Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 39
ið séu þær að sólunda svo og svo mörgum árum af lífi sínu til einskis. Árum, sem hægt væri að nota til dæmis til að vinna fyrir afborgunum af lánum. Og mikið notuð for- töluaðferð við reykingamenn er að benda þeim á allan þann tíma sem það tekur að reykja, nokkrar vikur á ári jafnvel, þegar allir smókarnir eru taldir saman. Þennan tíma mætti nota til að slíta sér út í trimmi eða eyðileggja á sér vöxtinn með vöðvarækt. Þetta eru góð og gild rök. En hafa menn þá hugsað um þann óendanlega mikla tíma sem fer í það á einni mannsævi að standa í biðröð? Ef hægt væri að spara tíma gætu menn bæði reykt áfram og sofið vinna. Við vitum að biðraðir eru nauðsynlegar: án þeirra væri hætt við að allt færi í eina kös, og afleiðingin af því yrði ekki önnur en sú að enginn fengi sitt fram. Biðraðir gegna því óneitanlega miklu skipulagshlutverki. Annað hlutverk biðraða er að gæta réttlætis. Sjá svo um að menn séu þjónustaðir í réttri röð, þ.e.a.s. í þeirri röð sem þeir mæta á svæðið. Það er talið til marks um menningarlegan þroska manna hvernig þeir hegða sér í biðröð. Einka- framtakið er yfirleitt lítils metið á þessu sviði, þ.e.a.s. sú sjálfsbjargarviðleitni sumra að troða sér fram fyrir, eða smygla sér inn í röðina hjá kunningjum sínum. Þó er hvort tveggja ástundað í rík- um mæli, enda er hver sjálf- um sér næstur og ekki allir jafn menningarlega sinnaðir. Eins er biðraðamenning meðal þjóða afar misjöfn. Rithöfundurinn George Mik- es skrifaði í þeirri frægu bók sinni „How to be an Alien" um þá ástríðu sem Englend- ingar hafa á biðröðum. Telur hann að hver meðal Eng- lendingur hafi náð svo full- komnum tökum á listinni að mynda biðröð að hann þurfi enga hjálp til þess. Þótt hann sé einn síns lið, stillir hann sér upp í beinni, einfaldri og fallegri röð. Það er enginn vafi á því að íslendingar hafa allt aðrar hugmyndir um biðraðir en Englendingar. Við erum hrifnastir af margföldum bið- röðum, enda miklir einstakl- ingshyggjumenn og viljum gjarna vera fremstir í flokki. En margfaldar biðraðir eru því miður nokkuð erfiðar í framkvæmd, því eðli málsins samkvæmt eiga biðraðir að vera á langveginn en ekki þverveginn. En hvers vegna myndast þörf fyrir biðraðir? I stórum dráttum vegna þess að fram- boðið er minna en eftirspurn- in. Rússnesku biðraðirnar eru frægar. Þar bíða menn jafn- vel daglangt í biðröð eftir að kaupa takmarkað upplag af salernispappír. Það er annað hvort það eða notast við Prövdu. Við Vesturlandabúar Ætli líði sá dagur í lífi borgarbúa að hann þurfi ekki einhvern tíma að standa í biðröð, bíða eftir einhverju sem hann getur ekki fengið strax því einhver annar er á undan? Fæstir hafa nokkra sérstaka nautn af því að bíða í biðröð, einkum og sérílagi ef hún þokast ekkert áfram, eins og stundum vill verða fyrir framan öldurhúsin um helg- ar. En mikið skal til mikils höfum þetta til marks um það hvað kerfið er þungt í vöfum þar eystra, þar sem ofskipu- lags- og barnapíustefnan leið- ir til vöruskorts og slæmrar þjónustu. En þó svo að við búum við svokallaða „heil- brigða samkeppni" og þar af leiðandi meira framboð af vöru og þjónustu, þá státum við nú samt af löngum og þreytandi biðröðum. Það stafar af því, að það þarf ekki Ætli taki því að troðast? Tiltölulega menningarleg röð. Dæmigerð ensk biðröð. íslensk „kúrfuröð". Þeir síðustu vildu gjarnan verða fyrstir. Algeng sjón á föstudags- og laugardagskvöldum. lengur frameftir með góðri samvisku. En skyldi vera nokkur möguleiki á því að útrýma þörfinni fyrir biðraðir? Þetta er í rauninni mjög mikilvæg spurning, sem stjórnmála- menn ættu að taka til alvar- legrar íhugunar, því eins og allir vita er tími peningar. En það er ekkert áhlaupaverk að útrýma biðröðum. Þvi aukin þjónusta kostar sitt. Ef bíóeigandi er með góða mynd á boðstólum, þá veit hann sem er að salurinn fyllist hvort sem það tekur fimm mínútur eða klukkutíma að selja alla miðana. Og því skyldi hann þá borga tíu miðastölustelpum kaup ef hann kemst af með eina? Hans er að selja miðana, en ekki að koma í veg fyrir að fólk fái blöðrubólgu af því að standa of lengi úti í roki og frosti. Hann græðir ekkert á aukinni þjónustu, því hann selur vöruna hvort sem er. Svo líklega verðum við að búa við biðraðir um ókomna tíð. GPA Englendingar gætu verið stoltir af þessari röö. endilega að vera (og er reynd- ar sjaldnast) að sjálf varan eða þjónustan sé af skornum skammti til að biðröð mynd- ist. Hitt er miklu algengara að afgreiðsluhraðinn sé of hægur miðað við eftirspurn- ina. Það er sami sætafjöldinn í bíóinu, hvort sem miðasölu- lúgurnar eru tíu eða ein. Það er sagt við svefnpurkur að með því að sofa svona mik- Um biðraðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.