Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.11.1983, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 Jón Skúlason fyrir utan Telecom-sýninguna í Genf. Hertoginn af Kent skoóar breska svæðið. enginn veit hvar hún endar segir Jón Skúlason, póst- og símamálastjóri Svíar bentu á aó tölvutæknin getur komiö að góðum notum við neyðarhjálp. Gestir sýningarinnar gátu reynt listhæfni sína á japanska sýningarsvæðinu. „Og hér sjáið þið styttu af póstburðarmanni frá árinu 1985,“ má ímynda sér að starfsmaður forngripasafns segi ungum skólabörnum eftir 25 ár. „Hann kom með bréf á heimilin í gamla daga áður en tölvur voru til og fólk gat notað þær til að skrifast á.“ Ný öld verður gengin í garð og þessi börn verða kannski jafn illa að sér um seðlaveski og símaskrá og um póstburðarmanninn. Tæknibyltingin er að koma þessum hlutum og fleiri starfsstéttum fyrir kattarnef. í framtíðinni munu öll viðskipti væntan- lega verða gerð með kortum, eins og þegar eru í notkun til reynslu í tveimur borgum í Frakklandi, haft verður beint samband við skrá yfir símnotendur um tölvu og símastúlkur fyrirtækja verða komnar á næsta stall við póstburðarmanninn. Tölvur í fyrirtækjum munu þá skilja mannamál og geta tengt þá sem hringja við rétt innanhússnúmer. Póst- og símamálastjórnir eða símafélög, þar sem þau eru frjáls, gegna grundvallarhlutverki í þess- ari þróun. Þau veita þjónustu sem gera tölvum fært að ræðast við milli húsa, borga og landa. Al- þjóðafjarskiptasambandið, sem 158 lönd eiga aðild að, stóð fyrir feikimikilli sýningu og ráðstefnu um fjarskiptamál í Genf um mán- aðamótin síðustu. Þar voru allir sem vettlingi gátu valdið og ein- hvern áhuga hafa á fjarskipta- málum mættir og allt hið nýjasta í tækniþróuninni sýnt á einu bretti. Sýningin var auglýst geysilega og stórblöð eins og Herald Tribune og Financial Times prentuðu sér- stök innblöð, tileinkuð sýningunni. Telecom 83 er fjórða sýning Al- þjóðafjarskiptasambandsins en þær hafa verið haldnar á fjögurra ára fresti síðan 1971. Sýningin í ár er hin stærsta og viðamesta. Hún stóð i sex daga og á þriðja degi höfðu 180.000 manns þegar skoðað hana. Strætisvagnar á sýninguna voru út úr troðnir á morgnana og kvöldin og öll hótel í Genf voru kúffull. Svo slæmt var ástandið að sumir þurftu að gista langt uppi í sveit og leiðtogar þjóðarbrotanna í Líbanon þurftu að bíða með þjóð- sáttarfundinn þangað til um hægðist í borginni. Fyrirlestrar um framtíðarhorf- ur í fjarskiptamálum, lagalegu hliðina á þeim og annað voru haldnir í sambandi við sýninguna og bókakynning var haldin á skyldu efni. En mest bar á tækni- búnaðinum öllum og því er ekki að neita að hann var nokkuð yfir- þyrmandi. Þarna voru tölvur af öllum hugsanlegum stærðum og gerðum, síma-, útvarps- og sjón- varpsbúnaður, líkön af eldflaugum og gervihnöttum, smáar og stórar jarðstöðvar og svo mætti lengi telja. 