Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983
69
Taubehótel í Schruns. Þar skrifaði Hemingway skáldsöguna „Og sólin renn-
ur upp“, sem gerði hann frægan.
„Goddy getur geng-
ið, snúið sér á
göngu, talað Monta-
foner, fer út á sleð-
anum sínum, hrópar
eftir bjór og er að
verða dæmigerður
Miðevrópumaður
...“ Elsti sonur Ern-
est Hemingways,
John, kallaður
Goddy eða Bumby,
er nú fasteignasali í
Idaho, heimafylki
föður síns.
áfram að spila eftir að lögreglan
var farin. Eigandi skíðaskóla stað-
arins tapaði ekki aðeins öllum sín-
um peningum heldur lagði hann
líka skíðaskólann undir. Hem-
ingway vann hluta af honum.
Mörgum árum síðar lýsti Hem-
ingway því yfir að herra Lent
þyrfti vitanlega aldrei að borga
skuldina, þar sem hann ætti ekk-
ert annað.
Ekki var aðeins spilað í hótel-
inu, þar sem menn sitja enn þann
dag í dag gjarnan við spil og láta
þau aðeins síga meðan meðhjálp-
arinn skreppur út í kirkju til að
hringja kirkjuklukkunum. Líka
var setið yfir spilum í skíðaskál-
unum uppi í háfjöllum, þar sem
„svarti Kristur með kirsuberja-
snafsinn “ (Schwarzer kirshtrink-
ender Christus), eins og íbúar
Schruns kölluðu skeggjaða gestinn
sinn, féll vel inn í hópinn. Þar sem
hann var eini gesturinn, hafði
hann gott tækifæri til að læra
málið. Og vitanlega var hann
Austurríkismönnum kunnugur frá
því hann var í Norður-Ítalíu á
fyrri striðsárunum sem sjálfboða-
liði í Rauðakrosssveit með ítalska
hernum, þar sem hann særðist
alvarlega í orustunni við Isonzo.
Þessi frjálslegu og vinsamlegu
samskipti við mennina sem þá
börðust hinum megin víglínunnar
voru honum alveg sérstök lífs-
reynsla.
Þegar áhugamannaleikflokkur
setti upp leiksýningu í stóra saln-
um í Taubehóteli, skrifaði Hem-
ingway umsögn í staðarblaðið
„Vorarlberger Nachrichten", lík-
lega sína einu leiklistargagnrýni á
þýska tungu. Hann hrósaði þar A.
Nels í hlutverki illa nágrannans.
Josep Nels núverandi hótelstjóri á
Taube segir að móðir sín hafi þá
unnið í eldhúsinu þar og framleitt
handa gestinum uppáhaldsrétt
hans, nautasteik með sætu „ kais-
erschmarren". Leiðin að góðum
dómi lá því líklega þarna í gegn
um magann.
Hadley Richardson og Ernest
Hemingway höfðu gengið í hjóna-
band í sepetember 1921. Eins og
svo margir ungir Bandaríkja-
menn, vildu þau brjótast út úr
þröngu umhverfi sínu og yfir í
listhvetjandi draumaheim sinn í
París. Samverutíma þeirra lauk
svo í Schruns. Pauline Pfeiffer,
vinkona ungu eiginkonunnar, kom
í heimsókn og meðfylgjandi mis-
sætti endaði með hjónaskilnaði.
Pauline varð næsta frú Hem-
ingway. Áratugum síðar ræddi
Hemingway með sjálfsásökun um
þessi tímamót í lífi sínu. Hann tal-
ar biturlega um „elsta bragðið":
„Þá er það ógift ung kona sem
verður um stund besti vinur ann-
arrar ungrar og giftrar konu,
kemur til að búa hjá eiginmannin-
um og eiginkonunni og fer svo
óafvitandi, sakleysislega og
markvisst að stefna að því að gift-
ast eiginmanninum. Þegar eigin-
maðurinn er rithöfundur og á kafi
í erfiðu verkefni svo að hann er
nær alltaf önnum kafinn og ekki
góður félagsskapur eða félagi eig-
inkonunnar mestan hluta dagsins,
þá hefur þetta fyrirkomulag sínar
hagstæðu hliðar þar til maður veit
hvernig það verkar. Eiginmaður-
inn hefur tvær aðlaðandi konur í
kring um sig þegar hann hefur
lokið störfum. Önnur er ný og
framandi. Sé hann óheppinn þá
fer hann að elska þær báðar ... í
fyrstu er þetta eggjandi og gaman
og það heldur áfram um sinn. Allt
verulega illt hefst af sakleysi. Svo
maður iifir frá degi til dags og
hefur engar áhyggjur. Maður lýg-
ur og fyrirlítur það og það eyði-
leggur mann ..."
Hamingjuríku dagarnir í
Schruns enduðu því sorglega.
Hadley og Ernest Hemingway
komu þangað aldei aftur. En tím-
inn sem hann var þar hafði
stimplað sig djúpt í hugskot hans.
Schruns, þar sem hann keypti
rugguhestinn fyrir Bumby;
Schruns þar sem svo gott var að
lesa — „Stríð og friður" er góð bók
— og ekki hvað síst Schruns, þar
sem maður hrópaði upp yfir sig af
einskærri ánægju: „Það er svo
fjári gott að horfa aftur á fjöllin."
(Þýtl og Hamantekið ef ELPá„ eftir grein
Au.sturríkismannsinN Gerards Stappen.)
BYGGINGAR
HAPPDRÆTH
SÁA1983
Vegna mikillar þátttöku og
fjölda áskorana hefur verið
ákveðiðaðframlengjatil 6. des
skilafrest í verðlauna-
samkeppni SÁÁ um nafn á
nýju sjúkrastöðina. Dregið
verður í happdrættinu þann
sama dag.
BJARNI DAGUR/AUGL TEIKNlSTOfA