari stundu viljum við
hjónin þakka Jóhanni og fjöl-
skyldu hans fyrir samvistar- og
samstarfsárin á Laugarvatni.
Blessuð veri minning hans.
Ingvar Ásmundsson
Síðdegis 9. nóvember barst
hingað til Laugarvatns andláts-
fregn Jóhanns S. Hannessonar,
fyrrum skólameistara. Síðustu
misserin gekk hann eigi heill til
skógar; samt gekk mér illa að átta
sig á þessari fregn, svo skammt
þótti mér liðið frá því ég hitti
hann síðast, glaðan og reifan, á sl.
hausti. Því fer og fjarri að ég telji
mig þess búinn að minnast hans á
þann hátt sem honum væri sam-
boðinn. Fáein kveðjuorð verða að
nægja.
Jóhann Sigurjónsson Hannes-
son, eins og hann hét fullu nafni,
var fæddur á Siglufirði 10. apríl
1919, sonur Hannesar Jónassonar,
bóksala og konu hans Kristínar
Bjargar Þorsteinsdóttur. Jóhann
gekk í Menntaskólann á Akureyri
og lauk þar stúdentsprófi 1939.
Ári síðar fór hann til háskólan-
áms í Bandaríkjunum og lagði
stund á ensku og málvísindi. Hann
lauk MA-prófi við Kaliforníuhá-
skóla í Berkeley 1945 og var þar
við framhaldsnám næstu tvö árin.
1947—50 var hann kennari í
Reykjavík, m.a. lektor í ensku við
Háskóla íslands 1948—50. Næstu
tvö ár var Jóhann svo kennari við
sinn gamla háskóla í Berkeley, en
frá 1952 til ársloka 1959 kenndi
hann ensku og bókmenntir við
Cornell-háskólann í íþöku i New
York-ríki, og jafnframt var hann
þar bókavörður við Fiske-safnið
íslenska. Skólameistari Mennta-
skólans að Laugarvatni var hann
1960—70. Haustið 1970 sneri Jó-
hann sér að öðru hugðarefni sínu,
en það var skipulagning fjöl-
brautaskóla. Og næstu tvö árin
vann hann að því verkefni á veg-
um Fræðsluskrifstofu Reykjavík-
ur. Kennari við Menntaskólann
við Hamrahlíð var hann frá 1972.
Jafnhliða öðrum verkum fékkst
Jóhann mikið við ritstörf. Eftir
hann liggur fjöldi rita og þýðinga,
bæði á ensku og íslensku. Siðustu
árin hafði hann unnið að miklu
verki, nýrri enskri orðabók á veg-
um Bókaútgáfu Arnar og örlygs.
Jóhann var náfrændi Jóhanns
skálds Sigurjónssonar og bar nafn
hans. Sjálfur var hann prýðilega
skáldmæltur, meðal margs annars
liggja eftir hann þrjár ljóðabæk-
ur.
Jóhann gegndi margvíslegum
trúnaðarstörfum auk embættis-
starfa, sat m.a. í Menntamálaráði
1963—67 og var formaður mennta-
skólanefndar, er lagði grundvöll
að nýskipan menntaskólanáms í
lok 7. áratugarins.
Árið 1942 kvæntist Jóhann Lucy
Winston, nú kennara við Mennta-
skólann við Hamrahlíð. Með þeim
hjónum var óvenjuleg eindrægni
og ástríki, sem engum gat dulist,
er kynntist þeim. Þau áttu tvö
börn, Wincie, f. 1942, og Sigurð, f.
1950.
Meðan Jóhann gegndi skóia-
meistaraembætti hér á Laugar-
vatni lagði hann hið mesta kapp á
að skólinn gengi á undan öðrum i
öllu því er til framfara horfði í
kennsluháttum og aðlögun náms-
efnis að kröfum samtimans. Fyrir
forgöngu hans var tekin upp anna-
skipting hér við skólann, fyrstan
allra íslenskra skóla, árið 1965, og
á næstu árum fjölgaði nemendum
skólans, jafnóðum og reist voru ný
heimavistarhús. Þar með var lagð-
ur grunnur að því fyrirkomulagi
skólans sem enn er haft i öllum
meginatriðum. Umbótastarf Jó-
hanns átti hvað drýgstan þátt í að
tryggja skólanum þann sess í
menntakerfi samtímans, er hann
nýtur nú.
Það er ekki á mínu færi að meta
þá þakkarskuld, sem Menntaskól-
inn að Laugarvatni stendur í við
Jóhann S. Hannesson. En augljóst
er að slíkri stofnun er það afar
fágætt happ að fá til starfa mann
með menntun hans, hæfileika og
mannkosti. Hann hafði einstæða
persónutörfa, aðlaðandi viðmót;
tilsvör hans leiftruðu af fjöri, and-
ríki og skörpum gáfum, samfara
óvenju vfðtækri alhliða þekkingu.
Nemendur hans og samstarfs-
menn dáðu hann og virtu.
Ég hef ætíð verið þakklátur for-
sjóninni fyrir það að fá að kynnast
Jóhanni S. Hannessyni, en okkar
kynni hófust fyrir rúmum 23 ár-
um, þegar ég réðst hingað til
kennslu um eins árs skeið. Það var
mikil uppörvun óreyndum kenn-
ara að starfa undir stjórn hans.
Skilningi hans og nærfærni
kynntist ég svo á nýjan leik 10
árum seinna er hann setti mig inn
í störf sín og sinnti öllum mínum
umleitunum og kvabbi með sömu
ljúfmennskunni. Slík var tryggð
hans við skólann, að á hverju vori
kom hann hingað til brautskrán-
ingar, og hvar sem Laugarvatns-
stúdentar komu saman var hann
aufúsugestur og hrókur alls fagn-
aðar.
Jóhann S. Hannesson er harm-
dauði öllum, sem honum kynntust.
íslenskum menntum og menningu
er skaði að fráfalli hans. En mest-
ur harmur er kveðinn að eigin-
konu hans og börnum. Til þeirra
leitar nú hugur okkar Laugvetn-
inga í einlægri samúð.
Kristinn Kristmundsson.
Þessum línum er ekki ætlað
hlutverk minningargreinar eða að
rekja merkan feril skólamanns.
Þeim er einasta ætlað að votta
þökk okkar fyrir áralangt sam-
starf og frjó skoðanaskipti um
móðurmálskennslu. Ekkju og
börnum flytjum við hlýjar kveðj-
ur.
Svo var sagt um Gissur biskup
að af honum mætti gjöra þrjá
menn. Jóhann Hannesson var
okkur allt í senn einlægur sam-
verkamaður, hvetjandi viðmæl-
andi og góður vinur.
fslenskukennarar Menntaskól-
ans við Hamrahlíð.
Árið 1978 var stofnað í Hafnar-
firði lítið félag sem hlaut nafnið
Byggðarvernd. Hópur áhuga-
manna beitti sér fyrir þessari fé-
lagsstofnun og meðal þeirra sem
einna fyrst var leitað til um þátt-
töku var Jóhann S. Hannesson,
sem þá var sestur að í gömlu
timburhúsi í skjóli Hamarsins,
bæjarprýði Hafnarfjarðar. Jó-
hann sagðist almennt vera hættur
að starfa í félögum, en þetta félag
vildi hann þó styðja og þau mál-
efni sem það bar fyrir brjósti:
verndun byggðar og umhverfis,
einstakra húsa og náttúruverð-
mæta, og andóf gegn þeim yfir-
gangi malbiks og steinsteypu sem
alltof víða, meðal annars í Hafn-
arfirði, hefur leikið umhverfið
grátt. Svo fór að á stofnfundi var
Jóhann kosinn í stjórn Byggðar-
verndar og þar átti hann sæti til
dauðadags.
Við sem lengst af höfum átt
sæti með Jóhanni í stjórn Byggð-
arverndar viljum að leiðarlokum
þakka fyrir samstarfið. Félagið
hefur að vísu starfað með rykkj-
um, stundum vel, en legið niðri
þess á milli. Það skrifast ekki á
reikning Jóhanns að hlé hefur ver-
ið milli lota, því að áhugi hans og
eldmóður var alltaf samur og jafn.
Honum var umhugað um að sinna
þessum málum, enda var það eitt í
samræmi við lífsskoðun hans og
SJÁ NÁNAR BLS. 28.
SUMIR VERSLA DÝRT -
AÐRIR VERSLA
HJÁ OKKUR
Notíð
tækífærið!
Folaldakjöts
\TM 1/^ CM Þessa viku getur
▼ ÍIVM enginn sleppt því að
fá sér nýslátrað folaldakjöt í matinn
Á KYNNINGAR
VERÐI!
Buff
File
Mörbráð
Beinlausir fuglar
Mínútusteik
Innra læri
Vöðvar í 1 steik
Kryddlegió buff
Gúllas
Framhryggir
T.bone
Hakk
Baconbauti
Karbonaði
Hamborgarar —
Nýbakað
hamborgarabrauö
fylgir
Reykt folaldakjöt
Saltað folaldakjöt
VÖRUKYNNING:
CHOKLAD,
KÓKOMALT
frá /Ifarataf
-20%
6950
>^500gr.
Folalda iqc.oo
Gúllas _______AÐEINS
t i •■•••. - _ _ Lamba
Hanglkjot Hamborgara
Læri 1 'l Q 00 hryggur
1 Zo^ i^o.oo
X^O p,'k,'
Úrbeinað nýreykt
Foldalakjöt
AÐEINSÖÖ.OO
Beinlaus biti!
pr. kg.
Franskar 907gr./| Q.50
kartöflur AÐEINS
'(Sföjji
AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2