Morgunblaðið - 18.11.1983, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983
Nýtt — Nýtt
Frá Sviss og Þýskalandi: Pils og blússur.
Glæsilegt úrval.
Glugginn, Laugavegi 40.
Viðtalstími
borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í
Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12.
Er þar tekið við hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum
og er öllum borgarbúum boðið aö notfæra sér viðtals-
tíma þessa.
m
Laugardaginn 19. nóv-
ember veröa til viötals,
Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson og Einar
Hákonarson.
Einar
Vilhjálmur
ALLTAF Á LAUGARDÖGUM
Eldsneytisframleiðsla — mögu-
leiki í ísienzkri stóriðju
Þriðji hlutinn um Háskóla íslands er um
verkfræði- og raunvísindadeild og er viðtal
við Braga Árnason prófessor.
X
2
tr
I
I
Gróður í stað grámusku
Teikningar og myndir, sem sýna umhverf-
isbætur þær, sem Hafskip hefur á prjónun-
um við höfnina.
Málari á undan sinníi samtíð
Gripiö niöur í bókina um Finn Jónsson. Kafl-
ar úr texta eftir Indriða G. Þorsteinsson og
Frank Ponzi.
Vónduð og menningarleg heigarlesning
MetsöluUadá hverjum degi!
AF ERLENDUM V^«<1NGI
eftir BJÖRN BJARNASON
SOVÉSK alþýða var búin undir það með nokkrum fyrirvara að
Júrí Andropov, forseti og flokksleiðtogi, yrði ekki í röð fyrir-
manna á grafhýsi Leníns á 66. afmælisdegi byltingarinnar 7.
nóvember síðastliðinn. Óvenjuleg fréttatilkynning var gefin út
30. október um að Andropov væri með kvefsótt. Þá var einnig
skýrt frá því opinberlega að Pimene patríarki, yfirmaður rússn-
esku orþódoxa-kirkjunnar, hefði sent Andropov óskir „um góðan
bata, mikinn andlegan og líkamlegan styrk og velfarnað í göfugu
og erfiðu starfi í þágu ættjarðarinnar", eins og sagði í fréttaskeyti
Tass um raálið. Júrí Andropov hefur ekki sést á aimannafæri
síðan 18. ágúst eða í rétta tvo mánuði, en forveri hans Leonid
Brezhnev stóð á grafhýsi Leníns 7. nóvember 1982, þremur dög-
um áður en hann lést.
Romanov var fyrsti flokksrit-
ari í Leníngrad frá 1970 þar til
hann var kallaður til Moskvu í
Ijúní síðastliðnum, þar sem hann
var gerður að ritara miðstjórn-
arinnar og falið að stjórna iðn-
aðar- og hergagnaframleiðslu.
1973 varð hann varamaður í
stjórnmálanefnd (polítbúro)
flokksins en hefur verið fullgild-
ur félagi þar síðan 1976. Til þess
að vera gjaldgengur í æðstu
trúnaðarstöðu flokksins þurfti
hann að starfa í Moskvu og sá
tími hófst sem sé í júní 1982.
Romanov er ásamt Andropov,
Chernenko og Gorbatshev í hópi
þeirra fjögurra ritara miðstjórn-
arinnar sem eru fullgildir félag-
ar í stjórnmálanefndinni. Rom-
anov er 61 árs og því meðal
hinna yngstu sem skipa forystu-
sæti í flokknum. Hann gat sér
gott orð sem stjórnandi í Len-
íngrad. Hann er tæknimenntað-
ur með próf frá skipasmíðaskóla
og var um tíma deildarstjóri í
iðnaðarráðuneytinu, áður enn
hann gerðist starfsmaður
flokksins en flokksfélagi varð
hann 1944. Hann starfaði í
flokknum í Leníngrad frá 1957
og komst þar í æðstu stöðu, eins
og áður sagði.
Ef litið er á feril valdamanna
anov í vandræðum vegna þess að
hann tók muni úr Hermitage-
safninu til afnota í brúðkaupi
dóttur sinnar. Nokkrir gestanna
tóku sig til þegar leið á veisluna,
þar sem vel var veitt, og brutu
borðbúnað Katrínar II, keisara-
ynju. Þessi atburður hefur ekki
orðið Romanov hindrun á frama-
brautinni til þessa eins og sést
best af því að í tilefni af fyrsta
byltingarafmælinu frá því hann
kom til Moskvu flytur hann há-
tíðarræðuna í Kreml.
Ræðan er í hefðbundnum sov-
éskum flokksforingjastíl. Þar er
vitnað í verk Leníns og nefnt
bindi í ritsafni hans og blaðsíðu-
tal á eftir orðréttum tilvitnun-
um. Romanov ræðir sérstaklega
um friðarhreyfinguna á Vestur-
löndum og segir meðal annars:
„Meginmarkmið þessarar vold-
ugu hreyfingar er hið sama og
sósíalísku ríkjanna. Uppbyggileg
utanríkisstefna þeirra er öflug
mótstaða gegn árásargjörnu
ráðabruggi amerískra heims-
valdasinna og já-bræðra þeirra."
Staðfesta þessi orð enn einu
sinni að tilgangur félaga eins og
Samtaka herstöðvaandstæðinga
geti verið hannaður af hug-
myndafræðingum Varsjár-
bandalagsins. Og hann kemst
einnig svo að orði á einum stað:
„Kúba, Mongólía, Víetnam, Laos
og önnur ríki í hinu sósíalíska
samfélagi gera alvarlegar til-
raunir til að koma ástandinu í
eðlilegt horf í Karabíahafi, Mið-
Ameríku, Asíu, Kyrrahafi, Suð-
austur-Asíu og á öðrum við-
kvæmum heimssvæðum." Með
„eðlilegu ástandi" vísar Rom-
anov vafalaust til þess hernaðar
sem til dæmis Kúba og Víetnam
standa fyrir í næsta nágrenni
sínu.
í hátíðarræðunni lýsti Rom-
anov því yfir að mjög mikil
spenna ríkti nú í alþjóðamálum.
Hann sagði að Sovétmenn ætl-
uðu að ganga út af samninga-
fundunum um Evrópueldflaug-
arnar í Genf, ef Bandaríkjamenn
tækju til við að koma þessum
eldflaugum fyrir. En almennt
um samstarfið v:ð Bandaríkin
sagði hann: „Lenín sagði um
þetta mál: „Ameríska auðvaldið
á að láta okkur í friði. Við snert-
um það ekki.“ (Ritsafn, 30. bindi
bls. 365.) Og hann sagði einnig:
„Ég veit ekki um neitt sem ætti
að koma í veg fyrir að sósíalískt
samveldi eins og það sem við
höfum byggt geti átt að eilífu
viðskipti við auðvaldsríkin."
(Ritsafn, 42.bindi bls. 177).“
Helsta ieiðin fyrir umheim-
inn til að átta sig á því
hvernigyfirstjórn Sovétríkjanna
er háttað er að fylgjast með röð
foringjanna á grafhýsi Leníns
við hátíðleg tækifæri eða jarð-
arfarir mektarmanna. Konstan-
ín Chernenko, gamall skjólstæð-
ingur Brezhnevs, stóð á virðu-
legasta staðnum á grafhýsinu 7.
nóvember. Að nafninu til að
minnsta kosti er Chernenko ann-
ar æðsti valdamaður Sovétríkj-
anna. Nýlega bárust þó fregnir
um að hann færi ekki lengur
með hugmyndafræðileg mál á
vegum flokksins sem hann gerði
fyrir Brezhnev eftir að Mikail
Suslov féll frá. Ekki segir það
minni sögu hverjir fá að taka til
máls á þessum hátíðarstundum
heimskommúnismans. Þeir sem
fluttu ræður í tilefni af bylt-
ingarafmælinu voru D.F. Usti-
nov, varnarmálaráðherra, er tal-
aði á Rauða torginu á bylt-
ingardaginn, og Grigori Ron.
anov sem flutti langa ræðu í há-
tíðarsamkvæmi í Kremlarkast-
ala 5. nóvember í tilefni af bylt-
ingunni.
I sjálfu sér kemur ekki á óvart
að Ustinov tali við tækifæri sem
þetta. Herinn er í hávegum hafð-
ur og hermennska er dýrkuð með
sérkennilegum hætti á bylt-
ingarafmælinu. En Grigori
Romanov er nýgræðingur í
Moskvu og þykja ræðuhöld hans
í Kreml benda til þess að hann
sé að komast til æðstu valda í
kommúnistaflokknum.
kommúnistaflokksins í Len-
íngrad og tilraunir þeirra til að
komast til æðstu metorða í
Moskvu kemur í Ijós að fæstum
þeirra hefur tekist að ná
markmiði sínu í höfuðvíginu,
Kreml. Á árinu 1979 lenti Rom-
Grigori Romanov flutti hátíðar-
ræðu í Kremlarkastala.
Júrí Andropov í júní. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan 18. ágúst.
Stjarna Romanovs
skín skært í Moskvu