Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 71 inn, að undanskilinni smíði til- raunastöðvarinnar Skylab, sem látin var starfa á braut umhverfis jörðu á árunum 1973—’74. Það er búizt við því, að ákvörð- unin varðandi geimstöð verði tek- in mjög bráðlega Hvíta húsinu, og ef til vill verður það nægilega snemma til þess að Geimferða- stofnunin geti, ef ákvörðunin verður henni í hag, strax á fjár- lögum næsta árs fengið nokkurt fjármagn til að hefjast fyrir al- vöru handa við smíði stöðvarinn- ar. í samræmi við þá stefnu banda- rískra stjórnvalda að fá einkaaðila til meiri þátttöku í áætluninni um geimrannsóknir, lýsti Geimferða- stofnunin því nýlega yfir, að árið 1986 myndi einn leiðangur geim- skutlunnar verða eingöngu helg- aður ýmiss konar tilraunum á sviði iðnaðar. Könnun, sem gerð var á vegum Geimferðastofnunar- innar, leiddi í ljós, að um það bil 84 fyrirtæki höfðu áhuga á að fá unnin 244 verkefni í tilraunum eða í auglýsingaskyni úti í geimnum. Fyrsta verkefnið, sem þegar hefur verið unnið að í fjórum leiðangra geimskutlunnar, var tilraun í efnasundrun, sem kölluð er electrophoresis. Þessi aðferð, sem unnið hefur verið að hjá fyrirtæk- inu McDonnel Douglas-samsteyp- Mönnuð geimstöð á næsta leiti En Geimferðastofnunin hefur einnig hafizt handa við margvís- legan undirbúning á vandasömu verkefni, sem starfslið stofnunar- innar hefur hvað mest dálæti á, en í sambandi við þetta verkefni eru afar mörg flókin verkfræðileg at- riði, sem leysa þarf, og þau krefj- ast framúrskarandi tæknikunn- áttu og hæfni. Það benda nefni- lega allar líkur til þess, að ríkis- stjórn Ronald Reagans muni inn- an skamms fela bandarísku Geim- ferðastofnuninni að hefja mark- vissan lokaundirbúning að hinu langþráða takmarki að koma upp á braut umhverfis jörðu heilli samstæðu af samtengdum rann- sóknastofum, geimathuganastöðv- um, örþyngdarafls-„verksmiðjum“ og vistarverum fyrir starfslið — í sem stytztu máli sagt: geimstöð. Frá þessari stórkostlegu geim- áætlun er einna líkast þvi, að manni berist ómarnir frá ævin- týralegum vísindaskáldsögum, eins og heyri maður bergmál framtíðarinnar. Þau viðhorf, sem hvað best láta í ljós hugmyndir manna um þá ýmsu möguleika, sem Geimferða- stofnuninni er ætlað að nýta og eins um það, á hvern hátt geim- ferðaáætlanir Bandaríkjamanna muni þróast á komandi áratug, endurspeglast í nýju myndrænu líkingamáli, sem Reagan forseti greip til. Hinn 4. júlí árið 1982 var forsetinn viðstaddur til að bjóða áhöfnina á Columbiu velkomna heim aftur eftir sitt fjórða og síð- asta reynsluflug. Þar sem hann stóð þarna undir brennheitum geislum eyðimerkursólarinnar í Edwards-flugherstöðinni í Kali- forníu, hafði forsetinn þetta að segja: „Fjórða lending Columbiu er viðburður, sem hefur sögulega séð jafn mikið gildi og sú stund, þegar gullnaglinn var rekinn, sem táknaði að fyrsta járnbrautin þvert yfir meginland Ameríku væri fullgerð. Hún markar upphaf nýrra tíma fyrir okkur. Tilrauna- fluginu er lokið, grundvöliurinn hefur verið lagður, og við munum nú halda fram á leið og taka að færa okkur að fullu í nyt þá feiknalegu möguleika, sem bjóðast okkur allt frá yztu endimörkum geimsins." Með öðrum orðum, hin við- skiptalega hlið geimáætlana