Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 t Eiginmaöur minn og faöir okkar. HANS JÖRGEN ÓLAFSSON, Austurvegi 8, Selfossi, andaöist í Borgarspítalanum 16. nóvember. Ólöf Guömundsdóttir og börn. t Hjartkær systir mín, ASTRID MARIE CHRISTENSEN, lést í Herning 16. nóvember. Karen Andrésson. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, GUNNLAUGUR SVEINN SVEINSSON, Suöurhólum 30, verður jarösunginn laugardaginn 19. nóvember. Athöfnin hefst meö bæn aö Húsagaröi á Landi kl. 12.30. Útförin veröur gerö frá Skaröskirkju og hefst kl. 14. Blóm vinsamlega afþökkuö en þeim sem vildu minnast hans er bent á Samtök sykursjúkra, SÍBS eöa Lamaöa og fatlaöa. Bílferö verður frá Umferöarmiöstööinni kl. 10 árdegis. Árbjörg Ólafsdóttir. t Jaröarför móöur minnar og mágkonu, GUÐMUNDU GUÐMUNDSDÓTTUR, Kleppsvegi 28, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 21. nóvember kl. 10.30. Jaröaö veröur i Gufuneskirkjugaröi. Áshildur Haróardóttir, Gunnar Ásgeirsson, Sigriöur Ásgeirsdóttir, Ebeneser Ásgeirsson, Erla Ásgeirsdóttir, Snæbjörn Ásgeirsson. t Maöurinn minn, faöir okkar og tengdafaöir, ÓLAFUR ODDGEIR KRISTINSSON, Foasheiöi 1, Selfossi, veröur jarösunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 19. nóvember kl. 15.00. Guórún Eiríksdóttir, börn og tengdabörn. t Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, ÁRNA KR. SIGUROSSONAR, bónda Bjarkalandi, Vestur-Eyjafjöllum, fer fram að Stóradalskirkju laugardaginn 19. nóv. kl. 14.00. fsleif Ingibjörg Jónsdóttir, Siguröur Árnason, Bragi Árnason, Valdimar Árnason, Trausti Árnason, Erna Markúsdóttir, Edda Traustadóttir. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, EINAR HARALDSSON frá Breiöavaöi, Dagsbrún, Skagaströnd, veröur jarösunginn frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, laugardaginn 19. nóvember kl. 14.00. Jarösett veröur í Gufuneskirkjugaröi. Guöbjörg Einarsdóttir, Guöfinnur Sigurösson, Sigríöur Einarsdóttir, Bjarni F. Bjarnason, Kristófer Einarsson, Guörún Björg Ketilsdóttir Skarphéöinn Einarsson, og barnabörn. Minning: Hjálmar Bjarnason fv. bankafulltrúi Fæddur 17. janúar 1900. Dáinn 7. nóvember 1983. Dáinn er Hjálmar Bjarnason. Bálför hans fer fram í dag. Kveðjuathöfn verður í Dómkirkj- unni. Hjálmar Bjarnason varð bráð- kvaddur í húsakynnum Útvegs- banka íslands um nónskeið mánu- daginn 7. nóvember síðastliðinn. Hann var þá kominn í viðskiptaer- indum í bankann, en um leið kvaddi hann kæran vinnustað, er hann þjónaði í rúman þriðjung aldar. Hjálmar Bjarnason fæddist í Keflavík 17. janúar árið 1900. For- eldrar hans voru frú Anna Emelía Þorsteinsdóttir Thorsteinsson, dóttir Þorsteins Thorsteinsson, kaupmanns og alþingismanns á ísafirði, og konu hans Amelie fædd Löve. Faðir Hjálmars var Nicolai Carl F.P. Bjarnason, er fæddist í Vestmannaeyjum, sonur Jóhanns Péturs Bjarnason, verzl- unarstjóra þar, og konu hans Jo- hanne fædd Rassmussen. Síðustu ár nftjándu aldar starf- aði Nicolai í verzlun Fishers í Keflavík og hófst til faktorsstarfa 1886, eftir að Bartels, forfaðir Henriks Thorarensen, fyrrverandi skrifstofustjóra í Útvegsbankan- um, lét þar af störfum. A fyrsta aldursári fluttist Hjálmar með foreldrum sínum frá Keflavík til Reykjavíkur og ól síð- an aldur sinn ailt til andlátsstund- ar í höfuðborginni. Hjálmar Bjarnson lauk gagn- fræðaprófi 17 ára gamall, vorið 1917, og síðan hófust ævistörfin. Hann réðst í þjónustu íslands- banka hf. þann 1. nóvember 1917 og starfaði þar við fjölþætt skrifstofustörf til ársloka 1920. Hóf hann þá störf hjá Bergenska skipafélaginu í Reykjavík, er ann- aðist afgreiðslu farþega og flutn- inga, skipanna Lyru og Novu, milli Noregs og íslands en faðir Hjálm- ars veitti skrifstofunni forstöðu. Þann 1. júlí 1931 réðst Hjálmar í þjónustu Útvegsbanka íslands og starfaði þar óslitið til ársloka 1962, að hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Fljótt kom í ljós að Hjálmar Bjarnason var fjölhæfur starfs- maður og átti létt með að samlag- ast hinum margslungnu banka- störfum. Síðustu starfsárin var hann deildarstjóri í innheimtu- deild bankans, fjölmennustu starfsdeild stofnunarinnar. Hon- um var lagið að laða að sér vini, í hópi viðskiptaþega og samstarfs- fólks með lipurri og ljúfmannlegri framgöngu og hjálpsemi. Hann var ávallt viðbúinn á öllum svið- um, í önnum starfs og tómstunda. Þær eigindir náðu óravegu, þar sem leiðir Hjálmars mörkuðust á langri ævibraut. Ég átti þess kost að starfa með Hjálmari í Útvegsbanka íslands í nær 28 ár og lengi í deild hans. Hann rækti störf sín af ósérhlífni og stakri samviskusemi, heill og hollur bankanum, viðskiptavinum og starfsmönnum stofnunarinnar. Honum var ljúft að vera öðrum til liðs. Hjálmar var mikilvirkur og áhugasamur í félags- og hags- munamálum bankamanna, lifandi í starfi og leiftrandi framfara- maður um framgang góðra mál- efna. Hann átti í tvö ár sæti í stjórn Sambands íslenzkra bankamanna, átta ár í stjórn Starfsmannafélags Útvegsbankans, fjögur ár í vara- stjórn félagsins og átti einnig sæti í ótal starfsnefndum samtakanna. Meðal annars var hann mjög virk- ur í landnámsliði Útvegsbanka- manna að Lækjarbotnum og dvaldi þar löngum með fjölskyldu sinni á fögrum sumardögum. Hjálmar Bjarnason var tvisvar fulltrúi islenskra bankamanna á norrænum bankamannamótum erlendis. Hann tengdist ýmsum fleiri fé- lagshópum í höfuðborginni, sem ekki verður rakið hér, en ég hygg að Oddfellowreglan hafi átt rík ítök í huga hans og notið ótaldra vinnustunda á víðtækum félags- grundvelli. Hann var m.a. stofn- andi stúkunnar Þormóðs goða nr. 9. t Eiginmaöur minn, JÓHANN S. HANNESSON, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni i dag, föstudaginn 18. nóv- ember, kl. 15 e.h. Blóm og kransar afþakkaöir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Fyrir hönd vandamanna, Winston Hannesson. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför konu minnar, ÁSTRÓSAR VIGFÚSDÓTTUR, Sogavegi 84. Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarfólki i Vífilsstaöa- spítala, sem sýndu henni frábæra umhyggju síöustu vikurnar. Hjörleifur Sigurösson, börn og barnabörn. t Þökkum innilega öllum þelm sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför GUÐMUNDAR ÁRNASONAR, yfirlæknis, Sjúkrahúsi Akraness. Sérstakar þakkir viljum viö færa læknum og hjúkrunarfólki á deild A-5, Borgarspitalanum. Stefanía Þóróardóttir, Guömundur Þóröur Guömundsson, Ólafur Skúli Guömundsson. Hjálmar var sannur og einlæg- ur sonur Reykjavíkurborgar, þó að hann hafi ekki fengið að gerast stofnandi Reykvíkingafélagsins, sem upphaflega var eingöngu ætl- að innfæddum Reykvíkingum, en Hjálmar var nokkurra vikna gam- all þegar hann flutt til Reykjavík- ur, en var þar síðan heimilisfastur í rúm 83 ár. Hjálmar Bjarnason kvæntist Elísabetu Jónsdóttur, frá Galta- holti í Borgarhreppi í Mýrasýslu, 10. júní 1921. Hún var honum tryggur lífsförunautur í rúm 40 ár. Heimili þeirra, sem lengst af var í Suðurgötu 5, var lágreist bygging er fögur. Hlýhugur og gestrisni mætti vegfarendum, er leið áttu þangað og deildu gleði- stundum með þeim hjónum og síð- ar fjölskyldu þeirra á góðra vina fundum. Elísabet varð Hjálmari harm- dauði, er hún andaðist 7. janúar 1963. Elísabet og Hjálmar eignuðust fimm börn: Gunnhildi Ingibjörgu, búsett í Reykjavík, fráskilin. Jón Hauk, er andaðist í París 1978. Hann starfaði þar hjá OECD á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hann var kæntur franskri konu, er lifir mann sinn. Emil Nicolai, búsettur í Ástralíu, kvæntur danskri konu. Hann vinnur við rannsóknarstörf í háskóla í Mel- bourne. Sigríði, gift Sverri Guð- varðssyni, stýrimanni, búsett í Mosfellssveit, og Hörð, yfirdeild- arstjóra hjá Pósti og síma, kvænt- ur Bryndísi Bjarnadóttur. Þau eru búsett í Garðabæ. Barnabörnin eru seytján sem nú kveðja ástsælan afa. Hjálmar Bjarnason gekk öðru sinni í hjónaband 24. október 1964. Hann gekk þá að eiga Ragnhildi Sóleyju Steingrímsdóttur ættaða úr Reykjavík. Hún var fráskilin. Hjónaband þeirra Sóleyjar og Hjálmars var ástúðarríkt og lifði þá Hjálmar öðru sinni í hamingju- sömu hjónabandi í rúm 19 ár. Sól- ey reyndist Hjálmari sannur og ljúfur lífsförunautur og hlaut ást- úð og vináttu, barna, tengdabarna og barnabarna hans. Þeim var hún öllum hollur og góður fjölskyldu- meðlimur. Starfsfólk Útvegsbankans minnist Hjálmars og þakkar liðn- ar samverustundir, sem varpa yl og Ijóma á liðinn æviþráð hins síglaða og góða drengskapar- manns. Hjálmar Bjarnason var auðnu- maður til æviloka. Ragnhildi Sóleyju, börnum, tengdabörnum, barnabörnum, stjúpdóttur, ættingjum og vinum Hjálmars votta ég einlæga samúð og hluttekningu. Adolf Björnsson Verði Guðs vilji. Oft eru þessi orð sögð, og oftast án umhugsun- ar. Þessi aldraða aldna setning kom fyrst í huga minn eftir að ég heyrði lát Hjálmars Bjarnasonar. Eins og hvíslandi ómur, hljómandi bergmál runnu upp minningarnar um þennan aldna höld, sem nú hefur kvatt þessa jörð. Verði þinn vilji, já, það varð Guðs vilji að ég kynntist Hjálmari er hann kvænt- ist eftirlifandi konu sinni, Sóley Steingrímsdóttur, ég ungur að ár- um, en hann orðinn við aldur, samt sá ég aldrei aldurinn í hon- um, heldur ávallt ánægjulegan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 265. tölublað (18.11.1983)
https://timarit.is/issue/119402

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

265. tölublað (18.11.1983)

Aðgerðir: