Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 32
Bítlaæðið FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Heimila hækkanir á bilinu 0,7—20,7% VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi sínum, aö heimila 15,3—20,7% hækkun á unnum kjötvörum, en hækkun þessi kemur í kjölfar hækk- unar á landbúnaðarvörum um síð- ustu mánaðamót. Sem dæmi um hækkunina má nefna, að kílóið af vínarpylsum hækkar úr 120,50 krón- um í 141,30 krónur. Þá samþykkti Verðlagsráð að heimila 0,7—12,6% hækkun á svo- kölluðum vísitölubrauðum, en al- menn hækkun er á bilinu 2—3%. Sem dæmi um hækkunina má nefna, að heilhveitibrauð hækkar úr 14,00 krónum í 14,40 krónur, eða um 2,9%. Þá var samþykkt á fundi Verð- lagsráðs, að heimila 1,0% hækkun á hámarksverði á borðsmjörlíki, en kílóið hækkar við það úr 58,30 krónum í 58,90 krónur. Samþykkt var að heimila 1,34% hækkun á töxtum vinnuvéla og síðan 1,92—4,0% hækkun á töxt- um vöruflutningabifreiða. Þar er jafnaðarhækkunin 2,5%. Þess má geta, að þessir taxtar hafa verið óbreyttir sl. 5 mánuði. Aðsóknin að My Fair Lady slær öil met: Erfitt fyrir Akureyringa að útvega sér miða Akureyri, 17. nóvember. „SEGJA má að Akureyringar hafi ekki komist að á sýningar leikfé- lagsins á föstudags- og laugar- dagskvöldum. Aðsókn fólks víðs vegar af landinu hefur verið slík, að það hefur pantað nær alla miða á þessar sýningar með miklum fyrirvara,“ sagði Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, þegar Mbl. ræddi við hana um sýn- ingar félagsins á My Fair Lady. „Við höfum nú haft 15 sýn- ingar fyrir fullu húsi, og ætlunin var í upphafi að sýningum lyki í desember. Við höfðum ákveðið jólaleikrit okkar Galdra Loft. Nú er ljóst, að við munum sýna My Fair Lady a.m.k. fram í miðjan janúar. Þá munum við hafa 43 sýningar og er það algjört met á sýningum leikfélagsins hér á Ak- ureyri, ef ekki eru taldar með sýningar í leikferðum. Biðlistar eru nú eftir miðum á sýningar hjá okkur föstudaga og laugar- daga fram til 6. desember. Þess má t.d. geta, að nú um helgina munu Hornfirðingar koma á sýn- ingu hjá okkur með flugvél, sem bíða mun eftir þeim meðan á sýningu stendur. ísfirðingar gerðu slíkt hið sama fyrir skömmu," sagði Signý. „Vissulega er gaman að vera leikhússtjóri þessa dagana hjá Leikfélagi Akureyrar, en því er þó ekki að leyna, að þetta veldur okkur ákveðnum erfiðleikum. Við höfðum fastráðið fólk til næstu verkefna og nú raskast allar áætlanir, sem gerðar höfðu verið, en þetta eru allt mál, sem ánægjan vegna velgengninnar gerir okkur auðvelt að leysa," sagði Signý Pálsdóttir að síðustu. G.Berg. Skoðanakönnun Hagvangs hf.: 53% þjóðarinnar trúir á ár- angur í verðbólgubaráttu RÚMLEGA helmingur þjóðarinn- ar hefur trú á því, að hægt sé að ná verðbólgunni niður á sama stig og í nágrannalöndunum á næsta ári. Þetta kemur fram í skoðanakönnun, sem Hagvangur hf. hefur framkvæmt og Morgun- blaðið hefur birtingarrétt á. Spurningu um þetta efni svöruðu 53% játandi, en nei sögðu 34,7% og 12,3% tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Könnunin náði til alls landsins og voru 1300 þátttakendur á aldrinum fimmtán ára og eldri valdir af handahófi úr þjóðskrá af Reiknistofnun Háskólans að undangengnu leyfi Hagstofu ís- lands og Tölvunefndar. Svar- prósenta af brúttóúrtaki var 76,9% en af nettóúrtaki 85,7%. Könnun fór fram í gegnum síma og stóð yfir frá 28. október sl. til 6. nóvember sl. Spurningin um verðbólguna var svohljóðandi: Trúir þú því, að hægt sé að ná verðbólgunni niður á sama stig og í ná- grannalöndunum á árinu 1984? Karlar höfðu meiri trú á ár- angri í verðbólgubaráttunni en konur. Þannig svöruðu 62,1% karla spurningunni játandi en 43,7% kvenna. íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru ekki eins trúaðir á árangur og fólk á landsbyggðinni. Tæp- ur helmingur, eða 49,3%, íbúa í frétt Seðlabankans segir, að vaxtalækkunin sé þriðja skrefið í þeirri aðlögun vaxta að hjaðnandi verðbólgu, er hófst 21. september. í þremur áföngum hafa vextir al- gengustu óverðtryggðra inn- og útlána verið lækkaðir á bilinu 10—15% og hefur meðaltal árs- vöxtunar lækkað við það um því sem næst 13,7%. þess svæðis svaraði játandi en nei sögðu 39,6%. Fólk í þéttbýli á landsbyggðinni svaraði 58,8% játandi og 57% í dreifbýli. í könnun Hagvangs hf. var einnig spurt um afstöðu til stóriðju og sölu áfengs öls hjá Þá kemur fram, að verðbólga hefur nú hjaðnað niður I u.þ.b. 30% en við það stig munu útlán og tímabundin spariinnlán skila já- kvæðum raunvöxtum í viðunandi samræmi við verðtryggð lán. Vextir af ávísanreikningum verða eftir lækkun 15%, en voru 19%. Þá verða vextir af almennum sparisióðsbókum 27%, en voru ÁTVR og verða niðurstöður þeirra kannana birtar í Morg- unblaðinu næstu daga. Sjá greinargerð Hagvangs hf. á miðopnu ásamt töflu um niður- stöðu könnunarinnar. 32%. Vextir af 3ja mánaða upp- sagnarreikningum verða 30,0%, en voru 34%. Vextir af 12 mánaða uppsöfnunarreikningum verða 32,0%, en voru 36,0%. í útlánum má nefna, að vextir af víxlum verða 28,0%, en voru 30,5%. Vextir af skuldabréfalán- um með tveimur gjalddögum verða 33,0%, en þeir voru 37,0%. Loks má geta þess, að vanskila- vextir verða 48,0%, eða sem nem- ur 4,0% á mánuði, en þeir voru 5,0% á mánuði. Vextir lækka að meðal- tali um 4,5% eftir helgi BANKASTJÓRN Seðlabankans hefur ákveðið lækkun almennra inn- og útlánsvaxta frá og með 21. nóvember. Vextir lækka nú yfirleitt um 2,5—5 prósentustig og er meðallækkun ársvöxtunar um 4,4% á innlánahlið og um 4,6% á útlánahlið, eða sem næst 4,5% að meðaltali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 265. tölublað (18.11.1983)
https://timarit.is/issue/119402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

265. tölublað (18.11.1983)

Aðgerðir: