Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 36
84 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 Hljóðverið Mjöt hefur starfsemi Hljóöveriö Mjöt hefur nýlega tekiö til starfa aö Klapparstíg 28. Aöstandendur eru nokkrir en á meöal þeirra, sem hvaö best eru kunnir í tónlistarheiminum, eru þeir Magnús Guömundsson (fyrr- um í Þey og nú í Meö nöktum) og Jón Gústafsson, sem óöur var í Sonus Futurae. Þrátt fyrir ungan aldur hafa tvær plötur þegar verlö teknar upp í hljóöverinu, sem m.a. skartar tækjum úr Grettisgati Þursann- a/Stuömanna. Önnur er plata meö ævintýrum Bakkabræöra, sem Siguröur Sigurjónsson lelkari les, og hin er plata meö Jóni sjálfum og aðstoöarfólki hans. Hefur veriö ákveöiö aö Fálkinn gefi plötuna út og er hún þessa stundina í skuröi erlendis. Fálkinn er greinilega allur aö lifna viö og er þaö vel. Þetta nýja hljóöver ber hiö óvenjulegt nafn Mjöt, sem menn kannast e.t.v. viö frá dögum hljómsveitarinnar Þeys. Ein plata þeirrar sveitar hét einmitt Mjötviö- ur mær. Á stefnuskrá Mjöts eru m.a. leiknar auglýsingar, hugsaöar fyrir rás 2. I fréttatilkynningu frá hljóöver- inu segir m.a., aö „hugmynda- bankinn sé óþrjótandi" og geti menn heyrt sýnishorn í síma 18918 slái menn á þráöinn. Járnsíöan reyndi aö hringja, en enginn svar- aöi. Símsvarinn mun víst eitthvað hafa veriö aö hrekkja þá félaga. Síminn í hljóöverinu er hins vegar 23037. Þar ættu menn aö geta fengið svör viö fyrirspurnum sín- um. Plata með lögunum úr Gúmmí-Tarzan gefin út Leikritió Gúmmí-Tarzan hefur notiö mikilla vinsælda í uppfærslu Leikfélags Kópavogs. í vikunni kom út stór plata meö lögunum úr leikritinu, sem Kjartan Ólafsson hefur samiö. Kjartan er kunnur m.a. úr hljómsveitinni Pjetur og úlfarnir. Textarnir á þessari plötu, sem ber einfaldlega nafniö Gúmmí- Tarzan eru eftir höfund leikritsins, Ole Lund Kirkegárd, en Jón Hjart- arson og Þórarinn Eldjárn þýddu þá á íslensku. Kjartan er fjölhæfur náungi og undirstrikar þaö á þessarl plötu. Lögin 11 eru fjölbreytileg, þótt greinilega hafi ekki ýkja mikiö ver- iö í upptökuna lagt. i ofanálag gerir hann sér lítiö fyrlr og leikur á öll hljóöfæri aö trommunum undan- skildum. Plata þessi var tekin upp í Hljóö- rita og Stúdíói Stemmu af þeim Gunnari Smára og Sigurði Rúnari Jónssyni, Tony Cook og Pétri Hjaltested. Þegar allir þessir upptökumenn eru haföir í huga, jafn ágætir og þeir nú annars eru, vekur þaö athygli aö útkoman á „sándinu" skuli ekki vera betri. Á plötum sem þessari er þaö þó ekki „sándiö" sem skiptir höfuö- máli heldur lögln sjálf og flutnlngur þeirra. í flestum tilvikum hef viröist hafa tekist ágætlega til viö fyrstu hlustun, þótt vissulega séu söngv- ararnir misjafnlega vel til hlutverka sinna fallnir. Ekki þarf aö fara í grafgötur meö aö þessi plata á eftir aö veröa öllum þeim er séö hafa leikritiö kærkomin. Hinum, sem enn hafa ekki séö uppfærsluna, ætti þessi plata aö veröa hvati til þess aö berja „stykkiö" augum fyrr en síö- ar. Rafn Sigurbjörnsson (Hluat. „Tók okkur