Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 Geimferðastofnun Bandaríkjanna 25 ara: að gera nákvæmar athuganir á jarðfræði og loftslagi þeirrar reikistjörnu; annar leiðangur er fyrirhugaður í næsta nágrenni halastjörnu og í námunda við smástirni, og einnig er ætlunin að ná sýnishornum og gera kort af Títani, hinum stóra fylgihnetti Satúrnusar. Aðrar hugmyndir um stjörnu- og geimathuganir, sem verið er að vinna að undirbúningi á, taka meðal annars til sérstakra vísindaleiðangra til þess að ná í sýnishorn af jarðveginum á Mars, til að ná til jarðar smábrotum af halastjörnu, og svo' einn leiðangur, sem fyrirhugaður er á braut um- hverfis tunglið til að gera athug- anir á tilvist málma og málmleys- ingja, sem unnt væri ef til vill að vinna. Legði Geimferðastofnun Banda- ríkjanna hins vegar enga rækt lengur við vísindaleiðangra í framtíðinni, myndi það þýða, að þar með væri einfaldlega horfið frá þátttöku okkar í hinu mest spennandi fyrirtæki vorra tíma — en það eru vísindalegu könnunar- leiðangrarnir um sólkerfi okkar svo sannarlega. Geimskutlur og geimstöðvar kunna að auka og breikka athafnasemi mannkyns- ins úti í geimnum, en litlu geim- förin, sem halda út í aðra heima með ljósmyndavélar sínar og hin nákvæmustu mælingatæki til að safna öllum mögulegum upplýs- ingum, auka við þekkingu okkar og valda því, að maðurinn fer að reyna að brjóta til mergjar stöðu sína í alheiminum. Framtíðarsýnin er ný- lenda á tunglinu Þrátt fyrir þá miklu áherzlu, sem á næstunni verður lögð á að viðgerða og viðhalds, sem fram- kvæma þyrfti eftir hvert geimflug. Venus kortlögð Það kynni að reynast erfitt fyrir Geimferðastofnunina að hætta sér út í eitthvert stórfellt og kostnað- arsamt geimverkefni á næstu ár- um, nema því aðeins að endir verði bundinn á taprekstur geimskutl- anna og hann fari að skila árlega að minnsta kosti tveggja milljarða dollara hagnaði. Efasemdamenn, og þá alveg sérstaklega úr röðum vísindamanna, segja af biturri reynslu, að verði einhver þáttur í starfsemi Geimferðastofnunar- innar skorinn niður til þess að fjármagna smíði geimstöðvarinn- ar, þá sé afar líklegt, að það verði þær vísindarannsóknir, sem í gangi eru á vegum NASA, sem verði fyrir barðinu á þeim niður- skurði. Geimferðastofnunin hyggst taka upp áðurnefnda samvinnu og þjónustu við einkafyrirtæki til þess að stórauka og hraða fjáröfl- un til smíði geimstöðvarinnar og það á að gerast á sama tima og stofnuninni er ætlað að hleypa nýju lífi í vísindalegar stjörnuat- huganir. Eftir sex ára hlé, en á þeim tíma hefur ekki fengist leyfi til að gera út neinn stjörnuathug- analeiðangur út í geiminn, féllust bandarísk stjórnvöld loks á það núna í ár að veita fé til þess að senda út geimfar til þess að gera yfirlitskort af hinni skýjum sveip- uðu reikistjörnu Venusi með sér- stökum ratsjárbúnaði árið 1988. í undirbúningsdeildunum er auk þess verið að vinna að skipulagi leiðangra, sem fara á í umhverfis Mars á tíunda áratugnum til þess Dýrustu fargjöld Til þess að laða að einkafyrir- tæki og vekja verulegan áhuga þeirra á geimnum sem vettvangi fyrir vissan hluta starfsemi þeirra, hefur verið gerð ítarleg áætlun um sérstaka samvinnu með föstu fyrirkomulagi, sem Geimferðastofnunin og eitthvert einkafyrirtæki gæti haft um ákveðin verkefni, sem vinna þarf úti í geimnum og þjónuðu við- skiptahagsmunum viðkomandi fyrirtækis. Geimferðastofnunin getur þá boðið viðkomandi fyrir- tæki ókeypis ferðir með geim- skutlunni eins lengi og það verk- efni, sem unnið er að úti í geimn- um, er enn á rannsóknastigi og verið er að vinna við að fullkomna það. Þrjú bandarísk fyrirtæki hafa þegar undirritað þannig samninga við Geimferðastofn- unina og