Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983
65
nú var tilefnið silfurbrúðkaups-
afmæli Hallgríms Þorsteinssonar.
Húsnæðismálið var tekið upp á
fundi hinn 2. nóvember það sama
ár og var þar frá því skýrt að sam-
ið hefði verið um nýtt húsnæði til
æfinga, en ekkert minnst á sam-
eiginlega lausn Hörpu og Gígju,
eins og rætt hafði verið um á aðal-
fundinum. Líður nú fram á árið
1922.
Dregur til tíðinda
Á félagsfundi í Gígju, sem hald-
inn var 12. mars 1922 var tekið
fyrir svokallað „söngstjóramál",
þar sem rætt var um að fá hingað
til lands þýskan mann, Otto
Bötcher fyrir milligöngu Jóns
Leifs. Á sama tíma var haldinn
fundur í Hörpu, þar sem sama mál
var á dagskrá. I fundargerðabók
Gígju segir m.a. um mál þetta:
„Formaður kvaðst vita að skiftar
skoðanir væru um þetta mál í
Hörpu. Þeir væru að leggja út í 12
þúsund króna húsbyggingu, og
mundu því tæplega vilja leggja á
sig annan kostnað. — En formað-
ur kvaðst hafa fengið áskoranir
um að taka söngstjórann þó
Harpa yrði ekki með.“ Þarna kem-
ur greinilega fram að nokkrir fé-
lagar í Hörpu hafa þegar ákveðið
að ráðast í húsbyggingu auk þess
sem þarna er vísbending um nána
samvinnu félaganna í söngstjóra-
málinu. Samruni félaganna varð
svo að veruleika nokkrum mánuð-
um seinna og Hljómskálinn reis af
grunni með samstilltu átaki
beggja félaganna undir nafni
Lúðrasveitar Reykjavíkur. Söng-
stjórinn, Otto Bötcher, kom
hingað til lands 9. maí 1922 á veg-
um Gígju, og fljótlega tóku félag-
ar úr Hörpu að sækja æfingar
undir stjórn þessa ágæta tónlist-
armanns. Úr því æfðu bæði félög-
in reglulega saman og spiluðu í
fyrsta skipti opinberlega, undir
stjórn Bötchers, laugardaginn 17.
júní 1922, á Austurvelli undir
nafninu Lúðrasveit Reykjavíkur.
Var þá ákveðið að sameina félögin
undir þessu nafni og var það sam-
þykkt á sameiginlegum fundi, sem
haldinn var 7. júlí í Iðnó. í fundar-
gerðabók Gígju segir m.a. um
þessa atburði: „Þannig atvikaðist
það, að lúðrafélögin Harpa og
Gígja hættu að starfa sem sjálf-
stæð lúðrafélög, hvort í sínu lagi,
en rugluðu saman reytum sínum
með það fyrir augum að mynda í
sameiningu góðan lúðraflokk und-
ir stjórn söngstjórans þýska, er
Gígja hafði náð í.“
I fundargerðabók Lúðrasveitar
Reykjavíkur er síðan að finna yf-
irlit yfir starfsemina næstu árin
og 25. nóvember 1922 er þess getið
að bæjarstjórn Reykjavíkur hafi
verið sent bréf, þar sem farið er
fram á að bæjarsjóður ábyrgist 10
þúsund króna lán til að fullgera
húsbygginguna. Og hinn 31. des-
ember, á gamlárskvöld 1922, segir
í bókinni að sveitin hafi leikið
pokkur lög uppi á þaki Hljómskál-
ans, í 4 stiga frosti. Á þrettándan-
um 1923 var svo aftur leikið á þaki
skálans og skotið upp flugeldum,
eins og segir í heimildinni. I febrú-
ar 1923 er húsbyggingarmálið enn
á dagskrá þar sem rætt var um
hvernig ná ætti endum saman
hvað kostnaðinn varðaði og í
þeirri fundargerð kemur fram að
yfirsmiður hússins var Sigurður
Hjörleifsson, sem jafnframt var
túbuleikari í lúðrasveitinni.
Á næstu árum og áratugum var
Hljómskálinn eitt helsta athvarf
tónlistarmanna í Reykjavík.
Lúðrasveit Reykjavíkur hafði þar
aðsetur sitt og einnig Tónlistar-
skólinn, frá stofnun og til loka
seinni heimsstyrjaldar er hann
fluttist í annað húsnæði. í gegnum
árin hafa einstaklingar og kórar
fengið þar inni við æfingar og
meðal annars hefur Sinfóníu-
hljómsveitin haft þar aðstöðu
fyrir einstaklinga innan sinna
vébanda. Saga Hljómskálans er
því veigamikill kapítuli í sögu
tónlistarinnar á íslandi, þótt hús-
næðið þyki ef til vill hvorki íburð-
armikið á nútíma mælikvarða né
rúmgott. Hann hefur hins vegar
dugað Lúðrasveitinni vel og á
sjálfsagt eftir að gera um langa
framtíð.
í rauninni er ekki margt merki-
legt að sjá þegar komið er inn í
Hljómskálann. Á neðri hæðinni er
salur sem gegnir hlutverki félags-
heimilis sveitarinnar. Þar er lang-
ur bekkur meðfram veggjum og
píanó við einn vegginn. Þar hanga
einnig myndir af Lúðrasveitinni á
hinum ýmsu tímum og merkum
mönnum úr sögu hennar auk
margvíslegra viðurkenningar-
skilda og heiðursskjala sem sveit-
in hefur áunnið sér í gegnum árin.
Fyrir gluggum eru nótnastrengir
úr járni með stefum úr „Öxar við
ána“ eftir Helga Helgason. Á efri
hæðinni er svo salur, sem sveitin
notar til æfinga, og þaðan liggur
stigi upp á þak, þar sem stundum
hefur verið efnt til hljómleika,
einkum fyrr á árum. En eins og
menn vita býður íslensk veðrátta
ekki upp á mikla möguleika til úti-
hljómleikahalds.
Halldór Einarsson, formaður
Lúðrasveitar Reykjavíkur, sem
var okkur til halds og trausts í
úttekt þessari, sagði að litlar
breytingar hefðu orðið á húsnæð-
inu frá upphafi. Þó hefðu gluggar
verið minnkaðir, en upphaflega
hafði verið gert ráð fyrir opnan-
legum frönskum gluggum, með
það fyrir augum að nota efri sal-
inn sem eins konar svið til hljóm-
leikahalds, en horfið var frá því
ráði. Halldór sagði að skálinn
stæði mjög áveðurs sem gerði
útihljómleikahald þar illmögulegt
og væri viðhaldskostnaður við
húsið óeðlilega mikill. Kostirnir
við að hafa eigið húsnæði til fé-
lagsstarfsemi og æfinga væru hins
vegar svo miklir að aldrei hefði
hvarflað að liðsmönnum sveitar-
innar að leggja árar í bát þótt
stundum hefði blásið á móti hvað
fjárhaginn snerti. Reykvíkingar
geta því enn um sinn átt von á að
heyra skært lúðra hljóma úr
Hljómskálanum á kyrrum kvöld-
um í næstu framtíð.
- Sv.G.
9
Herra snyrtivörur
með lífrænu Collageni.
— Fást í apótekum og
Rakarastofum:
Eimskjpshúsinu
Figaró
Hótel Sögu
Klapparstíg
Laugaveg i?s
Dalbraut
Hárskerinn, Skúlagötu j4
Platan
er komin
Platan með lögunum úr hinum
vinsæla söngleik Gúmmí-Tarzan er
komin í verzlanir.
Leikfélag Kópavogs
ALMANÖK
FYRIR 1984
ERU KOMIN
SENDUM í
PÓSTKRÖFU
Stærö 68x99 cm
MYNDIN
Dalshrauni 13 S. 54171