Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 79 Jean Paul Getty II, sonur olíuauökýfingsins og faöir piltsins Jean Paul III sem mannræningjar rændu sumarið 1973, reyndist einskis nýtur sem stjórnandi fyrirtækisins Getty Oil Italiana. Hann stundaöi „la dolce vita“ Rómaborgar, geröist hippi og hélt villtar svallveizlur í sinni eigin höll í Marrakesh. Seinni kona hans, Talitha Paul, dó af of stór- um heróínskammti áriö 1971. Jean Paul Getty III meö móöur sinni, Gail Harris, rótt eftir aö mannræningjarnir höföu sleppt honum úr haldi gegn 850.000 dollara lausnargjaldi. safn sinnar tegundar í einkaeign í öllum heiminum. Þegar Jean Paul Getty II fékk fréttirnar af heilablóðfalli sonar síns, brá hann skjótt og einarðlega við: Hann skýrði Gail samstundis frá því, að hann væri engan veg- inn fús til að leggja fram svo mik- ið sem eitt einasta cent af 25.000 dollara kostnaði (um 700.000 ísl. kr.), sem hjúkrun Pauls, sonar hans, næmi á mánuði. Jafnframt gaf hann greinilega í skyn, að hann myndi beita öllum tiltækum ráðum sér til varnar, ef gerð yrði tilraun til að leita úrskurðar dómstólanna við að neyða hann til að inna sinn hluta greiðslunnar af hendi. Það er víst óhætt að fullyrða, að þessi einstrengingslega ákvörðun Pauls Gettys II hafi komið eins og nýtt reiðarslag yfir fjölskyldu sjúklingsins og vini. „Ég spyr sjálfan mig,“ sagði William New- son dómari, gamall vinur Getty- fjölskyldunnar, „hvort Jean Paul sé með þessu háttalagi að láta Þessi ummæli áttu sér hins veg- ar ekki minnstu stoð í raunveru- leikanum. Hjónaband Pauls II var á þessum tíma þegar komið meira eða minna f hundana, og sem kaupsýslumaður var hann, eins og Getty sjálfur sagði kvartandi við aðstoðarmenn sína, þvílíkur klaufi, að það mátti álíta að Getty Oil Italiana væri rekið af ein- hverri af skrifstofustúlkunum hans. Paul II hafði allt of mikið dálæti á heimsins lystisemdum, á tónlist og bókmenntum, en á olíu- viðskiptum hafði hann aftur á móti hreinustu andstyggð. Jafn auðtrúa og lítt lífsreyndur og hann var, lét hann of auðveld- lega stjórnast af öðrum, og hann naut þá þegar allra þeirra þæg- inda og öryggis, sem fastur lífeyr- ir frá Getty-sjóðnum veitti, en það hafði aftur í för með sér, að hon- um fannst aldrei raunverulega, að hann þyrfti endilega að vinna. Ár- ið 1965 var hann búinn að fá nóg af þessu öllu og hætti einfaldlega öllum afskiptum af Getty Oil Ital- Jean Paul Getty fyrir framan sveitasetur sitt, Sutton Place í Surrey, Englandi. Fólk af Getty- ætt má ekki giftast fyrr en það hefur náð 22ja ára aldri. Jean Paul Getty III var því sviptur öll- um lífeyri af því að hann var aðeins 17 ára, þegar hann gekk aö eiga Martine Zacher, sem var 7 árum eldri stundum síðar kom læknir til hans, skoðaði hann og lýsti því yf- ir, að Paul hefði fengið alvarlegt heilablóðfall. Læknirinn kvaðst að svo stöddu ekki geta sagt til um með neinni vissu, að hve miklu leyti heili Pauls hefði skaddazt við blæðinguna. í fjórar vikur lá Paul meðvit- undarlaus, og allan þann tíma sat móðir hans við sjúkrabeðinn og fylgdist með honum. Þegar hann loks komst aftur til meðvitundar, kom í ljós, að verstu grunsemdir móðurinnar reyndust á rökum reistar: Sonur hennar var blindur, gjörsamlega lamaður og mállaus. Hann hélt aðeins eftir hæfileikan- um til að hugsa, en einmitt það virtist enn auka og undirstrika grimmd þeirra örlaga, sem honum voru búin, þar sem hann gat nú aðeins gert sér ljósa grein fyrir því, hvernig komið var fyrir hon- um. Ekki aflögufær Þegar menn verða fyrir áfalli af þessu tagi í Bandaríkjunum, þarf, auk hugrekkis, þolgæðis og bar- áttuvilja, framar öllu eitt að vera