Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 75 fylgja hagnýtum sjónarmiðum við nýtingu geimsins, kann samt að spretta betri skilningur og meiri yfirsýn yfir það, að hvaða marki Bandaríkjamenn ættu helzt að keppa í geimnum, einmitt af þeim grundvallarbreytingum, sem núna eru fyrirhugaðar á starfsemi Geimferðastofnunarinnar. Við getum núna greint enn stórkost- legri markmið, af því að við höfum tæknikunnáttuna á okkar valdi, sem að miklu leyti er að þakka þeim árangri, sem náðist með Apollo-eldflauginni á sjöunda ára- tugnum og þeirri fullkomnun, sem varð í þróun geimskutlunnar á áttunda áratugnum. Fyrir tveimur árum snéri ráð- gjafi Reagans forseta á sviði vís- inda, George A. Keyworth II, aft- ur til Washington og lét þá falla mjög neikvæð orð um hugmyndir manna hjá Geimferðastofnuninni varðandi fyrirhuguð stórvirki úti í geimnum. En ráðgjafinn hefur nú skipt um skoðun. Keyworth hefur komizt á þá skoðun, að það sé tími til kominn að taka aftur upp djarfari tilraunastarfsemi í geimáætlunum og „vekja nýjar sýnir meðal bandarískra geimvís- indamanna". Nokkrir af þeim þáttum, sem hann hefur í huga, að Bandaríkjamenn ættu að eiga frumkvæðið að, eru €11 dæmis frekari fullkomnun á sérstökum geimferjum, sem hafi um margt svipaða eiginleika og geimskutlan og geti flogið út frá geimstöðinni, en Keyworth álítur, að geimstöðin eigi með tíð og tíma eftir að verða eins konar ferða- og flutninga- miðstöð. Þá skal getið þeirrar hugmyndar að stofna nýlendur á tunglinu og eins hafa menn uppi áætlanir um að senda geimfará frá væntanlegri geimstöð út til Mars. Þessi' orð hljóma einna líkast og endurómur frá þeim dýrðlegu dög- um, sem menn upplifðu á fyrstu starfsárum Geimferðastofnunar- innar af aldarfjórðungs ferli hennar. Hitt er svo undir hælinn lagt, hvort sá andi bjartsýni og djörfungar, sem almennt var ríkj- andi þegar tilraunirnar með Apollo-eldflaugarnar stóðu sem hæst, verði að fullu endurvakinn. NASA hefur ekki lengur til að bera þá pólitísku lykilstöðu, sem hún hafði í þá daga, og bandaríska þjóðin er um þessar mundir tæp- lega þannig stemmd, að hún myndi taka nokkur þau tiltæki, sem bæru keim af óhófi og bruðli á tæknisviðinu, með þögn og stak- asta jafnaðargeði. En þeirri stað- reynd verður ekki haggað, að Bandaríkjamenn eru núna orðnir geimfarendur — og sú far- mennska okkar er rétt nýlega haf- in. Barðaströnd: Slátrun að hefjast í refabúinu Innrf-Múla. Bnrúnströnd, 11. núvember. SLÁTRUN er lokið hjá Kaupfélagi Vestur-Barðstrendinga. SlátraA var um 7.000 fjár og 160 nautgripum. Dilkar reyndust mjög vel. Heimtur á fé eru ekki góAar ennþá. Hákon Bjarnason í Haga, sem rek- ur refabú, er að byrja slátrun og býst hann við að slátra 370 yrðling- Skelvinnslan hjá Flóka hf. gengur sæmilega. Á saumastofunni er unnið og verkefni næg framundan. Af framantöldu má sjá að hér hafa allir nóg að gera. Messingskilti á útihurðina Jólagjöfin í ár er gullfallegt áletrað messingskilti á útihurðina. Komið og sjáið úrvalið. Skiltið sf. Útsölustaðir: VERSLUNIN BRYNJA, Laugavegi 29, HÚSIÐ byggingavöruverslun, Skeifunni 4. Læknahúsið Síöumúla 29, sími: 85788 skurðstofur — læknastofur — rannsóknastofur Höfum opnað lækningastofur okkar í „Lækna- húsinu“, Síðumúla 29, Reykjavík. Viðtalsbeiðnir í síma 85788 á milli kl. 13 og 18 daglega. Egill A. Jacobsen Guðmundur Bjarnason Guöm. V. Einarsson Haildór Jóhannsson Hannes Finnbogason Ingvar E. Kjartansson Jón Sigurösson Matthías Kjeld Páll Gíslason Sighvatur Snœbjörnss. Sigurjón Sigurösson Valdemar Hansen: Þórarinn Ólafsson Sérgr.: Skurölækningar og þvagfæraskurölækningar Sérgr.: Skurðlækningar ocj barnaskurðlækningar Sérgr.: Þvagfæra- skurðlækningar Sérgr.: Skurðlækningar og æðaskurðlækningar Sérgr.: Skurölækningar Sérgr.: Skurðlækningar og æðaskurölækningar Sérgr.: Svæfingar og deyfingar Sérgr.: Meinefnafræði Sérgr.: Skurðlækningar Sérgr.: Svæfingar og deyfingar Sérgr.: Bæklunarlækningar Sérgr.: Svæfingar og deyfingar Sérgr.: Svæfingar og deyfingar ISLENSKAR VÖRUR A ERLENDAN AIARKAÐ (slensk þjóð byggir lífsviðurværi sitt á útflutningi. Ekki aðeins á afla fiskiskipanna, heldur einnig á útflutningi annars konar afla - afrakstri verkmenningar alls þjóðfélagsins - allt frá heimaprjón- uðum lopapeysum til háþróaðs stóriðjuvarnings. Við hjá Eimskip vitum að ekkert svið íslensks atvinnulífs er óháð útflutningi. ( áratugi höfum við lagt okkur fram við að þjóna atvinnuveg- unum sem best, með því að fylgjast náið með framförum og tileinka okkur jákvæðar nýjungar í flutningum. Nú flytur Eimskip íslenskan afla um allan heim - niðursuðuvörur til Sovétríkjanna, freðfisk til Bandaríkj- anna, lopavörur til Evrópuhafna, skreið til Nígeríu, stóriðjuafurðir til Bretlands - og svona mætti lengi telja. Sérþekking og reynsla Eimskips í flutningum nýtist öllum greinum íslensks atvinnulífs. Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sírni 27100 SJ.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.