Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 29 Bridge Arnór Ragnarsson Bridgesambands- þingið Þ»Uinum hcfir borist eftirfar- andi umsögn um þing BSÍ sem haldiö var fyrir nokkru í Hafnar- firðL Ársþing Bridgesambands fs- lands var haldið laugardaginn 29. október, fulltrúar frá 16 bridgefélögum sóttu þingið. Fyrrverandi forseti sam- bandsins, Kristófer Magnússon, setti þingið og flutti skýrslu stjórnar. Kom þar meðal annars fram að 10 stjórnarfundir voru haldnir á síðasta ári. Sambandið hélt 9 mót, sendi landslið á Evr- ópumót í opnum flokki og Norð- urlandamót yngri spilara. Forseti sambandsins hélt fund með 6 aðildarfélögum lands- byggðarinnar. f fyrsta sinn voru haldin fslandsmót í kvenna- og blönduðum flokki. Fjármál sam- bandsins voru í góðum höndum Guðbrands Sigurbergssonar. Þingið kaus nýja stjórn. Björn Theodórsson, framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum, var kjörinn for- seti sambandsins fyrir næsta kjörtímabil, með honum í stjórn voru kosnir Örn Arnþórsson, Júlíus Thorarensen, Akureyri og Guðbrandur Sigurbergsson. I stjórninni voru fyrir Jón Bald- ursson, Ester Jakobsdóttir og Aðalsteinn Jörgensen. Úr stjórn gengu Kristófer Magnússon, Jakob R. Möller og Guðjón Guð- mundsson, Akranesi. Landsbyggðarmenn vildu „Allar náms- greinar verði metnar að jöfnu“ Ráðstefna um gildi list- og verk- greina í uppeldi var haldin í Reykja- vík í október. í frétt, sem Mbl. hefur borist, segir m.a.: „Á ráðstefnunni var tal- ið brýnt að vekja athygli á eftirfar- andi: Að endurskoðun grunnskóla- laga verði hraðað eins og kostur er. Að ákvæði grunnskólalaga um list- og verkgreinakennslu gildi í reynd um allt land. Að bætt verði úr því ófremdarástandi í húsnæðis- og tækjamálum, sem fjölmargir skól- ar búa við og að allir landsmenn njóti þeirrar bættu aðstöðu í list- og verkgreinum. Að stundafjöldi til list- og verkgreinakennslu verði aukinn við endurskoðun viðmiðun- arstundaskrár. Að rofin verði ein- angrun list- og verkgreina innan skólans til dæmis með sveigjanlegu skólastarfi, samþættingu og meiri áherslu á fagurfræðilegt uppeldi og skapandi starf í öllum grunnskól- anum. Að aukin verði útgáfa námsgagna í list- og verkgreinum og að skólunum verði gert kleift að endurnýja búnað sinn í takt við tækniþróun nútímans. Að allar námsgreinar verði metnar að jöfnu til framhaldsnáms. Að hraðað verði samþykkt framhaldsskóla- frumvarps og það látið koma til framkvæmda. Að list- og verk- greinar verði inni í kjarna fram- haldsskólanna og nám í þeim metið til jafns við aðrar námsgreinar. Að opnaðar verði fleiri leiðir til náms í list- og verkgreinum innan fram- haldsskólans m.a. til undirbúnings kennaranámi í viðkomandi grein- um. Að komið verði á markvissri framhaldsmenntun list- og verk- greinakennara hér á landi. Að sú kennsla í list- og verkgreinum sem gert er ráð fyrir í grunnskólalögum og námsskrá fari fram um land allt og að launakjör og aðstæður verði þannig, að menntaðir kennarar fá- ist til starfa." Keppni hjá Bridgefélagi Suðurnesja reyna að koma á einhverskonar kerfi til að styrkja utanbæjar- spilarana á íslandsmót, með hærri þátttökugjöldum, málinu var vísað til stjórnar. Jakob R. Möller hélt fram- söguræðu um breytingar á landsliðs- og utanferðamálum á vegum sambandsins. Miklar um- ræður urðu um málið sem á end- anum var vísað