tiltækt: peningar. Það hefði mátt álíta, að fjármunir væru nú ekki beinlínis neitt vandamál fyrir ein- hvern úr Getty-fjölskyldunni. En Paul átti ekki til eyri í eigu sinni. Aðeins sautján ára að aldri hafði hann gifst Martine Zacher og þar með fyrirgert rétti sínum á nokkr- um greiðslum úr sjóði þeim, sem faðir hans stofnaði, þegar hann skildi við Gail Harris, til að fram- færa hana og fjögur börn þeirra. Gail Harris er fjárhagslega ekki beint á nástrái, en það var þó langur vegur frá, að hún réði yfir nægilegum fjárstyrk til þess að standa straum af þeirri löngu og kostnaðarsömu sjúkraþjálfun, sem nauðsynleg var, ef koma átti Paul Getty III aftur til nokkurrar heilsu. Án slíkrar hjúkrunar og hnitmiðaðrar þjálfunar var hins vegar ekki minnsta von um nokk- urn bata. Það var því ofur skiljanlegt, að Gail Harris skyldi við þessar að- stæður snúa sér til föður Pauls og hins brotthlaupna eiginmanns síns og biðja hann um hjálp. Jean Paul Getty II hefur yfir að ráða 20 milljónum dollara (560 milljónum ísl. kr.) árlega sér til framfærslu, og er það sérstakur Getty-fjöl- skyldusjóður, sem greiðir honum þennan lífeyri. Hann er núna fimmtíu og eins árs að aldri, býr svo að segja einn síns liðs í Lond- on, og fer orðið örsjaldan út úr hinu afar stóra en heldur skugga- lega húsi sínu við Cheyne Walk í Chelsea. Hið einasta, sem hann sýnir virkilega lifandi áhuga, er söfnun fornra bóka, en fornbóka- safn hans nýtur þess álits að vera af sérfræðingum talið eitt albez sinn eiginn son gjalda þess, sem faðir hans gerði á sínum tíma á hlut hans.“ Vonbrigði Það leikur enginn vafi á því, að Jean Paul Getty I, sem sagður var „auðugasti maður veraldar“, var í sjöunda himni yfir fæðingu fyrsta sonarsonar síns árið 1957. „Hann var mesta skýrleiksbarn, þessi rauðhærði litli prakkari," skrifar gamli maðurinn, „og hann bjó yfir afburðahæfileikum til að láta afa sinn dansa eftir sinni pípu.“ Um þetta leyti var ekki ennþá farið að bera á þeim djúpa ágrein- ingi,sem átti eftir að kljúfa Getty-fjölskylduna f andstæðar fylkingar. Samkvæmt eindreginni ósk föðurins, höfðu hinir fjórir elztu synir hans hafið beina þátt- töku í rekstri fjölskyldufyrirtæk- isins. J. Paul Getty II bar ábyrgð á rekstri dótturfyrirtækisins, Getty Oil Italiana í Rómaborg, þar sem gamli maðurinn heimsótti hann oftsinnis. „Á næstu árum hitti ég þau Paul og Gail oft,“ skrifaði Getty í sjálfsævisögu sinni. „Paul gerir svo sem ekki beinlínis nein undur og stórmerki sem kaupsýslumað- ur, en þegar á heildina er litið, kemst hann sæmilega skammlaust frá því, sem hann er að gera í Róm, og þau Gail virðast vera mjög hamingjusöm saman." iana. Hann lét sér vaxa skegg og gerðist síðhærður, hvarf frá starfi sínu og yfirgaf fjölskylduna til þess að gerast hippi með sérstöku dálæti á einkar áberandi flauels- kuflum. Hneykslisblöð um allan heim tóku að birta ljósmyndir af „syni auðugasta manns veraldar", íklæddum hinum litskrúðugustu flíkum og í ennþá litskrúðugri fé- lagsskap. Faðir hans var i senn æfur yfir þessu uppátæki sonar síns og alnafna og hafði megnasta viðbjóð á öllu hans athæfi. Árið 1966 skildi Paul II við eiginkonu sína, Gail, og giftist hollenzku leikkonunni Talitha Pol. Hippa-árin Vinir Pauls III eru þeirrar skoð- unar, að vandamál drengsins eigi flest rætur sínar að rekja til skiln- aðar foreldra hans. Hann hafði alltaf haft ofurást á föður sínum, en eftir skilnaðinn virtist Paul II hreinlega hafa gleymt því með öllu, að þessi sonur hans væri til. Gail og börnin þeirra fjögur bjuggu áfram á Ítalíu, en hinn fyrrverandi heimilisfaðir flakkaði um í slagtogi með hippum, festi kaup á márískri höll