Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 31 • Meistaramót Norðurlanda í badminton fer fram í Helsinki, Finnlandi, nk. föstudag, laugardag og sunnudag. Þetta er fjölmennt mót að vanda með rúmlega þrjátíu bestu badmintonmönnum Norðurlanda. Keppnisfyrirkomulag mótsins veröur með nýju fyrirkomu- lagi að þessu sinni, sem veita mun keppendum frá veikari löndunum, íslandi, Finnlandi og Noregi, möguleika á fleiri leikjum en orðið hefur raunin áöur á móti þeim sterkari, Dan- mörku og Svíþjóö, en þær þjóöir eru meðal þeirra bestu í heiminum eins og kunnugt er. Myndin er af íslensku keppendunum ásamt fararstjóra taliö frá vinstri: Þorsteinn Páll Hængsson, Þórdís Edwald, Kristín Magnúsdóttir, Broddi Kristjánsson, Sigurður Kolbeinsson, far- arstjóri. Hópurinn fór utan í dag. Puma-vörur með nafni Atla „ÉG ER mjög stoltur yfir því aö Puma skyldi bjóða mér þennan samning, og eftir því sem ég best veit þá er ég fyrsti íslenski íþróttamaöurinn sem gerir svona samning viö stórfyrirtæki í íþróttavöruframleiðslu. Þaö er mjög efirsótt af íþróttafólki víöa um veröld aö fá svona samning hjá þessum stóru fyrirtækjum, en mér var boðið þetta óvænt og kom þaö mér é óvart,“ sagöi Atli Eövaldsson, er hann var aö kynna íþróttavörur þær sem Puma-fyrir- tækiö í V-Þýskalandi mun fram- leiöa með nafni Atla é. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaöinu fyrir allnokkru þá gerði Atli samning viö Puma-fyrirtækið og mun þaö nota nafn hans á íþrótta- skó og búninga sem seldir veröa hér á landi og jafnvel víöar, en þó ekki fyrr en næsta vor. Aðeins ör- fáir frægir íþróttamenn fá tækifæri á að gera slíka samninga viö stór- fyrirtæki og gefa slíkir samningar jafnan góöan pening í aöra hönd. Þess má geta til gamans aö Mara- donna er á samningi hjá Puma. — ÞR. Morgunblsðið/Friðþjófur • Atli Eðvaldsson sýnir skó þá sem Puma-verksmiöjurnar framleiöa sérstaklega meö nafni hans. Atli heldur é knattspyrnuskóm sem bera nafniö „Atli Center". Allir þeir sem festa kaup á skóm meö nafni Atla fé svo stórt veggspjald meö mynd af honum í litum. Fær úrskurð eftir viku Þarf Arnór að fara í uppskurð? ARNÓR Guöjohnsen er ekki enn farinn aö æfa eöa leika knattspyrnu vegna meiösia þeirra sem hann hlaut hér heima í lands- leiknum gegn írlandi. Allt bendir til þess aö hann veröi enn um sinn aö sætta sig viö aö hvíla sig alveg fré íþróttaiökun. f spjalli viö Mbl. í gærdag sagói Arnór aö hann hefói veriö í stööugri meðferð hjá læknum og sér- fræðingum, en ekki fengiö neinn bata. Margt bendi til þess aó lærvöóvinn sé slitinn og hann þyrfti að fara í uppskurö, þó ekki fyrr en alveg væri Ijóst aö hann fengi ekki bata á annan hátt. „Ég var síöast hjá læknum í dag og þeir sögöu mér þá aö ég ætti aö bíöa og sjá til í eina viku til viðbótar og koma síöan í skoöun. Ef ég verð ekki orðinn neitt betri þá þarf ég aö gangast undir uppskurö og verö þá frá knattspyrnuiökun í tvo mánuöi í þaö minnsta. Ég hef ekkert getaö æft en nú síöustu daga hef ég getaö skokkaö rólega svo þaö er nú ekki alveg loku fyrir það skotiö aö ég fái ein- hvern bata á næstu dögum. Þaö er afskaþlega erfitt sálarlega aö eiga viö svona meiösl aö stríöa og geta ekki leikiö knattsþyrnu, en von- andi fer þetta nú aö lagast,“ sagöi Arnór. — ÞR. • Arnór hefur ekkert getaó leikið meö í alit haust. íslenskur sigur ÍSLENSKA kvennalandslióið í handknattleik vann sígur á því bandaríska í Seljaskóla í gær- kvöldi þótt naumur væri, 23—22. í hálfleik var staóan 11—8 fyrir ís- land. Leikur liöanna var æsi- spennandi og jafn allan tímann og skemmtu fjölmargir áhorfend- ur sér mjög vel. Liöin eru mjög áþekk aö getu og má búast viö mikilli baráttu í þeim tveim landsleikjum sem eiga eftir aö fara fram í kvöld og á laugardag- inn er leikið veröur á Selfossi. Þrátt fyrir aö íslensku stúlkurnar léku langtímum saman einni færri í leiknum í gær og einu sinni aöeins fjórar á móti sex, tókst þeim aö spjara sig mjög vel bæöi í sókn og vörn. Sóknarleikurinn var bara nokkuö góöur og vel var tekiö á í vörninni enda kostaöi þaö oft brottrekstur. Báöir markverðir ís- lenska liösins, þær Kolbrún og Jó- hanna, vöröu af stakri prýöi. LJÓwn. MM./Krittfán Elnaruon. • Erla Rafnsdóttir skoraði sex falleg mörk í gær og lék vel. Hér svífur Erla einbeítt inní teiginn og skorar. í lok leiksins sóttu þær banda- rísku mjög á og léku þær þá mjög vel. Þær eru vel þjálfaðar og leika léttan og haröan handknattleik. Guöríöur Guöjónsdóttir og Erla Rafnsdóttir voru mjög atkvæöa- miklar í liöi Islands í gær. Þá átti Erna Lúövíksdóttir góöan leik. I liöi USA var hávaxin blökkustúlka, Sam Jones, mjög góö, og skoraði hún átta falleg mörk. Mörk Islands í gær skoruðu: Guöríöur 8, Erla 6, Erna 4, Ingunn 2, Kristín 2 og Margrét 1. í kvöld leika liöin lands- ieik í Laugardalshöllinni og hefst leikurinn kl. 19.00. — ÞR. HandKnattleikur __________________✓ Lfó*m./Júlfus. • Leikmenn ísraelska handknattleiksliösins Maccaby komu til landsins í gærkvöldi. Þeir voru bjartsýnir á að ná fram hagstæöum úrslitum í leikjunum gegn FH og voru staöráðnir í því að sigra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 265. tölublað (18.11.1983)
https://timarit.is/issue/119402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

265. tölublað (18.11.1983)

Aðgerðir: