Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 81 'gefurretta mynd Laugavegi178 Borgarnes: Góð mynd er vinsæl jolagjof Myndatökur '"‘EÍ1.670.- Kredit- kortaþjónusta Studio Mats hefur verið opnaö aftur eftir breytingar (á sama stað — Laugavegi 178). Starfar nú eingöngu viö Ijósmyndun: — barna- og brúðkaupsmyndatökur, iðnaðar-, tækifæris- og loftljós- myndun. Athugið nýtt símanúmer 81919 Fjölmenni í afmæli spari- sjóðsins Borgarnesi, I6. nóvember. SPARISJÓÐUR Mýrasýslu hélt upp á 70 ára starfsafmæli sitt fyrir skömmu eins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu. Var það aðallega gert með þvf að bjóða viðskiptamönnum og velunnurum stofnunarinnar kaffiveitingar í af- greiðslusalnum síðastliðinn föstu- dag, þar sem gestum var einnig gefinn kostur á að skoða húsnæði sparisjóðsins. Á annað þúsund manns heilsuðu upp á sparisjóö- inn sinn þennan dag og var þar oft þröng á þingi að sögn sparisjóðs- stjórans, Friðjóns Sveinbjörns- sonar. í þessum hópi voru meðal annars allir nemendur Grunn- skóla Borgarness, en hver bekkur sleppti einni kennslustund af þessu tilefni. Kalmar SKEIFUNNI 8.SIMI 82011 Birgir Úlfsson, útibússtjóri Pólsins hf. í Kópavogi, við eina af vogum fyrir- tækisins. Morgunblaðið/KÖE. Póllinn opnar útibú í Kópavogi — stefnt að auknum útflutningi PÓLLINN hf. á ísafirði hefur opnað útibú í Kópavogi. Verður þaðan leit- að nýrra markaða í iðngreinum svo sem kjötvinnslu, sláturhúsum, sæl- gætisgerðum, mjólkurbúum, efna- gerðum og fl. Ennfremur verður lögð áherslu á þjónustu fyrir þá aðila sunnanlands, sem keypt hafa eða kaupa vörur frá Pólnum. Útibúið mun einnig annast innflutning á vogum, ýmsum stýringum, mæli- tækjum og tölvuhlutum, að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu. Póllinn hf. var stofnaður á ísa- firði 1966 og þá sem almennt raf- magns- og útvarpsverkstæði. Nú er fyrirtækið meðal leiðandi fyrir- tækja hérlendis í örtölvutækni og smíði tölvubúnaðar fyrir frysti- hús. Þróunarvinna fyrirtækisins hefur einkum beinst að því að auka hráefnisnýtingu í frystihús- um. Fyrir tveimur árum hóf Póll- inn hf. útflutning á vogum sínum til Færeyja en umboðsaðili fyrir- tækisins þar er Com-Data pf., sem hefur átt drýgstan þátt í tölvu- væðingu frystihúsanna í Færeyj- um. Er markaðshlutdeild Pólsins nú svipuð í Færeyjum og á íslandi. Einnig hafa borist pantanir frá Noregi og stefna Pólsmenn nú að því að ná hliðstæðum árangri þar og í Færeyjum, að því er segir I fréttatilkynningunni. Telja þeir sig einnig eiga góða möguleika á Stórkostleg bylting ígólfefnum! Ferstorp, 7mm þy kk gólf bonð, semhægteraó leggja beint á gamla gólf ió! Nýju Perstorp gólfborðin eru satt að segja ótrúleg. Þau eru aðeins 7 mm á þykkt og þau má leggja ofan á gamla gclfið - dúk, teppi, parket eða steinsteypu. Það er mjög einfalt að leggja Perstorp gólfborðin og 7 mm þykktin gerir vandamál þröskulda og hurða að engu. Perstorp gólfborðin eru líka vel varin gegn smáslysum heimilis- lífsins eins og skóáburði, naglalakki, kaffi, te, kóki og logandi vindlingum. Þú færð Perstorp aðeins hjá okkur. Verid velkomin. að ná árangri í útflutningi til ann- arra landa, svo sem Grænlands, Danmerkur, Kanada og Banda- ríkjanna. Utibúið í Kópavogi er að Skemmuvegi 22L og hefur Birgir Úlfsson verið ráðinn til að veita því forstöðu. Þar munu einnig starfa að staðaldri forritari og viðgerðarmaður. os* HBj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.