650 fyrirtæki frá 72 löndum tóku þátt í sýningunni. Mest bar á stærstu vestrænu þjóðunum og Japan en Sovétríkin, Kína og nokkrar vanþróaðri þjóðir létu sitt ekki eftir liggja. Tækjabúnaður Kínverja virtist frekar frumstæður en þeir gerðu grein fyrir aukinni notkun fjar- skiptatækja í Kína á veggspjöld- um og þar kom m.a. f ljós að land- ið hefur nú beint telex- og síma- samband við 46 önnur lönd. I sov- éska básnum bar einna mest á heldur gamaldags sjónvarpstækj- um. Upplýsingadaman á staðnum sagði í stuttu samtali að það væru mörg hundruð milljónir sjón- varpstækja í Sovétríkjunum. Hvert heimili hefur a.m.k. eitt tæki og flest miklu fleiri. „Það er nauðsynlegt til þess að húsbónd- inn geti horft á fótbolta þegar hann vill og húsmóðirin á ballet," sagði konan. Hún benti síðan á forláta sjónvarpssíma, þar sem mynd af mér blasti við og sagði: „Þetta er það sem koma skal,“ og virtist með því gefa skít í allar símakúnstir vestrænu þjóðanna á sýningunni. Bakatil sýndu Sovét- menn sína eigin tölvu sem er byggð á tæknibúnaði bandarísku tölvunnar Intel 8088. Fáir á sýn- ingunni virtust veita henni mikla athygli. Það sem Frakkar höfðu fram að færa var öllu forvitnilegra. Þeir leggja afar háar fjárupphæðir í rannsóknir á fjarskiptasviðinu og Póst- og símamálastjórnin er ákveðin í að vera í fremstu röð hvað tækni snertir. Stefnt er að því að koma síma og lítilli heimil- istölvu inn á hvert heimili sem fyrst og hún er þegar á allmörgum heimilum til reynslu. Þar hefur tölva tekið við hlutverki síma- skrárinnar og 03 og er einnig not- uð sem bókhaldsgripur, leiktæki, vinnutæki og hver veit hvað ann- að. Frakkar hafa framleitt í tengsl- um við tölvuna svokallað smart- card eða klókt-kort sem er nú til reynslu í Lyon og Caen. Það er á stærð við venjulegt kreditkort en hefur innbyggðan kubb semn býr bæði yfir minni og örtölvukerfi í einni heild. Þetta kort kemur í stað 200 blaða ávísunarheftis, allra hugsanlegra kreditkorta, lausafjár og skiptimyntar og gefur samband við bankann þegar stungið er í tölvuna heima. Fólk getur notað klóka-kortið til að kaupa með úti i búð. Sölustúlkan stingur því í tölvuna við peninga- kassann og eigandinn skrifar und- ir með því að skrifa leynilykilinn, sem enginn veit nema hann, að kortinu á lítið tæki sem er einnig tengt tölvunni. Kortið er einnig hægt að nota í símaklefa. Þar er einnig tölva sem kortinu er stung- ið í og ef ekki er nóg skiptimynt á kortinu er hægt að biðja um að hún sé sett inn á kortið í gegnum tölvuna. Svo er haldið heim og kortinu stungið inn í tölvuna þar og athugað hversu miklum pen- ingum var eytt og hversu mikið er eftir og svo fram eftir götunum. Kanadíska fyrirtækið Northern Telecom er eitt hinna fjölmörgu fyrirtækja sem stunda rannsóknir og framleiða tölvur til póstþjón- ustu. Enn sem komið er eru þessar tölvur allar bundnar við póst inn- an fyrirtækja en það er bara fyrsta skrefið áður en almenningi býðst hið sama. Hugmyndin er sú að fólk geti skrifað lengri eða skemmri bréf inn á tölvuna sína og sent móttakandanum á hans eigin tölvu. Hægt er að senda sama bréfið til margra í einu eða bara einhvers eins og enginn ann- ar á að geta komist í það. Þeir sem kjósa t.d. að vinna heima en vilja láta kollegana lesa það sem þeir eru að dunda sér við geta komið efninu á skrifstofuna með því að ýta á einn eða tvo hnappa. Á þenn- an hátt sparast tími, pappírs- kostnaður og ljósritunarkostnað- ur. Margar tölvur eru búnar prentara svo þeir sem vilja eiga eintök og ekki taka upp pláss í tðlvunni geta fengið þau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.