Morgunblaðið - 20.11.1983, Side 28

Morgunblaðið - 20.11.1983, Side 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 Á myndinni eru, talið frá vinstri, dr. Jóhann P. Malmquist, varaformaður félagsins, Birgir Rafn Þráinsson, Snorri Ingvarsson, Sigurður Guðmundsson, Guðbjörg Sigurðardóttir og Sigurjón Pétursson, formaður Skýrslu- Ueknifélagsins. Á myndina vantar Borghildi Jóhannsdóttir, sem ekki gat verið viðstödd afhendinguna. Viðurkenning- ar veittar fyr- ir námsárangur í tölvunarfræðum HINN 4. október sl. var fimm skólanemendum veitt viðurkenn- ing Skýrslutæknifélags íslands fyrir frábæran námsárangur á sviði tölvunarfræði. Þetta er annað árið í röð sem félagið veitir slíka viðurkenningu. Viðurkenningu hlutu: Borg- hildur Jóhannsdóttir, Mennta- skólanum í Reykjavík, Birgir Rafn Þráinsson, Verslunarskóla íslands, Guðbjörg Sigurðardótt- ir, Háskóla fslands, Sigurður Guðmundsson, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Snorri Ingvars- son, Menntaskólanum við Sund. Viðurkenningin er í formi val- innar bókar og skjals. Fyrir vali að þessu sinni varð bókin The McGraw-Hill Computer Hand- book, Applications, Concepts, Hardware, Software. Skýrslutæknifélagið vill óska verðlaunahöfum til hamingju með frábæran árangur í námi og árnar þeim alls hins besta í framtíðinni. (FrétUtilkynning.) KYNNTU ÞÉR VERÐIÐ Á GROHE! LU o o Nýju hitastýritækin frá GROHE eru komin. í '84 tegundunum er nýr heili hannaöur meö íslenskar aöstæöur í huga. ★ Enn betri stjórn á mismunaþrýstingi. ★ Enn betri aölögun aö íslensku hitaveituvatni. Þegar þú velur hitastýrö blöndunartæki, þarftu aö hafa í huga: ★ Fullkomiö brunaöryggi. Ef kalda vatnið fer óvænt af, þarf tækiö aö loka. ★ Barnaöryggislæsing viö 38°C. ’ ★ Rennslið í gegnum sturutækiö þarf aö vera minnst 20 Itr. á mínútu. GROHE nr. 34633, skilar 26 Itr. á minútu. ★ Rennsliö í gegnum baökarstækiö þarf aö vera minnst 30 Itr. á mínútu. GROHE nr. 34465, skilar 36 Itr. á mínútu. ★ Tækiö þarf aö vera hannaö fyrir íslenskar aöstæöur, Víöa á Islandi er hitaveituvatniö sérstætt varöandi hitastig og kisilinnihald. Tækið verður aö taka tillit til þessara eiginlelka. ★ Fullkomin viögeröar- og varahlutaþjónusta þarf aö vera til staðar. ★ Ræddu máliö viö fagmanninn, hann mælir meö GROHE. BYGGINGAVORUVERSLUN KÓPAVOGS SF. SÍMI 41000 BYKO Kór Langholtskirkju syngur inn á hljómplötu fyrir alheimsmarkað: Tókum upp byrjunina á einu laginu 26 sinnum — segir stjórnandinn Jón Stefánsson í SÍÐUSTII viku kom út í Svfþjóð hljómplatan „An Anthology of Icelandic Choir Music“, sem sænska hljómplötufyrirtækið BIS hefur gefið út. Á plötunni syngur kór Langholtskirkju sýnishorn af íslenskri kórtónlist í sögulegu samhengi. I’latan var hljóðrituð í Skálholti f apríl sl. með „digital“-upptöku. BlS-útgáfufyrirtækið í Svíþjóð er stærsti útgefandi sígildrar tónlistar á Norðurlöndunum, gefur út 30 til 35 plötur á ári, og er platan með kór Langholtskirkju sú 239. í röðinni. Plötunni verður dreift nánast um allan heim. „Ég