Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983
Peninga-
markadurinn
GENGISSKRÁNING
NR. 217 — 17. NÓVEMBER
1983
Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi
1 Oollar 28,140 28,220 27,940
1 St.pund 41,626 41,744 41,707
1 Kan. dollar 22,744 22,809 22,673
1 Don.sk kr. 2,9022 2,9104 2,9573
1 Norsk kr. 3,7612 3,7718 3,7927
1 Sænsk kr. 3,5503 3,5604 3,5821
1 Ei. mark 4,8837 4,8976 4,9390
1 Er. franki 3,4355 3,4452 3,5037
1 Belg. franki 0,5148 04163 0,5245
1 Sv. franki 12,9522 12,9890 13,1513
1 Holl. gyllini 9,3361 9,3627 94175
1 V-þ. mark 10,4513 10,4810 10,6825
1 Ítlíra 0,01729 0,01734 0,01754
1 Austurr. sch. 1,4854 1,4896 14169
1 Port escudo 0,2190 0,2196 0,2240
1 Sp. peseti 0,1816 0,1821 0,1840
1 Jap. ven 0,11944 0,11978 0,11998
1 írsktpund 32458 32,651 33,183
SDR. (Sérst dráttarr.) 16/11 29,5534 29,6377
1 Belg. franki 0,5113 0,5128
Vextir: (ársvextir)
Frá og með 21. október 1983
INNLÁNSVEXTIR:
1. Sparisjóösbækur..............32,0%
2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.1*.34,0%
3. Sparisjóðsreikningar, 12. mán. 1>... 36,0%
4. Verðtryggðir 3 mán. reikningar. 0,0%
5. Verötryggöir 6 mán. reikningar. 1,0%
6. Ávisana- og hlaupareikningar... 19,0%
7. Innlendir gjaldeyrisreikningar:
a. innstæður í dollurum....... 7,0%
b. innstæöur í sterlingspundum. 8,0%
c. innstæður i v-þýzkum mörkum... 4,0%
d. innstæöur í dönskum krónum.... 7,0%
1) Vextir færðir tvisvar á ári.
ÚTLÁNSVEXTIR:
HÁMARKSVEXTIR
(Verðbótaþáttur í sviga)
1. Vixlar, forvextir... (27,5%) 30,5%
2. Hlaupareikningar ... (28,0%) 30,5%
3. Afuröalán, endurseljanleg (25,5%) 29,0%
4. Skuldabréf ......... (33,5%) 37,0%
5. Vísítölubundin skuldabréf:
a. Lánstími minnst 6 mán. 2,0%
b. Lánstími minnst 2% ár 2,5%
c. Lánstími minnst 5 ár 3,0%
6. Vanskilavextir á mán.........4,75%
Lífeyrissjóðslán:
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins:
Lánsupphæö er nú 260 þúsund ný-
krónur og er lániö vísitölubundiö meö
lánskjaravisitölu, en ársvextir eru 2%.
Lánstími er allt aö 25 ár, en getur verið
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign sú, sem veö er i er litilfjörleg, þá
getur sjóöurinn stytt lánstímann.
Lífeyrissjóöur verzlunarmanna:
Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö
lífeyrissjóönum 120.000 nýkrónur, en
fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár
bætast viö lániö 10.000 nýkrónur, unz
sjóösfélagi hefur náö 5 ára aöild aö
sjóönum. Á tímabilinu frá 5 til 10 ára
sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfi-
legrar lánsupphæöar 5.000 nýkrónur á
hverjum ársfjóröungi, en eftir 10 ára
sjóösaöild er lánsupphæöin oröin
300.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöild
bætast viö 2.500 nýkrónur fyrir hvern
ársfjóröung sem líöur Því er í raun ekk-
ert hámarkslán í sjóönum.
Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö
byggingavísitölu, en lánsupphæðin ber
2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár
aö vali lántakanda.
Lánskjaravísitala fyrir nóvember
1983 er 821 stig og er þá miöað viö
vísitöluna 100 1. júní 1979.
Byggingavísitala fyrir október—des-
ember er 149 stig og er þá miöaö viö
100 i desember 1982.
Handhafaskuldabráf í fasteigna-
viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú
18—20%.
Útvarp kl. 20.40:
Sagan af Móra
eftir Einar Benediktsson í Kvöldyöku
Annaö tveggja atriða á kvöldvök-
unni í kvöld er lestur smásögu eftir
Einar Benediktsson. Kristín Waage
sér um lesturinn. Mbl. haföi sam-
band við Kristínu og spurði hana
nánar út í söguna um Móra, en svo
nefnist smásagan.
„Sagan fjallar um afburðasauð-
inn hann Móra,“ segir Kristín.
