Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983
95
John Hurt í kröppum dansi.
Gene Hackman
leysir frá skjóðunni
dag er hann fullviss um aö hans
útgáfa heföi orðið kassastykki.
Reyndar var þaö nú þannig aö
þegar The Wild Bunch haföi slegiö
í gegn, var Peckinpah beðinn um
aö endurklippa Major Dundee, en
hann neitaöi.
Vandræöin voru rétt aö byrja.
Hann haföi ekki verið nema fimm
daga viö upptökur á næstu mynd
sinni, The Cincinnati Kid, þegar
hann var rekinn fyrir aö vera
grunaður um aö hafa tekið óheim-
ilaöar nektarsenur. Hann fékk þeg-
ar á sig stimpilinn „erfiður“ og
næstu árin átti hann erfitt upp-
dráttar. Hann vann svolítiö fyrir
sjónvarp og loks kom aö því aö
hann gerði The Wild Bunch og eftir
það var leiöin greiö.
Meöal mynda sem hann hefir
gert eftir þetta tímabil má nefna
Straw Dogs meö Dustin Hoffman,
tvær myndir meö Steve McQueen,
Junior Bonner og The Geatway.
Seinna komu myndir eins og
Cross of Iron, sem gerö var í
Júgóslavíu og gerðist í seinna
stríöinu, en Peckinpah neitaöi aö
gera framhaldsmynd hennar og
Convoy, svo aðeins fáar séu
nefndar.
Hann var einu sinni spuröur aö
því hvers vegna hann hafi farið út í
Adam J. Pakula
Pakula haföi einmitt augastaö á
þeim manni, eftir aö hafa séö „The
Pirates of Penzance" á Broadway
nokkrum dögum áöur.
Þegar Pakula bauö Kevin hlut-
verkiö haföi Kevin aldrei nálægt
kvikmyndun komiö. Hans reynsla
var þriggja ára þrotlaus vinna á
leiksviöum Broadway. Sá vegur er
mjór, skrykkjóttur, holóttur og
grýttur, en Kevin Kline gekk allt í
haginn. Honum var jafnaö viö John
Barrymore, stjörnu fjórða áratug-
arins.
Kevin segist svo frá: „Á dauöa
mínum átti ég von, en aldrei kom
mér til hugar aö ég ætti eftir aö
leika Nathan. Þegar bókin kom
fyrst út áriö 1979 sagöi einn kunn-
ingi minn í leikarastétt aö hann
heföi nýlega lesiö stórkostlega
skáldsögu sem yröi enn betri
kvikmynd. Og hann bætti því viö
aö í bókinni væri persóna sniöin
aö gera „slow-motion“ atriði og
hann svaraöi: „Ég var einu sinni
skotinn og ég tók eftir því að þaö
var eins og tíminn hægöi á sér, svo
ég fór að gera myndir þar sem ég
hægi á tímanum — af því þannig
gerist þaö í rauninni.“
Robert Ludlum hefur skrifaö 11
bækur eftir því sem ég veit best og
The Osterman Weekend er sú
fyrsta sem lagt hefur veriö út í aö
kvikmynda. Hana skrifaöi hann
1972 og varö hún metsölubók eins
og reyndar flestar ef ekki allar
hans bækur eru. Bækur hans hafa
víst selst í yfir 25 milljónum eintaka
um heiminn.
Hann ólst upp í New York-borg
og fór að heiman 14 ára gamall aö
því er virðist til aö gerast leikari.
Ekki veit ég hvernig gekk hjá hon-
um í þaö skiptiö en seinna meir fór
hann í leiklistarskóla og áður en
hann gerðist rithöfundur haföi
hann leikiö í um 200 hlutverkum,
auk þess sem hann setti leikrit á
sviö. Fyrsta bókin hans seldist
gríðarlega vel og hann fékk „meiri
peninga en ég hélt aö væru til í
Saudi-Arabíu“. Síðan þá hefur
hann einbeitt sér að skriftum og
viröist leikaradraumurinn löngu
fokinn út í veður og vind.
