Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, er 25 ára um þessar mundir. Enda þótt geimferðir þyki enn þann dag í dag heldur geigvænlegt fyrirtæki, þá er samt óhætt að fullyrða, að sá róman- tíski blær, sem í fyrstu hvfldi yfir rannsóknaferð- um út í geiminn, sé núna að mestu leyti horfinn, segir bandaríski blaðamaðurinn John Noble Wil- ford, sem hefur sérhæft sig í að skrifa greinar um geimrannsóknir og vísindi. Hann segir, að ráða- menn innan Geimferðastofnunarinnar verði að verja núna mikium tíma til að búa þannig um hnút- ana, að stóriðjufyrirtækjum í einkaeign þyki það gróðavænlegt að eiga aðild að geimferðum. I eftir- farandi grein, sem birtist í New York Times Maga- zine fyrir skemmstu, skýrir greinarhöfundur frá þeim leiðum, sem Bandaríska geimferðastofnunin hefur á prjónunum til þess að sýna Ijóslega fram á, að þau svið, sem NASA starfar á, séu orðin gróða- vænleg frá viðskiptalegu sjónarmiði, án þess þó að stofnunin hafi þar með misst sjónar á sínum fyrri markmiðum á sviði vísindalegra rannsókna úti í geimnum. Svo dæmi sé tekið, má geta þess, að á sama tíma og stóriðjufyrirtækið Fairchild vinnur að smíði sinna eigin ómönnuðu geimpalla, sem geim- skutlan á svo að koma á braut umhverfis jörðu, eru hjá Geimferðastofnuninni bandarísku uppi áætlanir um að gera draumsjónir hennar að veru- leika með því að smíða mannaða geimstöð af þeirri gerð, sem einna helzt mætti kalia ,,2001“-útgáfuna. Enda þótt margir eigi bágt með að trúa því, þá er það þó stað- reynd, að Bandaríska geimferða- stofnunin getur haldið upp á 25 ára afmæli sitt í þessum mánuði, og er þá miðað við október 1958, þegar NASA var sett á laggirnar. A þessum árum hef ég séð 30 áhafnir stíga um borð í geimför, sem skotið var út í geiminn í lang- ar rannsóknaferðir; auk þess hef ég fylgst með mörgum tilraunum með nýjar gerðir eldflauga og með gervihnöttum, sem skotið var á braut umhverfis jörðu til þess að koma á nýjum fjarskiptaleiðum, fylgjast með jörðinni utan úr geimnum eða gera athuganir á himingeimnum og himintunglun- um. Hér áður fyrr á árunum reyndi það oft á tíðum til hins ýtrasta á þolgæði manns að bíða eftir geim- skoti. Á allra siðustu stundu átti einhver harla ómerkilegur hjöru- liður það til að standa á sér, svo fresta varð geimskotinu um eins og einn dag eða um eina viku á stundum. En síðar, þegar menn höfðu öðlast aukna reynslu í öllum undirbúningi geimskotsins, gekk sjálf lokatalningin fyrir ræsingu eldflaugarinnar yfirleitt alveg snurðulaust. Með tíð og tíma þótti það orðið engan veginn nægilegt afrek að koma bara einhverju á braut umhverfis jörðu. Styrkleiki þeirrar ofurorku, sem Saturnus 5-eldflaugarnar bjuggu yfir, bar okkur alla leið upp til tunglsins, og í huga manns enduróma ennþá þær ærandi drunur, sem ræsing eldflaugarinnar olli. Gervitunglin okkar lögðu upp í langferðir út til Mars, Júpíters og Satúrnusar og áfram út í buskann. Við fengum að sjá þessi geimsvið f fyrsta sinn sem heila heima en ekki bara sem einhverja örlitla depla, sem endurköstuðu ljósinu uppi á fest- ingu himinsins. Eitt af þeim geimförum, sem við kvöddum með virktum á Canaveral-höfða fyrir meira en áratug, hinn harðgeri Pioneer 10, hefur þegar sveimað út fyrir yztu reikistjörnur á leið til annars stjarnkerfis utan Vetr- arbrautar okkar. róniantísku geimflugi til vöruflutninga Ný sjónarmið framundan Þessi