til stjórnar. Lagabreytingatillaga fyrrver- andi stjórnar um þingfulltrúa- fjölda félaganna á ársþinginu var samþykkt. Árgjald fyrir næsta ár var ákveðið 10 krónur fram að ára- mótum en 12 krónur eftir ára- mót. Voru mjög skiptar skoðanir um árgjaldið en farinn var hinn gullni meðalvegur. Ýmis önnur mál voru rædd og var mikill hugur í fundar- mönnum og má búast við mikilli grósku hjá sambandinu í fram- tíðinni. Bridgefélag Blönduóss Mánudaginn 24. október var spilaður eins kvölds tvímenning- ur. Úrslit urðu þessi: Vilhelm Lúðvíksson — Unnar Agnarsson 140 Jón Arason — Þorsteinn Sigurðsson 126 Ævar Rögnvaldsson — Guðmundur Theodórsson 120 31. október var spilaður tvímenningur. Úrslit urðu þessi: Knútur Berndsen — Þormóður Pétursson 130 Vilhelm Lúðvíksson — Unnar Agnarsson 129 Jón Arason — Þorsteinn Sigurðsson 127 Bridgefélag kvenna Mánudaginn 14. nóvember var spiluð 6. umferð í barómeter- keppni félagsins. Stigatala níu efstu para í keppninni er nú þessi: Ása'Jóhannsdóttir — Lilja Guðnadóttir 603 Sigrún Ólafsdóttir — Elín Jónsdóttir 442 Guðríður Guðmundsdóttir — Kristín Þórðardóttir 439 Halla Bergþórsdóttir — Kristjana Steingrímsdóttir403 Júlíana Isebarn — Margrét Margeirsdóttir 357 Gunnþórunn Erlingsdóttir — Ingunn Bernburg 332 Rósa Þorsteinsdóttir — Vigdís Guðjónsdóttir 313 Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigríður Pálsdóttir 270 Esther Jakobsdóttir — Anna Þóra 262 Félagið heldur bridgekeppni til ágóða fyrir byggingarsjóð sinn laugardaginn 26. nóvember og hefst hún kl. 1 e.h. Keppnin verður í félagsheimili Skagfirð- ingafélagsins, Drangey, Síðu- múla 35. Skráning fer fram við mætingu. Verðlaun verða veitt að lokinni spilamennsku. Næst verður spilað mánudag- inn 21. nóvember. Hjónaklúbburinn Einu kvöldi er lokið í hrað- sveitakeppni hjá félaginu með þátttöku 21 sveitar. Bestu skor fyrsta kvöldið náðu eftirtaldar sveitir: Sveit: Dóru Friðleifsdóttur 623 ólafíu Þórðardóttur 596 Gróu Eiðsdóttur 588 Erlu Sigurjónsdóttur 577 Ragnars Þorsteinssonar 574 Meðalskor 540 Mase Tiger Diesel rafstöð Spenna: 220 volt 3,500 wött 12 volt 24 ampor 24 volt 15 amper Vél: Diesel m/rafstarti. Eyösla: 0,65 Itr. á klst. Eldsneytisgeymir: 4,5 Itr. Vegur 80 kg. Möguleiki á sjálfvirk- um neyöarræsibúnaöi fyrir sveitabýli og fl. Verö kr. 100.905. Benco, Bolholti 4, almi 21945/84077. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásídum Moggans! «9*1 °S£SMÍ 0 /tmefa HOLLAND nBLÓMu HNIFAPOR 18/8 gœðastál og spegilslípað — með og án 24 karata gullhúð VERÐSÝNISHORN: 18/8 24 karata 6 manna sett 24 hlutir stál: gullhúö: — í gjafakassa 6 manna sett 30 hlutir 2.650.- 3.610.- — í gjafakassa 3.070.- 4.150.- hnífur, gaffall, skeið (3 stk.) 330.- 470.- teskeið 70.- 90.- kökugaffall 70.- 90.- desertskeið 105.- 145.- sósuskeið 232.- 305.- sallatsett (2 stk.) 325.- 427.- tertuspaði (með sög) 232.- 305.- súpuausa — allt í gjafakössum 520.- 695.- Spyrjiö um munsturheitin: Blóm — Flétta — Múrsteinn — Venus — Perla — Rokkokó og nýja munstriö Prinsess. Kynnið ykkur gæði og útlit. GERID VERÐSAMANBURÐ lÉKK-KRISTlLL Laugaveg 15 sími 14320 FULL BÚD AF FALLEGUM GJAFA VÖRUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 265. tölublað (18.11.1983)
https://timarit.is/issue/119402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

265. tölublað (18.11.1983)

Aðgerðir: