Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 við Psychic TV, að höfuðástæðan fyrir hingaðkomu þeirra er ein- faldlega sú, „að hingað hafa svo fáir komið áður“. Uppistand í neðri málstofunni Hljómsveitin gerði stuttan stans hér í vikunni sem leið; kíkti á Kleifarvatn og Krísuvík, gisti eina nótt í blokk í Breiðholtinu og hélt síðan vestur um haf — til Nýju Jórvíkur — hvar hún mun halda sig fram að umræddum tón- leikum, sem haldnir verða í Menntaskólanum við Hamrahlíð „sökum nálægðar við álfabyggðir". Það eru í sjálfu sér engin undur og stórmerki að útlend hljómsveit sjái ástæðu til þess að halda hér sína fyrstu opinberu tónleika. Psychic TV hefur þó um margt nokkra sérstöðu í tónlistarheimin- um og verðskuldar athygli þeirra, sem hafa áhuga á að kynna sér eftirstöðvar punk-bylgjunnar; þróunina sem varð eftir að ræfla- rokkið, sem öllu riðlaði, reið um garð. Hljómsveitina skipa þau Genesis P. Orridge, (fornafnið tók hann upp hjá sjálfum sér á unga aldri í stað annars og algengara nafns, en hvort það síðara er al- gengt eftirnafn í Manchester, þar sem Genesis er borinn og barn- fæddur, skal ósagt látið), söngv- ari, laga- og textasmiður, bassa- gítar- og fiðluleikari, kona hans, Paula P. Orridge, sem lemur húðir og leikur á víbrafón, Peter „Sleazy“ Christopherson, yfir- tæknimeistari sveitarinnar og leikur á hljómborð, Geoff Rush- ton, gítar og fiðla, Alex Ferguson, gítar, og John Gosling, trymbill, fiðluleikari og yfirbarnfóstri Car- esse P. Orridge, fimmtán mánaða gamallar dóttur Paulu og Genesis. Þeir Genesis og Sleazy, sem eru hvað elstir í hettunni af hljóm- sveitarmönnum, áttu á því herr- ans ári 1976 stóran þátt í mikilli sýningu í Lundúnum, sem gekk svo fram af mörgum, að hún varð tilefni eldheitra umræðna í neðri málstofu þingsins um það hve langt væri hægt að teygja hugtak- ið list og á hvaða leið enskur ung- dómur væri eiginlega. Sýning þessi samanstóð af uppákomum af ýmsu tagi og mun menningarlegt gildi þeirra hafa verið umdeilan- legt, þó þær dygðu til að hneyksla neðri málstofuna. En nöfn að- standendanna áttu eftir að heyr- ast oft árin á eftir. Auk Genesis P. Orridge og Sleazy Christopherson, voru þarna á ferð ungur maður sem kallaði sig Johnny Rotten og félagar hans í hljómsveitinni Sex Pistols, Siouxie and The Banshees og fleiri og fleiri. Þetta var árið 1976, útgangurinn á liðinu hreint út sagt hrikalegur, hugmynda- fræði til hægri eða vinstri dauð, grænum og fjólubláum kollum fjölgaði með ljóshraða á götum Lundúnaborgar; heiðvirðir borg- arar hættu að fara í dýragarðinn um helgar og héldu þess í stað í skoðunarferð eftir King’s Road — helst f brynvörðum vögnum. — Hneykslunarhellurnar hlóðust upp á „gullströnd" þeirra græn- hærðu; sýningunni „Prostitution". Ræflarokkið var fætt. Wívíddarhljómtækni Zuccarellis Þótt ekki sé langt um liðið síðan þetta var, hefur mikið vatn runnið til sjávar í rokkheiminum og menn ýmist staðnað, orðið undir, eða reynt nýjar leiðir með mis- jöfnum árangri. Johnny Rotten heitir nú John Lydon og þykir hafa gert athyglisverða hluti með hljómsveit sinni Public Image Limited, bæði tónlistarlega og einnig í þá veru að reyna að brjóta niður hefðbundna ímynd rokk- stjörnunnar á stallinum, sem mörgum hefur . eynst skeinuhætt. Þeir Genesis og Sleazy voru lengi viðriðnir hljómsveitina Throbbing Gristle, sem þykir hafa haft mikil áhrif á aðrar sem á eft- ir komu, s.s. hljómsveitina Cabar- et Voltaire sem ætti að vera ís- lensku áhugafólki um nútímatón- list að góðu kunn. Psychic TV varð síðan að veruleika fyrir u.þ.b. þremur árum, að því er Paula P. Orridge tjáði blm. meðan aðrir meðlimir sveitarinnar svipuðust um eftir sovéskum njósnatækjum í Kleifarvatni og þokunni létti um stund. Hingað til hefur þessi hóp- ur starfað á mun breiðari grund- velli en gengur og gerist og það mun rétt vera að tónleikarnir í Hamrahlíðinni verða fyrstu eig- inlegu opinberu tónleikar Psychic ,TV. Það hefur þó ekki aftrað því að hljómplötufyrirtækið CBS sá ástæðu til þess að gera stóran samning við hljómsveitina og mun það einsdæmi að slíkt sé gert þeg- ar í hlut á hljómsveit, sem aldrei hefur komið fram opinberlega. Hins vegar hafa þau gefið út tvær hljómplötur, sem hafa í flestum tilvikum hlotið afbragðsgóðar við- tökur breskra gagnrýnenda, sem þykja þó óvægnir. Þá hefur hljóm- tækjasnillingurinn Zuccarelli léð þeim afnot af nýrri hljómburðar- tækni, sem hann hefur þróað og þykir tákna byltingu á því sviði og nefnist „holophonic sound". Þessi tækni gerir það að verkum að þeg- ar hlýtt er á tónlist í hljómflutn- ingstækjum berst hljóðið úr öllum áttum — að ofan, neðan o.s.frv. — og ekki eingöngu úr sitt hvorri, eins og þekkst hefur hingað til í steríótækjum. Zuccarelli liggur hins vegar á þessari nýjung sinni eins og ormur á gulli og hefur, að P. TV undanskildum, aðeins leyft einni hljómsveit takmörkuð afnot af henni — Pink Floyd. Það, sem meðlimir P. TV segjast vilja veita áheyrendum sínum, er „ekki skemmtun — heldur upplif- Svart- sýnir sveim- hugar láta betur að stiórn „Tmknin er galdur nútímana“ og myndavélarnar voru aldrei langt undan í þeaaari þokuferó. Geoff og Sleazy, aem kom reyndar til ía- landa fyrir tveimur árum og dvaldi í nokkra daga nordur í landi og tók myndir af einni vinamluatu rokkaöngkonu Japana, Jumi aö nafni, aem áttu aö prýöa hljómplötuumalag. Þeaai heimaókn fór fyrir otan garö og neöan hjá landanum, en Sleazy aegir: „í Bretlandi er avo margt víavit- andi bmlt og grafiö niður — á íalandi er allt nmr yfirboröinu, bmöi náttúruöflin og tilfinningar fólkaina." un, sem fær þá til að líta í eigin barm og gera upp við sig hvernig og hvað þeir vilja vera“. Stór orð og víðtæk hugtök, aðallega sett fram af Genesis, sem á það til að fara í svolitla varnarstöðu þegar gengið er á hann og farið fram á nánari skilgreiningar. Kannski ekki nema von þegar haft er í huga að hann hefur árum saman verið eitt helsta „enfant terrible" breskrar rokktónlistar og mátt þola ýmislegt af hálfu aðgangs- harðra blaðamanna um dagana. Frönsk blaðakona mun hafa geng- ið svo langt að halda því fram að Genesis P. Orridge væri útsendari hins illa holdi klæddur! Vonandi loðir því brennisteinslyktin í Krísuvíkinni ekki allt of lengi við Genesis og félaga, sem neita því staðfastlega að þeir geri nokkuð til að skapa þá ímynd af sér, að franskar blaðakonur hafi ástæðu til að hugsa, hvað þá skrifa, svona ijótt. „Markmið okkar er að miðla þeim upplýsingum, sem við búum yfir til fólks. Fólk heldur að það sé alltaf að meðtaka upplýsingar en gerir sér ekki grein fyrir því að það er alltaf verið að neita því um þær. Það er ekki verið að vernda okkur með þessu leynimakki held- ur er þvert á móti verið að taka af okkur réttinn til að velja og hafna á grundvelli nægra upplýsinga. Stundum sýnum við fólki og segj- um því frá hlutum sem það hefur aldrei séð eða heyrt og þá kann að vera að einhverjir hneykslist, en við reynum ekki vísvitandi að ganga fram af fólki.“ Til skýringar máli sínu segir Genesis að búið sé að finna upp fullkomlega skaðlaust tæki, sem geti læknað fólk af heróínfíkn og öðru eiturlyfjahelsi. „Upplýsing- um um þetta er hins vegar haldið leyndum," segir hann. „Tækið sendir frá sér bylgjur, sem leysa úr læðingi eðlilega hvata í mannsheilanum og þeir vinna bug á fíkninni á skjótari og öruggari hátt en nokkur lyfjameðferð. Kona að nafni Meg Richardson fann það upp, kom með það til okkar og nú er komin það mikil reynsla á notkun þess að það fer ekkert á milli mála að það virkar. Það læknaði m.a. Keith Richard og þá er flestum við bjargandi!" En hver ætti að sjá sér hag í því að koma í veg fyrir að slík upp- götvun komist á framfæri ef rétt er? „Það yrðu ekki allir jafn ánægðir," segir hann, „ef tvær milljónir breskra húsmæðra vökn- uðu upp einn daginn og gerðu sér grein fyrir því, hvað varð til þess í upphafi að þær fóru að taka ró- andi lyf, eða ríkið missti þann spón úr aski sínum, sem tekjur af tóbaks- og