„Hann á ekki ættir sínar að rekja
til afburðasauða og þvf koma
hæfileikar hans bóndanum, eig-
anda hans, mjög á óvart.
Móri er gæddur einstökum for-
ystuhæfileikum. Hann lendir f
miklum hrakningum en nær allt-
af að leiða hjörðina til byggða. Að
lokum lýtur hann í lægra haldi
fyrir náttúruöflunum, eftir harða
baráttu.
Þetta er nú söguþráðurinn,"
segir Kristfn og hetdur áfram:
„Það sem mér finnst eiginlega at-
hyglisverðast við þessa sögu er
málfarið, sem er einstaklega fal-
legt. Ég las einu sinni sögu, sem
Einar Benediktsson þýddi. Það
var sagan um Pétur Gaut og þar
var það sama upp á teningnum,
hvað málanotkunina varðar. Ein-
ar hefur augljóslega haft gffur-
legt vald á íslenskunni og það sem
mér finnst einkenna skrif hans í
óbundnu máli er þessi ljóðræni
blær, sem umlykur frásagnir
hans.“ Kvöldvakan hefst klukkan
20.40 í kvöld og er í umsjá Helgu
Ágústsdóttur.
Útvarp kl. 21:
„Maður ætti
stundum að
vera á skálda-
launum “
„Já, já það má búast við að þetta
verði hinn allra sprækasti og lífleg-
asti leikur," sagði Hermann Gunn-
arsson (sem sumir uppnefna
Hemma Gunn ...) í spjalli við blm.
Morgunblaðsins. Hermann lýsir
leik FH og Maccabi Tel Aviv f hand-
knattleik í útvarpssendingu frá
Laugardalshöil í kvöld.
„Þetta er leikur í Evrópukeppni
félagsliða. í þessum keppnum eru
alltaf spilaðir tveir leikir og við
erum svo heppnir að FH-ingarnir
verða á heimavelli í báðum leikj-
unum. Þeir ættu því að vera í
betri stöðu ... Annars er það svo
furðulegt að okkur hefur svo oft
gengið svo assgoti illa á móti tsra-
elum. Þeir eru geysiiega ólíkir
öðrum þjóðum, hvað varðar
„spilamennskuna", þeir spila
hratt og eru ótrúlega skotglaðir,
Hermann Gunnarsson. „Okkur hef-
ur stundum gengið svo ansi illa á
móti ísraelum ...“
svo gefast þeir nú aldrei upp, eins
og mannkynssagan sannar. En
þeir hafa ekki yfir neinni sér-
stakri tækni að ráða, að mínu
áliti.
Aðspurður sagðist Hermann fá
algjöra útrás með þessum lýsing-
um, ólýsanleg tilfinning! ha, ha,
ha!! en svona í alvöru talað, þá er
misjafnlega gott að lýsa leikjun-
um. Stundum finnst mér að mað-
ur ætti að vera á skáldalaunum,
sérstaklega þegar leikirnir eru
leiðinlegir..."
Geðlæknirinn, leikinn af Joanne Woodward, ræðir við Sybil, sem Sally
Field leikur.
Sjónvarp kl. 22.35:
SYBIL
— fyrri hluti sýndur í kvöld
Sybil, nefnist mynd sem sýnd
verður í sjónvarpinu í kvöld. Þ.e.
fyrri hluti myndarinnar verður í
kvöld, en síðari hluti hennar annað
kvöld. Heba Júlíusdóttir, þýðandi
hjá sjónvarpinu, sagði að myndin
væri byggð á sönnum atburðum.
„í handriti, sem fylgdi mynd-
inni var sagt að 16 persónuleikar
kæmu fram í aðalpersónunni,
Sybil, en þeir koma ekki allir
fram í myndinni. En persónu-
leiki hennar er klofinn og vissu-
lega koma fram margar persón-
ur í henni. Hún á það til að
missa kafla úr lífi sínu og ranka
við sér í öðru ástandi, en áður en
hún „missti kaflana úr“.
Þegar myndin hefst, er Sybil
komin á þrítugsaldur, hún er
kennari í barnaskóla. Einn góð-
an veðurdag, þegar hún er stödd
með nemendum sínum í Central
Park, í New York, missir hún úr
kafla og börnin sjá hana, þar
sem hún stendur úti á vatni.
Hún rankar síðan við sér á
sjúkrahúsi, eftir að hafa brotið
rúðu. Hún hættir að kenna og
önnur kennslukona tekur við af
henni. Á sjúkrahúsinu kynnist
hún geðlækni, sem tekur að
rannsaka Sybil og ævi hennar.
Læknirinn kafar djúpt í sál-
arlíf hennar og kemst að því að
hinn klofni persónuleiki hennar
á rætur sínar að rekja til
bernsku hennar. Móðir hennar
kom vægast sagt einkennilega
fram við hana er Sybil var að
alast upp. Hún kallaði hana til
dæmis til sín, sagðist ætla að
vera góð við hana, en kleip hana
svo kannski. Hún hlaut sem sagt
frekar furðulegt uppeldi.
Mér finnst ekki ástæða til að
segja nánar frá söguþræðinum,
en myndin er löng og kannski
svolítið flókin, allavega til að
lýsa henni í stuttu máli. Þetta er
afskaplega vönduð mynd og vel
leikin," sagði Heba Júlíusdóttir
að lokum.
Útvarp Reykjavfk
FÖSTUDKGUR
18. nóvember
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Á virkum degi. 7.20 Leikfimi.
7.55 Daglegt mál. Kndurt. þátt-
ur Erlings Sigurðarsonar frá
kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veð-
urfregnir. Morgunorð: — Birna
Friðriksdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Katrín" eftir Katarína Taikon.
Einar Bragi les þýðingu sína (4).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
Forustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 „Mér eru fornu minnin
kær“. Einar Kristjánsson frá
Hermundarfeili sér um þáttinn
(RÚVAK).
11.15 „Kottan“ smásaga frá
Grænlandi eftir Jörn Riel.
Hilmar J. Hauksson les þýð-
ingu sína og Matthíasar Krist-
iansens.
11.45 Tónleikar.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
SÍODEGID
14.00 Á bókamarkaðinum. Andrés
Björnsson sér um lestur úr nýj-
um bókum. Kynnir: Dóra Ingva-
dóttir.
14.30 Miðdegistónleikar. Hljóm-
sveitin Fílharmónía í Lundún-
um leikur annan þáttinn úr Sin-
fóníu nr. 9 í e-moll op. 95, „Frá
nýja heiminum", eftir Antonín
Dvorák; Wolfgang Sawallisch
stj.
14.45 Nýtt undir nálinni. Hildur
Eiríksdóttir kynnir nýútkomnar
hljómplötur.
15.30 Tilkynningar. Tóníeikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð-
urfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar. Salvatore
Accardo og Gewandhaus-hljóm-
sveitin í Leipzig leika Fiðlu-
konsert í D-dúr op. 77 eftir Jo-
hannes Brahms; Kurt Masur
stj.
17.10 Síðdegisvakan.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDID ________________________
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn. Stjórnendur:
Guðlaug María Bjarnadóttir og
Margrét Ólafsdóttir.
20.00 Lög unga fólksins. Þóra
Björg Thoroddsen kynnir.
20.40 Kvöldvaka.
a. Vísnaspjöll. Skúli Ben. flytur
lausavísur og greinir frá tilurð
þeirra.
b. Móri. Kristín Waage les smá-
sögu eftir Einar Benediktsson.
Umsjón: Helga Ágústsdóttir.
21.00 Evrópukeppni bikarhafa í
handknattleik. Hermann Gunn-
arsson lýsir síðari hálfleik FH
og Maccabi Tel Aviv í Laugar-
dalshöll.
21.45 Norðanfari. Þættir úr sögu
Akureyrar. _ Umsjón: Óðinn
Jónsson. (RÚVAK).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 „Troðningar“ Umsjón:
Gunnlaugur Yngvi Sigfússon.
23.15 Kvöldgestir — Þáttur Jón-
asar Jónassonar.
00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir.
01.10 Á næturvaktinni. — Ólafur
Þórðarson.
03.00 Dagskrárlok.
18. nóvember
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.45 Á döfinni.
Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson. Kynnir Birna
Hrólfsdóttir.
21.00 Skonrokk.
Dægurlagaþáttur í umsjón
Eddu Andrésdóttur.
21.30 Kastljós.
Þáttur um innlend og erlend
málefni. (Jmsjónarmenn: Bogi
ÁgúsLsson og Sigurveig Jóns-
dóttir.
22.35 Sybil — fyrri hluti.
Bandartsk sjónvarpsmynd frá
1976 sem styðst við sanna lífs-
reynslusögu. Lcikstjóri Daniel
Petrie. Aðalhlutverk: Joanne
Woodward, Sally Field og Brad
Davis. Geðlæknir fær til með-
ferðar stúlku, Sybil að nafni,
sem átt hefur erfiða æsku og á í
miklu sálarstríði. Rannsóknir
læknisins leiða í Ijós að í Sybil
búa sextán mismunandi persón-
ur.
Þýðandi Heba Júlíusdóttir.
00.15 Dagskrárlok.