tvo mánuði að Ijúka við loftið“ „Viö erum búnir aö vera hérna í um hálft ár og sannast sagna átti ég ekki von á því aö viö myndum hafa jafn mikiö aö gera og raun hefur boriö vitni,“ sagöi Rafn Sigurbjörnsson, einn þriggja aöstandenda og daglegur rekstrarstjóri hljóöversins Hlust- ar, er Járnsíöan skrapp í stutta heimsókn til hans fyrir nokkru. „Þaö voru allir aö skelfa okkur meö því aö þetta væri alveg von- laus „bisness", en reyndin hefur oröiö önnur. Ég hugsa aö veröiö hafi sitt aö segja. Viö seljum tím- ann á kr. 350,- á meöan önnur hljóöver landsins eru meö tímann á 600—1200 krónur.“ — Hvernig fariö þiö aö aö bjóöa upp á svona ódýra tíma? „Ég held aö þetta sé alveg sanngjarnt verö. Viö skuldum hins vegar sama og ekkert í þessu og því þurfum vlö ekki aö sprengja upp veröiö til þess aö borga niöur skuldir.” Hljóöveriö Hlust, sem nú er til húsa í Skipholti 9 (síminn er 36888 og eingöngu svaraö á kvöldin og um helgar, en Rafn hefur heima- símann 45887, vilji menn komast í samband viö hann), var áöur aö Rauöalæk 32. Eftir tveggja ára veru þar var söðlaö um og flutt í Skipholtiö. Góðir eiginleikar Þaö vekur athygli þegar gengiö er inn í húsnæöiö í Skipholtinu, hversu allt er snyrtilegt. Óneitan- lega annaö en menn eiga aö venj- ast úr sumum öörum hljóöverum. En enginn veröur frægur á því aö hafa hreint hjá sér, svo hljóðver Rætt við Rafn Sigurbjörnsson í hljóðverinu Hlust veröur einnig aö geta boöið upp á aöra og betri eiginleika. „Viö byrjuöum á því aö mæla allt húsnæöiö sundur og saman meö tilliti til hljómburöar áöur en viö hófumst handa viö innrétt- ingar,“ segir Rafn. „Þetta held ég aö sé nokkuö sem vanrækt hefur veriö í öörum hljóöverum. Eftlr miklar og nákvæmar mælingar og innréttingar í samræmi viö útkom- una úr þeim, gátum viö loks byrj- aö. M.a. má nefna aö þaö tók okkur tvo mánuöi aö Ijúka viö loft- iö eitt, enda eru í því fjögur lög af einangrunarplötum og allt sett upp eftir kúnstarinnar reglum.“ Upptökusalurinn hjá Hlust er því núna alveg „flatur“ eins og þaö er oröaö á tónlistarmáli. Alls er salur- inn 50 fermetrar aö flatarmáli og mjög haganlega hannaöur á allan hátt. Aö sjálfsögöu er dýrt aö setja upp slíkt hljóðver, en Rafn sagöist ekki geta nefnt ákveöna upphæö í því tilliti. „Viö erum þrír rafeindavirkjar sem stöndum aö þessu, Gylfi VII- berg Árnason og Sigmundur Val- geirsson auk mín, og viö lögöum bara í þetta peninga þegar viö átt- um þá. Þegar þá þraut, hættum viö að vinna í þessu og lögðum til hliö- ar. Þaö er skýringin á því aö viö skuldum nánast ekkert," segir Rafn ennfremur. „En þetta fór stundum ansi djúpt i pyngjuna," bætir hann viö brosandi. Tækjaflóð Sé upptökusalurinn snyrtilegur á þaö ekki síöur við um stjórnklef- ann, sem er vel tækjum búinn. Má þar m.a. nefna 12 rása mixer inn á átta rása TEAC-segulband meö dbx-suöhreinsikerfi, sem aö sjálf- sögöu er grundvallarapparatiö í klefanum. Auk þess er þar aö finna reverb, digital delay (allt upp í 1,5 sek.), stereo chorus, noise