verð- ur þá í stöðugt ríkara mæli við- skiptalegs eðlis í framtíðinni. Forráðamenn Geimferðastofn- unar Bandaríkjanna eru stöðugt að leitast við að endurskipuleggja stofnunina á þann veg, að hún verði í meira samræmi við hina myndrænu samlíkingu við járn- brautina, en haldi þó um leið uppi þeim eldmóði og raunsanna fram- farahug, sem löngum hefur verið helzta driffjöðrin í stofnuninni og fengið hina beztu verkfræðinga hennar og framkvæmdastjóra til að leggja sig alla fram. Það er ekki auðvelt viðfangs að stokka þessa stofnun upp að nýju, en takist Geimferðastofnuninni hins vegar ekki að aðlaga sig þeim nýja efna- hagslega og pólitíska raunveru- leika, sem nú er alls ráðandi, og nái ekki að koma á tengslum við stórfyrirtæki í bandarískum iðn- aði, svo og við herinn, þá gæti svo farið, að Geimferðastofnuninni yrði einfaldlega ýtt til hliðar í framkvæmd einmitt þeirra geim- áætlana, sem hún hefur þegar lagt svo mikið af mörkum til að gera að veruleika. Ýmsar blikur á lofti Það er nú þegar svo komið, að það fjármagn, sem bandaríska hermálaráðuneytið ver til ýmissa verkefna úti í geimnum, er orðið meira en það fé, sem Geimferða- stofnuninni sjálfri hefur verið veitt til árlegrar ráðstöfunar — 8,5 milljarðar dollara, sem her- málaráðuneytið hefur handbært í þessu skyni, á móti þeim 7 millj- örðum dollara, sem NASA hefur yfir að ráða. Þá hefur stjórn Reag- ans ákveðið að auka fjárframlög rikisins til hernaðarlega mikil- vægra verkefna úti í geimnum um meira en 10% á ári hverju næstu fimm árin, en þetta er sá liður, sem hlýtur meiri aukningu á fjár- lögum en nokkur annar innan her- málaráðuneytisins. Þá hefur bandaríska verzlunar- og við- skiptaráðuneytið fallizt á að taka að sér rekstur veðurathugana- og jarðvísinda-gervihnatta. Og fyrir mörgum árum tóku einkafyrir- tæki að sér rekstur fjarskipta- gervihnatta, og var það þá í fyrsta sinn, að slík aðstaða úti í geimn- um var seld í hagnaðarskyni. Þegar James M. Beggs, sem áð- ur hafði verið aðstoðarforstjóri General Dynamics-samsteypunn- ar, tók árið 1981 við starfi sem yfirforstjóri bandarísku Geim- ferðastofnunarinnar, þá setti hann sér eitt meginmarkmið, sem hann ætlaði sér að vinna að fram- ar öllu, en það var að fá í gegn samþykki stjórnvalda fyrir því, að Geimferðastofnunin gæti hafizt handa við undirbúninginn á áætl- un sinni um smíði geimstöðvar. Þegar Beggs forstjóri lýsti þeim bráðabirgðaáætlunum varðandi geimstöðina, sem unnið hafði ver- ið að síðastliðið sumar, komst hann svo að orði: „Hún mun skapa slík tækifæri á sviði verzlunar og viðskipta, sem enginn hefði getað látið sig dreyma um; hún mun auka öryggi lands okkar, stuðla að háþróaðri vísindum og efla enn al- þjóðasamvinnu. Ráðist Bandarík- in ekki í þessa framkvæmd, mun- um við glata þeirri forystu, sem við höfum í geimferðum og geim- rannsóknum." Mikill áhugi hjá einkafyrirtækjum Hver sá, sem séð hefur kvik- myndina „2001: Ævintýraferð í geimnum", hefur fengið nokkra hugmynd um, hvernig geimstöð á braut umhverfis jörðu gæti verið útlits: Risastór hvítleit kringla, sem snýst hægt um sjálfa sig úti í víðáttu geimsins, og hefur geim- fara og verkfræðinga innanborðs, sem starfa við stjórnun háþróaðs tæknibúnaðar og sjá um að senda út minni för til fjarlægari staða í geimnum. Eftir tilraunirnar með Apollo, var geimstöð ofarlega á baugi í áætlanagerðinni hjá NASA, en það rann allt út í sand- unni í samvinnu við Johnson & Johnson, hefur með geimtilraun- unum reynzt árangursrík við að framleiða lyfjavörur af framúr- skarandi hreinum stofni eins og til dæmis ónæmisefni og lyf eitt, sem kynni að geta komið í stað insúlíns. Þá er svo komið, að einkafyrir- tæki hafa í fyrsta sinn lagt hluta af því fé sem þau hafa handbært til fjárfestinga í geimferðaáætlan- ir, sem ekki standa í sambandi við fjarskiptagervihnetti. Stóriðjufyrirtækið Fairchild hefur uppi áætlanir um að smíða sína eigin litlu, ómönnuðu geim- palla, sem geimskutlan á að flytja á braut umhverfis jörðu. Er ætlun Fairchilds að leigja svo öðrum fyr- irtækjum þessa aðstöðu úti í geimnum til vísindalegra rann- sókna og til efnaframleiðslu. Þrír ungir menn, nýútskrifaðir frá Harvard Business School, hafa alveg nýlega komið á fót sínu eigin fyrirtæki, sem ber firmaheitið Orbital Systems Corp. og hafa þeir þegar fengið viðurkenningu bandarísku Geimferðastofnunar- innar á einkarétti sínum til að fullkomna sérstakan hreyflabún- að, sem nota á til að senda gervi- hnetti út frá geimskutlunni á braut umhverfis jörðu og hyggjast þeir félagar brátt hefja sölu þessa vélbúnaðar á almennum markaði. Þá hafa allmörg stórfyrirtæki sýnt verulegan áhuga á þeirri fyrirætlan ríkisstjórnar Ronald Reagans að leyfa einkafyrirtækj- um að festa kaup á eldflaugum af gerðinni Delta, Atlas og Titan, en hinir nýju eldflaugaeigendur geta síðan fengið þessum eldflaugum skotið út í geiminn frá skotpöllum ríkisins gegn hæfilegri þóknun. SJÁ NÆSTU SÍÐU Geimferðastofnun Bandaríkjanna gegna því hlutverki að hrinda í framkvæmd geimáætlun Banda- ríkjanna í almannaþágu. Það er stöðugt farið að gera háværari kröfur til Geimferðastofnunarinn- ar um að hún sjái til þess að geim- ferðir geti orðið arðvænlegur þátt- ur í viðskiptalífinu og stórfyrir- tæki í einkaeign fari því að taka mun meiri þátt í þeim en hingað til; að höfð verði nánari samvinna við hermálaráðuneyti Bandaríkj- anna, jafnvel þótt Geimferða- stofnunin gæti þá átt á hættu að glata einhverju af sjálfstæði sínu og kynni að stefna í voða því orði, sem fer af stofnuninni um að hún hafi engu að leyna í sambandi við geimrannsóknir sínar, heldur megi öll heimsbyggðin fylgjast með framkvæmd þeirra og njóta góðs af þeim; að stofnunin losi sig við sum þeirra verkefna úti í geimnum, sem ekki geti talizt hernaðarlegs eðlis, og láti fram- vegis aðrar opinberar ríkisstofn- anir um að annast framkvæmd þeirra; að stofnunin sjái ennfrem- ur til þess, að Bandaríkin haldi því forskoti, sem þau hafa á sviði geimferða og geimrannsókna, andspænis þeirri síauknu þjóðlegu samkeppni, sem tekið er að brydda á í þessum efnum, og er þá ekki eingöngu átt við samkeppnina af hálfu Sovétríkjanna heldur einnig frá ríkjum Vestur-Evrópu og frá Japan. Þá gera Bandaríkjamenn og þá kröfu til Geimferðastofnun- ar sinnar, að hún kynni banda- rísku þjóðinni ljóslega þær nýju horfur, sem við blasa á sviði geimrannsókna og á nýtingu geimsins í hennar þágu í framtíð- ara: ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.