Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 Vill hlutleysi í Costa Rica San Jose, ('osta Rica, 17. nóv. AP. LUIS ALBERTO MONGO, forseti Costa Rica, sagdi í dag, ad hann myndi lýsa yfir varanlegu hlutleysi lands síns í kvöld. Vísaði hann á bug öllum staðhæfingum um að áformað væri að bandarískum verkfræðingum yrði falið að vinna að ákveðnum verkefnum meðfram landamærum landsins og Nicaragua. Mongo sagði í dag, að hlutleysis- yfirlýsinguna myndi hann lesa upp í ræðu, sem útvarpað yrði um alla Suður-Ameríku í kvöld. Þá kvaðst hann vera þeirrar skoðun- ar, að hlutleysisyfirlýsingin ætti að verða hluti af stjórnarskrá landsins. Samtímis þessu bárust í dag fréttir af miklum hernaðarátök- Hnattflug um pólana Los Angeles, 15. nóvember. AP. Bandaríska flugkonan Brooke Knapp lagði upp í morgun ásamt aðstoðarflug- mönnum sínum þremur í smá- þotu sinni í hnattflug um pól- ana tvo. Ef flugið heppnast er það í fyrsta sinn sem smáþota flýgur hnattflug um pólana, en flugvélin er af gerðinni Gulfstream III. Áætlar Knapp að vera 61 klukku- stund í fluginu með milli- lendingum í Pago Pago á Samóaeyjum, Christchurch á Nýja Sjálandi, McMurdo- stöðinni á Suðurskautinu, þar sem hún lendir á ís, Punta Arena í Chile, Recife í Brazilíu, Tenerife á Kanarí- eyjum, Þrándheimi í Noregi og Fairbanks í Alaska áður en komið verður til Los Ang- eles að nýju. um í E1 Salvador, þar sem skæru- liðar héldu því fram, að þeir hefðu fellt 21 stjórnarliða í hörðum bardögum. Costa Rica hefur stundum verið nefnt „Sviss Mið-Ameríku“ sökum friðsamlegrar sambúðar landsins við þau nágrannalönd, þar sem innanlandsófriður geisar. Þessi orðstír þykir ekki jafn vafalaus og áður sökum deilna landsins við Nicaragua að undanförnu. Vinstri stjórn sandinista í Nicaragua hafa ásakaö Costa Rica um að skjóta skjólshúsi yfir uppreisnarmenn frá Nicaragua, sem berjast gegn sandinistastjórninni. Líkflutningur í Trípólí Palestínumaður, sem litið hafði á látið fólk á sjúkrahúsum borgarinnar, fann þar einn ættingja sinn og hér er hann að flytja hann til grafar. Þetta er daglegt brauð í Trípólí og að þessu sinni eru það Palestínumenn sjálfir, sem reyna að ganga á milli bols og höfuðs á sínum eigin bræðrum. AP. Viðræður Breta og Tyrkja um Kýpur Ankara, 17. nóv. AP. STJÓRN Tyrklands féllst í dag á tillögu Breta um að efna eins fljótt og unnt er til viðræðna um Kýpurdeiluna. Skýrði Nazmi Akiman, talsmað- ur tyrkneska utanríkisráðuneytisins, frá þessu í dag og sagði, að við- ræður milli Bretlands og Tyrklands gætu orðið mjög gagnlegar, en bæði þcssi lönd hefðu ábyrgzt sjálfstæði Kýpur á sínum tíma. Akiman gaf það í skyn, að þá herferð, sem átt hefði sér Tyrklandsstjórn hygðist standa við þá skuldbindingu, sem full- trúi hennar undirrita 1960 ásamt fulltrúum Bretlands, Grikklands og beggja þjóða- brotanna á Kýpur og átti að „tryggja" sjálfstæði Kýpur. Ak- iman kvaðst hins vegar harma stað hjá Sameinuðu þjóðunum að undirlagi Breta eins og hann komst að orði í þeim tilgangi að kasta rýrð á hið nýstofnaða lýð- veldi Kýpur-Tyrkja. „Það er úti- lokað fyrir Tyrkland annað en að viðurkenna sjálfstæði Kýp- ur-Tyrkja, sem í 20 ár hafa mátt búa við, að þeim væri neit- að um grundvallarréttindi," sagði Akiman. Rauf Denktash, leiðtogi Kýpur-Tyrkja, sagði í London í dag, að hann væri undrandi yfir neitun Breta við að viðurkenna hið nýstofnaða lýðveldi. Hann ræddi ekki sérstaklega um 25.000 manna herlið Tyrkja, sem dvelst á Norður-Kýpur, en talið er, að Tyrklandsstjórn muni ekki kalla þetta herlið heim. Tyrkir sendu herlið til Kýpur 1974, er þeir gerðu inn- rás á eyjuna, eftir valdarán þar, sem gert var að undirlagi grísku herstjórnarinnar. Viðhorf Dana: Norðmenn vinsælastir Frásögn íslendings af atburðunum á Kýpur: „Grískir flóttamenn telja nú úti um von sína að snúa heim“ — segir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, fréttaritari Morgunblaðsins í Nikósíu — Hver hefur framvinda þessa máls orðið í dag? „Það hefur í raun lítið gerst, utan hvað Kyprianou forseti hélt til viðræðna við ráðamenn í Aþenu og fer þaðan til Banda- ríkjanna til að ræða þessi mál. Annars virðist nokkur óvissa ríkja og enginn segir neitt." — Hefurðu eitthvað heyrt um þann orðóm, að almenningur á norðurhluta Kýpur hafi ekki verið allt of ánægður með þessa yfirlýsingu? „Nei, ég hef ekki heyrt neitt slíkt, a.m.k. ekki enn sem komið er, hvað sem síðar kann að ber- ast. Það hefur í raun mjög lítið frést af þessari tilkynningu. Sýnd var mynd frá yfirlýsing- unni í sjónvarpinu í gær, en þar var ekki hægt að merkja neinn óskaplegan fögnuð á meðal mannfjöldans." „Menn urðu náttúrlega nokkuð æstir við þessa yfirlýsingu Denktash, en það brutust ekki út nein átök hér í Nikósíu, sem þó er skipt í grískan og tyrkneskan hluta,“ sagði Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, sem dvelur við grískunám í Nikósíu á Kýpur, er Morgunblaðið náði símasambandi við hana í fyrrakvöld. Steinunn er fréttaritari Morgunblaðsins á Kýpur. Hún sagði ennfremur: „Undanfarið hefur stjórnin verið með loforð um að ástandið á eynni muni batna og fólk var því orðið vongott um breytingu þegar þetta var svikið með sjálfstæðisyfirlýsingu Denktash. Fólk hér í Nikósíu fór fylktu liði um götur og voru það reyndar einkum framhaldsskólanemar, sem söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið. Hrópuðu þar um 3000 manns slagorð eins og „Tyrkir frá Kýpur" og „Kýpur ein heild". Kyprianou forseti taiaði til fólksins og bað það halda still- ingu sinni og standa saman. Hann fordæmdi jafnframt yfir- lýsingu Denktash. Þetta þótti vel mælt hjá forsetanum, en hefur í sjálfu sér ekki mikið að segja." — Hvaða áhrif hefur þessi yfirlýsing á daglegt líf á eynni? „Þessi yfirlýsing olli geysileg- um vonbrigðum hjá Grikkjum, sem urðu að flýja heimili sín á norðurhluta eyjarinnar þegar Tyrkir gerðu innrásina. Ég var t.d. hjá slíkri flóttafjölskyldu þegar yfirlýsingin barst og mikil geðshræring greip um sig. Fjöl- skyldan telur nú endanlega úti um þá von sína að geta snúið aftur heim. Þá hefur yfirlýsing Denktash Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. mikil áhrif á samningaumleitan- ir á milli Grikkja og Tyrkja og fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í samningaviðræðunum lýsti yfir sárum vonbrigðum vegna þess- arar yfirlýsingar Denktash.“ Kaupmannahofn, 17. nóv. AP. Skoðanakannanir sýna, að Dön- um geðjast bezt að Norðmönnum og Svíum en sízt að Sovétmönnum og írönum. Kemur það fram hjá AIM- könnunarstofnuninni, að áliti Dana á Sovétmönnum hafi hrakað mjög, eftir að Sovétmenn skutu niður suður-kóresku farþegaþotuna 1. sept. sl. með 269 manns um borð, en stofnunin lét fram fara skoðana- könnun bæði á undan og eftir að sá atburður gerðist. Kannanirnar náðu til fólks 13 ára og eldri og voru spurningarn- ar á þá leið, hvort áhrif viðkom- andi væru jákvæð, neikvæð eða óráðin gagnvart 19 þjóðum. í báð- um könnunum voru Norðmenn fremstir að vinsældum hjá 41% aðspurðra en aðeins 1% hafði van- þóknun á þeim. Svíar komu næstir og nutu vinsælda hjá 29% að- spurðra, en síðan komu Vestur- Þjóðverjar með 28%, Austurríkis- menn með 27% og Bretar með 26%. Bandaríkjamenn voru í 8. sæti og nutu velþóknunar 21% þeirra, sem spurðir voru. í fyrri könnuninni, sem fram fór í águst, höfðu 40% Dana vanþókn- un á írönum og enn fleiri eða 43% á Sovétmönnum. Eftir að Sovét- menn höfðu skotið farþegaþotuna niður, hrakaði áliti þeirra enn og það svo, að 56% Dana höfðu nú vanþóknun á þeim, á meðan við- horf Dana til annarra þjóða voru almennt óbreytt. Rekum SMIÐSHOGGID á byggingu sjúkrastöðvar SÁÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 265. tölublað (18.11.1983)
https://timarit.is/issue/119402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

265. tölublað (18.11.1983)

Aðgerðir: