Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983
27
Minning:
Sigurjón Þorsteins
son frá Regkjum
samferðafélaga, lífgandi og glað-
an, aðra gleðjandi og síreiðubúinn
að bjarga við málum, þar sem
bjargar var þörf, sem ekki einung-
is ég heldur og fleiri samferða-
menn hans hafa notið á samferða-
brautinni með honum.
Hjálmar Bjarnason var maður
margra titla. Hann bar þá ekki á
jakkabarminum, heldur í persón-
unni sjálfri, það var ekki hægt að
komast hjá því að sjá þá, þeir voru
það stórbrotnir að annað var
ómögulegt. Ég ætla aðeins að
tæpa á örfáum, því ætti að minn-
ast alls yrði fljótt runnin upp bók.
Þrátt fyrir mörg störf og félags-
störf, ætla ég ekki að minnast á
þau, heldur á listræna tómstunda-
starfið, það er að hann var list-
málari og það góður, þótt hátt
færi ekki, enda naumast aðgengi-
legt að helga sig því eingöngu, þá
hann var ungur.
En nú síðustu árin átti Hjálmar
við vanheilsu að stríða, hjartað fór
að gefa sig, hann gekk í gegnum
erfiðisþrautir sjúkdómsins. Þrátt
fyrir allar sjúkdómsraunir, bar
hann allt uppi sem heilbrigður
væri, og ávallt með gleði, þar sá
ekki á, því setningin „ungir menn
þreytast og lýjast" sýndi, að hann
var aldinn sem ungur í hverju sem
var.
Ég kveð því Hjálmar Bjarnason
með upphafssetningunni, verði
Guðs vilji. Ég og fjölskylda mín
vottum eftirlifandi konu hans,
börnum og barnabörnum og öllum
ástvinum innilegustu samúðar.
Einar M. Bjarnason
í dag fer fram útför Hjálmars
Bjarnason, fyrrum bankastarfs-
manns. Ekki er það ætlun mín
með þessum fátæklegu kveðjuorð-
um að rekja ættir eða starfsferil
hans, það munu sjálfsagt aðrir
gera, sem betur til þekkja.
Leiðir okkar Hjálmars lágu
fyrst saman, er hann var kominn
yfir miðjan aldur og þá í gegnum
Oddfellow-regluna, en hann gerð-
ist félagi árið 1921 og hafði starf-
að innan vébanda reglunnar í 63
ár.
Hann var meðal elstu núlifandi
Oddfellowa hér á landi, þegar
hann lést.
Kynni okkar urðu því meiri sem
árin liðu, og þegar ég lít til baka,
tel ég að það hafi verið mér mikil
gæfa að fá tækifæri til að kynnast
þeim manni, sem Hjálmar Bjarna-
son var.
Hann var sérstakur persónu-
leiki, sem umvafði samferðamenn
sína ljúfmennsku og hlýju. Slíkum
mönnum er gott að kynnast, þeir
gera lífið bjartara og fegurra.
Hjálmar var gæddur skemmti-
legu og góðlátlegu skopskyni, en
allt gróft og hrokafullt var honum
andstætt. Líf hans einkenndist af
prúðmennsku og virðuleika. Það
var hans aðalsmerki.
Með þessum fáu línum þakka ég
kærum vini fyrir ómetanlegar
samverustundir í starfi og leik.
Seint munu mér gleymast
stundir okkar við laxveiðar, en þar
gat ég margt af honum lært. Þá
íþrótt umgekkst hann af sömu hæ-
versku, lipurð og virðingu, sem og
allt í lífinu sjálfu.
Eitt sinn skal hver deyja, samt
kemur dauðinn ávallt sem harma-
fregn, og það er eins og lífið verði
dapurlegra um sinn. En það er
huggun harmi gegn að seint fyrn-
ist minning um mætan mann og
góðan dreng.
Við hjónin kveðjum Hjálmar
Bjarnason með þakklátum huga,
og sendum eftirlifandi eiginkonu,
fjölskyldu og öðrum aðstandend-
um hlýjar samúðarkveðjur.
Síst vil ég tala um svefn við þig,
þreyttum anda er hægt að blunda
og þannig bíða sælli funda, —
það kemur ekki mál við mig.
Flýt þér vinur í fegra heim,
krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
(Jónas Hallgrímsson.)
Blessuð sé minning Hjálmars
Bjarnason.
Hilmar Ó. Sigurðsson
Fæddur 31. júlí 1928
Dáinn 12. nóvember 1983
Hinzta kveðja frá
Bæjarleiðum
Þegar skammdegismyrkrið er
gengið í garð, er göngunni hér á
lífsins braut lokið.
Það tekur mann sárt að sjá á
bak góðum vini fyrirvaralaust á
besta aldursskeiði, aðeins 55 ára.
Það hljómar sem brostinn streng-
ur á hörpu samtíðarinnar.