i Marrakesh, prófaði áhrifin af alls konar eit- urlyfjum, bauð Rolling Stones til sin og hélt í löng ferðalög með hinni fríðu eiginkonu sinni, Tal- itha, um Austurlönd. Hinn 11. júlí árið 1971 fékk la dolce vita Pauls GetW II skjótan og dapurlegan enda. I ibúð þeirra hjóna við Via Della Ara Coeli í Róm tók Talitha geysistóran skammt af heróíni. Paul Getty II lýsti því yfir, að hún hefði legið meðvitundarlaus við hliðina á sér i rúminu, þegar hann vaknaði um hádegisbilið þennan dag. Að kvöldi þessa sama dags andaðist Talitha í sjúkrahúsinu Villa del Rosario; hún var þá þrítug að aldri. Enda þótt ekkert benti til þess, að Paul Getty II hefði á nokkurn hátt átt sök á dauða eiginkonu sinnar, fór hann skömmu síðar í mesta flýti frá Róm og hélt til Lundúna. Þetta kom þeim orðrómi af stað, að hann hafi viljað koma sér undan yfirvofandi lögreglu- rannsókn út af dauðsfallinu. ít- alskur dómari, sem stjórnaði rannsókninni á dauða Talitha Pols, á að hafa sagt: „Vegna allra hiutaðeigandi væri það að mínu áliti þýðingarmikið, ef hann sneri af frjálsum vilja aftur og yrði okkur hjálplegur við rannsókn málsins." En Paul Getty II sneri aldrei aftur til Ítalíu. í Englandi var alls ekki tekið á móti honum með opnum örmum á Sutton Place, herragarðinum í Tudor-stíl, þar sem faðir hans bjó, en setrið stendur á fögrum stað suður í Surrey. Jean Paul Getty I var miður sín vegna eiturlyfja- neyzlu sonar síns og hinn æfasti yfir léttúðugu líferni hans; eins gramdist honum mjög, að sonur hans neitaði einfaldlega að borga þær verðmætu fornu bækur, sem hann var stöðugt að panta fyrir safnið sitt. Þegar fornbókasalarn- ir sáu fram á, að þeir fengju aldrei borgun hjá Getty yngra, var það skiljanlegt, að þeir tækju að leggja fast að föðurnum að borga þessar skuldir. Gamli maðurinn, sem orðinn var 79 ára að aldri, varð ofsareiður yfir þessu og gerði syni sínum að lokum ljóst, að hann vildi aldrei framar líta hann augum. Starfsfólkinu á Sutton Place voru gefnar fyrirskipanir um að hleypa Paul II ekki framar inn á setrið. Mannrán Á sama tíma lét Paul III gamm- inn geisa í samkvæmislífi unga fólksins í Rómaborg; hann lifði eins konar flökkulífi, drakk sig iðulega ofurölvi, tók eiturlyf, klessukeyrði bíla og mótorhjól og leyfði klámriti einu að birta af sér nektarmyndir. Þá stofnaði hann til fjölmargra funheitra ástar- sambanda við ýmsar sér mun eldri konur. Hann var þá tæplega sext- án ára gamall. Starfsmennirnir við Getty Oil Italiana sáu til þess, að afi drengs- ins fengi reglulega hinar nákvæm- ustu upplýsingar um hneykslan- legt framferði Pauls III, og gamli maðurinn var ekki beint hrifinn af því, að „litli, rauðhærði prakkar- inn“ hans skyldi núorðið hljóta umtal sem „mill-hippinn“ í ítölsku blöðunum. A hlýrri júlínótt árið 1973 lenti Paul III í deilum við dansara nokkurn á næturklúbbi við Piazza Farnese; hann staulað- ist út úr klúbbnum og hvarf. Níu dögum síðar fékk móðir hans þær fréttir, að syni hennar hefði verið rænt, og að hann yrði drepinn, ef ekki yrði greitt fyrir hann tveggja milljón sterlingspunda lausnar- gjald (jafnvirði u.þ.b. 84 milljóna ísl. króna). Afi drengsins, Jean Paul Getty I, lýsti sig vantrúaðan á þetta mannrán. Hann grunaði, að son- arsonurinn sjálfur eða tengda- dóttirin fyrrverandi, Gail Harris, hefðu sjálf sviðsett þetta glæpa- verk, til þess að komast yfir meira fé frá honum. Hann lýsti því þess vegna yfir, að hann myndi ekki greiða „eitt einasta penny“ 1 lausnargjald. Út á við réttlætti Getty þessa neitun sína með því, að ef hann féllist á þessa kröfu, setti hann önnur barnabörn sín SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.