Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 53 munu hafa í hyggju að biðja alls- herjargoða ásatrúarsafnaðarins að gefa sig saman hér á landi. Það fórst fyrir að segja þeim Paulu og Genesis að þau hjón, sem goðinn á Draghálsi, Sveinbjörn Beinteins- son, hefur einu sinni gefið saman, verða ekki svo auðveldlega skilin að — eins og nýlegt dæmi sannar. — Því geta þau átt á hættu að „falla á eigin bragði" og vakna upp við það að vera orðin ráðsett hjón að fornum sið, íslenskum, ef svo heldur fram sem horfir. Því fer hins vegar fjarri að meðlimir Psychic TV séu áhugalausir um trúmál, hvort sem um er að ræða tíbeska trúarsiði, ásatrú eða kristni og Genesis trúir blm. m.a.s. fyrir því að hann hafi verið kennari við sunnudagaskóla í Manchester árið 1968, þegar flest- ir jafnaldrar hans hafa væntan- lega verið uppteknir við annað. „Ég kenndi við sunnudagaskólann í eitt ár,“ segir hann, „og var með lang stærsta bekkinn og bestu út- komuna yfir skólann. Börnin grétu þegar ég var rekinn. Ég sagði þeim biblúsögurnar en leyfði þeim líka að tala um annað, ef þau vildu. Þegar komið var að sögunni um hina kinnina, lét ég þau fara í fótbolta í skólaportinu og stöðvaði leikinn í hvert sinn sem einhver sýndi fantaskap. En skólayfirvöld- um líkaði ekki þessar kennsluað- ferðir og því fór sem fór.“ Þegar hér er komið sögu hefur leikurinn færst upp í blokk í Breiðholtinu, Hilmar Örn Hilm- arsson, sérlegur hjálparkokkur hinnar dulrænu sveitar, fer með Genesis í bæinn að ganga frá vegabréfsáritunum til Ameríku og hinir fá því orðið. Auk þess að gefa úr handrit og bækur með upplýsingum, sem þau telja að eigi erindi til almennings, t.d. um tækið, sem læknar fólk af fíkn í hina ýmsu vímugjafa og aðrar uppfinningar, sem þau telja að „haldið sé leyndum af ásettu ráði“, fæst Psychic TV mikið við gerð myndbanda. Það er Sleazy, sem er sérfræð- ingurinn á því sviði og það kemur á daginn að hann fæst við að hanna myndbönd fyrir m.a. Paul McCartney, Robert Plant og hljómsveitina Yes, milli þess sem hann sinnir áhugamálum sínum með P.TV. „Þeir eru allir jafn leið- inlegir og kröfuharðir meðan á svona vinnu stendur. En það er ég líka sjálfur undir sömu kringum- stæðum," segir hann, aðspurður hvernig það sé að vinna með því liði og bætir því við að McCartney sé sá þeirra sem mesta hirðina hefur í kringum sig. „Varkár mað- ur McCartney — ekkert smáatriði er svo lítilfjörlegt að hann grandskoði það ekki áður en það sleppur í gegnum nálaraugað. Én þaðan koma peningarnir, sem fara allir í útgerð P. TV.“ „Stjörnur morgundagsins eru í bílskúrunum að end- urtaka sjálfar sig og aðra“ Blm. spyr í fávisku sinni hvort „hólófónían" eigi eftir að hljóma í Hamrahlíðinni eftir helgina, en fær þau svör að þar sem þessi tækni endurskapi raunveruleik- ann sé hennar ekki þörf á sviði, auk þess sem svo margar rásir þurfi til að beita henni, að ógern- ingur yrði að koma því við. „Það sem er hægt að gera er hins vegar farið fyrir þeim sjálfum. „Það sem þetta fólk skilur ekki er að það er miklu mikilvægara að halda áfram að hugsa, þróast og gera spennandi hluti en að eiga glæsi- legt sveitasetur til þess að verða gamall í. Við viljum fá fólk til þess að endurmeta fyrirfram ákveðnar hugmyndir sínar um það hvernig tónlist eigi að vera,“ segir Sleazy og bætir við: „Tónlist hefur alltaf verið útrás fyrir uppreisnargjarna æsku og það er gott. Það er hins vegar slæmt þegar hljómplötuút- gefendur fara að stjórna því sem á að virka frelsandi og enn verra þegar krakkar, sem halda að þeir séu að gera eitthvað nýtt, eru i raun að endurtaka sig og aðra. Það er það sem stjörnur morgun- dagsins eru að gera í bílskúrunum núna. Ég lít í raun og veru ekki á mig sem tónlistarmann," segir Sleazy, „en ég neyðist þó til að gera það því það er ekkert að gerast annars staðar sem höfðar til mín. Hitt er P. Orridge-fjölBkyldan. að framleiða hljóð, sem hljóma eins og eitthvað, sem er ekki að gerast, sé að gerast, eða þannig ... „Sumt verður byggt á „cut-up“ að- ferðum, annað ekki. Þetta verður góður hávaði," segir Alex Fergu- son, sem hinir segja að sé eini maðurinn sem tekist hafi að lifa af pönkið og halda óbreyttri stöðu sem utangarðsmaður. Ferguson glottir út í annað og þegar hann talar er það með syngjandi skosk- um hreim. Hann hefur komið víða við, m.a. framleitt plötur með Daníel Miller, Yazoo og The Go- Betweens og í framhaldi af því berst talið að því hvað sé að gerast í breska rokkheiminum „eftir pönk“. „Unga fólkið var keypt upp af hljómplötufyrirtækjunum, sem sögðu því að ef það færi að spila létt popp, gæti það lifað í hóglífi það sem eftir væri. Boy George, Steve Strange og Adam Ant eru allt strákar, sem voru pönkarar upphaflega en gerðust „nýróman- tískir skemmtikraftar". Þetta er saga sem alltaf er að endurtaka sig og sá stakkur sem hljómplötu- fyrirtækin sníða er mjög þröng- ur,“ segja þeir félagar og neita því alfarið að hætta sé á að eins geti svo annað mál, að ég tek allt, sem ég geri, mjög alvarlega. Eftir að pönkið leið undir lok er allt í upp- lausn." Það kemur á daginn að svo bregðast krosstré sem önnur því þeir félagar segja John Lydon strand í New York „endurtakandi sjálfan sig af því að hann þarfnast peninganna" og hljómsveitina Clash keyrandi um friðsæl sveita- héruð Suður-Englands í stórum límósínum, hugsandi um það eitt að ná sem mestu kókaíni upp í nasirnar (það var eins gott að Njörður P. og Örnólfur sáu þetta ekki fyrir þegar þeir fengu þá hingað á listahátíð um árið). „Eitt af því sem Clash ætlaði að gera var að opna stóran klúbb fyrir unglinga, þar sem þeir gætu lært að leika á hljóðfæri og fleira. Það hafa þeir ekki gert enn og gera varla úr þessu. „En það er engin hætta á því að við föllum í þessa gryfju," segja þeir. „Við höfum svo lágan „leið- indaþröskuld" að við myndum veslast upp í Sommerset á einni viku, auk þess sem við hrærumst á svo mörgum öðrum sviðum en ein- um hljómsveitarpalli." HHS Hættum að reykja Fimm daga áætlun hefst í kvöld, sunnudag 20. nóv. kl. 20.00. í Lögbergi, Háskóla íslands. Læknar fræða um skaö- semi reykinga. Kvikmyndir, litskyggnur og skýrslur sýna afleiöingar reykinga. Kostnaöur kr. 450. Gullið tækifæri að hætta islenska bindindisfélagið ÍSLENSKIR TÖLVUSPILAKASSAR • Sterkir, vandaðir og ódýr- ir. • Míkið úrval leikja fyrir- liggjandi. Hver leikur aö- eins 2000 kr. • Samsettir úr einingum. Auðveldar viögeröir. • Myntinntak stillanlegt fyrir hvaða mynt sem er. • Stór myntkassi (3 mánuð- ir). • Margir nýir leikir koma á markaöinn í hverjum mánuöi. • Hentugir fyrir sjoppur, fé- lagsheimili, spilasali og bílljardstofur. • Sýningarkassi á staðnum. TÖLVUBÚDIN HF Skipholti l Simi 2 5410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.