Þann 12. nóvember 1983, að
morgni laugardags, er ég mætti til
vinnu minnar á Bæjarleiðum, var
mér sögð sú harmafregn, að vinur
okkar og starfsfélagi, Sigurjón
Þorsteinsson, hefði andast að
heimili sínu, Bólstaðarhlið 52, þá
um morguninn. Það var ótrúlegt
en satt. Svona eru vegir Guðs
órannsakanlegir.
Sigurjón var maður þéttur á
velli, traustur og raungóður at-
hafnamaður. Hann var hugprúður
og hljóðlátur og einn þeirra sem
flíkaði ekki sínum hugðarefnum á
torg almennings, en einlægur vin-
ur vina sinna. Það fann maður í
daglegu samstarfi við hann. Þau
kynni eru ekki gleymd heldur
geymd.
Sigurjón var harðduglegur at-
hafnamaður, svo að sumum fannst
það einum of. En við samtíðarfólk,
hvað erum við að hugsa, þegar við
höldum að við getum breytt eigin-
leikum fólks eftir okkar geðþótta!
Það er vonlaust verk, því að hver
persóna hefur sína einstöku eigin-
leika, sem henni eru í blóð bornir
og því verður ekki auðveldlega
breytt, enda ekki ástæða til, því að
aðalsmerki okkar íslendinga er að
vera sjálfstæður persónuleiki í
okkar ástkæra landi. Það hefur
fætt okkur og alið okkur upp í
sinni stórbrotnu sérstöku náttúru,
bæði til sjávar og sveita.
Sigurjón Þorsteinsson var
fæddur þann 31. júlí 1928 að
Reykjum í Staðarhreppi, Vestur-
Húnavatnssýslu. Hann óx úr grasi
íslensks sveitaaðals og starfaði á
uppgangstímum að landbúnaði,
bifreiðaakstri o.fl. á þeim tímum
er véltæknin var að ryðja sér til
rúms í okkar þjóðfélagi.
Sigurjón giftist eftirlifandi
konu sinni, Sigurbjörgu Lilju Ág-
ústsdóttur frá Gröf á Vatnsnesi,
árið 1953. Þau eignuðust tvö börn,
Þorstein Hilmar, f. 15.1. 1953, og
Guðrúnu, f. 24.10. 1956.
Sigurjón og Sigurbjörg fluttu til
Reykjavíkur árið 1955. Hóf hann
þá störf hjá Vélsmiðjunni Héðni,
en fljótlega einnig hlutastarf hjá
bifreiðastöðinni Bæjarleiðum. Ár-
ið 1956 þegar takmörkunarlöggjöf
leigubifreiðastjóra öðlaðist gildi,
fékk hann atvinnuleyfi og alla tíð
síðan hefur hann starfað sem
leigubifreiðastjóri á Bæjarleiðum.
Að öllum ólöstuðum var hann
starfsmönnum og stöðinni til
fyrirmyndar.
Nú er leiðir skilur um stund,
verður huganum reikað til baka til
liðinna ára, sem geyma hugljúfar
minningar um ýmsa atburði, sem
gerðust á lífsins vegi. Þar var Sig-
urjón með, ekki til að sýnast held-
ur sem hinn virki, þægilegi þátt-
takandi. Traustur og trúr boð-
skapnum um græskulaust gaman
frá amstri hins daglega veruleika.
Sigurjón var virkur unnandi
tómstundaverkefna, þótt honum
væri í blóð borið dugnaður og at-
hafnasemi. Þau hjónin áttu meðal
annars hugljúfar unaðsstundir í
sumarhúsi að Þrastarlundi í
Grímsnesi og svo í uppeldissveit
þeirra beggja að Reykjum í
Hrútafirði. Það er lífsins löngun
að lifa æskuna í ellinni. Hann átti
bát sem hann hafði yndi af að ýta
úr vör og fara á miðin til fiskjar
með góðum vini sér við hlið.
Hann hafði yndi af ferðalögum
og að kynnast framandi þjóðum,
enda ferðuðust þau hjónin mikið,
bæði innanlands og utan.
Hann var mikill áhugamaður
um ljósmyndun. Að festa á filmu
það er fyrir auga bar hverju sinni,
t.d. var hann að taka myndir í
áföngum af nýbyggingu Bæjar-
leiða.
Margt mætti um þennan góða
athafnadreng segja. Hann var
fyrirmynd okkar til framtíðarinn-
ar. Nú að leiðarlokum kveðjum við
vorn kæra starfsfélaga, og þökk-
um fyrir ánægjulegar samveru-
stundir í starfi og leik á umliðnum
árum á Bæjarleiðum.
Persónulega þakka ég og kona
mín góðum vini innileg samskipti
á umliðnum árum. Guð varðveiti
hann og gefi góða heimkomu.
Fyrir hönd Bæjarleiðadrengja,
svo og allra annarra vina, votta ég
eiginkonu, börnum, tengdabörn-
um, barnabörnum og öðrum ætt-
ingjum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Þorkell Þorkelsson,
Bæjarleiðum.
Minningarathöfn fer fram kl.
10.30 frá Háteigskirkju föstudag-
inn 18.11. 1983.
Skjaldborg gef-
ur út skáldsög-
una Dómsorð
BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg á Ak
ureyri hefur nú gefið út skáldsöguna
Dómsorð (V'erdict). Höfundur bók-
arinnar er Barry Reed, en eftir
henni hefur kvikmyndin Verdict ver-
ið gerð og varð bókin metsölubók í
Bandarfkjunum.
Myndin verður væntanlega sýnd
hér á landi á næsta ári og fer Paul
Newman með aðalhlutverkið. Höf-
undurinn, Barry Reed, er mál-
flutningsmaður í Bandaríkjunum,
sem sérhæfir sig í réttarlæknis-
fræðimálum. Árið 1978 vann
fyrirtæki hans hæstu skaðabætur,
sem nokkur bandarískur kviðdóm-
ur hafði fram til þessa úrskurðað,
5,8 milljónir dollara auk vaxta í
máli vegna mistaka í læknisstarfi.
Bæjarstjórn Akraness:
Lýsir áhyggjum
vegna erfiðs
atvinnuástands
Á FUNDl sínum þann 8. nóvember
1983 samþykkti bæjarstjórn Akra-
ness eftirfarandi tillögu vegna stöðu
atvinnumála á Akranesi:
„Bæjarstjórn lýsir þungum
áhyggjum sínum af því alvarlega
atvinnuástandi, sem skapast hefur
í kjölfar rekstrarstöðvunar bv.
Óskars Magnússonar og leitt hef-
ur til uppsagna um 180 starfs-
manna í sjávarútvegi á Akranesi.
Bæjarstjórn beinir þeim ein-
dregnu tilmælum til stjórnvalda,
að gripið verði þegar í stað til
nauðsynlegra ráðstafana, sem
tfyggja rekstrargrundvöll fyrir-
tækja í sjávarútvegi, svo komast
megi hjá víðtækum uppsögnum
starfsfólks og óhjákvæmilegri
lífskjaraskerðingu fjölmargra
fjölskyldna.
Bæjarstjórn samþykkir að fela
bæjarráði og bæjarstjórn að taka
upp viðræður við forystumenn
Verkalýðsfélags Akraness og út-
gerðaraðila togarans Óskars
Magnússonar með það fyrir aug-
um að útgerð togarans verði
tryggð frá Akranesi til frambúð-
ar.
Jafnframt er bæjarráði falið að
gera þingmönnum kjördæmisins
grein fyrir því alvarlega ástandi,
sem skapast hefur í atvinnumál-
um Akurnesinga."
Messur
Landsbyggðar kirkjur
KIRK JUHVOLSPRESTAK ALL:
Sunnudagaskóli í Hábæjarkirkju
á sunnudaginn kl. 10.30. Guös-
þjónusta veröur í Kálfholtskirkju
sunnudag kl. 14. Bibliulestur á
prestsetrinu nk. mánudagskvöld
kl. 21.
Samtalsfundur um mann-
leg samskipti í skólanum í
Þykkvabæ á þriöjudagskvöldlö
kemur kl. 20.30. Auöur Eir Vil-
hjálmsdóttir. Sóknarprestur.
Guðspjall dagsins:
Matt. 17.:
Dýrð Krists.
ODDAKIRKJA: Guösþjónusta
veröur á sunnudaginn kl. 14. Sr.
Stefán Lárusson.
SEYDISFJARDARKIRKJA: A
morgun, laugardag, er kirkjuskóli
kl. 11. Messaö á sunnudaginn kl.
14. Organisti Sigurbjörg Helga-
dóttir. Sóknarprestur.
Birting afmœlis-
og minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður.
Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum-
ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera
vélrituð og með góðu línubili.
Kveðjukaffi
Hlýleg salarkynni fyrir erfisdrykkju
og ættarmót.
Upplýsingar og pantanir í síma 11633.
LKwóíwd.
Caté Roaanbarg.
t
Þökkum samúö og vinarhug viö andlát og útför
ÞÓRARINS J. BJÖRNSSONAR,
Hrafnistu, Hafnarfirði.
Hrafnhildur Þórarinsdóttir, Ágúst Húbertsson,
Guójón Þórarinsson, Hrafnhildur Guöjónsdóttir,
Aðalbergur Þórarinsson, Ólafía Eínarsdóttir.
t 1
Innilegar þakkir til allra þeirra sem hjálpuöu viö leit aö
PÉTRI WILLIAM JACK,
sem fórst meö Haferninum SH 122 31. október sl.
Einnig öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug
á þessari stundu og viö utför hans.
Elín Guðmundsdóttir,
Iris Blómlaug Jack
Fjóla Burkney Jack,
Hrafnhildur Día Jack,
Róbert og Vigdís Jack
og aörir aðstandendur.
Lokað
Skrifstofur fyrirtækisins veröa lokaöar í dag, föstu-
daginn 18. þ.m., vegna jarðarfarar
Jóhanns S. Hannessonar.
Bókaútgáfan Örn og Örlygur.