Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 17 Þessi mynd, sem tekin er af sjón- varpsskermij sýnir vinstra hjól þyrl- unnar TF-RAN, þar sem hún lá á 84 metra dýpi á slysstað í sunnanverðum Jökulfjörðum. Búið er að koma kaðli á síðara hjólið og sést hann ofarlega á myndinni. Vírinn fjær með hvítu depl- unum á, hélt kaðallykkjunni í sundur og þyngdi hana. Hvítu deplarnir eru einangrunarbönd, sem héldu hvoru tveggja saman og voru slitin með því að herða á lykkjunni þegar hún var komin utan um hjólafestinguna. Ef myndin prentast vel, sést hálfhringur neðarlega til hægri á myndinni. Það er tunnulaga grind kvikmyndavélarinnar sem er að fjarlægjast, eftir að hafa gegnt hlutverki sínu, en eftir að henni hafði verið húkkað á hjólafestinguna var kaðallykkjunni rennt niður utan um leiðslurnar sem lágu niður að henni. Morgunbladið/Kristján E. Einarsson. aði því og einn maður við stýrið á Sigga Sveins. Að þessu frátöldu máttu björg- unarmenn einnig glíma við ölduhreyfingar, vind og straum í firðinum og sam- hæfa varð allar þær hendur sem að þessu unnu. Þorsteinn Þorsteinsson, verkfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, stjórnaði verkinu ásamt Skúla Jóni Sigurðarsyni hjá Loftferðaeftirlitinu. Þrátt fyrir að kvikmynda- vélin væri búin öflugum ljóskastara var útsýni ekki nema 60—70 sentimetrar frá henni. Var það meðal annars vegna mikils lífs í sjónum. Það tók því oft tímana tvo að finna þyrluna og þegar það hafði tekist átti eftir að koma böndum á hjólafestinguna og svo dæmi sé tekið tók 8 klukkustundir að koma bönd- um á síðari hjólafestingu þyrlunnar. ia böndum á yrlunnar Hóta því að landa ÁHAFNIR 20 loðnubáta á miðunum hafa hótað að hætta að landa loðnu hjá Sfldarverksmiðjum ríkisins vegna óánægju með sýnatöku, sem hefur leitt til þess, að mun lægra verð fæst fyrir loðnuna frá SR en eðlilegt getur talist, að mati sjó- manna og útgerðarmanna. Starfs- menn SR á Raufarhöfn hafa tekið sýni og sent til Rannsóknastofnunar flskiðnaðarins. Sjómenn hafa verið óánægðir með niðurstöður og sjálflr sent sýni til sömu stofnunar og reyndist þá bæði fitu- og þurrefnis- að hætta hjáSR en eðlilegt getur talist, að mati sjómanna. Sama var uppi á teningnum varðandi mat á afla Hákonar ÞH. Sýni SR reyndust innihalda 15,7% fitumagn og 13,8% þurrefni, en sýni sem áhöfnin sendi reyndust innihalda 15,7% fitu og 15% þurr- efni. Ef þessi mismunur helst, þá þýðir það að útgerð og sjómenn verða fyrir tekjutapi sem nemur 53 milljónum króna yfir vertíðina. magn loðnunnar meira. Sýni, sem starfsmenn SR tóku úr Albert GK., voru send suður. Fitumagn reyndist 15,5% og þurr- efnismagn 14%. Samkvæmt þess- um niðurstöðum greiddi SR 1209 krónur fyrir tonnið. Áhöfn loðnu- bátsins sendi sýni og reyndist fitumagnið 16,1% og þurrefnis- magnið 14,8% og samkvæmt þeim niðurstöðum ber SR að greiða 1320 krónur fyrir tonnið. Albert landaði 600 tonnum og koma því 66 þúsund krónur minna til skipta Starfsmenn SR tóku engin loðnusýni — segir Kristinn Baldursson, aðstoðarforstjóri SR „MÁLIÐ er alls ekki svona einfalt eins og loðnusjómenn vilja vera láta. í fyrsta lagi er það rangt, að starfs- menn Sfldarverksmiðja ríkisins hafi tekið loðnusýnin. Það gera starfs- menn Framleiðslueftirlits sjávaraf- urða. Við greiðum fyrir loðnuna eftir mælingum þessara opinberu stofn- ana, annað getum við ekki gert. Ef það kemur í Ijós að þær hafl ekki verið teknar eins og vera ber, getur vel verið að við leiðréttum þetta. Það hefur aldrei staðið til að hlunnfara viðskiptamenn okkar,“ sagði Krist- inn Baldursson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri SR, er hann var inntur álits á þessu máli. „Vegna óánægju með sýnatöku undanfarin ár var ákveðið í yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins við ákvörðun loðnuverðs, að fitumagn og fitufrítt þurrefnis- magn hvers loðnufarms skyldi ákveðið af Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Sýnataka, meðferð og flutningur skyldi framkvæmd- ur af Framleiðslueftirliti sjávar- afurða í samráði við Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins. Þetta var meðal annars gert til þess að koma í veg fyrir tortryggni við sýnatöku. Það er rangt að það séu starfsmenn SR, sem hafa tekið þessi sýni, heldur voru það starfs- menn Framleiðslueftirlitsins. Þegar loðnusjómenn taka sjálfir sýni, eru þau væntanlega tekin um borð og bezta loðnan valin. Það getur vel verið að meira komi út úr því, þegar valin loðna er tekin, en þegar sýnin eru tekin reglulega við löndun. Mér er sagt að loðnan, sem nú veiðist, sé mjög blönduð og því geti komið fram einhver mis- munur eftir því hvernig sýnin eru tekin,“ sagði Kristinn Baldursson. Misskilningur hjá loðnusjómönnum — segir Jón Helgason, deildarstjóri f Framleiðslueftirliti sjávarafurða „ÞETTA ER misskilningur hjá loónusjómönnum. Það, sem við hér vorum beðnir að gera, var að fá starfsmenn Framleiðslueftirlitsins til að taka sýni við löndun. Þessi sýni eru tekin á hálftíma fresti upp úr skipinu. Það eru okkar menn, sem gera þetta, engir aðrir,“ sagði Jón Helgason, deildarstjóri í Framleiðslueftirliti sjávarafurða. „Sýnin eru tekin fyrir neðan in og það er alls staðar gert á vigtina eða af bílunum við lönd- sama hátt. Þetta erum við að un, en það, sem sjómenn vilja, er gera samkvæmt óskum Verð- að sýnin séu tekin um borð áður lagsráðs sjávarútvegsins og en dælt er úr skipunum og þá samkvæmt þessu á ekki að koma gera það sjálfir, en það gæti nú fram neinn mismunur á mæling- orðið tvísýnt líka. Það eru um,“ sagði Jón Helgason. starfsmenn okkar, sem taka sýn- hf. um igninum varðandi spurningarnar um verðbólguna og áfenga ölið. Þannig töldu hlutfallslega færri á höfuðborgarsvæðinu að verðbólgan næði sama stigi og í nágrannalöndunum á árinu 1984, en sömu aðilar töldu í ríkari mæli, saman- borið við þá er bjuggu annars staðar á landinu, að leyfa ætti sölu á áfengum bjór hjá ÁTVR. Að öðru leyti er vísað í ein- stakar töflur, en í þeim eru sýndar prósentutölur sem hafa verið hækkaðar eða lækkaðar á fyrsta aukastaf í útreikningi, og því þarf summa þeirra í öllum tilvik- um ekki að vera jöfn og 100,0%. Hagvangur hf. Trúir þú því að hægt sé að ná verðbólgunni niður á sama stig og í nágrannalöndunum á árinu 1984? Karlar • Konur Já 62,1 43,7 Nei 29,9 39,5 Veit ekki 8,1 16,8 Niðurstaða skoðanakönnunar Hag- vangs hf. um verðbólgubaráttuna Höfuðborgar- svæöið Þéttbýli Dreifbýli Já 49,3 58,8 57,0 Nei 39,6 28,0 26,7 Veit ekki 11,1 13,2 16,3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 265. tölublað (18.11.1983)
https://timarit.is/issue/119402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

265. tölublað (18.11.1983)

Aðgerðir: