Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 nn n Tr i I fallegum garði í miðborg Reykjavíkur stendur sérkennilegt hús, eða öllu heldur turn með flötu þaki. Þetta er Hljómskálinn, og þarna hefur hann staðið í rúm sextíu ár og er orðinn svo samgróinn umhverfi sínu, aö án hans væri miðbærinn ekki sá sami. Reykvíking- um þykir því að vonum vænt um Hljómskálann sinn, þótt fæstir þeirra hafi komið þar inn fyrir dyr, og líklega er mörgum eins farið og mér, að hafa brotið um það heilann hvernig umhorfs væri þar innan veggja. En ef til vill er Hljóm- skálinn þó merkilegastur fyrir þá sérstöðu sína, að vera eina húsið sem byggt hefur verið gagn- gert undir tónlistarstarfsemi hér á landi og hef- ur sú staðreynd rifjast upp í umræðum manna að undaniornu um byggingu tónlistarhúss í Reykjavík. Raunar gaf þetta okkur átyllu til að slá tvær flugur í einu höggi, kanna hið dular- fulla hús að innan og rifja upp sögu þess. Því var það á svölu haustkvöldi, að við lögðum leið okkar í Illjómskálann og knúðum þar dyra. 1 Hljóinskálaninn l||i » •* " Magnús Sigurjónsson, sem starfað heftir í Lúérasveit Reykjavíkur frá Neðri sahirínn er eins konar félagsheimili Lúðrasveitar Reykjavíkur. árinu 1938, og Halldór Einarsaon, núverandi formaður, bera saman bækur sínar í efrí sal Hljómskálans. Saga Hljómskálans er samofin sögu Lúðrasveitar Reykjavíkur og því þurfti það ekki að koma okkur á óvart að hitta þar fyrir tvo liðsmenn sveitarinnar, þá Halldór Einarsson básúnuleikara og nú- verandi formann LR og Magnús Sigurjónsson túbuleikara, sem leikið hefur með sveitinni frá því árið 1938. Þeir félagar leiddu okkur í allan sannleika um málið og flettu með okkur í gegnum fundargerðabækur frá fyrstu ára- tugum þessarar aldar. Árið 1922 reis Hljómskálinn af grunni og það sama ár var Lúðrasveit Reykjavíkur stofnuð. Sveitin varð til við samruna tveggja félaga, Lúðrafélagsins Hörpu, sem stofnað var 16. maí 1910, og hlutafélagsins Gýgju, sem var lúðrafélag og málfundafélag stofnað 25. september 1914. Áður hafði Lúðraþeytarafélag Reykja- víkur starfað um fjörutíu ára skeið, en það var stofnað 26. mars 1876, og kemur ekki við þessa sögu. I fundargerðabók Gýgju (síðar ritað Gígja) má finna heim- ild fyrir því að í ársbyrjun 1921 hafi húsnæðismál verið ofarlega á baugi í báðum lúðrafélögunum, Gígju og Hörpu. í fundargerð frá 6. aðalfundi, sem haldinn var sunnudaginn 30. janúar 1921, segir undir 7. lið: Kennari flytur erindi. „Haíin Jtvað formann Lúðrafé- lagsins Hörpu hafa nefnt við sig að tala um á fundi í Gígju sameig- inlegt húsnæðisvandamál beggja félaga. Hefði komið til orða að fé- lögin kæmu sér upp í félagi skúr til að æfa í. Formaður kvað þetta mikilsvert mál. Æfingastaðir lúðrafélaga hér væru alltaf ómögulegir og félögin alltaf í vandræðum með húsnæði. Þá kom tillaga: — Ég undirritaður legg til, að stjórninni sé falið að undirbúa húsnæðismálið og halda bví vak- andi.“ H. Þorsteinsson, Oskar V. Eiríksson (stuðningsmaður). — Tími vannst ekki til að ræða fleira og var fundi frestað." Undir fund- argerðina skrifa Karl 0. Runólfs- son formaður og Þorsteinn Hall- dórsson ritari. Á framhaldsaöalfundi í lúðrafé- laginu Gígju var fyrsta mál á dagskrá „Samæfing með Hörpu", sem bendir til að þá hafi verið komin upp sú hugmynd að sam- eina félögin. Urðu talsverðar um- ræður um þetta mál og sýndist sitt hverjum. í fundargerðinni segir svo: „Var rætt um þetta mál nokkra stund og héldu sumir því fram, að það lægi á bak við hjá Hörpu, að hún vildi fá lánaða menn úr Gígju við konungskomu- spilamennskuna. — Tómas Al- bertsson kvaðst álíta, að væri mál- ið þannig vaxið svo sem skýrt hefði verið frá, væri óþarfi að ræða það á aðalfundi, þar eð alltaf mætti annars koma sér saman um það. En lægi eitthvað á bak við væri ekki vert að vera að þjóta upp til handa og fóta.“ — Tómas bar síðan fram tillögu þess efnis að vísa málinu frá og var það sam- þykkt. Á félagsfundi í Gígju hinn 4. september 1921 er aftur tekið upp málið „Samæfing með Hörpu" og Jíelgina ig. — io. nóvember verður sýning á aÓventu- og jólasfireytingum. Opid kl. 10—21. BORGARBLOMÍÐ SKÍPHOLTÍ 35 SÍMÍ= 3ZZI3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.