áfengissölu eru, eða ef öll uppreisnargjörnu ungmennin hættu í heróíninu og yrðu aftur lifandi fólk, sem vildi gera eitt- hvað í málunum. Það hefur verið legið á upplýsingum um þessa sáraeinföldu og ódýru uppgötvun og af því að fólk hefur ekki heyrt um hana frá „ábyrgum" aðilum, trúir það því ekki að hún sé til. En þegar við snúum aftur heim ætl- um við að gera okkar til þess að sannfæra það um að svo sé,“ segir Genesis og kveðst sjálfur lifa afar heilbrigðu lífi, líkt og fjölskylda hans og félagar í hljómsveitinni. Ekkert þeirra reykir, neytir lyfja eða áfengis, utan hvað Genesis fær sér stöku sinnum viskí-tár. Og þar sem helmingur hljómsveitar- innar leggur sér ekki kjöt til munns (þrír lúta ennþá ofurvaldi hamborgarakóngsins McDonalds, segja P. Orridge-hjónin alvöru- gefin) er nú stefnt til borgarinnar í leit að matsölustað, sem býður upp á góðan salatbar. Einn slíkur kemur í leitirnar og undir borðum berst talið m.a. að bresku popp- pressunni, sem ekki eru vandaðar kveðjurnar og er hún kölluð „há- borg hræsninnar" svo eitthvað sé nefnt. Burroughs og Gysin Genesis verður svo tíðrætt um áhrif og innrætingu að það liggur beint við að spyrja hann hvaða áhrif Psychic TV vilji hafa á um- hverfi sitt. „Við kærum okkur ekki um að hafa önnur áhrif en þau að fólk losi sig úr viðjum vanans, fari að hugsa sjálfstætt og hætti að eyða tímanum í einskisverða hluti. Grundvallaratriðið er að ekkert verður endurtekið og því á maður að fara með hverja stund eins og hún væri manns síðasta. Ég er þrjátíu og þriggja ára og mér líkar það vel að eldast," segir Genesis. „Bráðum fer hár mitt að grána og ég hlakka til þess þegar það verð- ur hvítt. Rétt rúmlega tvítugt fólk á það til að segja og hugsa — það er orðið of seint að gera þetta og hitt fyrst ég er ekki búinn að því nú þegar. — En það er aldrei of seint. Það sem ég hrífst af hjá Burr- oughs og Gysin er að þeir eru allt- af að leita nýrra leiða til að tjá sig eftir og feta ótroðnar slóðir þótt þeir séu orðnir hundgamlir.“ Hér á Genesis að sjálfsögðu við svissn- eska uppfinningamanninn, rithöf- undinn og listmálarann Brion Gysin og bandaríska skáldið William S. Burroughs, en við þá hafa meðlimir hljómsveitarinnar, fyrst og fremst Genesis, verið í miklu vinfengi um árabil. Áhrif þessara tveggja manna á hina ýmsu hópa listamanna hafa verið mikil og sér ekki fyrir endann á þeim. Gysin beitti „cut-up“ eða „orðskurðartækni" einna fyrstur á texta og sú aðferð hefur dreifst yfir á aðrar listgreinar. Um Willi- am Burroughs hefur starfsbróðir hans, Norman Mailer, sagt: „Hann er eini núlifandi bandaríski skáldsagnahöfundurinn, sem hugsanlega býr yfir snilligáfu." Á öðrum stað segir að Burroughs sé sá rithöfundur, sem hvað drýgstan þátt hafi átt í þróun nútíma- skáldsögunnar síðan James Joyce leið. Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir á þessum staðhæfingum, en eftir standa allténd áhrif Burr- oughs á samtíð sína og þá ekki síst sér yngra fólk. Framsæknar rokkhljómsveitir hafa sótt hugtök og nafngiftir í smiðju hans, t.d. Soft Machine, en það nafn er ein- mitt titill á einni bóka Burroughs og minni spámenn á sviði popp- listar, s.s. Andy Warhol, sitja and- aktugir við fótskör þessa byssu- glaða gamla manns (eina tímarit- ið, sem hann er áskrifandi að er gefið út af samtökum amerískra áhugamanna um skotvopn), sem er „búinn að sjá allt og gera flest" eins og einn lærisveina hans orðar það. Myndbandamaður McCartney’s Ekki verður annað séð en að P. Orridge-hjónin séu bæði samhent og sæl og þau eru mikið gefin fyrir giftingar. „Við viðurkennum ekki hjónabandið sem stofnun," segja þau, „þess vegna ætlum við að gifta okkur nógu oft til þess að það verði merkingarlaust og halda okkur við giftingar, sem ekki fá náð fyrir augum breskra yfir- valda.“ Síðast giftu þau sig í Mex- íkó og hrifust að sögn af tómleika athafnarinnar. „Alger and-athöfn, vegabréf, fingraför og búið.“ Þau

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.