held að óhætt sé að fullyrða að þessi plata sé einhver sú vandað- asta sem út hefur komið með ís- lenskum flytjendum," sagði kór- stjórinn, Jón Stefánsson. „Þetta er fyrsta og eina „digital“-upptaka sem gerð hefur verið hérlendis, en með þessari upptökuaðferð nást bestu tóngæði sem hægt er að fá fram með þeirri tækni sem þekkt er í dag. Þá var svokölluð „Direct Metal Mast- ering“-aðferð notuð við skurðinn á plötumótinu, sem felst í því að mótið er skorið eftir upptökunni í kopar og minnkar það hættu á því að pressu- gallar komi fram, auk þess sem „baksuð" hverfur nær alveg og plat- an endist allt að 15% lengur. Þetta er nú tæknilega hliðin á málinu, en um flutning kórsins sjálfs verða svo aðrir að dæma. En platan er þannig upp byggð, að hún hefst í upphafi Þorlákstíða, sem er eftir handriti frá fjórtándu öld, en síðan kemur eitt tvísöngslag, „María meyjan skæra", frá sextándu öld. Þá kemur þjóðsöngurinn, ein fyrsta stærri tónsmíð fyrir kór hérlendis. Næst er „Lofsöngur" Helga Helga- sonar, og „Látum sönginn glaðan gjalla" og „Fjallkonan" eftir Sigfús Einarsson. Síðan koma sýnishorn af ýmsum þjóðlagaútsetningum: „Ég að öllum háska hlæ“, útsett af Hall- grími Helgasyni, og „Krummavísa" og „Sofðu unga ástin mín“ í útsetn- ingum Jóns Ásgeirssonar. „Re- quiem" eftir Jón Leifs rekur lestina á fyrri plötusíðu. Hin hliðin er helguð tónsmíðum eftir yngri tónskáld okkar. Tvö Iög eftir Gunnar Reyni Sveinsson, „Hún var allt“ og „Haldið ’ún Gróa“, „Orðskviðir Salómons" eftir Jón Ás- geirsson, „The sick Rose“ eftir Atla Heimi Sveinsson, loks tvö verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, „Davíð 92“ og „Hósíanna". í síðasta verkinu syngur Sigríður Gröndal einsöng. Öll íögin eru án undirleiks og stjórn- aði það reyndar nokkuð vali iaganna. Plötuumslagið er tvöfalt og á því er að finna alla texta á íslensku og auk þess enskar þýðingar, flestar gerðar af Jóhanni Hannessyni, fyrr- verandi rektor, sem lést nýverið. Þorkell Sigurbjörnsson skrifar um þróun tónlistar á íslandi og upplýs- ingar um tónskáldin, kórinn og stjórnandann. Þessar upplýsingar eru á fimm tungumálum. Á framhlið umslagsins er litmynd af síðasta Heklugosi. Eigandi BlS-útgáfufyrirtækisins er Robert von Bahr, heimsfrægur sérvitringur. Hann gerir allt sjálfur, tekur upp, hannar umslag, sér um dreifingu, og svo framvegis. Það var stundum sagt hér áður fyrr, til hvers „digital" þegar við höfum Robert von Bahr! Enda er Bahr gífurlegur „per- fectionisti". Ég get nefnt sem dæmi, að hann lét okkur taka upp upphafs- tóninn á einu laginu 26 sinnum áður en hann var ánægður. Það var mikil áreynsla að vinna með þessum manni, enda léttist ég um sex kíló! En það var sannarlega þess virði.“ Morgunblaðið/RAX. Stjórnandi og kórfélagar. Frá vinstri: Sigurbjörg Hjörleifsdóttir, Jón Stef- ánsson, stjórnandi, Guðmundur Gunnarsson og Gunnlaugur Snævarr, for- maður kórsins. Plötuumslagið er á milli þeirra, ofan á píanóinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.