nokkrir tugir annarra fyrirtækja hafa látið í ljós mikinn áhuga á slíkum samstarfssamn- ingum. Þegar vinnsluaðferðin hef- ur náð framleiðslustigi, tekur fyrirtækið hins vegar að greiða Geimferðastofnuninni svimandi hátt gjald, en það gæti numið allt að 5 milljónum dollara fyrir hverja ferð skutlunnar út í geim- inn. Gjaldið fyrir geimskutluna gæti numið um það bil 42 milljón- um dollara fyrir flutning, sem tæki upp allt flutningsrými skutl- unnar. Það er búizt við því, að þessi flutningsgjöld eigi eftir að hækka mjög verulega árið 1985 til þess að mæta raunverulegum kostnaði við geimflug skutlunnar. Vitanlega eru uppi raddir, sem gagnrýna harðlega þessa nýju áætlun Geimferðastofnunar Bandaríkjanna og draga réttmæti hennar mjög í efa. Menn óttast, að NASA kunni að ganga of langt i samningagerðum sínum um ábatasöm verkefni á sviði við- skipta, sem unnin yrðu úti í geimnum. Þeim finnst, að Geim- ferðastofnunin hafi engan veginn nægilegt fjárhagslegt bolmagn til þess að taka að sér slík verkefni, sem réttlætt eru með því að þau eigi svo síðar að geta staðið undir kostnaðinum við smíði geimstöðv- arinnar. Það sem þó veldur mönnum enn meiri áhyggjum, er geimskutlan sjálf. Þótt flugferðir hennar út í geiminn hafi í alla staði tekist ágætlega, verður þó enn ekki séð, hvort fjárhagslegur grundvöllur sé raunverulega fyrir rekstri geimskutlna, samkvæmt þeim kostnaðarútreikningum, sem gerðir hafa verið fyrirfram í sam- bandi við smíði þeirra og áætlaða notkun. í upprunalegum áætlunum var gert ráð fyrir því, að fjögurra véla skutlufloti ætti á 12 árum að fara í 560 geimleiðangra, og ætti þá hver skutla að geta lent, farið í nákvæmnisskoðun og hafið sig til flugs á ný á tveggja vikna fresti. I áætlunum þeirra eru 24 geimferð- ir árlega fyrirhugaðar fyrir hverja skutlu árið 1988, 30 ferðir árið 1990 og 40 árið 1992. í nýlegri athugun, sem gerð var á vegum Rannsóknaráðs Banda- ríkjanna, var komizt að þeirri niðurstöðu, að möguleikarnir á að komast upp í 30 geimleiðangra með skutlu árið 1990, væru „afar litlir eða engir" vegna þess eftir- lits, sem hafa yrði með vélbúnaði skutlunnar og vegna nauðsynlegra Frá rómantísku geimflugi til vöruflutninga Fríkirkjan fær nýjan messuskrúða í afmælisgjöf SUNNUDAGINN 20. nóvember verður tekið í notkun nýtt og vandað altarisklæði í Fríkirkj- unni, sömuleiðis nýr hátíðahök- ull dýrmætur. Nýi messuskrúð- inn er afmælisgjöf Kvenfélags Fríkirkjunnar til kirkju og safn- aðar í tilefni af 80 ára afmæli kirkjuhússins, en þaö var vígt hinn 22. febrúar 1903. Ákvað stjórn Kvenfélagsins að efna til þessarar Rjgru gjafar fyrir 4 ár- um, er Fríkirkjusöfnuðurinn varð 80 ára. Hólmfríður Árnadóttir hef- ur hannað og unnið þennan veglega skrúða, sem ofinn er úr silki og gulllitum málm- þræði. Eftir messu og altarisgöngu þennan dag (20. nóvember kl. Séra Gunnar Björnsson í hinum nýja hökli Fríkirkjunnar í Reykjavík. Við hlið hans stendur Hólmfríður Árnadóttir, sem hefur hannað og unnið hökulinn, svo og nýtt altarisklæði og dúka. Morpinbiaðift/ól.K M 14.00) efnir Kvenfélagið til kaffisölu á Hótel Sögu og er þess vænst með tilhlökkun að sem flestir fríkirkjumenn, karlar og konur, sjái sér fært að koma í veislukaffið, en ágóða verður varið til styrktar orgelsjóði. Þá hyggjast kon- urnar einnig bjóða til kaups postulínsvasana með mynd Baltasars, sem gerðir voru í tilefni afmælis kirkjunnar. Að lokinni guðsþjónustunni verð- ur strætisvagn til taks við kirkjudyr að flytja þá, er þess óska, vestur á Hótel Sögu. Hittumst heil við guðsþjón- ustuna á sunnudaginn og gleðj umst við góðar veitingar á eft- ir. Gunnar Björnsson, fríkirkjuprestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.