Morgunblaðið - 20.11.1983, Síða 14

Morgunblaðið - 20.11.1983, Síða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 Þjóðbúninganefnd fær drjúga peningagjöf SIGRÍÐUR Thorlacius hef- ur gefiö Samstarfsnefnd um gerð íslenskra þjóðbúninga 100 þús. kr. í sjóð. Þessa upphæð afhenti stjórn Kvenfélagasambands ís- lands þessum fyrrverandi formanni sínum til frjálsrar ráðstöfunar á sjötugsaf- mæli Sigríðar 13. nóvember sl. Hefur Sigríður Thorlaci- us verið fulltrúi Kvenfélag- asambandsins í þjóðbún- inganefndinni frá upphafi, og afhenti hún stjórninni upphæðina án annarra kvaða en að fénu verði var- ið til framgangs verkefnum nefndarinnar, hvort heldur hún telur hagkvæmast að nota það til starfrækslu Leiðbeiningastöðvar um gerð þjóðbúninga eða ann- arra nauðsynlegra útgjalda. Sigríður sagði, að það gleddi sig mjög að geta lagt þetta fé til, því það háði Samstarfsnefnd um gerð ís- lenskra þjóðbúninga mjög að hún hefur nær ekkert fé til umráða. Fékk í upphafi fyrir 10 árum styrk úr Þjóðhátíð- arsjóði og síðan hafa velunn- arar hlaupið undir bagga öðru hverju, en engir styrkir veittir af opinberu fé. Hefur Fríður Guðmundsdóttir ver- ið ráðunautur um þjóðbún- inga fyrir nefndina, en mjög mikil þörf er á því og hefur hún aðstöðu hjá Heimilisiðn- aðarfélaginu á Laufásvegi 2. Fjölritaðar leiðbeiningar liggja frammi hjá íslenskum heimilisiðnaði í Hafnar- stræti, í Gullkistunni og í Þjóðminjasafninu. Mikil þörf er á slíkri starfsemi, því bæði þurfa einstaklingar að- stoð um gerð búninga, svo og opinberir aðilar, því ósjaldan þarf að kynna íslenska þjóð- búninginn af ýmsu tilefni erlendis. Sigríður Thorlacius afhedir Samstarfsnefnd um gerð ísl. þjóðbúninga peningagjöf. Á myndinni er Fríður Ólafsdóttir ráðunautur nefndarinnar, Dóra Jónsdóttir frá Þjóðdansafélaginu, Elsa E. Guðjónsson frá Þjóð- minjasafni, Sigríður Halldórsdóttir frá Heimilisiðnaðarfélagi íslands og Sigríður Thorlacius fulltrúi Kvenfélagasambandsins í stjórninni. Sparneytni í fyrirrúmi í tengslum viö sparakstur Vikunnar og DV á hringveginum í sumar fylgdi Suzuki Fox jeppi keppendum eftir sem eftirlitsbíll. Fylgst var meö eyöslu bílsins og reyndist hún vera 7,9 I. pr. 100 km aö meöaltali. Þessa tölu staðfestir dómari keppninnar, Siguröur Tómasson, starfsmaður orkusparnaðarnefndar. Suzuki Fox er sterkbyggður og lipur japanskur jeppi, sem hentar sérstaklega vel fyrir íslenzkar aðstæður. Byggöur á sjálfstæöri grind. Eyðsla 8—10 I. pr. 100 km. Hjólbarðar 195x15 — Sportfelgur. Hæö undir lægsta punkt 23 cm. Stórar hleðsludyr að aftan. Aftursæti sem hægt er aö velta fram. 4ra strokka vél 45 hestöfl. Hátt og lágt drif. Beygjuradius 4,9 m. Þyngd 855 kg. Rúmgott farþegarými meö sætum fyrir 4. .272.000 (gengi 15/11 ’83) SÖLUUMBOD: Akranes: Borgarnes: isafjörður: Sauðárkrókur: Akureyri: Húsavík: Reyðarfjörður: Egilsstaðir: Höfn í Hornafiröi: Selfoss: Hafnarfjörður: Ólafur G. Ólafsson, Suöurgötu 62, sími 93-2000 Bílasala Vesturlands, sími 93-7577 Bílaverkstæði isafjarðar. simi 94-3837 Bílaverkstæði Kaupf. Skagfiröinga, simi 95-5200 Bílasalan hf„ Strandgötu 53, simi 96-21666 Bílaverkstæöi Jóns Þorgrímssonar, sími 96-41515 Bílaverkstæöiö Lykill, simi 97-4199 Véltækni hf„ Lyngási 6—8, sími 97-1455 Ragnar Imsland, Miötúni 7, simi 97-8249 Árni Sigursteinsson, Austurvegi 29, simi 99-1332 Bílav. Guövaröar Eliass., Drangahraun 2, simi 91-52310 ALLT í STÍL Vönduö íslensk húsgögn í barnaherbergið Sýnum einnig hornsófa — hillusamstæöur — leö- ursófasett — furusófasett — eldhúsborö og stóla. Handunnar íslenskar jólaskreytingar ný- komnar í miklu úrvali. Sjón er sögu ríkari. Góöir greiösluskilmálar — Frí heimsending á Reykjavíkursvæöinu. Húsgagnaverslun, Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfiröi. S.: 54343.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.