— ai.
ryrir mig. Ég las bókina og taldi
alltaf fullvíst aö einhver stórstjarna
yröi fengin í hlutverk Nathans. Ég
tel mig mjög heppinn.“
Peter MacNiol
„Ég blanda yfirleitt ekki geöi viö
aöra leikara. Ekki þaö aö ég hafi
persónulega eitthvaö á móti
þeim ... Þetta gengur bara svona.
Ég kann ekki viö aö tala um atriöi í
kvikmynd utan upptökusalarins.
Mér þykir þaö óþægilegt. Ég kann
betur viö aö tala um þaö á upp-
tökustaðnum þar sem ég get gert
eitthvað í málinu ... Ég kann ekki
viö að tala gáfulega um hluti sem
ekkert geta breyst. Maöur hefur
tilhneigingu til aö klúöra því öllu
saman.“
Þetta segir leikarinn Gene
Hackman í viötali, Óskarsverö-
launahafi fyrir The French Conn-
ection (Franska sambandiö) og
þrisvar sinnum útnefndur til verö-
launanna fyrir Bonnie and Clyde, I
Never Sang for My father og The
Conversation. Og hann heldur
áfram og segir:
„Ég kann vel viö aö fara framfyr-
ir myndavélarnar, án þess aö vita í
rauninni hvaö á eftir aö gerast. Án
þess aö þekkja handritiö mjög vel,
vera ferskur og opinn fyrir öllu sem
gæti gerst og ekki hefur veriö
reiknað meö í handriti. Ég stööva
oft atriöi eftir stuttan tíma vegna
þess aö ég veit ég hef gert villu í
uppbyggingu setningar, sleppt
henni, eöa sleppt af mér taum-
haldinu. Þaö er lítil aövörunarbjalla
í hausnum á mér, klippari sem sit-
ur þarna uppi og segir, allt í lagi,
þetta er nóg.“
Um Óskarsverölaunin segir
hann: „Óskarinn í sjálfu sér . . .
kvöldiö sjálft .. . var feikilega mik-
iö kvöld, hvaö mig snerti aö
minnsta kosti. En síöan hefur
Óskarinn sjálfur ekki mikla þýö-
ingu fyrir mig. Þaö sem hefur mikla
þýöingu fyrir mann ér ferillinn eftir
að maöur hefur fengiö verðlaunin.
Mér hefur oft fundist, og þetta er
ekkert nýtt, aö útnefningarnar séu
ágætar. Aö vera útnefndur meö
fjórum öörum leikurum er talsvert
gott, en þegar kemur aö því aö
ákveöa hver sé bestur í útnefn-
ingarflokkunum . . . ég meina hver
getur sagt um þaö. Ég geymi ekki
Óskarinn minn þar sem ég get ver-
iö aö horfa á hann allan tímann, en
þaö er gott aö hafa hann. Hann er
svolítið sérstakur."
Aö vera stjarna: „Mér finnst þaö
svolítiö neyöarlegt aö vera kallað-
ur stjarna. Fólk kemur til mín og
segir, hei, ert þú ekki kvikmynda-
stjarna? og veistu, ég reyni aö
gera lítiö úr því og segi alltaf, ég er
leikari. Fyrir mér eru stjörnur ann-
aö fólk, eins og Redford, Burt
Reynolds, Clint Eastwood."
Um hans fyrri feril: „Ég hélt aldr-
ei nokkurntíma aö ég ætti eftir að
flækjast í kvikmyndir. Ég byrjaöi í
New York og var þar í svo mörg ár,
í leiklistarskóla og vann ýmis störf
og lék líka utan Broadway. Þaó var
Gene Hackman í myndinni
Franska sambandiö II
Gene í nýrri mynd sinni, Eureka.
mitt líf. Þaö hvarflaöi aldrei aö mér
aö ég ætti eftir aö búa í Kaliforníu,
fimmtán eöa tuttugu árum seinna.
Ég hugsaöi alltaf um kvikmyndir í
þá daga sem tæki til aö græöa
peninga á, svo ég gæti lifaö. Mikiö
af leikurum í New York á þeim tíma
þótti kvikmyndir vera svolítiö síöri
en góöur leikur ... þær buöu upp
á möguleika á aö stela svolitlum
peningum, enginn myndi nokkurn-
tíma sjá myndina. Svo kæmiröu
aftur til New York og héldir áfram
þínu lífi.“
Um frægöina: „Þegar óg var á
sviöi í New York hugsaöi ég aldrei
út í þaö aö ég ætti einn daginn eftir
aö veröa þekktur á götu og þyrfti
aö hugsa um fjölmiöla. Þess vegna
held ég aö ég hafi átt í miklum
erfiöleikum meö aö venja mig viö
það. Þaö var erfitt af því ég haföi
ekki búiö mig undir þaö. Eftir aö
Bonnie and Clyde var sýnd vann
ég enn í New York og fólk sagöi
eitthvað, kallaói yfir götu og mér
þótti það gaman."
Framtíðin: „Mig langar aö leik-
stýra. Ég á kvikmyndahandrit
Open and Shut, um nauögunar-
mál, en mig dreymir ekki um aö
mæta bara einn morguninn á upp-
tökustað og ætla aö leikstýra án
þess að hafa nokkra reynslu aö
baki. Þaö sem mig langar og ég
ætla aö gera er að afla mér reynslu
og kunnáttu áöur en tökur hefjast.
Og mig langar líka til aö leika í
myndinni. En núna er þaö mjög
erfitt fyrir leikara aö leikstýra
kvikmynd, eöa afla fjár til að gera
hana. Nema handritiö sé frábært.
Svo langar mig til aö snúa mér
aftur aö sviösleiknum á næstu ár-
um. Ég held aö kvikmyndaleikur
veiti ekki nógu mikla breidd í leik-
list. Þaö væri mjög gaman aö fást
vió klassísk bandarísk leikrit eins
og The lceman Cometh, Long
Day's Journey Into Night og
kannski jafnvel Streetcar Named
Desire.“ Snarað — ai
í kvikmyndahúsin
Peter MacNicol haföi enga
hugmynd um aö hann kæmi til
greina í hlutverk sögumannsins
Stingo. Hann haföi nýlega lokiö viö
hlutverk í lítilli mynd og fór í feröa-
lag til Kanada. Síöar sagöist hann
hafa viljaö loka sig af í óákveöinn
tíma því honum leiö illa eftir gerö
myndarinnar „Dragonslayer".
Peter MacNicol lék talsvert á
sviöi áöur en kvikmyndagerða-
mennirnir komu auga á hann. Áriö
1980 lék hann í leikriti Beth Hen-
leys Glæpir hjartans (Crimes of the
Heart). Alixe Gordon, ein af þeim
sem réö leikara í mynd Alan Pak-
ula, sá Peter í þessu leikriti og
benti leikstjóranum á Peter. Um
þær mundir voru fjölmargir leikar-
ar reyndir i hlutverkiö en Peter
MacNicol hlaut hnossiö.
Alan Pakula
Leikstjóri myndarinnar er Alan
Pakula. Hann reit einnig kvik-
myndahandritið eftir bók William
Styrons. Alan Pakula er stórt nafn
innan kvikmyndaheimsins vestan-
hafs. Hann á aö baki myndir eins
og Klute (meö Jane Fonda), All
The President’s Men (meö Robert
Redford og Dustin Hoffman), Com-
es A Horseman (með Jane Fonda
og James Caan) og Rollover (meö
Jane Fonda og Kris Kristofferson).
Alan hefur oftsinnis veriö útnefnd-
ur til Óskarsverölauna en ein-
hverra hluta vegna aldrei fengið
styttuna.
Kíkt inn
í Tónabíó hlæja menn dátt
þessa dagana aö makalausri
gamanmynd, Guóirnir hljóta að
vera geggjaóir, eftir húmoristann
James Uys, sem sjálfur er hálf-
geröur guö í augum mikils hluta
mannkynsins. Uys er nefnilega
metinn á borö viö snillinga einsog
Spielberg og Lucas í Afríku og
Austurlöndum nær og fjær. Þar
ganga myndir hans betur en Star
Wars og E.T. ...