tækniafrek voru reyndar f fyllsta samræmi við hástemmda umræðu þeirra tíma og þær miklu vonir, sem menn báru í brjósti í árdaga geimvisindanna. Þegar John F. Kennedy forseti þurfti í ræðu, sem hann hélt árið 1962, að grípa til myndrænnar lfkingar við hæfi þessarar nýju reynslu mannkynsins á framandi sviði, þá nefndi hann geiminn „þetta nýja úthaf“, og talaði um þá, sem legðu út á það sem geimfarendur á leið út í „hin stórkostlegustu ævintýri allra tíma“. Þessi kynslóð, bætti forsetinn við, „hafi ekki í hyggju að dóla í kjölfari komandi geim- aldar". Þessi orð fólu í sér róman- tfskan andblæ og djörfung, lýstu nýjum takmörkum framundan, sem yrðu prófsteinn á þjóð, er mótast hefði af reynslu sinni f að ná stöðugt nýjum mörkum. T-mínus-31 sekúnda og talning. Þrjátíu og ein sekúnda þar til eldflaugin verður ræst. Núna eru það tölvur, sem stjórna öllu. Geimskutlan er vél, sem er full- reynd að kalla; framúrskarandi flugtæki, segja geimfararnir. Geimskutlurnar, þessi fyrstu geimskip í heimi, sem unnt er að nota aftur og aftur, hafa verið notaðar til flugs frá því í apríl 1981. Þær eru að hluta eldflaug, geimfar og flugvél í senn og fela f sér viðleitni í þá átt að gera sigl- ingar um hið nýja úthaf fjárhags- lega hagkvæmari og reglubundn- ari. Það lýsir skyndilega af nýjum degi klukkan eftir miðnætti hinn 30. ágúst: Challenger (Áskor- andinn) hverfur sjónum út yfir Atlantshafið með fimm geimfara innanborðs, stefnir upp á sfna mörkuðu braut umhverfis jörðu og hefur meðferðis fjarskipta- og veðurathugana-gervihnött fyrir Indland, stimpluð umslög, sem væntanlega verða sfðar til sölu hjá bandarísku póstþjónustunni, til- raunablöndu í lyfjagerð fyrir lyfjaframleiðslufyrirtæki og ýms- ar aðrar tilraunasendingar. Manni verður þá skyndilega Ijóst, að hin fyrri ríkjandi viðhorf manna til geimferða eru í þann veginn að víkja fyrir nýjum sjón- armiðum: Þetta er engin vísinda- leg rannsóknaferð, sem Challeng- er er að fara þarna út í geiminn; þetta eru hreinræktaðir vöru- flutningar. Enn þann dag í dag eru geim- ferðir engan veginn neitt venju- legt eða hversdagslegt fyrirtæki; þeim fylgja vissir áhættuþættir og ennþá finnast mönnum þetta vera anzi miklar glæfrafarir. En við- horfin til geimferða hafa annars tekið verulegum breytingum. Það hefur þegar verið sýnt fram á, að við kunnum orðið sæmilega vel tökin á að sigla um hið nýja úthaf, og þar með gerir viss tilhneiging vart við sig, að líta ekki lengur á það stórvirki sem jafn mikla hetjudáð og áður. Það, sem menn þekkja orðið sæmilega til, er ekki eins rómantískt lengur. Sumar af fyrrum framtíðarsýnum okkar hafa snúizt upp í raunveruleika. Sívaxandi samkeppni Nú er fremur farið að líta á himingeiminn frá hagnýtara sjón- arhorni sem stað, sem unnt er að nota og á geimferðir sem mögu- lega aðferð til að nýta þennan stað í hagnaðarskyni, til að ná vissum hernaðaryfirburðum og til að koma þar fyrir á braut umhverfis jörðu eins konar útvarðstöðvum, sem svo eiga að taka við þeim út- senda mannafla og tækjakosti, sem alveg örugglega verður síðar fluttur út í geiminn. Það eru því ýmsar anzi erfiðar grundvallarákvarðanir, sem for- ráðamenn Geimferðastofnunar Bandaríkjanna verða að taka ein- mitt núna, þegar næstu 25 árin í starfsemi þeirrar stofnunar eru að hefjast, sem fyrst og fremst á að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.