Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 83 • Þeir eru engir horsiipar íslensku hœngarnir. Þessi gein við grænni Frances í Kerfossinum f Álflá. • /Eðisgengnir loftfimleikar hjá vænum hæng skömmu eftir að hann hremmdi fluguna. Ljósm. H.Ben. lega getað verið meira," sagði Þórður. Jóhannes Kristjánsson, meiri háttar veiðikló hvar sem hann dýfir ofan í, missti einnig þann stóra í Laxá í sumar. Var það í Kistukvíslinni snemma sumars og sá lax reif einnig út alla línuna. Jóhannes er vanur að eiga við þá stóru í Laxá og hefur dregið þá fleiri en einn 30 punda. Um þenn- an lax sagði Jóhannes einfaldlega: „Hann var rosalega stór.“ Þeir eru enn til í Laxá, um það er engum blöðum að fletta. Þeim hefur að vísu fækkað frá því sem áður var, en vonandi er það tíma- bundið ástand. Aðeins tveir laxar veiddust þar í sumar sem voru yfir 20 pund. Þórður Pétursson veiddi annan þeirra í Bótarstreng á Foxfly, 21 punds lax, en hinn veiddi bandarískur veiðimaður fyrir löndum Ness og Árness. Var það 25 punda fiskur. Stefán Skaftason, leiðsögumaður hjá Nesbændum, sagði í samtali við Mbl. í sumar, að tveir miklir stór- laxar hefðu sloppið úr greipum út- lendinga í Laxá hjá Nesi og Ár- nesi. Annar þeirra sama daginn og 25 punda lax náðist. Að sögn Stef- áns tóku báðir laxarnir flugulínur veiðimanna með sér að skilnaði. Flugurnar Það ægir auðvitað öllu mögu- legu saman í veiðiskýrslunum þar sem flugunöfnin eru annars vegar. Þó eru vissar flugur sem greini- lega skutu öðrum ref fyrir rass, m.a. vegna þess að trú á þær er orðin afar sterk og æ fleiri byrja með þeim. Eru þessar flugur smám saman að leysa af hólmi gömlu góðu þrenninguna: Blue Charm, Black Doctor og Sweep, þó auðvitað eigi þær alltaf sinn rótgróna áhangendahóp. Frances og Laxá blá eru í hópi þeirra sem voru geysigóðar í sumar, Frances hvar sem er, en Laxá blá stað- bundnari. Hún var til dæmis best í Laxá í Aðaldal, ásamt flugu að nafni Blue Nun, sem er lík Laxá blá, í aðalatriðum blá. Þá hafa komið fram „öflugar" flugur ef svo mætti að orði komast, sem hafa kannski gefið fyrst og fremst fyrir þær sakir að þær eru öðruvísi. Má þar nefna Black Brahan og Black Sheep, flugur sem gáfu þeim sem reyndu þær hörkuafla. Grh. hefur verið tjáð að sú fyrrnefnda sé gömul írsk fluga, en sú síðar- nefnda er, þrátt fyrir nafnið, ís- lensk að uppruna. Hins vegar sló hún í gegn í sumar er bandarískur fluguhnýtari hóf að framleiða hana og auglýsa vel. Er hún með mjög löngum hárvængjum, gulum og svörtum og að sögn á flugan að líkjast álaseiði. Þá má geta þess, að íslenskir laxar hafa í vaxandi mæli lyst á að reyna straumflug- ur. Marabou-muddlerar, Black Ghost og Micky Finn voru góðar, svo ekki sé minnst á Fjaðrafoks- flugurnar: Tveir á Kamrinum og Þingeyingur. Sjálfsagt er að ljúka þessum pistli með veiðisögu. Þær voru margar góðar í sumar og sumar verið skráðar í Mbl. eins og þessi með kríuna sem tók fluguna út úr gininu á stórlaxinum í Kerfossun- um í Fitjá. Eða veiðimaðurinn sem krækti öngli sínum í auga flotholts sem hann hafði sjálfur misst með laxi á. Nældi hann í augað og landaði svo 11 punda laxi. Ekki nóg með það, heldur gerðist kraftaverkið þegar í fyrsta kasti. Þessi er áður óskráð. Veiðimað- ur var að veiða í Laxá í Ðölum og setti í sprækan lax sem honum sýndist mundu vera 12—14 pund. Svo hagar til þar sem þetta gerð- ist, að tveir steinar slúta þannig hvor upp að öðrum á árbotninum að lokuð renna er á milli þeirra. Laxinn þaut undan straumi og veiðimaður á eftir. Mikið vatn var í ánni og áttaði veiðimaðurinn sig ekki á þvl fyrr en um seinan, að iaxinn hafði stungið sér á milli steinanna. Línan festist í göngun- um, en laxinn ólmaðist um tals- vert fyrir neðan. Nú var úr vöndu að ráða, en veiðimaður dó ekki ráðalaus. Félagi hans slæddi lín- una upp úr fyrir neðan steinana, veiðmaðurinn klippti línuna í sundur og félagi mjólkaði hana til sín. Síðan var hnýtt saman fyrir neðan festuna og þráðurinn tekinn upp að nýju. Laxinn reyndist feig- ur og var honum landað í fyllingu tímans. — gg. Loksins fást > diesel-vélarnar áíslandi Iveco, sem er samsteypa af Fiat, De- utz, Unic og fleiri fyrirtækja, er næst stærsti framleiöandi diesel-véla í Evrópu. Viö bjóðum 30 mismunandi stærðir og gerðir af vélum; 3, 4, 5, 6, 8 og 12 strokka, frá 20 hestöflum. Unnt er að fá meðal-hraðgengar og hraðgengar, léttbyggðar og þungbyggðar vélar. Mikið úrval af gírum og hvers konar fylgibúnaði. Hentugar í trillur, dekkbáta, hrað- og fiskibáta, jeppa, vörubíla sem og raf- stöðvar, vatnsdælur o.m.fl. IVECO DIESEL-VELA UMBOÐIÐ: HAFORKA HF Dalshrauni 13, Hafnarfirði Sími 79834 ÞOM OAL AUQLYSlNGASTOfA Sf Einangrun HÚSASMIÐJAN HF. Súðavogi 3-5,104 Reykjavík, sími: 84599

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.