Myndin um kóksendinguna frá
guöi er hlaðin geggjaöri fyndni,
gerö á furðulega frumstæöan hátt
og um flest ólík því Holly-
wood-gríni sem viö eigum aö
venjast. Hvort sem ykkur líkar
betur eöa verr þá hljóta allir að
geta átt góöa stund á meöan
G.h.a.v.g. birtist á tjaldinu. (Löng
gagnrýni um myndina hlýtur aö
fara aö birtast.)
Stjörnubíó frumsýnir i dag,
(17.), enska mynd, Trúboóann,
sem eftir auglýsingunni aö dæma,
gæti flokkast undir léttklám af
betri sortinni. Og hér bregöur fyrir
ágætisleikurunum Maggie Smith,
Trevor Howard og Denholm Elliot.
Gandhi er aö renna skeiö sitt á
enda í B-sal, og ungfrú Annie aö
taka viö.
Þaö er skammt stórra högga á
milli í Háskólabíói, þar tekur nú
hvert kassastykkið viö af ööru. Nú
er þaö Jennifer Beale sem
skemmtir gestum meö frábærum
diskódansi í einni vinsælustu
mynd ársins um allan heim —
Flashdance — What a feeling;
Austurbæjarbíó: Blade Runn-
er. Sjá umsögn annars staöar í
blaöinu.
Nýtt líf hefur nú gengiö hálfan
annan mánuö í Nýja Bíói, og aö-
sóknin komin fram úr björtustu
vonum aöstandenda. Klukkan
23.00 fá gestir svo aftur á móti aö
kynnast Vágestum utan úr
geimnum ...
Laugarásbíó. Því miöur, þá
veröur The Border aö falla aö
mestu leyti undir mistök. Einkan-
lega leikstjórnarlega, reyndar er
handritiö ekki burðugt heldur.
Viö fylgjumst meö nokkrum
landamæravöröum, (Tex-Max), í
lífi og starfi, misgóðum aö vonum.
Jack Nicholson leikur heiöarlegan
mann í þeirra hópi, sem aö lokum,
sökum eyðslusemi konu sinnar,
veröur aö taka þátt í glæpastarf-
semi félaga sinna. Inní myndina
spinnst barnsrán sem ýtir viö
betri manni Nicholsons.
Sem fyrr segir eru gallarnir
einkum leikstjórans og handrits-
höfundar. Myndin er í lausu lofti,
efni og persónur. Illa uppbyggö,
siitrótt og samtökin oft á tíðum
líkt og beint af blööum meöalreyf-
ara. Hér hafa Nicholson og hans
ágætu meðleikarar heldur lítiö
uppúr krafsinu, þótt þeir leiti.
Tónlist Ry Cooders nýtur sín bet-
ur á plötu, en myndatakan er meö
ágætum.
i Bíóhöllinni er verið aó sýna í
sal 1. snilldarverk Disneys, Skóg-
arlíf — The Jungle Book, sem
glatt hefur hjörtu ungra sem ald-
inna hvarvetna sem hún hefur
veriö sýnd.
í sal 2 gengur eitt besta kassa-
stykki þessa árs vestan hafs.
Herra mamma — Mr. Mom og í
þeim 3. gefur aö líta Villidýr
Cronenbergs. En þessi ungi,
kanadíski hryllingsmeistari hvíta
tjaidsins fær nú mikið lof fyrir
vestan um þessar mundir, fyrir
The Dead Zone. Hún er talin
besta kvikmyndagerð nokkurrar
sögu Stephen King til þessa, aö
Shining, meistara Kubricks, meö-
altalinni . ..
Myndir Fassbinders heitins
hafa veriö fastagestir í Regnbog-
anum, og Þrá Veroniku Voss, er
þar engin undantekning. Hún hef-
ur veriö auglýst siöasta mynd hins
umtalaða leikstjóra, en hvar er
Querelle þá í rööinni?
Veronika Voss er af mörgum
taiin ein af bestu myndum Fass-
binders, skipaö á stall meö verk-
um einsog The Marriage of Maria
Braun og Ali: Fear Eats the Soul.