Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 Skrítnu laxveidisumri nýlokið: • Sá fyrsti þreyttur í morgunskímunni. Ljósm. H.Ben. • Góður dagur í Langá á enda. Lóósm. gg. Laxar dregnir úr kjarri, hjólför- um og víðar Laxveiðisumarið 1983 er nú á enda og víðast hvar kættust veiðimenn yfir aflanum, því víðast hvar var hann miklum mun betri en ekki bara síðasta sumar, heldur höfðu þrjú mögur sumur rekið hvert annað og höggvið skörð í hinn fríða og litskrúðuga flokk laxveiði- manna. Já, laxinn kom, við vorum farnir að sakna hans. Vopnfirðingar og þeirra gestir, Breiðdælingar, Þistilfirð- ingar og Laxármenn í Aðaldal voru þó ekki margorðir um góðan afla, enda var hann afar lítill á þessum slóðum. Þar jókst veiðin ekki þó mikill bati kæmi í ár annars staðar á landinu, einkum þó og sér í lagi á Suður- og Vesturlandi. „Þetta hefur ekki verið svona dauft í mörg ár,“ sagði Þórður Pétursson, hinn kunni laxveiði- og leiðsögumaður við Laxá í Aðaldal, í vertíð- arlokin. En í Laxá náðust þó yfir 1000 laxar, hvað mega þá Vopnfirðingar og Þistilfirðingar segja, svo ekki sé minnst á aðstandendur Breiðdalsár. í Vopnafjarðarán- um veiddust að vísu fleiri laxar en sumrin áður, en er hægt að tala um bata þegar hausatalan fór úr rúmum 100 löxum í rúma 200 laxa? Ár sem gefið hafa á annað þúsund laxa þegar best hefur látið. Það var sem sagt ekki sama hvar stigið var niður fæti, laxar heiðruðu ekki alls staðar mannskepnuna með nærveru sinni, hverju svo sem um er að kenna, sjávarveiðum frænda vorra, náttúruöflunum eða öðru. • Það er víða hrikalegt við íslensku áraar. Þetta er Bláhylur í Fróðá. Ljósm. H.Ben. Skrítið sumar ! Sumarið var afar skrítið að mörgu leyti á bökkum vatnanna. Engan þarf að minna á, að það stytti varla upp sunnan- og vest- anlands nær ailt sumarið og þó laxveiðimenn og maðkatínslufólk kætist yfirleitt þegar vætir, fór úrkoman langt út fyrir öll vel- sæmismörk ef svo mætti að orði komast. Það var mikið vatn í án- um allt sumarið, vegna rigninga fyrir sunnan og vestan, en vegna mikilla snjóalaga fyrir norðan og austan. Oft grugguðust árnar upp í flóðunum og vanir veiðimenn vita að þegar þannig háttar, fer laxinn jafnan burt af hefðbundn- um veiðistöðum og leitar annað. Getur munað fáum metrum til eða frá, en það getur líka munað meiru. „Þeir áttu ekki til orð, út- lendingarnir, þegar þeir sáu okkur renna á milli runnanna langt uppi í hlíð og taka laxinn þar,“ sagði einn reyndur veiðikappi um ástandið í Norðurá þegar verst lét. Annars staðar var svipaða sögu að segja, lax lá kannski í kvíslum sem veiðimenn óðu yfir í ökkla sumar- ið áður til að komast út á alvöru- veiðistaðinn. Umræddur Norð- urárkappi sagði grh. merkilega sögu frá nýliðnu sumri og undir- strikar hún, að þegar vatnavextir geisa og laxinn gengur af hefð- bundnum miðum, er næsta óút- reiknanlegt hvar hann er að finna og oft er það á ótrúlegustu stöðun- um þar sem laxinn finnst loks í tugatali. Það var Hans Kristjáns- son bílasali sem sagði undirrituð- um eftirfarandi sögu af veiðifé- laga sínum, Degi Garðarssyni, en sögusviðið er Gljúfurá í Borgar- firði. Dagur ætlaði upp í efsta foss, en þegai’ það stendur fyrir dyrum, er ekið sem leiö liggur að bílvaðinu á Gljúfurá, þar sem slóðin liggur yf- ir ána og áfram fram að Langa- vatni Mikið vatn var og skolað. Dagur lagði bílnum við vaðið og fór ao taka til veiðidót sitt, en það er svona tíu til fimmtán mínútna gangur þaðan og fram í fossgilið. Sonur hans 5—6 ára var að nauða í honum að fá að veiða og til að þagga niður í honum rétt á meðan hann tók sig til, setti hann einn maðk á litlu silungastöngina og sagði stráknum að kasta þarna út. „Þarna út“ var ekkert annað en vaðið sjálft. Ekki var maðkurinn fyrr lentur, nánast í hjólförunum, er lax var á, og var honum landað skömmu síðar. Hefði laxinn verið einn hefði þetta vart verið annað er furðuleg tilviljun, en meira átti eftir að gerast þarna, þeir stóðu þarna stíft við, Dagur og félagar hans, þá daga sem þeir áttu veiði- leyfi. Flokkurinn veiddi á þriðja tug laxa á tveimur dögum, þar af tæpa tíu í hjólförunum! Já, það var margt skrítið. Vatnsmagnið mikla gerði það að verkum, að menn voru margir slegnir út af laginu, dýrmætur tími fór i að leita að laxinum og þá fyrst var farið að kanna lyst hans. Þess vegna veiddist að margra viti sums staðar minna en laxamagnið hefði boðið upp á undir venju- legum kringumstæðum. Þannig var til dæmis með Langá á Mýr- um. Kunnugir töldu mun meira hafa gengið af laxi í sumar en 1982 og greinilega miklu meira af væn- um fiski. Samt var heildarveiðin minni en 1982. Ekki var þetta þó einhlítt, þannig var mál manna að lítið hafi verið af laxi í Laxá í Dölum þrátt fyrir betri heildar- afla en 1982. Til dæmis komu að- eins þrír fiskar upp í ádrætti í Kristnapolli um haustið og þótti mönnum það með ólíkindum, því þar er jafnan mikið af laxi. Þórður Pétursson á Húsavík tel- ur einnig að hin litla veiði í Laxá í sumar hafi stafað fremur af því að mjög litið virtist ganga af laxi heldur en að hið mikla vatnsmagn hafi ruglað veiðimenn og orðið til þess að laxinn leitaði á framandi slóðir þar sem menn vissu ekki af honum. „Ég er hræddur um að það hafi gengið mjög lítið af laxi í sumar og mjög lítið hafi verið eft- ir í ánni er veiðitíminn var búinn. Laxinn tekur oft betur þegar fáir eru saman og í stóru fljóti eins og Laxá styggist fiskurinn síður, því er hætt við að mikið af laxinum sem gekk í ána hafi hreinlega veiðst," sagði Þórður í samtali við grh. nú í haust. Misskipting frá einni á til ann- arrar var víða sláandi, en sem fyrr segir var það einkum bundið við ákveðna landshluta. Flestar ár skiluðu betri afla en í fyrra og sumrin tvö þar á undan, í mörgum veiddist miklu meira. Laxá á Ás- um hélt sínum ótrúlega „stand- ard“. „Besta laxveiðiá í heimi," sagði Örn Sævar veiðieftirlits- maður í Húnavatnssýslum í sumar og það er óhætt að taka undir það með honum, því ólíklegt er að annar eins meðalafli á stöng fyrirfinnist annars staðar í heim- inum þar sem þessi fisktegund er annars vegar. Bestu árnar, Laxá í Kjós, Norðurá, Þverá/Kjarrá stóðu sig vel, en hafa gert betur. Grh. þykir þó þrjár ár hafa skorið sig úr ef „besta á í heimi" er und- anskilin. Ekki kunna allir að vera samþykkir þessu, en hvað um það. Þessar ár eru Leirvogsá, Álftá og Grímsá. Leirvogsáin gaf yfir 500 laxa, sem er geysigott á 2—3 stangir og áin hefur verið að sækja sig. Álftáin er með enn merkara afrek, í henni veiddust 500 laxar á tvær stangir. Er það met, og 100 löxum meira en 1982, sem einnig var metsumar. Hefur laxinn eflst svo í umræddri á að með ólíkindum má heita. Áin hins vegar að jafnaði vatnslítil og skil- yrðin þessi tvö sumur hafa verið mjög góð. En það segir ekki alla söguna, því varla veiðist mikið af laxi nema að mikið sé af honum fyrir. Þá er það Grímsá, sem gaf 1400 iaxa. Hún hefur gert betur, en aflinn er engu að síður miklu betri en síðustu mögru sumrin að allir vfeiðikappar hljóta að gleðj- ast. Skipaði Grímsá sér enn á ný á bekk með bestu laxveiðiám lands- ins. Þeir stóru Nú er svo komið, að 30 punda lax eða stærri hefur ekki veiðst hér á landi í nokkur ár, ekki á stöng að minnsta kosti. 1981 dró Bandaríkjamaður rúmlega 29 punda fisk úr Hnausakvíslinni í Vatnsdalsá og var mál manna að hann hefði með góðri samvisku getað skráð laxinn 30 pund, svo litlu munaði. Sá lax var mjög leg- inn og að sögn kunnugra hefði hann nýgenginn vegið yfir 30 pund. I sumar veiddust 25 punda laxar, m.a. í Vatnsdalsá, sem ásamt Víðidalsá hefur skákað drottningunni Laxá í Aðaldal síð- ustu sumrin seai mestu stórlaxa- árnar hér á landi. En þeir stóru eru ekki horfnir úr Laxá þó þeir hafi ekki veiðst þar síðustu sumr- in. Þórður Pétursson leiðsögumað- ur og stangaveiðimaður með meiru missti einn við Breiðengi. „Hann snéri á mig og ég var langt frá því að vera ánægður með sjálf- an mig eftir að hafa misst fiskinn,“ sagði Þórður. Laxinn tók fluguna kunnu Laxá blá og hafði fluglínu Þórðar með sér sem vott um viðskipti þeirra. „Ég hélt hann væri farinn fram af brotinu og lét því bátinn „gossa" á eftir honum. En hann hafði þá stungið sér ofan í skoru á blábrotinu og þegar bát- urinn var kominn niður fyrir í feiknastraumi, þaut hann loks niður eftir og synti undir bátinn. Þá sá ég hann vel, þetta var rosa- legur bolti, alveg ofsalega sver. Ef ég ætti að giska myndi ég slá á 28 pund eða svo, en hann hefði hæg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.