gate, compressora, flanger, phaser o.fl. o.ffl. Stjórnklefinn er heilir 25 fer- metrar. Til þessa hefur hljóöupptaka í tengslum viö auglýsingar veriö drjúgur þáttur í viöskiptunum hjá Hlust, en einnig hefur þegar veriö tekin þar upp ein plata, Bonjour Mammon, og ýmsir kunnir kappar hafa „droppaö inn“. Nýlega er lok- iö viö aö fullgera kassettu meö pí- anósnillingnum Bob Darch, en meginhlutinn var þó tekinn upp í Grettisgati. Þá hyggur Guömundur Ingólfsson á plötuupptökur innan veggja Hlustar og ýmislegt fleira er á döfinni. „Hugmyndin meö stofnun þessa hljóövers hefur alltaf veriö sú aö gera öllum kleift aö komast í full- komiö stúdíó með sem minnstum tilkostnaöi," segir Rafn er viö slaum botn í spjalliö. „Meö þetta verö pr. tíma held ég aö flestir eigi möguleika á aö taka upp.“ — Ein spurning í lokin. Hvernig gengur aö fá menn til aö borga? „Fínt. Menn fá bara ekki spól- urnar í hendur fyrr en þeir hafa borgaö. Svo einfalt er máliö. Sem betur fer virðast nær allir okkar viöskiptavinir gera sér fulla grein fyrir því, aö þetta gengur ekki ef engínn borgar." — SSv. Þrjár konur af íslenskum ættum í bigbandinu Hexehyl Fyrr é þessu éri birti Jérnsíðan viötal vió íslenska stúlku, sam leikur lykilhlutverk í sænsku „bigbandi" eóa jazzstórhljómsveit eins og vió gætum nefnt þaö é stiróri íslensku. Nú hafa okkur bor- ist fregnir af því aó konur af is- lenskum ættum geri þaó gott í dðnsku bigbandi, sem ber nafnió Hexehyl. Ef það nafn er þýtt gæti þaö útlagst Grýluöskur é okkar éstkæra ylhýra méli. Þessar þrjár konur eru Nína Björk Eliasson, básúnuleikari, Marianne Rottböll, trommuleikari og Lindis Mikkelssen, bassaleikari. I þessari sveit er hálfur þriöjl tugur kvenna, 26 nákvæmlega, og hefur hún vakiö nokkra athygli hjá Dönum og um hana veriö skrifaö í þarlend blöö. Elns og venjan er í bigböndum er uppistaöa sveitarinnar blásaraflokk- ur. Eru þar á ferð baritonleikari, 3 leika á tenórsaxófón, 3 á altsaxófón, 3 á þverflautu, 3 á klarinettur, 3 á básúnur og 4 á trompet. Meginhluti tónlistarinnar jazz, en einnig bregö- ur fyrir rokki og fönki. Flest laganna eru i 4/4 takti þótt vissulega eigi Hexehyl til aörar takttegundir. I einni umsögn, sem Járnsiöunni hefur borist, segir m.a.: „Þær hljómuöu vel grýlurnar. Mjög örugg rythmasveit stóö aö baki hinni stóru blásarasveit, sem naut sín án efa best í hröóu lögun- um. Tvö þeirra voru eftir Hanne Römer og eöli þeirra var slíkt, aö áhorfendur klöppuóu sjálfkrafa ( takt vió tónlistina af svo miklum þrótti aó svitadroparnir þeyttust í allar áttir. Þaó leyndi sér ekki, aó í þessari sveit höföu hljóófæraleikar- arnir yndi af því aó spila. Þeirri geislandi gleöi tókst þeim aó beina til áhorfenda og hrífa þá meö sér, ekki hvaö síst fyrir tilstilli afslappaös stjórnanda. Hexehyl lék tónlist af mikilli fyllingu.“ Þrjér konur af íslenskum ættum eru f Hexehyl. N(na Björk Elíassen, lengst t.v., Marianne Rottböll, lengst t.h., og Lindís Mikkelsen, önnur fré hægri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.